Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KATRIN EINARSÓTTIR Baldvin tæknifræð- ingur í Reykjavík, og Guðrún bóka- vörður á Laugar- vatni. Katrín var næstelst þeirra systkina. Hún giftist ung Braga Sigurðs- syni, lögfræðingi, en þau skildu eftir skamma sambúð. Síðari maður henn- ar var Robert Hud- son tæknifræðing- ur. Katrín var barn- laus. Útför Katrínar Hafnarfirði; Sveinn rennismið- fór fram frá Fossvogskapellu í ur í Kópavogi; Asthildur hjúkr- kyrrþey að ósk hinnar látnu. unarfræðingur á Akranesi, + Katrín Einars- dóttir Hudson fæddist á Raufar- höfn 20. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu 21. maí síðastliðinn. Katrín var dóttir hjónanna Hólmfríðar Árna- dóttur og Einars Baldvins Jónssonar kaupmanns, sem bæði eru látin. Systkini hennar voru: Jón vélstjóri í Reylgavík, látinn; Árni kennari í Við kveðjum þig með söknuði en um leið óskum við þér góðrar ferð- ar til annars og betra tilverustigs. Við ólumst upp í kátum systkina- og frændhópi og óneitanlega léstu mikið til þín taka þar, enda skap- mikil kona, samt svo undarlega dul, t.d. ef eitthvað bjátaði á hjá þér. Þú krafðist aldrei neins af öðr- um. Þú, eins og annað ungt fólk t Hjartkær systir okkar, ÞORLAUG ÓLAVÍA1ÚLÍUSDÓTTIR, Hringbraut 76, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 5. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Systkini hinnar látnu. t Elskuleg móðir okkar, SOFFÍA STEIIMSDÓTTIR, Grandavegi 47, lést í Landsspítalanum fimmtudaginn 4. júlí. Hrafnhildur Björk Sigurðardóttir, Guðleif Sigurðardóttir, Sofffa St. Sigurðardóttir. t Kæru vinir! Hjartanlegar kveðjur og þakkir fyrir veittan stuðning og samúð vegna andláts ÁRNA ARNGRÍMSSONAR. Bára Elíasdóttir, Sture Karlsson, Vignir Árnason, Þorsteinn Máni Árnason, Elías Björn Árnason, Friðrika Þórunn Árnadóttir og fjölskyldur. t Alþúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð okkur sýnda vegna fráfalls eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, SVEINS GUÐMUNDAR ÁKA KRAGH fyrrverandi stöðvarstjóra, •* er lést þann 24. júní sl. á dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, í Reykjavík. Sigriður Kragh, Þorsteinn Ingi Kragh, Ellen Ingvadóttir, Eydis G. Guðbrandsdóttir, Kjartan Einarsson, Kjartan Guðbrandsson, Sveinn Kragh, Þorsteinn Kragh og langafabörn sem ólst upp í afskekktu sveita- þorpi, fórst strax að loknum barna- og unglingaskóla að vinna fyrir þér og lá leið þín til Reykjavíkur. Þar fékkstu ágæta vinnu á skrifstofu Landssmiðjunnar og vannst þar í mörg ár. Þar líkaði þér vel og eign- aðist marga vini. Þú varst ánægð á þessum árum, ung og nýgift, svo dró ský fyrir sólu, það slitnaði upp úr hjónabandinu svo ég noti þín eigin orð er við sátum saman ekki fyrir löngu og vorum að ræða gamla daga. „Eg veit ekki hvernig ég hefði komist yfir þetta allt ef ég hefði ekki átt þau að, Franz, Engu og fjölskyldu og Ally og Áge.“ Það liðu nokkur ár og þú hófst störf á Keflavíkurflugvelli og þar hitti þú þitt ágæta mannsefni, Rob- ert Hudson, verkfræðing. Þið geng- uð í hjónaband. Það urðu síðan ör- lög þín að búa á fjarlægum slóðum, fyrst í London á Englandi og þaðan fluttuð þið til karabísku eyjanna. Þar voru eflaust skemmtilegustu árin sem þú áttir. Þar sigldir þú um bláan sæ á fallegu skútunni ykkar, áttir gott heimili og kynntist mörgu góðu fólki. Já, þér fannst þetta góður tími. Þið fóruð að fara með fólk í skemmtisiglingar á milli eyjanna. Kötuboðin urðu mjög fræg og eftirsótt. Þú hafðir þjónustufólk þér til aðstoðar og þurftir oft að vera mjög „diplo“ við þá stjómun og hafðir gaman af. Þarna voruð þið í a.m.k. tíu ár en þá urðu stjórn- arskipti á eyjunum, bankainnistæð- ur ykkar frystar svo þið voruð nán- ast slypp og snauð. Þá fóruð þið til Bandaríkjanna, fyrst til Savannah í nokkur ár og síðan til Atlanta í Georgiu. Þar byggðuð þið ykkur hús í Juliette og þangað kom- um við Jón bróðir í heimsókn. Okk- ur var ákaflega vel tekið og gest- risnin mikil. Þið hjónin keyrðuð okkur um og sýnduð borgir og sögu- lega staði okkur