Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 33 + Friðrikka Páls- dóttir fæddist í Sandgerði 8. mars 1918. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði hinn 20. júní síðastliðinn. For- eldrar Friðrikku voru þau Þorgerð- ur Einarsdóttir og Páll Jónsson. Hún ólst upp í Sandgerði hjá móður sinni og stjúpföður, Axel Jónssyni. Eftirlif- andi hálfsystkini sammæðra eru Jón, Soffía og Gróa, en Einar, hálfbróðir hennar, er látinn. Eftirlifandi hálfsystkini samfeðra eru Jón og Ragnheiður Pálsbörn, en Frómi fulltrúi fárra líki að dupaði, dáð og tryggðum; öll þín önn var ein og sama; þins húsbónda heiil að vinna. (M. Joch.) Þessar Ijóðlínur eiga vel við þeg- ar minnst er Friðrikku Pálsdóttur því allir þeir sem kynntust henni báru traust til hennar sökum þess hve vönduð og traust manneskja hún var. Kynni mín við Friðrikku hófust þegar hún og faðir minn, sem verið hafði ekkjumaður í nokkur ár, gengu í hjónaband. Þá var hún á fimmtugsaldri, lífsglöð kona, kát Helga og Kristin, hálfsystur hennar, eru látnar. Friðrikka eign- aðist tvær dætur, Þorgerði Þórhalls- dóttur sem lést á unga aldri og Önnu Soffíu Jóhannsdótt- ur, búsetta í Kefla- vík, gifta Konráði Siguijónssyni og eiga þau þijú börn. Eftirlifandi eigin- maður Friðrikku er Þórhallur Barða- son, fyrrum stýri- maður frá Siglufirði, nú vist- maður á Hrafnistu í Hafnar- firði. Útför Friðrikku fór fram frá Hvalsneskirkju 28. júní. og skemmtileg, en hafði mátt þola margt á lífsleiðinni. Nokkrum árum áður hafði hún orðið fyrir þeirri bitru lífsreynslu að missa Þorgerði, dóttur sína og móður sína í hörmu- legu bílslysi. Varð hún aldrei söm eftir það áfall en bar harm sinn í hljóði og lét mótlætið ekki buga sig. Þau faðir minn áttu gott líf saman og duldist engum umhyggja sú og væntumþykja sem þau báru hvort til annars. Nutu þau þess í ellinni að hlúa að afkomendum sín- um og talaði Friðrikka oft af stolti og hlýju um Önnu Soffíu dóttur sína í Keflavík, eiginmann hennar og mannvænleg börn þeirra. Á lífsleiðinni lagði Friðrikka gjörva hönd á margt. Ung byijaði hún að vinna við fiskvinnslu og síð- ar hjá Miðnesi hf. í Sandgerði sem MINIVIIIMGAR ráðskona í mötuneyti fyrirtækisins. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar í nokkur ár við verslun- arstörf þar til hún gerðist fanga- vörður á lögreglustöðinni við Hverf- isgötu í Reykjavík. Þar starfaði hún í 15 ár. Alls staðar kom hún sér vel, enda kona mikilla mannkosta og orðlögð fyrir dugnað og atorku- semi. Myndarlegt heimili þeirra hjóna bar smekkvísi og snyrti- mennsku vitni og þau voru gestris- in og góð heim að sækja. Friðrikka var hreinskiptin og hjartahlý, hrein- lynd og hugumstór. Hún var hress i bragði og spaugsöm á sinn sér- staka hátt og öllum leið vel í návist hennar. Hún skilur eftir sig bjartar og góðar minningar í hugum allra sem kynntust henni á lífsleiðinni. Og nú er hún öll, þessi öðlings- kona og eiginmaður hennar og aðrir ástvinir syrgja hana. Hún kvaddi þennan heim farin að kröft- um en sátt við allt og alla. Þakkir skulu færðar starfsfólki hjúkrunar- deildar Hrafnistu í Hafnarfirði fyr- ir kærleiksríka og nærgætna umönnun. Minningin um góða konu mun lifa og veita þeim birtu og yl sem fengu að njóta samfylgd- ar hennar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Friðrikku