Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6.JÚLÍ1996 17 ERLENT Díana skoðar tillögu Karls um skilnaðarskilmála Stjórnarmyndun í Tyrklandi Boð sem ekki er hægt að hafna? London. Reuter, The Daily Telegraph. Þingstuðning- ur enn óviss Ankara. Reuter. BIJIST er við, að Díana, prins- essa af Wales, fallist á tilboð, sem eiginmaður hennar, Karl Breta- prins, hefur gert henni varðandi fullan skilnað þeirra hjóna. Sagði lögfræðingur hennar í gær, að hugsanlega gæti orðið af því í næstu viku. Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum felst tilboðið í því, að Díana fær allt að tveggja milljarða kr. ein- greiðslu auk 42 milljóna kr. ár- legs framfærslueyris. Anthony Julius, lögfræðingur Díönu, sagði í gær, að verið væri að fara yfir tilboðið og hugsanlega yrði tekin afstaða til þess í næstu viku en haft er eft- ir vinum Díönu, að boðið sé svo gott, að hún geti ekki hafnað þvi. Talsmaður Karls vildi ekkert láta eftir sér hafa um málið en talið er, að Elísabet drottning, sem er mikið í mun að Ijúka þessu máli sem fyrst, muni rétta syni sínum hjálparhönd við greiðslurnar, annaðhvort með því að reiða sjálf fram hluta fjár- ins eða ábyrgjast bankalán. Árstekjur Karls að frádregn- um sköttum af hertogadæminu Cornwall, öðrum eignum og fjár- festingum eru um 160 miiy. kr. en þar sem honum er óheimilt að sejja eignirnar er jjóst, að einn og óstuddur hefur hann ekki efni á að skilja við konu sína. Díana reið Ævintýrið, sem hófst með „brúðkaupi aldarinnar“ 1981, átti sér heldur snubbóttan og óskemmtilegan endi og eftir að þau Karl og Díana skildu að borði og sæng 1992 hafa þau hjónin bæði játað á sig framhjá- hald. Sagt er, að Díana sé mjög reið því, að vinir Karls létu leka til fjölmiðla ýmis atriði skiln- aðarsamningsins og hermt er, að hún túlki það sem samsæri gegn sér. Hafi tilgangurinn ver- ið að gefa af henni þá mynd, að hún væri óseðjandi í fégræðgi sinni. Talið er, að tilboðið frá því á fimmtudag komi til móts við flestar kröfur hennar þótt enn sé ekki ljóst hvort hún fær að halda sínum hátignarlega titli. Hingað til hefur verið talið, að hún myndi missa hann eins og Fergie, prinsessa af Jórvík, þeg- ar hún skildi við Andrés, bróður Karls, fyrr á árinu. Á móti kem- ur, að Díana er móðir væntan- legs konungs, Vilhjálms, eldri sonar þeirra Karls, og mun því ekki verða áhrifalaus þegar hann tekur við krúnunni. Farandsendiherra í góðgerðamálum Fallist Díana á skilmálana getur skilnaðurinn gengið í gegn á nokkrum vikum en samkvæmt breskum lögum er hann aðeins formsatriði þegar hjón hafa ver- ið skilin að borði og sæng í tvö ár og hvorugt hreyfir andmæl- um. Samþykki hún ekki skilmál- ana af einhverjum ástæðum gæti Karl þurft að bíða í þijú ár enn. DÍANA tók í gær þátt í góð- gerðarsamkomu á Dorchest- er-hótelinu í Londonen hugs- anlegt er, að hún fái það embætti að verða eins konar farandsendiherra í þeim málaflokki sérstaklega. Eftir fimm ára aðskilnað frá borði og sæng þarf annað hjón- anna ekki samþykki hins fyrir fullum skilnaði. John Major forsætisráðherra og ríkisstjórnin hafa samþykkt, að Díana verði eins konar far- andsendiherra en þó aðeins sem fulltrúi þeirra góðgerðastofn- ana, sem hún hefur lagt lið. Ekki er talið, að neinn sérstakur titill muni fylgja því starfi henn- VONIR leiðtoga tyrknesku flokk- anna tveggja sem vilja nú láta reyna á samstarf í ríkisstjórn, Sannleiks- stígs Tansu Cillers og Velferðar- flokks Necmettins Erbakans, um að geta tryggt stuðning þingsins við samsteypustjórn þeirra með því að bjóða litlum hægriflokki þátttöku í ríkisstjórninni, brugðust í gær þegar Muhsin Yazicioglu, formaður Sam- einingarflokksins lýsti því yfir að hann sæi ekki grundvöll fyrir sam- starfi flokks síns við heittrúar- mannaflokk Erbakans. Tyrkneska þingið greiðir í næstu viku atkvæði um traustsyfirlýsingu við nýju stjómina. Abdullah Gul, ráðherra úr flokki heittrúarmanna Erbakans, sagði að frá upphafi hefði verið vonast eftir aðild Sameiningarflokksins að samsteypustjórninni. Á miðvikudag settu leiðtogar hans það skilyrði fyrir stuðningi sjö þingmanna flokksins við stjórnina að flokkur- inn fengi ráðherrastól en nú hafa þeir ákveðið að standa frekar utan hennar. í oddaaðstöðu Staða stjórnarinnar styrktist á fímmtudag er tveir þingmenn gengu til liðs við Sannleiksstíginn, flokk Tansu Ciller, annar úr Föðurlands- flokki Erkans Kemaloglu og hinn úr vinstriflokki. Þingmenn stjómar- flokkanna eru því 287 en til að van- trauststillagan nái fram að ganga þarf atkvæði 276 þingmanna. Óvissa ríkir þó um afdrif stjórnar- innar þar sem hópur þingmanna úr flokki Ciller, sem óánægður er með samstarfíð við heittrúarmenn, hefur hótað að greiða stjórninni ekki at- kvæði. Sameiningarflokkurinn kann því að verða í oddaaðstöðu í at- kvæðagreiðslunni, en þrátt fyrir að leiðtogar hans hafi nú hafnað stjórnarþátttöku er enn óljóst hvern- ig hinir sjö þingmenn flokksins munu veija atkvæði sínu. Ráðuneyti Sharons þriðja stærst Jerúsalem, Damaskus. Reuter. