Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Græn grein! Er jurtafæði eitthvað fyrir þig? EINS og margir aðrir hefur greinarhöfundur eytt töluverðum tíma undanfarið í að spá í matar- æðið og hvað maður lætur ofan í sig. Eftirfarandi grein byggist að hluta á grein úr bandarísku há- skólatímariti, Dialogue, eftir He- ather M. Bowen, en hún er með masterspróf í dýravísindum. Það er enginn að segja að mað- ur þurfi að „stökkbreyta" matar- æði fjölskyldunnar en sum okkar þurfa að stefna að því markvisst að neyta hollari fæðu sér til heilsu- bótar. í rannsókn sem var gerð árið 1990 á matarvenjum íslenskra karla og kvenna á aldrinum 5 - 80 ára (gefin út 1994), kom í ljós að konur neyttu daglega ávaxta og grænmetis í miklu meira magni en karlar og það voru einnig fleiri konur sem neyttu léttmjólkur og undanrennu en karlar, kjöt og fisk- neysla var svipuð. Hinsvegar neyt- um við þegar á heildina er litið ekki nógu mikils af grænmeti og ávöxtum en auglýsingar þar sem Hjartavernd, Manneldisráð og Krabbameinsfélagið í samstarfi hvetja fólk til þess að borða fimm (tegundir) á dag, hafa vart farið fram hjá neinum. Hve oft hugsum við um holl- ustuna, þegar við bjóðum upp á t.d. yfirhlaðin borð af sætum kök- um? Ekki það að einstaka sinnum megi út af breyta. Við íslendingar erum að stórum hluta kristnir en leitum við einhvern tíma ráða í Biblíunni varðandi mataræði? Hún segir frá Daníel, Hananja, Mísael og Asaija sem báru af öðrum hvað hreysti varðaði þegar þeim hafði verið gefið vatn og kálmeti þá tíu daga sem þeir báðu tilsjónarmann sinn að gefa þeim tækifæri til þess að neyta þess, í stað þess að neyta matarins af borði konungs. Að þremur árum liðnum reyndust þeir einnig í einu og öllu tíu sinn- um fremri öllum öðrum í ríki kon- ungs. í Biblíunni er að finna ráð- leggingar um hvaða dýr væru hrein og hvaða dýr við mættum Þótt ótrúlegt sé, segir Alda Baldursdóttir í þessari fyrri grein sinni, hafa viðbrögð vísinda- manna verið frekar hægvirk og stundum óraunsæ. borða. En upphaflega var annað uppi á teningnum. Ellen White, skrifaði um hið upprunalega fæði að kornmeti, ávextir, hnetur og grænmeti væru uppistaðan í því sem skaparinn ætlaði handa okkur í öndverðu. Þessi matur sem minnst meðhöndlaður og fram- reiddur á einfaldan hátt væri það hollasta fyrir okkur. Guð bauð okkar fyrstu foreldrum þann mat sem hann ætlaði mannkyninu að borða. Það var ekki samkvæmt áætlun Hans að eyða nokkru lífi sem Hann skapaði. Dauðinn átti ekki að fyrirfinnast í Eden. í þriðju Mósebók er okkur gefið það ráð að halda okkur frá mör og blóði. Hinsvegar eru margir framleiðendur t.d. nautakjöts mik- ið í því að auka fituna í kjötinu til þess að gera steikina safaríkari og mörgum finnst hún best lítið steikt og blóðug. Ég hafði lítið hugsað út í að þegar kjötið hefur verið geymt og „marinerað“ t.d. í kryddlegi þá verðum við að borga hærra verð fyrir það, en það sem við erum að kaupa er í raun rotn- andi kjöt. Það er bara betra upp á markaðssetningu að gera að segja að það sé „marinerað“. Ég velti fyrir mér hvort ég væri tilbú- in að borga hærra verð fyrir göm- ul epli og visnað kál. Það er ekki að ástæðulausu sem Biblían býður okkur frá því að neyta t.d. svínakjöts. Svín eru frá náttúrunnar hendi saurætur, þ.e. þau éta eigin saur. Heather segir frá því í grein sinni að það séu mörg sam- keppnisfær svínabú [í U.S.A.] sem gefi svín- unum