Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996 35 ARNOR BJORNSSON + Arnór Björns- son var fæddur í Reykjavík 6. maí 1966. Hann varð bráðkvaddur hinn 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 4. júlí. Váfrétt hefur dunið yfir. Hjörtu manna eru líkt og níst helstaf. Hátt í tvo áratugi höfum við í Garða- stræti 25 verið ná- tengd fjölskyldu Arn- órs Björnssonar, horft á hann vaxa út grasi, takast á við tilveruna, þreifa sig áfram, ná stefnu og halda henni. Arnór hafði lokið fyrrihluta- námi í sálfræði við Háskóla íslands og hafði hafið doktorsnám í klín- ískri sálfræði í Boulder í Colorado. Hann var hér heima í sumar, m.a. til að leggja grundvöll að rannsókn á þunglyndi meðal íslenskra barna. Hann var að feta, á þann veg sem æskilegast má teljast, eftir þeim stíg sem móðir hans hefur gengið. Þá er hann á sumardegi kallaður burt án fyrirvara, eins og lúður gjalli við eyru með boð frá heimi óendanleikans. Dauði ungs manns sem er að klífa upp á háskeið ævi sinnar er ætíð jafn torskilinn og merkingarlaus þeim er hefur orðið vitni slíks fyrr. En ýmsu því fjöl- marga unga fólki er Arnór þekkti er hann högg án ástæðu né til- gangs, eitthvað algilt sem menn ígrunda er frá líður, en án vonar um niðurstöðu. Arnór var holdtekja karlmennsku í blóma, á þann veg sem karl- mennskan er í okkar augum. Sú karlmennska eltist ekki við hégiljur til að sanna sig fyrir sjálfri sér, heldur er hógvær leit þeirra gilda er hljóta að vera inntak gæðaríks lífs. Hann átti mikinn fjölda vina meðal jafnaldra og yngra fólks og var staðfastur í ástundun þess sem jók á lífsinnihald. Hann varðveitti vel líkama sinn sem bústað þeirra aðdrátta. Hann hafði unnið mikið með enn yngra fólki sem leiðbein- andi þess og var í því hlutverki er hann var kallaður af vettvangi. Hann var elsta barnabarn i móður- og föðurætt og því stóri frændi allra hinna barnabarnanna. En honum virðist hafa verið enn betur gefið að vera félagi annarra, á þann veg sem auðgaði, eins og maður getur auðgað annan af félagsskap sínum. Við höfum íhugað það sem hlýtur að leita á hvern þann sem búið hefur með fjölmennari þjóðum, að við berum saman kost og löst þess að vera í fámenninu. Á hópur á við meðalstóra borg á meginlandi Evr- ópu að vera að burðast með sér- staka menningu og tungu? Þær stundir hafa komið að okkur finnst það ekki þess virði, og aðrar þær stundir að því fylgi ríkulegra mann- líf. Það mat fer ekki eftir formleg- um atriðum um menningu, vísindi né listir, heldur einkum eftir því hvernig samneytið er við meðbræð- ur okkar. Arnór var þeirrar gerðar sem fékk okkur til að trúa að sér- stakt líf okkar sem þjóðar sé vert þess að lifa því. Það var stutt í að hann drægi að landi forða þekking- ar í þeirri grein sem hefur verið stunduð í báðum ijölskyldum okk- ar. Þekkingar sem er enn of lítið af, og snýst um að skilja uppvaxtar- skilyrði barna og finna orsakir þess að ekki tekst að koma áleiðis til næstu kynslóðar þeim eiginleikum sem þarf að skila sína boðleið. Arnór var um þrettán ára þegar við sáum hann fyrst. Útlitið bar þá enn merki bernskunnar en minnti engu að síður á að unglingsárin voru ekki langt undan. Svo tók hann við sér og var allt í einu orð- inn hávaxinn og stæltur fullvaxinn karlmaður, ljós yfirlitum. Hann hafði þó alltaf yfir sér