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin frestaði í gær til sunnudags að taka ákvörðun um nýtt ráð- herraembætti fyrir harðlínu- manninn Ariel Sharon en búist er við, að þá verði gengið frá því. Málgagn Sýrlandsstjómar sagði í gær, að Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísra- els, notfærði sér kosningabar- áttuna í Bandaríkjunum til að þvinga Bill Clinton forseta til að fallast á hina nýju harðlínu- stefnu ísraelsstjórnar. Talið er, að Sharon muni um helgina taka við nýju og valdam- iklu embætti sem ráðherra innra skipulags en ísraelska útvarpið segir, að málið hafí dregist vegna andstöðu lítils heittrúar- flokks. Fer hann með húsnæðis- mál í stjórninni, þar á meðal gyðingabyggðimar á hemumdu svæðunum, og hefur ekki viljað afsala sér neinum málaflokkum. Að sögn ísraelskra fjölmiðla verður ráðuneyti Sharons það þriðja stærsta í stjóminni, næst á eftir varnar- og menntamála- ráðuneyti. Málgagn sýrlensku stjóm- arinnar, al-Thawra, skoraði í gær á Clinton að láta ekki und- an þvingunum ísraelsstjómar af ótta við að missa atkvæði gyðinga í kosningunum í haust. Sagði blaðið, að stefna Net- anyahus væri að láta frumskóg- arlögmálin gilda og koma end- anlega í veg fýrir frið í Miðaust- urlöndum. ar. Flóðahamfarir í Suður-Kína Gífurlegt 1jón og mannskaði Peking. Genf. Reuter. UNDANFARNA daga hafa mestu rigningar í manna minnum dunið á Suður-Kína með þeim afleiðingum að flóð hafa valdið gífurjegu tjóni. Fórnarlömb flóðanna eru nú sögð 237 og þúsund- ir hafa misst heimili sín. Fjögur hémð Suður-Kína, Guizhou, Zheidjiang, Anhui og Djianxhi, þurftu að þola úrkomu sem náði allt að 559 mm á tveimur sólarhringum. Þetta er mesta úrkoma sem mælzt hefur frá upphafí á svo stuttum tíma og afleiðingarnar eru einhver verstu flóð sem þessi héruð hafa upplif- að. Mikið regn, stormar og fióð hafa frá alda- öðli verið plága í suðurhluta og um miðbik Kína og valdið þar manntjóni og miklum skemmdum á mannvirkjum og uppskem á sumrin. Samkvæmt mati yfírvalda mun tjónið nú nema yfir tveimur milljörðum Bandaríkjadala, um 135 milljörðum íslenskra króna. Auk hinna 237 látnu hafa yfir 3.700 manns slasazt og 211.000 hús eyðilagst. Flóðin hafa tmflað líf allt að 12 millj- óna manna og af öryggisástæðum þurftu 560.000 manns að flytja tímabundið frá hamf- arahéruðunum. Hátt í 900.000 hektarar lands hafa lent und- ir flóðunum og að minnsta kosti 10.000 hektara uppskera er farinn í súginn. í rénun Flóðin voru í rénun í gær og hermenn ásamt öðrum sjálfboða-liðum höfðu hafið aðgerðir til að bæta skaða á samgöngu- og samskiptakerfí hamfarasvæðisins, auk þess að veita fólki al- menna aðstoð með dreifingu lífsnauðsynja. Talsmenn Neyðarhjálpar Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) gáfu í gær til kynna, að kínversk stjómvöld hefðu látið þau boð berast, að hémðin sem verst hafa orðið úti í hamförunum séu reiðubúin til að þiggja alþjóðlega aðstoð. í gær var þess þó enn beðið að kínversk stjómvöld leggðu fram form- lega beiðni um aðstoð og tilgreindu nákvæmar og hvers konar aðstoðar væri aðallega þörf. Mannúðarskrifstofa SÞ (UNDHA), sem sam- ræmir neyðarhjálp hinna ýmsu stofnana SÞ, mun taka að sér að miðla framlögum frá aðild- arlöndum til neyðarhjálparinnar. Rristins Peturssonar Sýningin veröur opin laugardag milli 13.30 og 20:00, sunnudag og mápudag milli kl 10:00 og 20:00. Sýningin er í boöi Hverágerðisbæjar, Blómasölunnar hf. ’og BlómamiðstöövarinQar hf. Hátíðardagskrá fS utn helgina ! í Grunnskólanum Hveragerði er opin milli kl. 14:00-18:00 til 28. júlí. Sýningin er í húsakynnum verkalýðs- félagsins Boðans og verður opin daglega frá 14:00-18:00 til 14. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.