Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SYSTKININ á Bustarfelli ásamt móður sinni. Methúsalem, Gunnlaugnr, Elín Methúsalemsdóttir, Birna, Björg og Jóhann. ELlN Methúsalemsdóttir og dótturdóttir hennar, Arna Eir Gunnarsdóttir, staddar Uppi hjá okkur í Bustarfeili. Sýning á Bustarfelli Egilsstöðum í Minjasafninu á Bustarfelli í Vopnafirði hefur verið sett upp sýningin „Uppi hjá okkur“ i til- efni af því að 30 ár eru liðin frá þvi að búsetu lauk í gamla bæn- um. Gamli bærinn á Bustarfelli er stór torfbær í burstabæjarstfl. Methúsalem Methúselemsson, bóndi á Bustarfelli, 1916-1969, lagði metnað í að varðveita gamla bæinn og muni i honum. Arið 1943 keypti Þjóðminjasafn íslands bæinn og næstu árin á eftir voru gerðar á honum endurbætur. Innanstokksmunir eru allir frá gamalii tið og var stofnað sérstakt safn með þeim árið 1982. Fjölskyldan bjó áfram í bænum til 1966 og sá um að sýna gömlu húsin á vegum Þjóð- minjasafnsins. Árið 1965 hófu búskap Elín Methúsalemsdóttír og Elnar Gunnlaugsson. Þau eignuðust fímm börn á árunum 1955-1962. Svefnherbergi þeirra var á lofti yfir fremri-stofu, en stofan var byggð 1851-52. Svefnherbergið á loftinu hefur nú verið búið hús- gögnum, leikföngum og fatnaði eins og það var árið 1962. Þá voru þar auk þjónarúms fjögur barnarúm og vagga. Bærinn var jafnan sýndur gestum og gang- andi og þess vegna höfðu börnin takmarkað rými til leikja innan- húss. Svefnherbergið hafði þó fjöiskyidan fyrir sig og þar léku börnin sér, lásu eða hlustuðu á útvarp. Loftið fékk þá nafnið „Uppi þjá okkur“ og er kallað það enn þann dag í dag. Miklar breytingar hafa átt sér stað siðan systkinin fimm á Bu- starfelli voru að aiast upp, þótt ekki sé svo ýkjalangt um liðið. í dag þykir sjáfsagt að öll börn eigi sérherbergi útbúið með leik- föngum í öllum regnbogans litum. Börn sem eyða miklum tíma í sýndarheimi sjónvarjis og tölvu verða vafalaust undrandi að sjá leikfangaúrval barnanna á Bu- starfelli. Hins vegar má búast við að foreldrar þekki sitthvað úr eigin bernsku, svo sem lestrarefni elsta bróðurins úr systkinahópn- um. Safnið á Bustarfelli er opið í þijá mánuði á sumrin en auk þess eftir samkomulagi. Um verslunarmannahelgina verður efnt til starfsdags við safnið og færist þá líf í bæinn. Sýnd verða gömul vinnubrögð inni og úti og safngestir fá að bragða smjör beint af strokknum, lummur bak- aðar við hlóðaeld og fleira þjóð- legt. Þetta er i fimmta sinn sem haldinn er starfsdagur og hefur aðsókn vaxið ár frá ári. í fyrra voru um G00 manns saman komn- ir á Bustarfelli þennan dag. Starfsdagurinn verður laugar- daginn 3. ágúst. Á sama tíma standa yfir sérstakir Vopnafjarð- ardagar með skemmtilegri dag- skrá. Á sýningunni „Uppi þjá okkur“ eru einnig Ijósmyndir af íbúum gamla bæjarins síðustu 90 árin. Sýningin stendur í sumar og er opin daglega á opnunartíma safnsins. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UNGLINGADEILD Björgunarsveitarinnar Grós á Egilsstöð- um við framkvæmd á göngustígum. Gönguleiðir í Kverkfjöllum Egilsstöðum - Nýlokið er við að merkja tvær gönguleiðir útfrá Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Önnur leiðin er á Virkisfell og tekur um 1 'h klst. að ganga hana. Hin er hringur með við- komu á Biskupsfelli og tekur um 4 Vi klst. Unglingadeild Björgunar- sveitarinnar Grós á Egilsstöðum lagði til mikla sjálfboðavinnu við framkvæmdina. Tvö ungmenni frá Jökuldal hafa verið að lag- færa stígana og ganga frá stik- um. í framhaldi af þessu verða gefin út göngukort yfir þessar leiðir. Framkvæmdin var unnin undir stjóm Kristínar Sigfús- dóttur landvarðar. Verkefnið er styrkt af Ferða- málaráði íslands og Jökuldals- hreppi. Það eru Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur sem standa að verkefninu. Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir Fimm egg í lóuhreiðri LÓUHREIÐUR með fimm eggjum fannst við bæinn sjaldgæft að lóa verpi fimm eggjum en venjulega Skógargerði á Fljótsdalshéraði. Það þykir mjög verpir hún fjórum. Endurbygg- ing Kirkju- hvamms- kirkju Hvammstanga - Nú er unnið að endurbyggingu kirkjunnar í Kirkju- hvammi við Hvammstanga. Kirkjan, sem var vígð árið 1883, var sóknar- kirkja Hvammstangasafnaðar um áratugaskeið, allt til vígslu nýrrar kirkju í kauptúninu árið 1957. Kirkj- an stendur í kirkjugarði staðarins og setur mikinn svip á umhverfi sitt. Kirkjuhvammskirkja hefur verið í vörslu þjóðminjavarðar í allmörg ár og var hún orðin lúin og skökk. Árið 1993 hófst endurbygging henn- ar og er reiknað með að verkinu Ijúki Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson SMIÐIR við endurbyggingu Kirkjuhvammskirkju. á þessu sumri. Heimamenn vonast til að kirkjan verði hafin aftur til vegs og virðingar og þjóni meðal annars óskum ferðafólks á svæðinu til bænahalds og einstakra athafna. Verkið er unnið af Trésmiðjunni Borg á Sauðárkróki og er yfirsmið- urinn Bragi Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.