Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 31 skammt fyrir sunnan hann endar sjálfur Svartárdalur og fellur Svartá niður í dalbotninn að aiistan gegnum djúpt gil, Stafnsgil. Á eyr- unum norðan við og austan við árbugðuna stendur hin fræga Stafnsrétt, sem áður var ein af allra stærstu skilaréttum landsins. Þangað kom á hveiju hausti mikill fjöldi Skagfirðinga og Húnvetn- inga, enda var þar oft glatt á hjalla og stundum nokkuð sukksamt. Margir söknuðu gömlu réttarinnar, sem hlaðin var út torfi og grjóti, en nýja réttin var vígð 14. septem- ber 1978. VIII. Frá Bólstaðarhlíð suður á innstu bæi í Svartárdal eru röskir 25 km, en daldrögin ná langt á heiðar fram. Upptök Svartár eru í allstóru vatni er Áðalmannsvatn heitir, um 15 km sunnan byggðar, en Buga- kvíslar koma um 15 km lengra fram af heiði og sameinast Svartá rétt austna við Aðalmannsvatn og heita þar Svartárbugar, gamall áfangastaður á Kjalvegi. Skiptist vegurinn um ármótin og liggur önnur leiðin niður í Mælifellsdal, en hin um Litlasand_ ofan í Gil- hagadal í Skagafirði. Úr Svartárdal hefur verið farið á bifreið til Hvera- valla. Steingrímur Davíðsson (1891-1981), lengi skólastjóri á Blönduósi, fór þetta fyrstur manna 10. júlí 1938. IX. Við hjónin réttum úr okkur við Stafnsrétt, en sleppum fremsta bænum, Fossum. Hann stendur í Fossadal. Eftir dalnum rennur Fossadalsá. Fossar eru fremsti bær í Húnavatnssýslu, austan Blöndu, um 60 km veg frá Blönduósi. Svartá er góð laxveiðiá og hefur verið reist myndarlegt veiðihús í dalnum, á milli Gils og Fjósa. Sam- kvæmt upplýsingum Veiðimála- stofnunar voru 547 laxar skráðir í veiðibók Svartár sumarið 1995. Það var metsumar. Meðalveiði tímabilið 1974-1995 var 276 laxar. X. Eigi verður svo skilist við Svart- árdal, að Sigurði frá Brún séu ekki gerð frekari skil. Hann fæddist á Brún 1898 og dó 1970. Hann samdi fjórar bækur, „Einn á ferð og oft- ast ríðandi“, „Stafnsættirnar", bók um íslenska góðhesta, og tvær ljóðabækur, „Sandfok'* (1940) og „Rætur og mura“ (1955). Málfar Sigurðar er með afbrigðum kjarn- yrt, enda nam hann við Akureyrar- skóla frá 1915-1919. Þannig hefst inngangur Sigurðar að Stafnsætt- unum (1964); „Framantil í Húna- vatnssýslu eru bújarðir víðlendar en ógreiðar umferðar, mætti því búast þar við lélegum hestakosti sökum þrælkunar í langræði og torleiði, kann enda oft að hafa fundist þar jaskaður klár, en ef þær jarðir skal vel nytja er eitt hið nauð- synlegasta í búi flugviljugur hestur og dýrléttur, enda hafa sumir bændur þar lengi átt góðhrossakyn, nytsöm og fögur og haldið rækt við.“ Nú er öldin önnur, bílvegur ágætur fram að Fossum, og vil ég hvetja alla ferðamenn að láta ekki hjá líða að heimsækja dal þennan, þetta eru röskir 50 km, klukkutími fram og til baka. Jafnframt vona ég að bændur í Svartárdal haldi áfram að rækta góð hestakyn, þó ekki væri nema í minningu Sigurð- ar frá Brún. Við hjónin ökum nú til baka í átt að Bólstaðarhlíð, ákveðin í því að heimsækja Svart- árdal sem allra fyrst aftur og þá komast alla leið að Fossum. Heimildir: Landnáma, Hið ísl. fomritafélag, Reykjavik 1968. Landið og Landnáma, Haraldur Matt- híasson, I. bindi, Örn & Örlygur. Árbók Ferðafélags íslands, Húnavatnssýsla austan Gljúfrár, 1964, eftir Jón Eyþórsson veður- fræðing. Islands Kortlægning, Einar Munksgaard, Kaupmannahöfn 1944. Þórir Bergsson, endurminningar, Akureyri 1984. Sigurður Jónsson frá Brún, Stafnsættimar, POB Akureyri 1964. Guðfræðingatal eftir Bjöm Magnússon, Reykjavík, 1976. Kenn- aratal, V. bindi, Reykjavík 1988. Páll Kolka læknir, Föðurtún, Reykjavík 1950. JÓSEFÍNA MARSIBIL JÓHANNSDÓTTIR + Jósefína Marsi- bil Jóhanns- dóttir fæddist á Siglufirði 12. júní 1914. Hún lést á Hornbrekku í Ól- afsfirði hinn 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Kristinsson, f. 