Pálsdóttur. Barði Þórhallsson. Þegar nú hin trausta, hjartahlýja systir okkar hún Friðrikka hefur kvatt þessa jörð, vaknar minningin um hvernig hún kom inn í líf okkar yngri systkinanna eins og sólar- geisli, um það leyti sem faðir okkar var að kveðja okkur í hinsta sinn, árið 1938. Ljósmynd af stúlku í hvítum fermingarkjól er fyrsta minningin. Það má vera að eldri systkini mín hafi um hana vitað, en í þá dga var ekki til siðs, að börn væru að hnýsast í einkamál foreldra sinna, málin voru geymd þar til ljóst FRIÐRIKKA PÁLSDÓTTIR ELÍAS MAGNÚS FINNBOGASON + Elías Magnús Finnbogason fæddist í Bolungar- vík 10. október árið 1923. Hann lést í sjúkrahúsi Stykkis- hólms 30. júní síð- astliðinn. Hann var sonur sæindarhjón- anna Margrétar Sigmundsdóttur og Finnboga Sigurðs- sonar í Bolungar- vík. Elías átti fimm systur og einn bróður. Elías gift- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Petreu Guðnýju Pálsdóttur frá Grundarfirði, þann 12. apríl 1947. Hún var dóttir Þórkötlu Bjarnadóttur og Páls Runólfs- sonar sem bæði voru frá Grundarfirði. Þau Elías og Petrea eignuðust átta börn, fjóra syni og fjórar dætur. 1) Stein- björg, gift Árna Eiríkssyni. 2) Guðný, gift Ólafi Ægi Jónssyni. 3) Páll Guðfinnur, ókvæntur. 4) Mar- grét, gift Þorkeli Pétri Olafssyni. 5) Elín Katla, gift Steinari Helagsyni. 6) Sigmundur Magnús, hann fórst með togaran- um Krossnesi 23.2.1992. Hans kona var Eva Margrét Jóns- dóttir. 7) Finnbogi, hans kona er Sigurlaug Björnsdóttir. 8) Kjartan, ókvæntur. Elías verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elli, en svo var hann jafnan nefndur, ólst upp í foreldrahúsum í Bolungarvík. Hann þurfti snemma að byija að vinna fyrir sér, fyrst í sveit á sumrin meðan hann var enn í barnaskóla. Hann byrjaði snemma til sjós, fyrst á bátum frá Bolungar- vík og síðar frá Grundarfirði en þar kynntist hann konu sinni og bjuggu þau alla tíð í Grundarfirði. Þau hjón réðust snemma í að kaupa sér húsnæði og keyptu lítið hús sem Götuhús hét. Þar bjuggu þau þar til þau eignuðust íbúð þá sem hann átti heima í þar til hann kvaddi þennan heim. Eftir að Elli hætti til sjós gerðist hann vörubílstjóri, fyrst hjá öðrum en síðan eignaðist hann eigin bíl og stundaði þá vinnu þar til heilsunni fór að hraka. Þá vann hann ýmis störf í frystihúsi. Elli var duglegur og starfssamur. Til hvaða vinnu sem hann gekk og honum var falin leysti hann hana samviskusemlega af höndum. Hann var hjálpsamur og mátti ekk- ert aumt sjá. Ég kynntist þeim hjónum er ég kynntist konu minni, Sigríði, en hún og Petrea eru systur. Þegar við hjónin og bömin okkar komu til Grundarfjarðar var alltaf tekið á móti okkur af miklum kærleika og vinarhug sem við munum ávallt minnast. Lífið hjá þeim hjónum var ekki alltaf dans á rósum því veik- indi heijuðu á fjölskylduna. Oft þurfti Petrea að leggjast á sjúkra- hús og var þá eríítt hjá Ella með öll bömin heima. En Gmndfirðingar em gott fólk og reyndust þeim hjálp- legir þegar illa gekk. Þau hjónin urðu fyrir mikilli sorg er þau misstu soninn Sigmund Magnús þegar Krossnes sökk 23. febrúar 1992 en hann lét eftir sig konu og þijú börn. Elsku Peta, ég veit að sorg þín er mikil, það er sárt að missa maka sinn eftir nær hálfrar aldar sam- veru. Við hjónin biðjum góðan guð