til mikillar gleði og ánægju. Nú, svo var bara boðist til að keyra okkur alla leið til St. Petersburg í Florída. Þetta var skemmtilegt ferðalag. Við fórum hægt yfir land og margt skoðað á þessari löngu keyrslu. Þú hafðir þá orð á að er þið Bob færuð á ellilaun þá væri það ta.kmarkið að flytja aftur til Vestur-Índía og að þá yrð- um við ættingjamir að koma í heim- sókn. Annars varstu alltaf mikill ís- lendingur. Hafðir mikið gaman af þegar þú komst í heimsókn á sex- tugsafmælinu þínu, hvað allt væri fallegt og gott hér og yndislegu stundirnar sem þú áttir með vinum þínum og vandamönnum. Mamma okkar, sem þá var flutt til Reykja- vikur, var ósköp ánægð að hafa þig hjá sér og geta skrafað við þig um alla heima og geima og ég veit að þú varst líka ánægð. í gegnum árin höfðum við mikið og gott samband. Skröfuðum í síma a.m.k. tvisvar í mánuði og svo lang- lokubréfin, þar sem allt fréttnæmt var tínt til frá heimalandinu um fjölskylduna, vini og jafnvel pólitík. Nú er ár síðan að þú varst hér heima, þá orðin mikið veik af þeim sjúkdómi sem flesta leggur fljótt að velli, en þú barðist eins og hetja og náðir að koma „heim“ að hitta fólkið þitt og vini. Þú hefðir eflaust ekki treyst þér að koma til íslands nema vegna þess að þitt góða vina- fólk, Sturla, Herdís og börn, tóku þig undir sinn verndarvæng bæði á heimleið og eins aftur til Bandaríkj- anna. Þér þótti ákaflega vænt um þau öll, enda umvöfðu þau þig ást og umhyggju. Ferðin hingað til ís- lands hafði verið þér mjög erfið og um jólin veiktistu mikið og varst á sjúkrahúsi, en heim fórstu og hugs- aðir um ykkur, en í mars lagðistu alveg í rúmið. Það voru erfiðir tímar fýrir ykkur hjónin. Þá komu vinkon- ur þínar, þær Herdís og Guðrún, þér til hjálpar, sátu hjá þér og hjálp- uðu á allan hátt sem best þær máttu og var það þér mikil huggun. Okkur systur langaði að sjá þig og vera smátíma hjá ykkur. Við fórum svo út síðast í apríl og vorum í hálfan mánuð. Það voru góðar stundir sem við áttum saman og leið okkur öllum vel. Þú vildir frétta af öllu fólkinu heima enda fylgdist þú vel með. Það hringdu líka marg- ir af frændfólki og vinum í þig og þótti þér afar vænt um það. Herdís og Guðrún komu oft í heimsókn. Þá var hellt upp á könnuna, spaug- að, sagðar sögur og mikið hlegið. Nú var komið að heimferð. Það voru svo sem ekki létt sporin hjá okkur systrum er við fórum út úr húsi þínu en „tilveran verður að hafa sinn gang“ eins og þú sagðir sjálf, „við eigum svo sannarlega eftir að tala oft saman“. Við systur hringdum daglega í þig en ekki duldist það mér að af þér dró. Ég hringdi svo í þig 20. maí að kvöldi. Þá töluðum við lengi saman. Þú sagðir að þér liði svo ljómandi vel og varst svo ánægð. Þú talaðir um alla hér heima og svo sagðirðu og hlóst við: „Nú verðum við að hætta, við erum búnar að tala saman í a.m.k. hálftíma, við heyrumst á morgun." Síðan kvaddirðu, baðst að heilsa öllum heima og sagðir: „Nú ætla ég að fara að sofa“. Næsta morgun hringdi Bob og sagði að þú værir sofnuð svefninum langa. Elsku systir, nú kveðjum við þig hér heima í hinsta sinn. Það var ósk þín að fá að hvíla á gamla Fróni hjá frændfólki þínu. Elsku Bob, bið biðjum þér allrar guðsblessunar um ókomin ár. Ásta. Ég kynntist Katrínu mágkonu minni fyrst í gegnum myndir og póstkort, hún var óskaplega falleg. Þetta var um 1960 en þá bjó hún með síðari manni sínum í London. Eftir að hún hleypti heimdraganum hafði hún unnið um nokkurra ára skeið skrifstofustörf i Landsmiðj- unni og síðar á Keflavíkurflugvelli. Svo hagaði til hjá þeim hjónum að þau bjuggu um borð í báti sem lá á Thamesfljóti. Þau létu síðan byggja stærra og meira fley sem þau nefndu Sæfinn. Þegar verkefn- um Roberts í Bretlandi lauk sigldu þau á Sæfinni suður í Miðjarðar- haf. Á þeim slóðum skiptu þau á Sæfinni og seglskútu og sigldu á henni til Vesturheims þar sem þau hösluðu sér völl í Karabíska hafinu. Næsta áratug eða svo sigldu þau um nærliggjandi höf með moldríka, ameríska túrista. Höfðuðstöðvarnar voru á Grenada en við hér heima fengum