Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 13 VIÐSKIPTI Afmælisbréf Landsbankans 6,5-6,8% nafn- ávöxtun í boði ÁRSÁVÖXTUN Afmælisbréfa sem Landsbankinn býður við- skiptavinum sínum í júlí er á bilinu 6,5-6,8%- Bréf sem gefin voru út þann 1. júlí s.l. skila 6,8% ársávöxtun á 13 mánaða binditíma þeirra, en bréf sem gefin verða út 31. júlí skila 6,43% ávöxtun á 12 mánaða binditíma Miðað við 2% verð- bólgu á gildistíma bréfanna svarar þetta til um 4,3-4,7% raunávöxtunar. Eins og fram hefur komið eru vextir af bréfunum 11% fram að áramótum en 3% eftir það. Öll Afmælisbréf verður hægt að innleysa þann 1. ágúst 1997 en eftir það bera þau kjörbókar- vexti sem eru 3%. Brynjólfur Helgason, aðstoð- arbankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að Afmælisbréfin hefðu fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá við- skiptavinum bankans og þeir lýst yfir ánægju með þetta fram- tak bankans á 110 ára afmæl- inu. Bréfin eru m.a. liður í svari bankans við fjármagnstekju- skattinum sem reiknast á vexti sparifjáreigenda frá næstu ára- mótum. Eins geta viðskiptavinir bankans búist við fleiri nýjung- um á afmælisárinu. Tískuverslunin Cha Cha tapar útburðarmáli Framkvæmdir hefjast í Borgar- kringlunni um næstu helgi PRÓF ehf., rekstraraðili- verslunar- innar Cha Cha hefur tapað útburð- armáli gegn Kringlunni 4-6, sem er stærsti eigandi Borgarkringlunnar, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Versl- uninni hefur verið gert að rýma það húsnæði sem hún hefur haft á leigu í Borgarkringlunni um helgina en eigendur hennar segja að það muni þeir ekki gera. Eru því allar líkur á að af útburði verði eftir helgi. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir vegna breytinga í húsinu um miðjan mánuðinn en tilboð í verkið verða opnuð nú um helgina. Málsatvik eru þau að Próf ehf., tók á leigu verslunarhúsnæði á 1. hæð Borgarkringlunnar af eigendum hennar árið 1994 og rak þar verslun, fyrst undir heitinu Necessity en síðar með nafninu Cha Cha. Leigusalinn, Kringlan 4-6, rifti leigusamningi verslunarinnar með bréfi 29. apríl síð- astliðinn vegna vangoldinnar leigu og höfðaði síðar útburðarmál. í máiinu var tekist á um hvort gerðarbeiðandi hefði haft heimild til að rifta leigu- samningi á grundvelli vanskilanna og krefjast rýmingar húsnæðisins. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð í málinu nú í vikunni. í úr- skurðinum er fallist á þá kröfu leigu- salans að Próf ehf. verði borið út úr verslunarhúsnæðinu með beinni að- farargerð. Segir að telja verði að um veruleg vanskil á leigugreiðslum hafí verið að ræða enda hafi krafa gerðar- beiðanda numið a.m.k. 1,9 milljón króna er hann rifti samningnum. Áfrýjað til Hæstaréttar Bárður Guðfinnsson, eigandi Cha Cha er mjög ósáttur við dóminn og sagir ljóst að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ástæða vanskil- anna var sú að flestir leigjendur í Borgarkringlunni tóku sig saman um það í fyrra að hætta leigugreiðslum til að þrýsta á um gerð nýrra leigu- samninga, sem var skylt að gera samkvæmt nýjum húsaleigulögum. Við teljum að í dómnum hafí ekki nægilegt tillit verið tekið til þess sjón- armiðs okkar að við inntum geymslu- greiðslur af hendi vegna þess að fulltrúar húsfélagsins höfðu neitað að taka við greiðslum beint. Ástæðan er sú að vegna fyrirhugaðra breyt- inga á Borgarkringlunni vildu þeir með öllum ráðum knýja fram riftun á leigusamningi og koma okkur út úr húsinu.