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969, og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 31. desember 1882, d. 18. febrúar 1965. Önnur börn þeirra eru Vil- hjálmur, f. 2. desember 1902, d. 29. janúar 1978, Magnúss- ína, f. 22. ágúst 1904, d. 11. júní 1974, Kornelía, f. 1. júní 1907, Kristinn Júlíus, f. 18. desember 1911, d. 25. febrúar 1986, Jóhann, f. 1913, lést átta mánaða, Fannberg, f. 30. sept- ember 1915, Sigurlína Ásta, f. 14. október 1917, Guðmundur Gunnólf, f. 2. apríl 1920, d. 16. júní 1940, Guðleif, f. 7. nóvem- ber 1922, Maggý Helga, f. 26. apríl 1924, og Gunnar, f. 6. febrúar 1927. Jósefína giftist Magnúsi Guðmundssyni, útgerðar- manni, f. 14. maí 1913, d. 7. febrúar 1980. Þau bjuggu á Ólafsfirði allan sinn búskap. Börn þeirra eru: 1) Júlíus Fannberg, f. 8. október 1936, 2) Sigurður, f. 15. febrúar 1938, kvæntur Ernu Sig- urjónsdóttur, synir þeirra eru Ingi og Magnús, fyrir átti Erna soninn Sigur- jón. 3) Hildur, f. 7. febrúar 1942, gift Jóhanni Helgasyni, börn þeirra eru Helgi og Guðrún Pálína, fyrir átti Hildur börnin Aðalbjörgu og Magnús Guðmund með Öl- afi Má Sigmundssyni. 4) Guð- rún, f. 15. júní 1945, gift I. Sigurði Björnssyni, þau skildu, dætur þeirra eru Laufey Marsibil, Sigríður Júlía og Birna; gift II. Lárusi Sólberg Guðjónssyni, börn þeirra eru Karen Ósk og Magnús Guðjón. 5) Erla, f. 8. janúar 1947, gift Bjarna Björnssyni, þau skildu, synir þeirra eru Björn, Júlíus og Eiður Gunnar. Barnabarna- börnin eru sextán. Útför Jósefínu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, í huga mínum muntu lifa sem góð og ástrík móðir. Hafðu þökk fyrir allt. Guð varð- veiti þig og pabba. Erla Magnúsdóttir. Hún elsku Massý frænka mín lést að morgni 28. júní sl. Ég man eftir Massýju, en það var hún allt- af kölluð, frá því ég var barn. Á hverju sumri þegar ég var lítil fór- um við fjölskyldan til Ólafsfjarðar og vorum þá alltaf hjá Massýju og Magga, þó á fyrri árum hafi húsrúm ekki verið mikið, þau með stóra ijölskyldu og við nokkuð mörg, en alltaf var tekið á móti okkur og öllum komið fyrir. Massý hefur alltaf skipað ákveðinn sess í lífi mínu. Hún var ætíð þress og blíð við okkur systkinin. Á heimili Massýjar og Magga var mikið spil- að á gítar og sungið, dætur þeirra spila allar á gítara og syngja mik- ið þannig að þar leiddist engum. Eftir að ég fékk bílpróf þá héldum við Helga systir mín áfram að fara norður á hveiju sumri. Þá var fjör, Massý hafði mjög gaman af að spila. Á meðan Helga var yngri spiluðum við Ludo frá morgni til kvölds og svo seinna var spilaður Kani eða Vist. Eftir að Maggi lést hélt Massý heimili með Júlíusi syni sínum. Á seinni árum hefur dregið úr ferðum mínum til Ólafsfjarðar, sérstaklega eftir að Sigríður systir flutti til Reykjavíkur, en Massýju hef ég þó hitt oft, bæði á ættarmót- um og þegar hún hefur komið til Reykjavíkur. Þegar þær systur, Massý, Lína og stundum Gauja hafa komið suður þá hefur verið fjör heima hjá foreldrum mínum, spiluð Vist langt fram á kvöld og mikið hlegið. Hún Massý frænka mín var kjarnakona. Um fermingu gat hún ekki gengið vegna berkla, hún náði sér þó upp úr þeim veik- indum sem settu samt mark sitt á hana því upp frá því var hún með stífan háls og bak. Ekki kvartaði hún og lét það ekki aftra sér frá að gera það sem þurfti á stóru heimili. Nú sl. vetur fékk hún heila- blóðfall sem veikti hana mjög og eftir það hefur hún verið á Horn- brekku. Ég gleðst mjög yfir því nú, að daginn áður en hún lést þá fór ég ásamt Vivien að heimsækja hana. Þó hún gæti ekki tjáð sig þá þekkti hún okkur. Við ætluðum að fara til hennar aftur morguninn eftir, áður en við færum til Reykja- víkur en hún dó áður en við kom- umst til hennar. Elsku Júlli, Siggi, Hildur, Gunna, Erla og