Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þekkíng í skyndihjálp getur bjargað lífi ÚTBREIÐSLA þekkingar í skyndihjálp er eitt af brýnustu verk- efnum landsfélaga Rauða krossins um allan heim. Innan hreyfingarinn- ar er mikil þekking á skyndihjálp, enda upphaflega hugsjónin sú að stofna hjálparfélög á friðartímum í þeim tilgangi að bjarga særðum og sjúkum. Nöfn Henry Dunant og Flor- ence Nightingale ber oft á góma þegar rætt er um upphaf aðhlynning- ar særðra og slasaðra enda urðu störf þeirra beggja til ómetanlegs gagns fyrir slasað fólk. Með skyndihjálp er átt við þá hjálp sem veitt er strax eftir að óhapp hefur átt sér stað. Kennsla í skyndi- hjálp, kennsluefni og þjálfun hefur verið í stöðugri þróun allt frá 1925 en þá var fyrst farið að kenna skyndi- hjálp hér á landi. í dag er áherslan lögð á að kenna rétt viðbrögð við slysum og bráðum sjúkdómum svo og hvernig koma megi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slysa með at- hygli og árvekni. Það hefur sýnt sig að með kröftugu forvamastarfi má koma í veg fýrir slys og afleiðingar þeirra. Skyndihjálparfræðsla er liður í þessari viðleitni. Aukin þekking Á síðastliðnum árum hefur þeim farið fjölgandi sem sækja skyndi- hjálpamámskeið og nú fer kennsla í skyndihjálp víða fram, m.a. í grunn- og framhaldsskólum, á vinnustöðum og í fyrirtækjum. Á námskeiðum er blandað saman bóklegum og verkleg- um þáttum og miðar kennslan að því að viðkomandi geti veitt hinum slasaða hjálp án nokkurra sérhæfðra tækja. Reynslan hefur sýnt að þegar um slys og/eða hamfarir er að ræða er flestum bjargað á fyrstu mínút- unum eftir að atburðurinn átti sér stað, eða áður en fagfólk kemur á staðinn, af fólki sem fyrir tilviljun er á staðnum. En betur má ef duga skal. Lífslíkur margra þeirra sem verða fyrir slysum eða áföllum vegna skyndilegra sjúkdóma ráðast af því hvort vegfarendur, vinnufélagar eða ijölskylda kunni að bregðast rétt við. Það er Rauða krossi íslands því mik- ið kappsmál að skyndi- hjálp sé á allra færi. Það yrði vel tryggt með því að löggjafinn tengdi skyndihj álparfræðsluna ökuprófi sem flestir landsmenn taka. Ungir ökumenn Nær daglega lesum við í blöðum um slys, misalvarleg og af öllu mögulegu tagi. Slysin gera sjaldnast boð á undan sér og enginn er hólpinn. Umferðarslys- in taka mannslíf á hverju einasta ári og er hlutur ungra ökumanna allt of stór. Það er því verðugt umhugsunarefni hvað sé til ráða til að draga úr tíðni og alvar- leika slysanna. Á hveiju ári fara þúsundir ungra í dag munu sjálfboðalið- ar Rauða kross íslands í samvinnu við lögregl- una á Suðvesturlandi kanna skyndihjálparút- búnað og þekkingu öku- manna í skyndihjálp, að sögn Svanhildar Þeng- ilsdóttur, ásamt því að afhenda ökumönnum nýútgefinn bækling um skyndihjálp. ökumanna út í umferðina. Sú þekk- ing og þjálfun sem þeir fá í ökunám- inu mun verða þeirra undirstaða í framtíðinni. Leggja þarf áherslu á að koma í veg fyrir óhöpp og slys og milda afleiðingar slysa og óhappa, Svanhildur Þengilsdóttir m.a. með því að^nota bílbelti, aka á löglegum hraða og hafa skyndi- hjálparbúnað tiltækan í bílnum. Einnig þarf að leggja ríka áherslu á að auka þekkingu ungra ökumanna á slysavörn- um og skyndihjálp. Allir á námskeið Á þessu ári býður Rauði kross íslands öll- um einstaklingum sem Ijúka almennum