fóður sem inni- haldi endurunninn sví- naúrgang. Möguleik- inn á að sjúkdómar breiðist út séu því miklir. Á meðan hún var enn í námi heim- sótti hún svínabú í Kaliforníu og hópnum hennar var ekki leyft að fara inn á starf- svæðið án þess að fara í sótthreinsuð stígvél. Bóndinn var ekki endi- lega að hugsa um þeirra velferð heldur ef þau; á eigin skóm, myndu óvart bera smit með sér, þá hrædd- ist hann að hröð útbreiðsla þess gæti borist til þeirra 40.000 svína sem þar voru. Kjúlingaræktun á eitt sameiginlegt með svínaræktun en það er hættan á smiti vegna þess hve dýrin búa þétt saman á afmörkuðu svæði. Erum við meðvituð um það þeg- ar við borðum pylsu að u.þ.b. einn þriðji hluti hennar er fita? En við pylsugerð af ýmsu tagi er fituríkt kjöt hakkað í spað og búnar til pylsur sem ýmist eru soðnar eða reyktar. Til þess að koma í veg fyrir smit er bætt í þessar fram- leiðsluvörur saltpétri sem í kjötinu sjálfu framleiðir efnasambönd sem hefur verið sýnt fram á að eru krabbameinsvaldandi. Neytendur sjóða oft kjötið á háum hita, grilla það og steikja. Við það brennur fitan og safnast fyrir í kjötinu sem stundum myndar önnur hættuleg krabbameinsvaldandi efnasam- bönd. Annað sem er varasamt við neyslu dýraafurða er sá möguleiki að við getum smitast af dýrasjúk- dómum. Ég held að enginn sé búinn að gleyma salmonellutilfell- inu á bolludaginn sl. þegar yfir hundrað sjúklingar á Landspítal- anum fengu salmonellusýkingu eftir að hafa gætt sér á ijómaboll- um sem báru smit. Eða kúariðutil- fellinu í Bretlandi sem setti nauta- kjötsmarkaðinn þar á annan end- ann en breskir vísindamenn hafa sýnt fram á að kúariða geti valdið því að menn sýkist af CJS (Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómur), heilar- ýmunarveiki. Alþjóða heilbrigðis- stofnunin segir dý- rasjúkdóma „vera þá sjúkdóma og sýkingar sem smitist á náttúru- legan hátt milli [ann- arra] hryggdýra og manna“. Þá er átt við að við getum m.a. smitast með því áð neyta kjöts sem er sýkt. Hundaæði og berklar eru einnig dý- rasjúkdómar sem flestir kannast við. Athugum aðeins nánar þijá þessara sjúkdóma. * Skortur á hreinlæti við slátrun nautgripa hefur orsak- að E.coli bakteríusýkingu sem hefur leitt til dauðsfalla manna í Bandaríkjunum vegna áts á sýktu kjöti. * Fleskormur er sníkjudýr sem fundist getur í svínakjöti. Þessar litlu lirfur koma inn í hýsil sinn um endaþarminn og flytjast yfir í vöðvana sem eru mest notaðir. Eins og vöðvana í kálfunum, þind- inni og tungunni, þar sem blöðrur sem valda miklum kvölum mynd- ast. * Salmonellusýking er afleið- ing þess að borða hrátt alifugla- kjöt eða afurðir sem bera þessa bakteríusýkingu í sér. Afleiðing- arnar eru flökurleiki, uppköst, nið- urgangur og í einstaka tilfellum dauði. Vegna tilfella af þessu tagi í Bandaríkjunum hafa einstaka áhyggjufullir framleiðendur áformað dauðhreinsun á kjötinu áður en það er selt með því að láta allt kjöt fara í gegnum gammageislun (rafsegulgeislar). Þó svo íslendingar búi við þá gæfu að búa almennt í frekar ómenguðu landi og landbúnað- arafurðir okkar teljist með þeim hreinustu í heimi, erum við ekki alveg lausir við mengun og erlend- is er víða pottur brotinn. Hér á landi hafa margar úrbætur átt sér stað en betur má ef duga skal. Mataræði manna og dýra. Þegar við mannfólkið rannsök- um dýrategundir þá er áhugi á mataræði dýrategundarinnar ofar- lega á lista. Það