fjölskyldur ykkar allra, við Addi vottum ykkur inni- legustu samúð. Megi góður guð hjálpa ykkur í sorg ykkar. Elsku Massý frænka, hvíldu í friði. Margrét. Að morgni föstudagsins 28. júní sl. var ég í veiði og fékk þær hörmulegu fréttir að eina og besta langamma mín væri dáin. Dvaldi hún á Hornbrekku í Ól- afsfirði vegna veikinda sem hún átti við að stríða í nokkra mánuði. Þetta var svo skrítið því amma var alltaf svo hress og tilbúin til að flakka milli staða í hvaða veðri sem var. Hún kom suður, flakkaði með okkur í búðir og spilaði við okkur. En síðan varð hún svo veik að hún var flutt á Hornbrekku í Ólafs- firði. Gat hún ekki heimsótt okkur legur svo við reyndum að komast sem oftast til hennar, en það var bara svo skrítið að sjá hana rúm- liggjandi, ömmu sem alltaf var svo hress. Þegar við komum heim til hennar er allt svo tómlegt því það vantar ömmu. Svo gerðist það að amma kvaddi okkur endanlega föstudaginn 28. júní, 82 ára að aldri. Amma mín er dáin. Ég sakna hennar sárt, því amma var svo hress og kát, og öllum til sóma. Hún var öllum svo góð. Elsku amma, hvíl þú í friði. Þitt langömmubarn, Tinna Rögnvaldsdóttir. Tuttugasta og áttunda júní sl. vaknaði ég klukkan 6.45. Ég vakn- aði við grátinn í mömmu. Ég hélt að hún væri að gráta af því að amma væri verri. Pabbi var að leita að símanúmeri hjá einhveijum ættingja okkar. Mér fannst það örlítið skrítið, klukkan var tíu mín- útur í sjö. Svo fór mamma fram að hringja. Pabbi kom inn og ég þóttist vera sofandi, en svo heyrði ég mömmu segja að amma-hefði dáið tuttugu mínútur yfir sex. Ég reis snögglega upp og spurði pabba hvort amma væri dáin. Pabbi ját- aði því. Svo seig ég niður og hágr- ét, ég var bara nýorðinn ellefu ára og átti eina ömmu á lífi. Svo fór ég fram í sófa til mömmu og ég grúfði mig niður í fangið á henni og grét. Svo fór ég aftur inn og klæddi mig. Meðan ég klæddi mig fór ég að hugsa um ömmu. Amma vildi aldrei neitt vesen með sjálfa sig, en það gegndi öðru máli með aðra sem leið illa, amma vildi allt- af vera að gera eitthvað fyrir aðra. Svo var hún æðislega góð að spila, sú besta sem ég þekki. Okkur leið aldrei illa í návist hennar. Amma átti heima í fallegu húsi sem afi minn og synir hans byggðu, húsið stóð að Vesturgötu 14 á Ólafsfirði. Karen Ósk og Magnús Guðjón. í dag verður jarðsungin frá Ól- afsíjarðarkirkju hún amma okkar, Massý, eins og hún var alltaf köll- uð. Þegar við lítum til baka er margs að minnast, góðar og skemmtilegar minningar sem við munum geyma með okkur. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Allt- af átti hún nóg af góðgæti til að stinga upp í litla munna og hún gaf sér oft tíma til að spila við okkur og kenndi okkur ýmislegt, þótt hún hefði vafalaust nóg annað að gera. Hún amma hafði alltaf frá mörgu að segja og oft höfðum við bræðurnir gaman af að sitja hjá og hlusta, þegar hún var að segja frá löngu liðnum atburðum, því hún sagði svo skemmtilega frá. Hin síðari ár, eftir að við fluttum suður, kom hún oft þessa löngu leið í heimsókn til okkar allra þar og alltaf kom hún færandi hendi eða stakk í lófana einum og einum seðli og ekki bara í okkar. Svona var hún amma. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt.við eigum eftir að sakna þín, en trúum því að nú líði þér vel. Guð geymi þig og afa. Björn, Júlíus og Eiður Gunnar Bjarnasynir. JON ARNASON + Jón Árnason er fæddur á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð 16. júní 1899. Hann dó 28. júní síðastliðinn á heim- ili sínu. Var nýlega orðinn 97 ára gamall. Hann var sonur hjónanna Árna Árnasonar frá Kirkjulæk og Þórunnar Jóns- dóttur frá Gijóta, en þau hófu búskap sinn á Kirkjulæk en fluttu að Vestur-Sámsstöðum árið 1898. Jón giftist Guð- rúnu Árnadóttur frá Hlíðar- endakoti 14. nóvember 1930. Guðrún