Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 39
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 39 FRETTIR Eðalvagnar og kassabílar á Árbæjarsafni j Gönguferð í samvinnu við Landhelgis- gæsluna i HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í samvinnu við Landhelgisgæsluna laugardaginn 6. júlí til kynningar á sögu landhelg- isgæslu við ísland. Mæting er kl. 14 við Hafnarhúsið að austanverðu. Við upphaf göngunnar verður iitið inn á afmæl- issýningu Landhelgisgæslunnar í sýningarsal Hafnarhússins. Síðan verður gengið þar sem strandlínan lá fyrir hafnargerðina 1913-17 vest- 4 ur í Ánanaust að Seljavegi 32 þar sem aðalstöðvar Landhelgisgæslunn- | ar verða skoðaðar. á Til baka verður gengið með höfn- * inni en göngunni lýkur við Hafnarhús- ið. Á leiðinni verður riflað upp í stuttu máli ýmisiegt úr sögu gæslunnar á Islandsmiðum. Allir velkomnir. Námskeið í J notkun gróð- 11 urkorta HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í notkun gróðurkorta laugardaginn 13. júlí kl. 13-18 í Náttúrufræðistofnun Islands á Hlemmi 3. Þar verður kynnt gróðurkort og gerð þeirra og síðan verður farið um ( nágrenni borgarinnar og skoðuð hag- i nýt dæmi um kortlagningu gróðurs og notkun kortanna. Leiðbeinendur I verða gróðurkortamennirnir Guð- mundur Guðjónsson, Ingvi Þorsteins- son og Einar Gíslason. Námskeiðið er ætiað almenningi og ekki síður sérfræðingum sem vinna að skipulagningu lands og verklegra framkvæmda. Væntanlegir þátttak- endur eru vinsamlegasþ beðnir um að skrá sig á skrifstofu HIN á Hlemmi ( 3. Þátttaka er öllum heimil og kostar Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Elfar Stefánsson, af- greiðslumaður í Ótrúlegu búðinni. Allar vörur á 189 krónur ALLAR vörur eru seldar á 189 krónur í verslun sem var opnuð á Laugavegi 118 í gærmorgun. Verslunin nefnist Ótrúlega búðin 1 og selur ýmsar gjafavörur, leik- l föng, verkfæri, búsáhöld, hrein- lætisvörur, silkiblóm, sælgæti og fleira. Að sögn Ólafs Elfars Stefáns- sonar, afgreiðslumanns, var mikið að gera í versluninni á opnun- ardaginn. Hann segir að vöruteg- undirnar séu alls um 2.500 og aðallega sé keypt inn í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Ólafur segir að Ótrúlega búðin I hafi verið starfrækt í Þorpinu í I Borgarkringlunni undanfarin tvö ár við góðar undirtektir og verði 1 þar áfram, verslunin á Laugaveg- inum sé viðbót. FORNBÍLAKLÚBBUR íslands verður með hinu árlegu fornbíla- sýningu á Árbæjarsafni sunnu- daginn 7. júlí frá kl. 13-17. Þá verða sýndir ýmsir eðal- vagnar og glæsikerrur í eigu félagsmanna. Gestir geta fengið Bítlabar á Islandi FYRSTI íslenski Bítlabarinn verð- ur opnaður laugardaginn 6. júlí kl. 14 í Austurstræti 6 þar sem verður Bítlabar, kaffistofa, bítla- verslun, bítlasafn, bítlamyndbönd o.fl. Verið er að skipuleggja Bítla- landreisu þar sem reynt verður að koma við á sem flestum stöðum úti á landsbyggðinni. Þar verður ýmislegt á pijónunum, s.s. Bítla- spurningakeppni en það er í leið- inni eins konar leit að bítlafræðing- um landsins. í haust verður Bítla- fræðispurningakeppni í beinni út- sendingu á Rás 2. Safnað verður 32 bítlasérfræðingum sem munu leiða saman hesta sína í útsláttar- keppni. far með International-vörubíl frá árinu 1946 og kassabílar verða á svæðinu fyrir yngri kyn- slóðina. Að auki verður hand- verk af ýmsu tagi kynnt í safn- húsunum og leikið á píanó í Suðurgötu 7. Fræðsludag- skrá á Þing- völlum BOÐIÐ verður upp á fræðsludag- skrá nú um helgina á Þingvöllum. Á laugardag verður farið í göngu- ferð meðfram vatnsbakka Þing- vallavatns. Hugað verður að líf- ríki, gróðri og búsetu við vatnið að fornu og nýju. Gönguferðin hefst við bílastæði við Lambhaga kl. 13.30 og tekur um 3 klst. „Á sunnudag kl. 13 verður brugðið á leik með börnum í Vatnskoti. Jafnframt stendur til að skoða náttúruna og lita með vatnslitum. Að vanda verður guðs- þjónusta í Þingvallakirkju og að messu lokinni verður rölt um Laugardaginn 6. júlí geta krakkar hins vegar kynnt sér þarfasta þjóninn og farið á hest- bak frá kl. 14-15 auk þess sem börnum verður þá líka sýnd leik- fangasýning safnsins og farið i gamla leiki. næsta nágrenni Þingvallabæjar og hinn forna þingstað. Fræðsludag- skrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin,“ segir í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Franskir gestir SENDINEFND frá franska þjóð- þinginu dvelst hér á landi dagana 4.-14. júlí í boði Alþingis. Tilefni heimsóknarinnar er að efla vináttutengsl Alþingis og franska þjóðþingsins og endur- gjalda heimsókn sendinefndar Al- þingis í maí 1994. í frönsku sendi- nefndinni eru þingmennirnir Ge- orges Colombier, Gérard Jeffray, Roland Nungesser og Rémy Auc- hedé. Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda leiðrétt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá þeim er stóðu að framboði Guðrúnar Pét- ursdóttur: „Stjórn Félags tónskálda og texta- höfunda hefur séð ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að aðeins einn frambjóð- andi til forsetakjörs hafi notað ís- lenska tónlist í útvarps- og sjón- varpsauglýsingum. Auglýsingastof- an Hvíta húsið og Hugsjón sem sáu um gerð sjónvarpsauglýsinga fyrir forsetaframbjóðandann Guðrúnu Pétursdóttur sjá ástæðu til að leið- rétta þennan misskilning. Við gerð þeirrar sjónvarpsauglýsinga var ein- göngu notuð íslensk tónlist „ísland er það lag“ eftir Björgvin Guð- mundsson í útsetningu Vilhjálms Guðjónssonar. Varla er hægt að gerast „íslenskari" í lagavali." LEIÐRÉTT Tvær línur féllu niður Tvær línur féllu niður í formála minningargreina .um Ingibjörgu Árnadóttur á blaðsíðu 31 í Morgun- blaðinu í gær, föstudag. Réttur er kaflinn, sem línurnar féllu úr, svona: „Árið 1922 giftist Ingibjörg Krist- jáni Franklín Gíslasyni vélsmið. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: l)Árni, f. 1923, d. 1985, forstjóri. Hann var kvæntur Iðunni Heiðberg og áttu þau þtjú börn. 2) Gísli, f. 1924, tæknifulltrúi, kvæntur Ernu Guðmundsdóttur. Þau eiga þijú börn. 3) Valdimar, f. 1925, d. 1984, vélsmiður. Hann eignaðist þtjá syni með fyrri konu sinni, Grímu Thor- oddsen, og þtjú börn með seinni konu sinni, Sólveigu Guðmundsdótt- ur. 4) Þuríður, f. 1928. Hún á son með Víkingi H. Arnórssyni og tvo syni með Júlíusi M. Magnús. Barna- barnabörn Ingibjargar eru 25 tals- ins.“ Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- unt. Rangt símanúmer í frétt í Morgunblaðinu í gær um unglinga sem aflita á sér hárið var ranglega farið með símanúmer Eitr- unarupplýsingarstöðvarinnar. Síma- númer stöðvarinnar er 525111. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Kalt en gott í Vopnafirði YFIRLEITT er ekki annað að heyra en að talsverður lax sé í íslenskum laxveiðiám og veiðin hafi verið glettilega góð þegar að er gáð að skilyrði allra síðustu daga hafa verið erfið um land allt, kuldi fyrir norðan og þurrkur og þverrandi vatn fyrir sunnan og vestan. Vika er síðan að Hofsá í Vopnafirði var opnuð og hefur veiðin þar gengið ágætlega, sérstaklega í bytjun. „Það veiddust tíu laxar fyrsta daginn. Það er allt annað en í fyrra, þá kom einn fyrsta daginn og það tók hálfan mánuð að fylla fyrstu síðuna í veiðibókinni," sagði Anna Rósa Magnúsdóttir, þjónn í veiði- húsinu Arhvammi við Hofsá, í gærdag. Alls sagði Anna Rósa kornna 59 laxa á land, flestir væru 12-14 pund og þeir stærstu allt að 17 pund. Aðeins einn smálax hefur komið á land. „Neðsta svæð- ið er lakast og fiskur virðist ganga hratt á efsta svæðið. Þar sjá menn mest af honum, en hann tekur illa. Menn eru að velta því fyrir sér hvort að þetta séu heimtur úr seiðasleppingum fyrir ofan fossinn þarna efra. Hann er ekki laxgeng- ur,“ bætti Anna við. Flestir laxarn- ir hafa veiðst á spón og devon, en í dag koma enskir veiðimenn og er þá allt agn annað en fluga bann- að. Maðkur er bannaður í Hofsá sem endranær. Kuldi hamlar í Selá 1 gærdag voru komnir 43 laxar úr Selá. Opnunin á dögunum var með líflegasta móti, en kuldi að undanförnu hefur hamlar veiðum og laxinn hefur tekið grannt og illa að sögn Rafns Hafnfjörð sem Morgunblaðið/Runólfur SPÁNVERJINN Paco Traspuesto með 21,5 punda hænginn sem hann veiddi í Langá í vikunni. hafði nýjar fréttir úr Selá á tak- teinum. Efra svæði Selár hefur enn ekki verið opnað, en lax hefur sést og veiðst á öllu neðra svæðinu. Er að sögn Rafns talsvert. af ftski og góðs að vænta þegar hlýnar. Norðurá yfir 600 fiska „Það voru komnir 605 laxar á land í morgun úr Norðurá og áin er full af fiski. Hins vegar hefur hoilið sem nú er að veiðum ekki aflað í samræmi við fiskmagnið, því skilyrði hafa verið slæm, áin er minnkandi og mjög hvasst og kalt í veðri með miklu sólskini," sagði Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SVFR, í gærdag. Miklar smálaxagöngur hafa verið að undanförnu og lax á veiðast jafnt efst sem neðst í ánni. Selurinn dauður ... Góð veiði hefur verið i Hítará allra síðustu daga, í vikulokin voru komnir 25 laxar á land og „haugur af bleikju“ eins og það var orðað vestur á Mýrum. Það bar til tíðinda í vikunni, að selurinn sem plagað hefur laxa, bleikjur og ekki síst veiðimenn í Hítará frá því að áin var opnuð, var skotinn í Skipahyl, en hann er mjög neðarlega í ánni. Laxarnir hafa bæði verið stórir og smáir, en hermt er að bleikjan sé afar væn. Hópur sem var við ána á dögunum fékk góða bleikjuveiði auk nokkurra laxa og var meðal- þyngdin 3,5 pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.