“ Nú stendur yfir alger uppstokkun á rekstri Borgarkringlunnar og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er ljóst að aðeins hluti af þeim versl- unum sem hingað til hafa verið rekn- ar í húsinu eiga þangað afturkvæmt eftir að rekstur Kringlunnar og Borg- arkringlunnar verður sameinaður í haust. Framkvæmdir að hefjast Reynir Karlsson, lögmaður Kringl- unnar 4-6, segir að unnið hafi verið að því að undanförnu að semja við verslunareigendur þar um uppgjör á húsaleiguskuldum og rýmingu hús- næðisins og/eða gerð nýrra leigu- samninga. Hafí það gengið snurðu- laust fyrir sig í flestum tilvikum en þó ekki öllum. „Kringlan 4-6 þurfti að óska eftir útburði í fimm tilvikum en sættir náðust í fjórum áður en til úrskurðar kom. Nú er verið að ganga frá samningum við þá aðila, sem staðið hafa í skilum, og eru með samninga fram á næstu ár. Því er hægt að einbeita sér að framkvæmd- um við breytingar í húsinu, sem eiga að hefjast um miðjan mánuðinn." Blikur á lofti í ferðaþjónustu þrátt fyrir gölgun gesta Óttast samdrátt tekna af erlendum ferðam önn um Komur erlendra feröamanna til landsins frá 1986 200 þús. rft.... 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 Erlendir ferðamenn í janúar - juní 1 QQg BreyL frá 15,5,0 Fjöldi % fyrraári 1. Bandaríkin 14.534 17,7 +17,6% 2.Þýskaland 13.271 16,2 +0,1% 3. Danmörk 10.135 12,4 ■4,8% 4. Svíþjóð 9.363 11,4 ■1,6% 5. Bretland 8.980 11,0 +32,7% 6. Noregur .6.657 ■5,6% 7. Frakkland 2.915 3,6 +34,3% 8. Holland 2.822 3,4 +17,6% 9. Finnland 1.819 2,2 ■14,6% 10.Japan 891 1,1 +2,4% Önnur 10.598 12,9 +15,6% Samtals 81.985 1 00,0 +7,4% ERLENDUM ferðamönnum sem hingað komu fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði um 7,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Þar vegur þyngst töluverð aukning ferða- manna frá Bandaríkjunum og Bret- landi, en aftur á móti varð sam- dráttur í fjölda ferðamanna frá Norðurlöndum, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra segja þessar tölur ekki alla söguna og gæti verið ástæða til að hafa áhyggjur af því að sam- dráttur hafí orðið í fjölda gistinátta og tekjum á tímabilinu, en þær tölur liggja ekki endanlega fyrir. „Aukningin frá Bretlandi er til dæmis að verulegu leyti tilkomin vegna gesta í dagsferðum," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. „Það komu hingað 950 gestir í dagsferðir frá Bretlandi í júní, en enginn árið áður. Nokkur aukning varð einnig fyrstu sex mánuðina á fjölda gesta sem millilentu hér á leið yfir Norður-Atlantshafið og komu við í Bláa lóninu. Aukningin í fjölda gesta fyrstu sex mánuðina varð því ekki eins mikil og þessar fyrstu tölur gefa til kynna. Það er hins vegar ánægjulegt við þessar tölur að mikil aukning hefur orðið á fjölda gesta frá Bandaríkj- unum og nokkrum löndum á megin- landi, Evrópu, sérstaklega Frakk- landi. Flugleiðir hafa bætt við ein- um áfangastað í Bandaríkjunum. og sætaframboð aukist verulega. Núna bíðum við eftir þeim tölum sem segja okkur meira um árangur- inn, þ.e.a.s. tölum yfir tekjur og fjölda_ gistinátta fyrstu sex mánuð- ina. Ég dreg ekki dul á að miðað við það að engin fjölgun hefur orð- ið frá stærsta markaðssvæðinu í Þýskalandi og samdráttur á Norð- urlöndum, þá hlýt ég að hafa af því