var fædd 5. ágúst 1909 og dó 10. nóvember 1969. Börn þeirra eru:_ Árni, Þórunn og Guðríður Árný. Þau bjuggu allan sinn búskap á Vestur- Sámsstöðum og bjó Jón áfram eftir lát konu sinnar til ársloka 1980. Þá tók Erla dótturdóttir hans við búskap á jörðinni Fyrir nær tveim vikum, þegar ég heimsótti minn gamla vin, frænda og fyrrum húsbónda á sjúkrahúsið á Selfossi, var hann helsjúkur, og við vissum báðir að fundir okkar yrðu tæpast fleiri. Langt var liðið síðan síðast og fund- ir höfðu verið stijálir hin síðari ár. Þrátt fyrir það hafði vináttuvegur- inn ekki „vaxið hrísi og háu grasi“. Enn var hann jafngreiður og hann hefur ávallt verið, síðan ég réðst ásamt Guðmundi sambýlis- manni sínum. Jón hafði þá búið í 50 ár. Jón fór ungur að vinna eins og hans kynslóð. Faðir hans var mikill jarða- bótamaður og valdi hann Jón til að vinna með sér við að jafna til í flögunum með hesta- reku og leggja þökurnar niður aftur. Hann fór til sjós og var á togurum, einnig var hann í fiskvinnslu í landi í Vest- mannaeyjum nokkrar vertíðir. Hann var einn af máttar- stólpum Kirkjukórs Fljótshlíð- ar, hann var fyrsti formaður kórsins eftir að kórar Hlíðar- enda- og Breiðabólsstaðar- sókna voru sameinaðir. Útför Jóns fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. vikapiltur til hjónanna Guðrúnar og Jóns í vesturbænum á Sámsstöðum. Þá stóð reisulegur bærinn hæst í hlíðinni og framundan var eitt af stærstu sléttu túnum á landinu. Það tún hafði Árni Árnason bóndi slétt- að með aðstoð bamanna sinna sex, með handverkfæri ein að vopni. Fegurra bæjarstæði en það sem Sámsstaðabærinn stóð á er varla til. Þar er bærinn líka staðsettur í huga mér þegar ég rifja upp minn- ingar frá fjómm æskusumrum fyrir sex áratugum. Minningar um sum- ur, sem geyma margar af björtustu og bestu minningum æskunnar. Hvað var það sem gerði okkur unglingunum, sem „vorum í sveit“ á Sámsstöðum, dvölina svo minnis- stæða, að við bundumst ævilöngum vináttuböndum við húsbændurna og svo börn þeirra? Vinna var hluti af sumardvöl- inni, ef á lá gat vinnutíminn orðið langur og stundum fylgdi vinnunni nokkur vosbúð, því hlífðargallar höfðu ekki verið fundnir upp. Hæfi- leg þreyta og vosbúð voru þá hluti af sumardvöl unglinga í sveit og töldust til manndómsrauna. En þær minningar frá Sámsstöðum, sem hæst ber, eru minningar um sól- skinsdaga, útreiðatúra um helgar í glöðum hópi ungmenna og um- hyggja með fijálslegu viðmóti hús- ráðenda, sem kunnu að vekja með okkur ungmennunum vitund um að við værum líka menn. Um þetta voru þau hjón bæði jafnsammála og samhent og flest annað. Jón ól allan aldur sinn á Sáms- stöðum, nær heila öld. Þar fæddist hann og ólst upp með sex mann- vænlegum systkinum, á menningar- heimili þar sem sönglistin réð ríkj- um, þegar hversdagsstritinu var sleppt. Að Sámsstöðum flutti Jón konu sína, Guðrúnu Árnadóttir frá Hlíð- arendakoti, en þær Hliðarendakots- systur töldust þá með glæsilegustu kvenkostum í Fljótshlíðinni. Þau Guðrún eignuðust þijú mannvænleg börn og að Guðrúnu látinni bjó Jón með dætrum sínum, þar til dóttir Þórunnar tók við búinu ásamt manni sínum. Ævikvöldið var langt en kyrrlátt og gott í skjóli umhyggjusamra dætra. Jón var hár maður vexti, fríður sýnum og gjörvilegur. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum, en helgaði fjöl- skyldu sinni og jörðinni krafta sína. Slíkir menn hljóta sjaldan orður eða titla. Þeir þurfa þess ekki, því veg- semd þeirra býr í þeim sjálfum. Það eru forréttindi að hafa átt vináttu mannsins Jóns á Sámsstöðum. Við hjónin sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Árni Björnsson. Sérfntðingar í hlóniaskroyliiiguni vii> »11 takkilæri Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstadastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.