Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996 37 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EIÐUR frá Oddhóli gulltryggði efsta sætið með skeiðspretti í gær en auk þess hefur hann afbragðsgott tölt enda fær hann 8,8 þar, knapi er Sigurbjörn Bárðarson. FJÖLMENNT var í brekkunni á yfirlitssýningunni í gær og voru mótsgestir þaulsetnir þarna enda margt sem gladdi augað. Kórína stóð efst á elleftu stundu HESTAR G a d d s t a ð a f I a t i r FJÓRÐUNGSMÓT SUNN- LENSKRA HESTAMANNA Kynbótahross komu fram á yfirlits- sýningu á fjórðungsmótinu í gær. Voru sýnd í sex flokkum einstaklinga og fjórum flokkum afkvæmasýningar. KYNBÓTAVEISLA er rétta orðið yfir yfirlitssýninguna sem fram fór í gær á fjórðungsmótinu þar sem fram komu á annað hundrað úr- valshross. Hæfileikar hrossa í ein- staklingsdómi voru metnir á mið- vikudag og fimmtudag en knapar höfðu möguleika á að bæta ein- kunn á yfirlitssýningunni í gær. Meirihluti hrossanna hefur verið að bæta hæfileikaeinkunn frá for- skoðun í dómi á mótinu og mörg þeirra bættu enn um betur á yfir- litssýningunni. Einnig voru mörg þeirra er lækkuðu að endurheimta fyrri einkunn. Eftir yfirlitssýningu stendur efstur í flokki stóðhesta sex vetra og eldri Logi frá Skarði sem Sigur- björn Bárðarson sat, hefur hann í aðaleinkunn 8,39, 8,23 fyrir bygg- ingu og 8,55 fyrir hæfileika. Jór frá Kjartansstöðum komst upp á milli hans og Víkings frá Voðmúla- stöðum. Hækkaði hann allnokkuð fyrir hæfileika meðan Víkingur lækkaði. Jór er með 8,14-8,57 og 8,35 í aðaleinkunn, knapi var Þórð- ur Þorgeirsson. Víkingur sem Brynjar Stefánsson sýndi hlaut 8,12-8,59 og 8,35, munar brotum á þeim. Næstir eru Sjóli frá Þverá, 8,29, Nökkvi frá Vestar-Geldinga- holti, 8,28, Af fimm vetra hestum er efstur Frami frá Ragnheiðarstöðum sem Þórður Þorgeirsson sýndi. Hlaut hann 8,36-8,12-8,24. Goði frá Prestbakka er kominn í annað sæti en Ólafur H. Einarsson sýndi hann. Goði hlaut 7,93-8,43-8,18. Valberg frá Arnarstöðum varð þriðji með 8,21-8,04-8,13, knapi var Birgir Gunnarsson. Næstir komu Skinfaxi frá Þóreyjarnúpi með 8,12 og Jarl frá Búðardal með 8,10. í flokki fjögurra vetra stóðhesta varð efstur Eiður frá Oddhóli sem Sigurbjörn Bárðarson sýndi en hann hlaut í einkunn 8,18-8,15- 8,16. Roði frá Múla kom þar næst- ur með 8,10-8,03-8,07. Daníel Jónsson sýndi Roða. Þriðji varð Skorri frá Gunnarsholti sem Guð- jón Steinarsson sýndi en hann hlaut í einkunn 8,08-7,95-8,02. Næstir á eftir í röð eru Fáni frá Kvíarhóli með 7,97 og Glókollur frá_ Þverá með 7,94. í flokki hryssna sex vetra og eldri stóð efst Kórína frá Tjarnar- landi með 8,25-8,61-8,43. Þórður Þorgeirsson sýndi hana og þá hryssu sem varð í þriðja sæti, Randalín frá Torfastöðum en hún hlaut 8,40-8,38-8,39. Eydís frá Meðalfelli sem stóð efst eftir for- skoðun féll í þriðja sætið en náði sér upp í annað sæti á yfirlitssýn- ingunni með 7,91-8,91-8,41, Svan- hvít Kristjánsdóttir sýndi Eydísi. Næstar í röð eru Kirkjubæjar- hryssurnar Eva með 8,32 og Leista með 8,27. Þöll frá Vorsabæ trónir efst í flokki fimm vetra hryssna með 8,21-8,17-8,19. Magnús Trausti sýndi hana en næst kemur Elding frá Víðidal. Hún hlaut í einkunn 7,89-8,47-8,18. í þriðja