er eins með dýr og vélar, bæði þurfa rétta elds- neytið til þess að „gangurinn sé eðlilegur“. Ég hef stundum sagt við þá sem reykja hvort þeir Alda Baldursdóttir. myndu setja sand á bensíntankinn ef þeir eignuðust nýjan bíl upp úr kassanum. Ég hef ennþá ekki heyrt neinn svara því játandi. En samt sem áður erum við mannfólk- ið alveg ótrúlega kærulaus með þetta eina eintak sem er til af okkur sjálfum. Það hefur verið veitt ógrynni af peningum í að rannsaka hver sé besta fæðusamsetningin hjá dýrum sem framleidd eru til fæðu handa okkur mönnunum, enda miklir peningar í húfi. Það er ein leið til þess að ákveða hvaða fæða sé hentugust fyrir dýrin, en hún er sú að gera samanburð á því hvernig innviðir dýrategundarinn- ar eru og hvaða fæðu dýrið velur sjálft í náttúrulegu umhverfi. Til dæmis hafa rándýr oftast langar beittar tennur sem geta rifið og tætt hold og þarma sem eru u.þ.b. þrisvar til fjórum sinnum líkams- lengd dýranna. Þeir eru frekar sléttir að innan sem gerir það að verkum að þeir henta frekar til áts á trefjalítilli fæðu. Rándýr skortir einnig munnvatnsensím sem eru nauðsynleg til að btjóta niður sum kolvetni. Jurtaætur hinsvegar hafa flestar stuttar tennur sem henta betur til þess að mylja eða tyggja fæðuna. Þarmarnir eru u.þ.b. fimm til sex sinnum líkamslengdin og eru oftast mjög hijúfir að innan- verðu sem gerir það að verkum að auðveldara er fyrir jurtaætur « að neyta trefjaríkrar fæðu. Jurta- ætur hafa einnig nauðsynleg munnvatnsensím. Með því að skoða þessa einföldu greiningu, ætti að vera nokkuð ljóst að hestur er jurtaæta og köttur er rándýr. Tennur í mönnum eru litlar og stuttar og eru hentugar til þess að tyggja með þeim. Við höfum einnig munnvatnsensím og þarm- arnir í mönnum eru fimm til sex sinnum líkamslengd okkar. Innvið- ir þeirra eru mjög hijúfir, þess vegna eru þeir vel til þess fallnir að meðhöndla trefjaríka fæðu. Þessi samanburður ætti að gefa til kynna að góð og viðeigandi fæða fyrir okkur mennina er jurta- fæði. Hér mun ég láta staðar numið að sinni en í framhaldsgrein fjalla m.a. um áhrif kólesteróls á líkam- ann og lauma einni góðri uppskrift til lesenda. Höfundur er grunnskólakennari. • • Oryggi við notkun rafmagnstækj a TIL AÐ auka öryggi við notkun rafmagns er víðtækt eftirlit með öllum búnaði sem tengist neys- lurafmagni almenningsveitna. Um er að ræða eftirlit með framleiðslu raforku, dreifingu hennar og notk- un. Samkvæmt lögum er Raf- magnseftirliti ríkisins (RER) falið að sinna þessu eftirliti með hliðsjón af reglugerð um raforkuvirki með síðari breytingum, sem tók fyrst gildi árið 1972. Markaðseftirlit raffanga í lögum frá árinu 1995 um ör- yggi vöru og opinbera markaðs- gæslu eru settar reglur um eftirlit með vörum á markaði. Orðið vara er skilgreint í lögunum sem hvers kyns lausafjármunir, svo sem allar framleiðsluvörur og hráefni. Til vöru teljast einnig munir sem orðn- ir eru hluti annarra lausafjármuna. Markaðseftirlit raffanga er hluti opinberrar markaðsgæslu sam- kvæmt fyrmefndum lögum. Eftir- liti er sinnt í samræmi við kafla 1.7 í reglugerð um raforkuvirki, en kaflinn fjallar um eftirlit með rafföngum. Markaðs- eftirlit með rafföngum nær aðeins til hluta þeirra tækja sem eru knúð, framleiða eða miðla rafmagni. Eftir- liti með öðrum hlutum er sinnt á annan veg. Rafföng eru hvers konar hlutir sem að einhveiju leyti koma að gagni við nýtingu raforku