póstkort frá þeim hjónum, send frá ótrúlegustu stöðum. Að þessum siglingum loknum settust þau að í Georgíufylki í Bandaríkjunum og byggðu sér hús í nágrenni borgarinnar Macon. Þar bjó Katrin til hinsta dags. Þeir sem búa svo fjarri Fróni geta ekki komið í heimsókn utan örsjaldan. Kata kom hingað 1972 og þá leit ég hana fyrst augum. Hún hafði þá ekki komið hingað til lands frá 1958. Næst kom hún í heimsókn um miðjan níunda ára- tuginn og loks á síðasta ári. Þá mátti sjá að hún var nokkuð úr heimi höll og ljóst var að hveiju dró í heilsufari hennar. Á vordögum elnaði henni mjög sóttin og svo fór að íslensk vinkona hennar vestra hringdi í systur henn- ar og bað um hjálp. Ásthildur og Guðrún fóru utan og önnuðust syst- ur sína um tveggja vikna skeið. Katrín lést örfáum dögum eftir að systurnar komu úr vesturferðinni. Mörgum kann að virðast það líf sem Katrín lifði eitt samfellt ævin- týri. Okkur heimalingunum norður við heimsskaut hættir til að sjá í hillingum sólskinið og blíðuna í Suðurhöfum og sjáum okkur sjálf í anda sigla seglum þöndum hvert sem hugurinn gimist eða þá við liggjum í leti og látum sólina baka okkur í endalausu algleymi. En auðvitað vitum við að lífið er ekki svona. Lífsbaráttan er jafnhörð syðra og hér á Fróni og hjá hinum langförla hlýtur ísland að vera sem veisla í farangrinum og því þung- bærari sem fjarlægðin að heiman er meiri. Sennilega ágerist heimþrá- in þegar árin færast yfir, að ekki sé talað um þegar fólk liggur hel- sjúkt og bíður dauða síns. Þótt ver- öldin láti stundum blítt hlýtur hinn fjarlægi landi að hugsa líkt og Jón Helgason: Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein er illa rætt og undarlega sett hjá aldintré með þunga og fijóa grein. Heimsókn systra Katrínar og umönnun þeirra síðustu dagana gerði henni lífið léttbærara. Þær bættu hjúkmn hennar og áttu hlut að því að hún kvaddi sátt í sinni. Að ósk hennar var hún jarðsett á íslandi að viðstöddum nánustu ætt- ingjum. Að leiðarlokum langar mig til að þakka Katrínu Einarsdóttur, mág- konu minni, þau allt of stopulu kynni sem við höfum átt um aldar- fjórðungs skeið. Hreinn Ragnarsson. EINARINGIEINARSSON + Einar Ingi Ein- arsson fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 15. des- ember 1931. Hann andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson frá Varmahlíð og Ingibjörg Bjarna- dóttir ættuð frá Ysta-Skála, en átti sitt æskuheimili i Vestmannaeyjum. Foreldrar hans bjuggu í Varmahlíð frá 1918. Systkini hans eru: Þóra Dóra, Látinn er nágranni minn og kunningi, Ingi í Varamhlíð. Einar Ingi, eins og hann hét fullu nafni, en alltaf kallaður Ingi, fædd- ist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum Bjarni (d. 1990), Hólmfríður, Sig- ríður Bjarney og Guðný Svana, auk uppeldisbróðurins Guðmundar Ósk- ars Sigurðssonar. Einar Ingi var næstyngstur systkinanna. Hann tók við búskap í Varmahlíð 1975 og bjó þar til dánar- dægurs. Útför Einars Inga fer fram frá Ásólfsskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og ólst þar upp. Þegar hann hafði aldur til fór hann að taka þátt í bústörfum með foreldrum sínum. Að þeim látnum tók hann við búinu og bjó þar allt til síðustu stundar. Síðustu misseri í skjóli systursonar síns og hans konu. Milli Varmahlíðarfólksins og míns heimilis hefur alltaf verið vin- átta. Ég naut þess sem barn og unglingur að koma að Varmahlíð og kynnast þeirri miklu gestrisni sem þar ríkti, alltaf var einhvetju góðgæti stungið að litlum gesti. Þegar kom fram á haust og þurfti að smala „fjallið" hafði Ingi lengi það fasta hlutverk að fara upp á Dal og standa fyrir, það rækti hann vel eins og önnur störf. Þegar við hinir komum með féð var Ingi eins og svo oft áður glettinn og jákvæðn- in í fyrirrúmi. Þannig var hann Ingi. í frístundum hafði hann gaman af að taka í spil. Það er ljóst að hans verður sárt saknað hjá bridsfé- laginu. Um leið og góður og glettinn drengur er kvaddur votta ég hans nánustu samúð mína. Sigurjón Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.