þetta fallega drengslega yfirbragð, sem fól í sér látlaust stolt. í svip Arnórs mátti alltaf sjá að þar fór dulur og við- kvæmur drengur þótt aðrir sæju glaðlegt fasið, opinn og einlægan svip. Þegar kveðja á Arn- ór kemur upp í hugann þakklæti fyrir hjálpina sem hann veitti í mörg ár við starfssemi Sál- fræðistöðvarinnar áður en hann fór erlendis til náms. Hjálpin var mik- ils virði við námskeiða- haldið og fundarhöld. Þar reyndi oft á sam- skiptahæfni, frum- kvæði og hæfni til að taka af skarið. Oft var ótrúlegt hvernig hann tók á flækjum, skipulagði hluti og tók á því sem kunni að koma upp á af festu og ró. Þegar ijöldi manna streymdi ófyrirséð á fyrirlestra og erfitt var að vita hvað átti að taka til bragðs, gat Amór dregið úr streitu okkar hinna, lagt á ráðin, stjórnað aðgerðum og tekið á öllu yfirvegað. Það er ekki einungis að þeir nán- ustu, unnusta, vinir og samstarfs- menn hafi verið að missa. Sálfræð- in hefur orðið af miklu: Eldskörpum huga fræðimanns sem stefndi í að auðga visindagreinina með fram- göngu sinni. Það er aldrei hægt að missa barn- ið sitt. Slíkt er óendanlega órökrétt og miskunnarlaust. En það er alls ekki hægt að missa barn sem for- eldri hefur ekki vakið né sofið sleppt úr huga sér nema að vita að því iiði vel. Arnór var hamingjusamur þegar dró að leikslokum. Það sáu þeir sem hittu hann. Hann var bú- inn að finna réttan stað í lífinu, finna ástina, fínna tilgang sinn, sem var lífið sjálft og trúin á sjálfan sig. Megi það verða leiðarljós þeim sem syrgja nú, ekki síst hinum ungu sem feta sporin áfram. Guðfinna Eydal, Egill Egilsson. Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti þá bræður Arnór og Andra Björnssyni fyrst_ heima hjá ömmu þeirra og afa á Álfhólsvegi í Kópa- vogi, þegar þeir komu heim frá Svíþjóð. Þeir voru á fleygiferð um allt hús í eltingaleik geislandi af orku og gáska þegar ég, sex ára feiminn lítill strákangi, birtist þeim skyndilega. Ég man hvað mér fannst þeir miklir vandræðagemsar, svitinn lak í stríðum straumum nið- ur andlit þeirra, úfið hárið og fötin öll úr lagi eftir hamaganginn. Þeir virtu mig fyrir sér um stund stórum augum, er ég nokkuð viss um að það hafi verið þá sem ég fór að hugsa um sjálfan mig sem persónu, einstakling sem væri veginn og metinn óháð öllu öðru i kringum mig. Loks hófu þeir ærslafullan leik sinn aftur, mér til mikils léttis og þeyttust um húsið með öllum þeim látum sem honum fylgdi. Það leið ekki á löngu þar til ég var byijaður að tileinka mér þau hljóð sem þeir gáfu frá sér og láta þau berast um allt húsið. Við urðum allir þrír upp frá því miklir mátar, en það var sennilega vegna þess aldursmunar sem var á milli mín og Arnórs, að ég og Andri tengdumst sterkari böndum. Arnór var fæddur 1966 og var því sex árum eldri en ég og sjö árum eldri en Andri. Ég og Andri litum því alltaf upp til Arnórs, bár- Opið 9-22 alla daga Lyf á lágmarksverði Pi LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 um mikla virðingu fyrir honum og reyndum jafnan að líkjast honum og herma það eftir sem hann tók sér fýrir hendur. Arnór var ótrúlega hæfíleikaríkur og klár einstakling- ur, það sem hann aðhafðist var þannig unnið að fáir gátu hermt það eftir og var okkur Andra því oft mikill vandi á höndum. Við þrír félagarnir lögðum allir stund