sæti varð Hera frá0 Herríðarhóli sem Egill Þórarinsson sat með 8,20-8,13- 8,16. Freisting frá Kirkjubæ var fjórða með 8,16 og Orka frá Hala fimmta með 8,13 Vigdís frá Feti stóð efst af fjög- urra vetra flokki með 8,11-8,15- 8,13, knapi var Erlingur Erlings- son. Hrafntinna frá Sæfelli kom næst með 8,16-8,07- 8,12 en hana sat Erlingur Erlingsson. Þriðja varð Eva frá Ásmundarstöðum með 8,04-8,16-8,10. Næstar komu Vænting frá Stóra-Hofi með 8,05 og Kyrrð frá Lækjarmóti með 8,2. Þessar einkunnir eru endanlegar en efstu hross mæta til verðlauna- afhendingar á sunnudag þar sem þau munu sýna kosti sína. Valdimar Kristinsson Fáksmenn atkvæðamiklir í gæðingakeppninni FÁKSMENN eru ótvírætt sigur- vegarar í hinni óopinberu gæð- ingakeppni félaganna á fjórð- ungsmótinu ef taldir eru þeir sem hafa tryggt sér sæti í fulln- aðardómum gæðingakeppninn- ar sem fram fara í dag. Alls hafa 39 Fáksmenn tryggt sér áframhaldandi keppnisrétt en alls er um að ræða 100 sæti, 20 sæti í hverjum flokki. Eru þeir með 9 í A-flokki og 12 í B-flokki, 7 í ungmenna- flokki, 4 í unglingaflokki og 7 i barnaflokki. Góð útkoma hjá Fáksmönnum enda Fákur lang- stærsta félagið þótt það eitt útskýri ekki þennan mikla mun. Næstir koma Geysismenn með 14 alls, 2 í A-flokki og 4 í B-flokki en þar af verma Geysismenn tvö efstu sætin í B-flokki. Alls hafa 8 Geysisfé- lagar tryggt sér sæti í yngri flokkunum. Gustur er í þriðja sæti með 11, 3 í eldri flokkum og 8 í yngri flokkum. Sörli fylgir fast á eftir með 3 í fullorðinsflokk- um og 7 í yngri flokkum. í fimmta sæti er Hörður með 6, þar af 3 í fullorðins- og yngri flokkum. Jafnir í sjötta til átt- unda sæti eru Máni, Andvari og Ljúfur með 5 alls, Sleipnir er með 3, Smári 2 og Sindri, Trausti og Háfeti reka lestina með 1 í fullnaðardómi hvert félag. Átta af þessum tuttugu í hverjum flokki fara í úrslit og má því halda þessum leik áfram. Þar eru því 40 sæti í pottinum og er nú að sjá hvort félögunum tekst að berja á Fáksmönnum í keppninni í dag og rétta hlut sinn gagnvart Fáki. Ef tekið er mið af átta efstu í öllum flokkum eins og staðan er fyrir keppnina í dag sem hefst klukkan 9 eru Fáks- menn með enn betra hlutfall, 45% á móti 39%, þannig að það er á brattann að sækja og Fáks- menn eru ekki þekktir að því að láta hlut sinn baráttulaust. Minna má á að á þeim mótum sem þetta nýja fyrirkomulag hefur verið reynt hefur raunin orðið sú að röðin hefur riðlast verulega í fullnaðardómi. Því má með sanni segja að spennan sé í hámarki. FRAMI frá Ragnheiðarstöðum hélt fyrsta sætinu í fimm vetra flokki á yfirlitssýningunni í gær. Athyglisverður hestur með 9,8 fyrir fótagerð enda hreinræktaður Laugarvatnshestur, knapi er Þórður Þorgeirsson. ANNAÐ árið í röð stendur Kórína frá Tjarnarlandi efst í flokki hryssna sex vetra og eldri á fjórðungsmóti. Gárungarnir velta því fyrir sér hvort hún mæti ekki á Vesturlandið á næsta*ári. Knapi er Þórður Þorgeirsson. MENN leggja orðið mikla áherslu á að hrossin séu faxprúð og víst er að nóg er af því á henni Eik á Hvolsvelli sem Þormar Andrésson situr. SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 £.; . Austurver Simi 568 4240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.