öku- réttindum á námskeið í skyndihjálp. Þetta boð er liður í átaki Rauða krossins til þess að sem allra flestir læri grund- vallaratriði skyndihjálpar og geti með kunnáttu sinni komið öðrum til að- stoðar þegar slys ber að höndum. Með átakinu vill Rauði kross ís- lands leggja sitt af mörkum til for- vamastarfs gegn slysum en mikil- vægi forvarna verður seint ofmetið. Nauðsynlegt er að sem flestir láti til sín taka og vinni markvisst að því að auka öryggi okkar allra. Einn daginn gætir þú orðið vitni að slysi á vinnustað, í umferðinni, á heimili þínu eða í frístundum. Ef þú getur brugðist skjótt við og veitt skyndi- hjálp strax eftir slys getur það skipt miklu um framtíð hins slasaða. í al- varlegustu tilfellunum getur það ráð- ið úrslitum um líf eða dauða. Lífslík- ur hins slasaða geta ráðist af því hvort þú bregðist rétt við. I dag munu sjálfboðaliðar Rauða kross Islands í samvinnu við lögregl- una á Suðvesturlandi kanna skyndi- hjálparútbúnað og þekkingu öku- manna í skyndihjálp ásamt því að afhenda ökumönnum nýútgefinn bækling um skyndihjálp. Það er von okkar að ökumenn taki vel á móti sjálboðaliðum Rauða krossins. Tökum höndum saman og eflum kunnáttu landsmanna í skyndihjálp. Þá kunn- áttu vilja allir hafa þegar á reynir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá Rauða krossi íslands. Um réttindi sjúklinga tekið undir kvartanir sjúklinga í 45% mála Oft heyrist því fleygt fram og jafnvel meðal þeirra sem ættu að vita nokkur skil á málum að í flestum tilfellum fáist mistök lækna ekki viðurkennd eða bætt og því hvergi hægt að leita réttlætis! Samkvæmt skýrsl- um landlæknis varð- andi kvartanir sjúkl- inga á árunum 1991- 1993 var tekið undir kvartanir sjúklinga í 46,2% tilfella. í 22% til- fella var um að ræða aðgerðir í formi til- Ólafur Ólafsson mæla, áminninga, alvarlegra áminn- inga og jafnvel leyfíssviptinga. Ekki gengur þetta alltaf eftir, því að bó- takröfum í sumum þessara mála hafa dómarar vísað frá sökum þess hve sjaldgæf þessi mistök eru._ Hlut- fallslega hafa fleiri læknar á íslandi orðið fyrir leyfíssviptingum varan- lega eða um tíma en t.d. í Danmörku og Svíþjóð. Fyrir 13 árum hóf land- læknir baráttu fyrir stofnun slysa- tryggingasjóðs sjúklinga. Að vísu voru réttindi sjúklinga til bóta skert verulega með samþykki Alþingis um að lögin væru ekki afturvirk. Þar var tekið tillit til vilja fámenns en öflugs hóps lækna sem vegna reynsluleysis vissu ekki betur. Þessi ákvörðun varð þvert á vilja landlækn- is. Engin nágrannaþjóð hefur sett ákvæði um afturvirkni í lög varðandi rétt sjúklinga til þess að lesa eigin sjúkraskrár. Landlæknir beggja vegna borðsins Oft heyrist þessi setning, jafnvel frá lögfræðingum, og er þar með vegið að starfi opinbers embættis- manns. Landlækni ber að hafa eftir- lit með læknum og situr því einung- is öðru megin við borðið. Ef land- Eldsvoðar á íslandi síðastliðin ár! ÁRIÐ 1992 boðaði Iðnaðarráðuneytið breytt rafmagnseftirlit hér á landi. í farar- broddi, fyrir hönd ráðu- neytisins og þeirra breytinga voru véla- verkfræðingurinn Ág- úst Þór Jónsson og hag- fræðingurinn Sigurður Helgi Helgason frá Hagsýslustofnun og kynntu þeir á fræðslu- fundi, sem haldinn var 9. mars 1992 með raf- magnseftirlitsmönnum nýtt fyrirkomulag raf- „. , ,, magnseftirlits á Islandi Sl^rður Magnusson