á nám í sálarfræði, ég og Andri erum að ljúka BA prófi en Arnór lauk fyrsta ári sínu í doktorsnámi í Boulder, Colorado með miklum sóma. Ég talaði við hann í síma ekki alls fýr- ir löngu og bauð honum og Andra í heimsókn út á land, þar sem ég hef aðsetur í sumar. Hann tók boð- inu með ánægju og sagði það vel hugsanlegt ef tími gæfist til. Það sló mig mikill harmur er mér bárust fréttirnar af andláti Arnórs, sorg og vanlíðan gagntóku mig og upp komu minningar og hugsanir sem gerðu ástandið enn verra. Ég veit að líf ástvina hans verður aldrei það sama og áður. Arnór var ekki bara bróðir Andra og einstakur vinur heldur einnig eina systkini hans og er því andlát Arnórs missir, sem aldrei verður Andra bættur. Álfheiður Steinþórs- dóttir og Björn Arnórsson áttu að- eins þessa tvo stráka, nú er annar þeirra horfinn á braut og ekkert annað til ráða en að þrýsta sér enn fastar að þeim sem umhyggju sína bjóða og skilja að einhveiju leyti þjáningar þeirra. Ég veit í hjarta minu að Arnór óskar einskis fremur en að þeir sem unnu honum vinni sig út úr sorg sinni og missi, og læri aftur að lifa í gleði. Það er mér óskiljanlegt og það vakna margar spurningar um til- gang lífsins, þegar menn eins og Arnór látast langt fyrir aldur fram, menn sem eru í blóma lífsins og eiga glæsta framtíð fyrir sér.' Það er ljóst að lífið er hverfult og á fátt að treysta. Eitt vitum við þó fyrir víst, það er sú staðreynd að við eigum öll eftir að deyja, spumingin er aðeins hvenær, en svarið við þeirri spurningu vita fæstir. Sú vitneskja er okkur því hvatning til að sýna vinum og vandamönnum á hveijum tíma, kærleika í öllum þeim myndum sem hann getur birst. Reynslan hefur kennt mér að kærleikurinn læknar öll sár. Ef við látum hann ekki í ljós, fýllumst við, þegar fallvaltleiki lífsins lemur á dyr, biturleika og óhamingju sem næstum ómögulegt er að vinna á. Með kærleikann að leiðarljósi, hvað sem á gengur, verða minningar okkar um ástvini fullar af gleði og auðvelda okkur að takast á við lífið á nýjan leik. Af þessum ástæðum ætti ég ekki að hafa áhyggjur af fjölskyldunni á Ljósheimum 7, því þar hefur kærleikur ríkt og hef ég notið hans alveg frá því að ég man eftir mér. Með þessum orðum vil ég kveðja kæran frænda og vin Arnór Björns- son. Elsku Álfheiður, Andri og Vil- hjálmur, ég og fjölskylda mín biðj- um af alhug að Guð veiti ykkur styrk í sárum harmi og við sendum öllum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Hafsteinn Hafsteinsson og fjölskylda. LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 “ft" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek Arnór Björnsson hóf nám í sál- fræði við Háskóla íslands haustið 1990. Hann varð strax í upphafi mjög virkur í öllum hliðum náms- ins. Það kom m.a. fram í þátttöku hans í umræðutímum og fyrirlestr- um, þar var Arnór ófeiminn við að láta í ljós skoðanir sínar og fá fram viðbrögð frá samnemendum og kennurum. Ósjaldan kom Arnór með ígrundaðar athugasemdir sem urðu kveikjan að líflegum og gagn- legum umræðum. Þessar umræður, ásamt mörgu öðru, urðu til þess að okkur varð snemma ljóst að þar fór kraftmikill og metnaðargjarn drengur. Atorka hans var ekki að- eins bundin við kennslustofur því Amór var opinn og félagslyndur. Á kaffistofum og á göngum skólans myndaðist oft góð