Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 23 AÐSEMPAR GREINAR Einkanúmer og umferðaröryggi Á YFIRSTAND- ANDI þingi var sam- þykkt breyting á um- ferðarlögum nr. 50/1987 sem heimilar einkanúmer á bifreið- ir. Er breytingartillag- an kom fyrst fram var upphæðin fyrir einka- merkisréttinn 50.000 kr. en eftir að allsher- jarnefnd hafði fjallað um málið lagði hún til, að upphæðin yrði lækkuð í 25.000 kr. Gjaldið fyrir einka- númerin kemur til með að renna til Umferðarráðs. Auk gjaldsins ber að greiða sér- staklega fyrir skráningarmerkin. Með samþykkt lagabreytingar- innar er dómsmálaráðherra heim- ilt að setja reglur um heimild eig- anda ökutækis til að velja tiltekna bókstafi og tölustafi á skráningar- merki bifreiðar eða bifhjóls (einka- númer) og má búast við því að innan tíðar komi fram breyting á reglugerð um skráningu ökutækja, hvað þetta varðar. Umferðaröryggisáætlun Lagabreytingin er í anda stefnumótunarvinnu í umferðarör- yggismálum til ársins 2000, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. í fyrsta sinn er mörkuð sú stefna að vinna fram að aldamótum eftir heildstæðari áætlun um fækkun umferðarslysa með samræmdu átaki fjölmargra aðila. í þessum efnum er fylgt árangursríku for- dæmi annarra Norðurlandaþjóða. í þingsályktunartillögu um stefnumótun er varðar aukið um- ferðaröryggi og framkvæmdaá- ætlun er m.a. kveðið á um að opin- berir aðilar og fyrirtæki sem starfa að umferðaröryggismálum og sveitarfélög með fleiri en 1.000 íbúa skili til dómsmálaráðuneytis- ins framkvæmdááætlun eða tillög- um er leiði til aukins umferðarör- yggis. Dómsmálaráðherra mun síðan kynna Alþingi í byijun hvers árs stöðu umferðaröryggismála og hvernig áætluninni miðar í átt að settu marki. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að starfs- og fram- kvæmdaáætlunin verður endur- skoðuð árlega. Rannsóknir á umferðaröryggi í niðurstöðum nefndar, sem gerði tillögur að umferðarörygg- isáætluninni, segir m.a. að starf- rækja skuli rannsóknanefnd um- ferðarslysa á ný og komi hún til með að rannsaka alvarlegustu slysin, auk þess að vera Alþingi ráðgefandi í sérstökum málum er varða umferðaröryggi. Einnig kemur fram að stofnaður verði sjóður sem veiti fé til rann- sóknarverkefna á umferðarörygg- issviði. Til eflingar á umferðarör- yggisstarfinu var m.a. reglugerð um umferðaröryggisgjald breytt í lok síðasta árs er það var hækkað úr 100 kr. í 200 kr. Umferðar- öryggisjaldið rennur til Umferðar- ráðs og má gera ráð fyrir því að það verði á þessu ári um 35-40 milljónir. Nefndin lagði til að Umferðar- ráð komi til með að nýta hluta þessarar fjárhæðar til að styrkja einstök áhugaverð umferðarör- yggisverkefni og að einkanúmer á ökutæki yrðu síðan heimiluð í sama tilgangi. Það fé sem skilaði sér vegna sölu þeirra myndi nýt- ast í umferðaröryggissjóðinn. AHar fjárhæðir skipta máli Alsheijamefnd Al- þingis sem fjallaði um málið gerði þær at- hugasemdir við frum- varpið að 50.000 kr. væru of hátt gjald en 25.000 kr. hæfilegt. Hér má vel vera að ítarlegar markaðs- rannsóknir liggi að baki ákvörðuninni, en þrátt fyrir það er til- finning mjög margra sem að málinu koma að þeir sem á annað borð ætla að fá sér einkanúmer kæmu til með að borga það verð sem sett yrði upp. Hefðu því margir aðilar ályktað á hinn veginn og talið að á þann hátt kæmi meira fé inn til eflingar á umferðaröryggi. Það sem kemur þó á óvart er að samkvæmt skriflegum upplýs- ingum sem allsheijarnefndinni bárust frá dómsmálaráðuneytinu er ekki verið að innleiða tvöfalt skráningarkerfi á ný með þessari breytingu heldur er þvert á móti ætlunin að eldri skráningarmerk- in, þ.e. þau sem notuð voru fyrir tið fastnúmerakerfisins, hverfi endanlega úr umferð fyrir árslok 1997. Þessar breytingar koma til með snerta mun fleiri bifreiðaeigendur heldur en tilvist einkanúmeranna. Ef eldri skráningarmerkin verða lögð af í einni svipan, en ekki lát- Ef eldri skráningar- merki verða lögð af í einni svipan, segir Gunnar Svavarsson, þurfa bifreiðaeigendur að greiða 120-150 m.kr. fyrir ný skráningarmerki. in úreldast, munu bifreiðaeigendur þurfa að greiða um 120-150 millj- ónir fyrir ný skráningarmerki. Þessi upphæð, sem er 3-4 sinn- um hærri en árlegt umferðarör- yggisgjald, mun ekki að neinu marki renna til umferðaröryggis- mála, heldur munu söluaðili og framleiðandi einir hagnast á ákvörðunni, sem mun síður en svo verða vinsæl. Dómsmálaráðherra er því hvattur til að íhuga vel þann kost að láta eldri skráningar- merki úreldast í stað þess að leggja á bíleigendur 120-150 milljón króna kostnað. Dómsmálaráðherra hefur stigið farsæl skref til eflingar á umferð- aröryggi með ákvörðunum sínum. Framkvæmd umferðaröryggisá- ætlunarinnar er hafin og með víð- tæku samstarfi stjórnvalda og aðila sem vinna að bættu umferða- röryggi mun okkur vonandi takast að fækka umferðarslysum. Umferðin er nátengd öllum og ef öflugur liðsauki almennings kemur til, þá getum við í samein- ingu bætt umferðarmenninguna og aukið umferðaröryggið. Gerum því öll umferðarmálin að okkar máli og ieyfum öllum að taka virk- an þátt. Höfundur er verkfræðingur hjá Adalskoðun hf. Gunnar Svavarsson Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað ú sumarley'fisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni máhim! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaösins og fá blabiö sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu frá___________________________til_ Hvert viltu fá blaðið sent? Merktu við. □ Esso-skálinn, Hvalfirði □ Ferstikla, Hvalfiröi □ Hyrnan í Borgarnesi □ Baula, Stafholtst., Borgarfirði □ Munaðarnes, Borgarfirði □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfirði □ Sumarhótelið Bifröst □ Hreðavatnsskáli □ Brú í Hrútafirði □ Staðarskáli, Hrútafirði □ Varmahlíð, Skagarfirði □ Illugastaðir □ Hrísey □ Grímsey □ Grenivík □ Reykjahlíð, Mývatn NAFN__________________________ KENNITALA_____________________ SUMARLEYFISSTAÐUR_____________ PÓSTNÚMER______________________________SÍMI_____________________ Utanáskriftin er: Morgunblabib, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. □ Laufiö, Hallormsstað □ Söluskálar, Egilsstöðum □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupstungunr □ Laugarás, Biskupstungum □ Bjarnabúð, Brautarhóli □ Verslunin Hásel, Laugarvatni □ Minni Borg, Grímsnesi □ Verslunin Grund, Flúðum □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Þrastarlundur □ Ölfusborgir □ Shellskálinn, Stokkseyri □ Annað________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.