og sögðu þeir að það ætti að vera til eftirbreytni fýrir önnur EES-lönd þar sem við íslendingar yrðum leið- andi þjóð og öðrum til fyrirmyndar í rafmagnsöryggiseftirliti og -mál- um. (Þess má geta um leið og grein þessi er skrifuð, 2. júlí 1996, að enginn af ráðamönnum hinna EES- þjóðanna hefur leitt landa sína út í sama glundroða og öryggisleysi, sem íslendingar hafa verið píndir út í hvað varðar rafmagnsöryggismál þjóðarinnar eins og þau eru í dag!) Það urðu margir til að benda á að með þessum breytingum mætti bú- ast við lakara raftnagnseftirliti og uppnámi í þeim málum. Ég skrifaði iðnaðarráðherra 12. september 1994 þar sem ég lýsi áhyggjum mínum meðal annars varðandi hnignandi eftirlit með rafbúnaði og þá hættu sem af því stafaði. Eg fékk svar, september sama ár. Var það fullt bjartsýni og leyfí ég mér að birta eina málsgrein bréfsins frá iðnaðarráðuneyt- inu. Það er á þessa Ieið: „í þessu tilfelli er ánægjulegt að geta skýrt frá því, að lausleg könnun ráðuneytisins bendir til að umfang þess rafmagnseftirlits sem skoðunarstofur sinna sé nú meira á því sviði en hefur oftast verið áður“. Ég tel þetta sýnis- hom nægjanlegt, af svari iðnaðar- ráðherra við bréft mínu frá 1994. Þeir Þorkeil Helgason ráðuneytis- stjóri og Svein Þorgrímsson deildar- stjóri undirrita bréfið fyrir hönd ráð- herra. Hæstvirtur iðnaðarráðherra, það er alvarlegt áhyggjuefni hversu tiðir brunar hafa verið undanfarin ár, og taldir eru hafa orðið af völdum rafinagns og er þar í mörgum tilvik- um um vissu að ræða. Má þar vísa í samnorræna skýrslu frá 1995, um tíðni bruna af völdum rafmagns. Ég vil einnig í því sambandi minna á brunann sem varð laugardaginn 27. apríl 1996 að Eiðistorgi 13-15 á Seltjamamesi. Þessi bmni var rakinn til tenginga í heimtaugastreng þar sem hann tengdist varrofa veitunnar fyrir fjölbýlishúsið. Þetta er mjög alvarieg staðreynd vegna þess raf- magnseftirlits sem rekið er í dag á 16- Ef ekki eru skoðaðir allir þættir raflagna fjölbýlishúsa, og þá sér- staklega aðaltöflur hús- anna, segir Sigurður Magnússon, er skoðunin út í hött og aðeins villandi. vegum Rafmagnsveitu Reykjavíkur (hér eftir nefnd RR). Samkvæmt Reglugerð um raforkuvirki skal skoða eldri raflagnir á skipulegan hátt með tilteknu árabili. Rafmagn- seftirlit RR mun vera þannig í dag að um úrtaksskoðun er að ræða á allt að 40 ára gömlum raflögnum. Veit ég um dæmi þar sem íbúðareig- andi var látinn vita um að íbúð hans hefði lent í úrtaksskoðun RR, (sá sem hringdi frá skoðunarstofu sagði að um úrtaksskoðun væri að ræða), og var þar um að ræða einn íbúa í 10 íbúða stigahúsi fjölbýlishúss. Þegar eigandi íbúðarinnar og skoðunar- maður höfðu samið um tíma til skoð- unarinnar, var hún framkvæmd og gerðar athugasemdir eftir því sem við átti. Eigandinn á síðan að láta lagfæra rafbúnað sinn samkvæmt ábendingum skoðunarstofumanns- ins. Eftir nokkra daga eða vikur er þessi mál ber á góma meðal ann- arra íbúa stigahússins kemur í ljós að aðeins þessi eini íbúðareigandi hefur fengið þá sjálfsögðu þjónustu að njóta „lögboðins" eftirlits á raf- lögnum eignar sinnar og látið gera við sínar raflagnir samkvæmt ábendingu frá eftirlitsmanni. Allir aðrir í stigahúsinu eru án þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á, og hafa borgað fyrir í áratugi í formi rafmagnseftirlitsgjalds. Gjald