áhyggjur að það verði samdrátt- ur í ijölda gistinátta og tekjum fyrstu sex mánuðina. Annarsvegar hafa gestir frá Þýskalandi dvalið hér lengst að meðaltali og hins veg- ar hafa Norðurlandabúar skilað einna mestu í sinni dvöl vegna ráð- stefna og funda. Ég vara því við að menn dragi of miklar ályktanir um afkomu greinarinnar, þó gest- um hafi fjölgað um 7,4% þessa fyrstu sex mánuði. Þetta leiðir síðan hugann að því að það er þörf á verulegri fjölgun gistinátta og auknum tekjum vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað i ferðaþjónustu víða um land til að ná nauðsynlegri arð- semi. Við erum ennþá minnt á það að ekki er nóg að byggja upp um allt land heldur þarf að setja gífur- legt fé í markaðsvinnu og sölu- mennsku. Allir aðilar verða að skilja það að setja þarf aukinn kraft í markaðsvinnu og sölumennsku. Það er ekki nóg að þeir stóru geri það einir heldur þurfa allir að koma að því, annars skilar fjárfestingin engu.“ Norðurlandabúar streyma suður á bóginn Magnús sagði þá skýringu á fækkun ferðamanna frá Norður- löndum nærtækasta að ekki væru haldnar jafnmargar norrænar ráð- stefnur og í fyrra. „Við vitum einn- ig að vegna veðráttu á Norðurlönd- unum eru allar ferðir til sólarlanda uppseldar. Fólk streymir suður á bóginn vegna þess hversu sumarið hefur verið slæmt á Norðurlöndum og við gjöldum þess. Það sama á við um Þýskaland. Þeir gestir sem bóka seint og við höfum oft náð í á vormánuðum hafa sótt suður á bóginn." Varðandi horfur á síðari hluta ársins sagðist Magnús gera ráð fyrir að júlí og ágústmánuður yrðu hliðstæðir sömu mánuðum í fyrra. „Auðvitað vonum við að það verði einhver aukning í fjölda gistinátta og tekjum, þótt ég hafi ákveðnar efasemdir um það vegna þess að ekki er að sjá að nein veruleg aukn- ing verði frá Þýskalandi og Norður- löndum. Góð aukning frá Banda- ríkjunum og Frakklandi gæti þó vegið það upp.“ V atnsútflutningur Búist við mikilli sölu- aukningu hjá AKVA BÚIST er við að sala AKVA USA, dótturfélags KEA, á vatni í neyt- endaumbúðum muni allt að tífaldast fram að aldamótum og nema um 1,5 milljón kassa árið 2000, að því að fram kom í máli Þórarins E. Sveins- sonar, mjólkursamlagsstjóra KEA, á ráðstefnu sem Samorka, Samtök raf- orku-, hita- og vatnsveitna, stóðu nýlega fyrir á Akureyri. í nýjasta fréttabréfi Samorku er birtur útdráttur úr erindi Þórarins, þar sem hann segir m.a. að söluaukn- ingin hafí verið veruleg frá ári til árs en ómögulegt væri að segja hvort áætlanir félagsins væru raunhæfar fyrr en upp yrði staðið. Dreifingarað- ilum hefði hins vegar fjölgað hægt og sígandi og enn ætti AKVA-USA eftir að reyna fyrir sér á stærstu neyslusvæðunum. Markaðssetning vanmetin í erindi sínu sagði Þórarinn að AKVA væri ekki að keppa á grund- velli verðs og þess gerðist heldur ekki þörf þar sem þessi markaður væri stór og vaxandi. Hins vegar væri ljóst að markaðsmálin væru stærsti óvissuþátturinn og sá þáttur sem flestir aðilar á þessum markaði hefðu vanmetið og yfirleitt hefði sala orðið minni en ráð hafi verið fyrir gert. Hann sagði það því vera orð að sönnu þegar sagt er að mikill vöxtur sé fyrirsjáanlegur í sölu á neyslu- vatni á flösku, en ekki þó hjá þeim sem kunni að setja lok á og líma á flöskuna. Sprenging í sölu væri að- eins möguleg fyrir þá sem hafi góða markaðsaðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.