og er ætluð til notkunar við mál- spennu allt að 1.000 V riðspennu og 1.500 V jafnspennu. Öll raf- magnstæki til heimili- snota teljast því raf- föng. Þetta á einnig við um flest rafmagnsverkfæri og -vélar. Hlutur skoðunarstofu Samkvæmt samningi Aðalskoð- unar hf., RER og Löggildingarstof- unnar, er markaðseftirlit með raf- föngum í höndum skoðunarstof- unnar um þriggja ára skeið. Aðal- skoðun hf. hefur einnig tekið að sér eftirlit með leik- föngum á markaði. Á grundvelli samn- ingsins annast Aðal- skoðun hf. víðtækar skoðanir á rafföngum í nánu samstarfi við RER. Skoðað er hjá innflytjendum, dreif- ingaraðilum og selj- endum raffanga. Þeim er skylt að veita opin- beru markaðseftirliti aðgang að rafföngum til skoðunar. Einnig hvílir sú skylda á herð- um þeirra að hafa ein- göngu á markaði vör- ur sem fullnægja kröf- um vegna almannahagsmuna sam- kvæmt lögum og reglugerðum. Aðgerðir vegna athugasemda við markaðssetningu eru ákveðnar af RER, en RER er alltaf tilkynnt um niðurstöður skoðana. Á grund- velli niðurstöðu skoðunarvottorðs er úrskurðað hvort og þá til hvaða aðgerða skuli gripið. Markaðseftirlit þarf að •• vera virkt, segir Orn Guðmundsson, sem hér ræðir um eftirlit með rafföngum. CE-merki Öll rafföng á markaði hér á landi skulu bera áletrun um framleið- anda, gerðarheiti, málspennu og aflnotkun. Á öllum rafföngum skal einnig vera CE-merki um samræmi vörunnar við ákvæði reglugerðar um raforkuvirki, með hliðsjón af lágspennutilskipun Evrópusam- bandsisins (73/23/EEC). Krafan um CE-merkið gildir innan evr- ópska efnahagssvæðisins (EES). í 01di er aðlögunai-tími fram til 1. janúar 1997 sem leyfir að í stað CE-merkis, sé merki viðurkenndr- ar prófunarstofu. CE-merkinu fylgir samræmisyf- irlýsing framleiðanda eða fulltrúa hans með staðfestu innan EES. Þessa samræmisyfirlýsingu er ís- lenskum innflytjendum og fram- leiðundum skylt að hafa til taks vegna markaðseftirlits. Við skoð- anir raffanga á markaði er gengið úr skugga um að fyrrgreindum formkröfum til markaðssetningar vörunnar sé fullnægt. Við skoðun er einnig lagt mat á raffangið út frá öryggisákvæðum reglugerðar um raforkuvirki og laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Réttar merkingar eru því ekki trygging fyrir því að engar athuga- semdir er gerðar við markaðssetn- ingu raffangsins. Hlutur neytenda Eftirlit með rafföngum nær yfir mjög breytt svið daglegs lífs. ískápurinn, bílskúrshurðaropnar- inn, tölvan, borvélin, útiljósið, myndbandstækið. Slökkvarinn (rofinn), öryggið (varið), lekalið- inn, orkumælirinn, ljósneminn, vír- inn. Því er það mikilvægt að þeir sem markaðssetja rafföng séu upp- lýstir um skyldur sínar og leiti upplýsinga um þær reglur sem gilda um markaðssetningu raf- fanga. Áríðandi er að neytendur séu vakandi fyrir því sem á boðstól- um er og eftirlitið sé virkt meðal þeirra. Það er stefna Aðalskoðunar hf. að gera markaðseftirlitið virk- ara með því að vekja máls á því og miðla upplýsingum um það. Neytendur eru mjög virkir við eftirlit á markaði. Tilkynning um vöru sem álitin er hættuleg gefur færi á að gripið sé til viðeigandi aðgerða. Aðalskoðun hf. tekur á móti ábendingum um rafföng eða leikföng sem talin eru hættuleg. Neytendur eru hvattir til að huga vel að öryggi sínu og annarra og tilkynna strax ef líkur eru taldar á að hættuleg vara sé á markaði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.