að styrkja þig, bömin þín, barna- börnin og tengdabörn í ykkar sorg- um. Megi guð blessa minninguna um góðan vinv Árni Markússon. Á björtum sumardegi í örlitlum andvara blöktu fánar í hálfa stöng um allan Grundarfjörð. Á þessum fagra degi barst fréttin um litla samfélagið. Hann Elli Bol var dá- inn. Og þó andlátið væri nokkuð svo ótímabært gætti skyndilega ákveðins léttis hjá okkur vinum hans. Heilsu Ella hafði hrakað á skömmum tíma og því var það honum líkn að mega hverfa svo skyndilega úr þessu samfélagi. Og sjálfsagt fór hann eins snögglega og hann kom. Fyrir tæpum fimm áratugum birtist hann hér á bryggjunni, horaður stráklingur úr Bolungavik, hann hafði komið með strandferðaskipi og ætlaði eitthvað lengra. En meðan skipið stoppaði við, hoppaði hann í land í þorpi sem var að verða til. Honum þótti fegurð staðarins í logninu einstök, hin svipmiklu fjöll spegl- uðust í spegilsléttum firðinum. Þegar hinn ungi maður er að virða allt þetta fyrir sér, er hann ávarp- aður, spurður um nafn, fæðingar- stað og erindi. Þar var kominn afi þess er þessar línur ritar. Þegar Elías Finnbogason frá Bolungavík hafði gert grein fyrir sér var hon- um boðið heim í kaffi. I litla hús- inu Snarræði hófst einstök vinátta með þeim sem entist meðan báðir lifðu. En Elli Bol fór ekki lengra, hann var kominn til að vera. Með- an hann var einn fékk hann þjón- ustu til fæðis og klæðis í Snar- ræði hjá afa og ömmu. Svo kynnt- ist hann henni Petu sinni og bú- skaparbaslið byrjaði. Börn þeirra urðu átta og oft var þröngt í Götu- húsi. En í hinni veraldlegu fátækt blómstraði ástríki, gleði og andlegt ríkidæmi. Og þó margir gefist upp á því sem í dag er kallað basl var þótti að nægilegur þroski væri fyrir hendi. Skömmu eftir lát pabba tók móð- ir okkar sér ferð á hendur á fund fjölskyldunnar á Borg í Sandgerði. Þorbjörg og Axel fögnuðu henni og mamma fékk hlutdeild í stóru, myndarlegu stúlkunni hans pabba. Samband þeirra varð innilegt og náið og dætur Friðrikku voru sem ömmuböm mömmu. En minningin um systur okkar og fjölskyldu hennar er líka trega- blandin. Friðrikka missti samtímis eldri dóttur sína, Þorgerði þá ný- fermda og móður sína, en þær lét- ust af slysförum. Yngri dóttirin, Anna Soffía, var í ástríkum höndum fósturforeldra sinna og lífið hélt áfram. Þar kom að Friðrikka varð ást- fangin af skipstjóra frá Siglufirði, Þórhalli Barðasyni, sem þá var ekkjumaður og átti uppkomin börn. Þau voru hamingjusöm og virðing þeirra hvors fyrir öðru var augljós. Friðrikka og Þórhallur stofnuðu heimili í Reykjavik, en fluttu til Keflavíkur í nágrenni við Önnu Soffíu þegar þau komust á eftir- launaaldur. Síðustu árin hafa þau búið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við minnumst með hlýju sam- vista við Friðrikku og Þórhall. Þar bar aldrei skugga á. Við Jón bróðir minn og fjölskyld- ur okkar vottum Þórhalli, Önnu Söffíu, Konráð og bömum þeirra innilega samúð. Ragnheiður Pálsdóttir. Það er skrýtið að Frissa, konan sem var svo stór á allan hátt, sé farin frá okkur og komin til þeirra sem á undan fóru. Hún á það skilið að vera umföðmuð og ég veit að það eru margir sem hafa orðið til þess, ótalmargir. Hún Frissa móðursystir mín var mér fyrirmynd á ýmsan hátt þó að samgangurinn hafi ekki verið mik- ill. En Frissa var