þetta er innifalið í raforkuverðinu og greiðist í hvert skipti er rafmagns- reikningur er greiddur. Alvarlegast og ófyrirgefanlegt hjá RR er það falska öryggi sem svona úrtaks- skoðun gefur viðkomandi íbúðareig- anda. í þeim tilvikum sem ég hef kynnt mér voru mæla- og aðaltöflur sameignarinnar og spennujöfnun ijölbýlishússins ekki skoðaðar. Með öðrum orðum gætu þær verið eins og aðaltaflan að Eiðisgranda 13-15 „ósprungin tlmasprengja". Ég vil vekja athygli fólks á að ef ekki eru skoðaðir allir þættir raflagna fjöl- býlishúss og þá sérstaklega aðaltöfl- ur húsanna, er skoðunin út í hött og aðeins villandi. Ennfremur er verið að brjóta lög og reglugerð um hvemig beri að skoða gamlar raflagnir og það vita þeir sem stjórna hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þó þeir leyfi sér annað eins og áður segir. Sigurður Magnússon fyrrv. yfirrafmagnseftirlitsmaður. læknir er óhæfur til þess að ljalla um kvört- unarmál gegn læknum mætti álykta að allir dómarar úr Iögfræði- stétt væri t.d. óhæfir til þess að fjalla um mál sem varða lög- fræðinga! Hver ætti þá að dæma í stað hæsta- réttar! Skurðsárasýkingar Gjarnan er rætt um að fylgikvilla aðgerða s.s. sýkingar megi rekja til „sóðaskapar" á sjúkrahúsum. Sýkingar koma því miður fyrir í 4-6% aðgerðatilfella hér á iandi. Þetta er svipuð tíðni og er t.d. í Mayo-Clinic og öðrum háskóla- sjúkrahúsum í nágrannalöndum. Hvaðan koma þessar sýkingar? Er um að ræða „sóðaskap lækna“? Hlutfallslega hafa fleiri læknar orðið fyrir leyf- issviptingu hér, segir Olafur Ólafsson, en til dæmis í Danmörku og Svíþjóð. Niðurstaða margra rannsókna sýna að þær koma oftast frá sjúklingnum sjálfum. Ennþá hefur ekki fæðst manneskja án sýkla! Um rétt sjúklinga til þess að lesa eigin sjúkraskrá Landlæknir var fyrstur heilbrigð- isyfírvalda á Norðurlöndunum til þess að leyfa sjúklingi að lesa eigin sjúkraskrá og mun halda því áfram. Nær undanteknipgarlaust hefur landlæknir afhent sjúklingi afrit af eigin sjúkraskrá ætíð í góðu sam- ráði við lækna sjúklings. Vissulega hefur eitt slíkt mál lent fyrir dóm- stólum en sjúklingur fékk sinn rétt og þar með var staðfest að Land- læknisembættið hafði ekki farið off- ari í þessu efni. Nú er frumvarp fyrir Alþingi um þetta efni og er vonast til þess að það verði afgreitt í anda mannrétt- inda. Læknum ber jafnframt að aðstoða fólk við lestur sjúkraskráa. Um rétt til þess að breyta rangfærsum í sjúkraskrám Landlæknir er sammála þeim rétti en ef lögin hljóða á annan hátt verður landlæknir að fylgja þeim. Tekið skal undir þá gagnrýni að læknar gefa sér stundum ekki nægi- legan tíma til þess að útskýra að- gerðarferil aðgerðarinnar. Til þess að bæat úr hefur Landlæknisemb- ættið í mörg ár lagt áherslu á að sjúklingar skrifi udnir „samþykki fyrir aðgerð og aðra meðferð“. Til- lögugerðir eru nú komnar á lokastig og verða kynntar almenningi innar tíðar. Ágreiningsnefnd um kvörtunarmál sjúklinga Bent skal á að allt frá 1983 hef- ur verið starfandi sérstök ágrein- ingsnefnd „utan við kerfið", en þangað geta sjúklingar leitað hve- nær sem er. Landlæknir tekur gagnrýni og reynir að betrumbæta afgreiðslu eftir megni ef galli er á, en nokkrar kröfur verður að gera til þess að gagnrýni sé mál- efnaleg. Höfundur er landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.