stemmning, þar sem Arnór var oftar en ekki mið- punktur í skemmtilegum umræðum um námsefnið og ýmislegt annað. Arnór var kjarkmikill og ófeim- inn við að takast á við krefjandi og erfíð verkefni. Það kom því fáum á óvart að Arnór varð formaður Félags sálfræðinema veturinn 1992-93. Þar nýttust eiginleikar hans vel og var hann driffjöður margra góðra verka. Öll hans þátt- taka í félagslífinu einkenndist af bjartsýni. Arnór sætti sig aldrei við lognmollu eða aðgerðaleysi. Hann leitaðist sífellt við að færa hlutina til betri vegar, þar nýtti hann óþijótandi orku sína og hugmynda- ríki til hins ýtrasta. Arnór var góður námsmaður og stundaði nám sitt af miklum metn- aði og dugnaði. Hann hafði vítt áhugasvið og hann kappkostaði að leita skýringa á fræðilegum og daglegum vandamálum með því að kryfja þau til mergjar. Hæfileikar Arnórs urðu til þess að hann lauk BA námi með miklum sóma. Sam- hliða námi starfaði Arnór m.a. í unglingaathvarfinu af sama áhuga og dugnaði. Við lok BA námsins nýttust hæfileikar hans vel við að miðla þekkingu sinni þegar hann starfaði sem stundakennari í vinnu- lagi í sálarfræði og aðstoðarkenn- ari í heimspekilegum forspjallsvís- indum. Frá upphafi náms stefndi Arnór á framhaldsnám í sálfræði og varð sú ætlun hans að veru- leika. Síðasta vetur stundaði Arnór framhaldsnám í Bandaríkjunum með framúrskarandi árangri. Þótt Arnór hafi verið í Bandaríkjunum var hann hvati að því að samband héldist milli félaganna úr BA nám- inu. Til að koma hugmyndum sín- um á framfæri notaði Arnór tölvu- póst. Tíðar sendingar hans til margra félaga sinna urðu til þess að stofnaður var póstlisti fyrir nem- endur úr sálfræðinni við Háskóla Islands. Þar hélt hann áfram að láta að sér kveða af miklum krafti. Við minnumst Arnórs sem góðs félaga sem lét gott af sér leiða. Hann var hæfileikaríkur ungur maður sem átti framtíðina fyrir sér innan sálfræðinnar. Það var okkur öllum sönn ánægja og heiður að fá að fylgja Arnóri í gegnum nám- ið. Dugnaður og bjartsýni hans verður okkur hvatning í framtíð- inni. Við vottum fjölskyldu Arnórs og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi Guð varðveita góðan dreng. Samnemendur í sálarfræði við Háskóla íslands. • Fleirí minningargreinar um ArnórBjömsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUNNLAUGS SIGURBJÖRNSSONAR bif reiðasmiðs. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks sem annaðist hann af alúð og umhyggju. Sigriður Gunnlaugsdóttir, Sigurbjörn Bjarnason, Bjarni Sjgurbjörnsson, Sóley Jakobsdóttir, Ingvar Örn Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Bjarnason, Guðrún Finnbogadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA JÚLÍUSDÓTTIR, Birkivöllum 3, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudag- inn 2. júlí. Jarðsett verður frá Selfosskirkju mánu- daginn 8. júlí kl. 13.30. Jónína Andersen, Flemming Andersen, Garðar Gestsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Brynjólfur Gestsson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU MARÍU SÆMUNDSDÓTTUR. Jón S. Þorleifsson, Emilía J. Anderson, Duane K. Anderson, Jón Hákon Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Anna Ágústa Jónsdóttir, Guðlaugur Long, Haukur Jónsson, Guðlaug Kr. Árnadóttir, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.