þannig, að þegar maður hitti hana þá gat tilfinning- in, sem sat í manni á eftir, yljað í langan tíma, jafnvel nokkur ár. Hún var með stórt hjarta og maður var ekki í minnsta vafa um væntum- þykju hennar. Hún var ávallt ein- hvern veginn til staðar. Ég hef stundum sagt frá því þeg- ar ég vann sem fangavörður í Hegn- ingarhúsinu í nokkur sumur, ung og lítt reynd kona, hvernig það hjálp- aði að eiga Frissu að. Frissa hafði þá nýhætt störfum sem fangavörður í Hverfissteininum en þar vann hún í hálfan annan áratug. Þeir sem gistu fangageymsluna oft kunnu að meta hvemig Frissa tók á málum. Hún gat skammast og verið hvöss^. þegar það átti við, en um leið sýnt föngunum virðingu og hlýju. Hún var umhyggjusöm og það kunnu fangamir að meta. Þegar á reyndi í mínu starfi sagði ég góðvinunum frá því að Frissa væri móðursystir mín. Fannst mér þá sem karlamir tryðu frekar á það sem þessi unga kona var að segja eða gera og þann- ig var Frissa til staðar fýrir mig. En það vom ekki bara fangamir sem kunnu að meta Frissu. Fangaverðir hafa sagt mér að hún hafí verið fyrirmynd þeirra í starfi, vegna þess hvernig hún gat samtvinnað ákveðni og hlýju á alveg einstakan hátt. Frissa er ógleymanleg fyrir það að hafa verið hún sjálf. Síðustu^ árin var heilsan farin og hún tilbú- in að kveðja. Hún hafði líka ástæðu til að hlakka til endurfunda við svo marga sem hún hafði misst um ævina, þeirra á meðal dóttur sína sem dó af slysförum á unglings- aldri. Frissa átti líka mikið hér og vil ég í lokin votta eiginmanni henn- ar, Þórhalli, dóttur hennar Önnu Fíu og fjölskyldu hennar, stjúpbörn- um Frissu og öðrum aðstandendum og vinum samúð mína. Björk Vilhelmsdóttir. uppgjöf ekki til í orðabók þessarar fjölskyldu. Og þó Elli Bol væri ekki aflögufær með neitt nema gleði sína og góðvild naut samfé- lagið þeirra gjafa ríkulega. íþróttamót, Sjómannadagurinn, 17. júní, ef eitthvað þurfti að gera til tilbreytingar fór ávallt fyrstur Elli Bol. Hann var allt í senn, íþróttamaður, trúður, foringi, en umfram allt var hann faðir barn- anna sinna og maðurinn hennar Petu. Og allt fram að síðustu stundu var dáðst að þessum hjón- um fyrir ást þeirra. Nú er Elli Bol komin þangað sem veraldlegur auður hefur enga merkingu, í því samfélagi er Elli Bol ríkastur allra. Við sem urðum þess heiðurs að- njótandi að mega ganga með hon- um nokkur skref, á langri leið ei- lífðar, getum þakkað fyrir minn- inguna um góðan vin. Ég kveð hann fyrir hönd fjölskyldu minnar með setningu sem hann notaði gjarnan um sjálfan sig, þá auðvit- að í nútíð, en hér verður hún að vera í þátíð. „Hann var góður kall hann Elli Bol.“ Ingi Hans. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS KRISTINN HANSSON fyrrv. vörubifreiðasfjóri, Dalbraut 20, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 3. júlí. Þuríður Björnsdóttir, Erna Andrésd. Hansen, Valdemar Hansen, Sigrún Andrésdóttir, Sigurður Þórðarson, Kristín G. Andrésdóttir, Gunnar Árnason, Þorgeir J. Andrésson, Guðrún Erla Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, ÞÓRIR GUÐNASON læknir, Stuttgart, andaðist 4. júlí. Ingeborg Storz Guðnason, Edda Kirsten Guðnason, Markús Leosson Munro, David Markússon, Anja Ellen Guðnason, Ragnar Þórisson og fjölskylda og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.