Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7 JÚLÍ 1996
I OKUFERÐ UM
REYKJAVÍK Á
ROLLS-ROYCE EÐALVAGNI
Alvsg
VIKU
IM
MORGUNBLAÐIÐ
tilfínning
Til skamms tíma var það bara fjarlægur
draumur að aka um götur Reykjavíkur
á Rolls-Royce með einkennisklæddum
bílstjóra. Nú er öldin önnur og Sveinn
Morgunblaðið/Arni Sæberg
HJALTI Garðarsson, eini sérhæfði „chauffeur" á landinu, undir stýri á hinum glæsilega eðalvagni.
Andlegur sársauki
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURDUR SÁLARLÍFSINS
Spurning: í pistli þínum nýlega
heldur þú því fram að sársauki
eigi sér alltaf líkamlegar orsakir,
þótt upplifun hans sé sálraen.
Getur ekki verið að sársauki eigi
sér eingöngu sálrænar orsakir?
Hvað með sársaukann eða sár-
indin, sem stafa af sviknum lof-
orðum, vonbrigðum í ástamálum
eða þegar vegið er að æru
manns?
Svar: Petta er góð athugasemd
og vel þess virði að skoða hana
betur. Við tölum um að okkur
sámi, jafnvel að við séum særð
djúpu sári, þótt engin áþreifanleg
merki séu um það. Missir og sorg
valda okkur miklum sársauka og
vinslit, ærumeiðingar og niður-
læging geta valdið okkur sárum
svo stórum að aldrei grói um heiit.
Er þetta aðeins líkingamál, orð
yfir vanlíðan sem eiga ekkert
skylt við sársauka í eiginlegri
merkingu? Stundum má það ef-
laust til sanns vegar færa, en oft-
ar en ekki er þetta túlkun á ein-
hverri vondri og óþægilegri til-
finningu, sem jafnvel leitar út í
líkamlegum sársauka.
Fólk sem haldið er kvíða og
þunglyndi fær oft líkamleg ein-
kenni og festist gjarnan í þeim,
þannig að þau verða eins konar
vöm við því að horfast í augu við
það sem að baki býr, hinn sál-
Sársauki
ræna vanda. Skyndileg hræðsla
kemur oft fram í líkamlegum ein-
kennum. Við „fáum í magann"
eða „fyrir hjartað“.
Sorg er gott dæmi um andleg-
an sársauka. Engu að síður kem-
ur hann alltaf á einhvem hátt
fram í líkamanum. Þess era mörg
dæmi að menn hreinlega deyi úr
sorg. Það er ekki óalgengt, að
gamalt fólk sem missir maka
sinn, deyi skömmu síðar, þótt lík-
amsástand þess gefi ekki tilefni
til þess. Lífið hefur misst tilgang
sinn, og við það hverfur lífslöng-
unin og bæði líkami og sál gefast
upp.
Ef til vill er eitt besta dæmið
um andlegan sársauka, þegar
karlinn fær hríðarverki meðan
kona hans er að fæða. Þetta er að
vísu ekki algengt en þó vel þekkt
fyrirbæri. Hér má segja að orð-
takið „að finna til með einhverj-
um“ komi fram í bókstaflegri
merkingu. Samúðin getur ekki
orðið öllu sterkari. í samúð með
þeim sem þjást eða syrgja er ein-
nig fólginn andlegur sársauki. Ef
um raunverulega samúð er að
ræða þá finnum við til með þeim.
Þegar allt kemur til alls er and-
legur sársauki jafn raunveraleg-
ur og hinn sem á sér áþreifanleg-
ar orsakir. En andlegur sársauki
tengist alltaf líkamsástandinu á
einhvern hátt og flestir sjá betur
samhengið á milli sársaukans og
líkamlegra orsaka hans fremur
en að skoða þau sálrænu öfl sem
hafa áhrif á líkamann. Sál og lík-
ami era tvær hliðar á manninum,
samofin í allri okkar reynslu og
verða ekki aðskilin.
• Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
sálfræðinginn um það sem þeim liggur á
hjarta, tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Guðjónsson lét drauminn rætast með að-
stoð Signrðar S. Bjarnasonar, eiganda
---------^ ------—.......... ...........
Hasso-Island bílaleigunnar, og Hjalta
Garðarssonar, sem hefur sérhæft
sig í akstri eðalvagna.
1JÁLFSAGT hafa margir
lalið þann draum í brjósti að
' komast í þá aðstöðu að láta
aka sér um í Rolls-Royce eðalvagni
með einkennisklæddum bílstjóra.
Flestir hafa þó orðið að láta sér
nægja að upplifa slíka dagdrauma í
gegnum kvikmyndir og sjónvarp,
en nú hafa opnast leiðir til að finna
reykinn af réttunum með því að
leigja sér Rolls-Royce með ein-
kennisklæddum' bílstjóra og öllu
saman. Það er Hasso-ísland bíla-
leigan, í samvinnu við limousine-
þjónustuna Eðalvagna, sem býður
þessa þjónustu. Rollsinn var fluttur
inn til landsins nú í vor fyrir til-
stuðlan Sigurðar S. Bjarnasonar og
Hasso Schutzendorf, sem reka sam-
an Hasso-ísland bílaleiguna í Hafn-
arfirði.
Sérhæfður
Binhabílstjúri
Það var óneitanlega sérkennileg
tilfinning að stíga upp í Rolls-Royce
eðalvagninn með aðstoð bflstjórans,
Hjalta Garðarssonar, sem viðhafði
alla þá tilburði sem tíðkast þegar
þjóðhöfðingjar eiga í hlut. Það er
nefnilega ekki sama hvernig hurðin
er opnuð, hvar bílstjórinn stendur á
meðan farþeginn stígur inn og
hvemig hurðinni er lokað á eftir
honum.
SIR Sigurður S. Bjarnason
lætur fara vel um sig í
nautsleðurklæddu aftursæt-
inu og Hjalti einbeitir sér að
akstrinum.
Erlendis þyk-
ir afar þýð-
ingarmikið að
bílstjórar hafi
þá sérhæf-
ingu sem tal-
in er nauðsyn-
leg til
starfans.
Hjalti kann greinilega sitt fag
enda hefur hann sótt námskeið í
New York þar sem þessir þættir
eru kenndir og auk þess ýmislegt
fleira, sem nauðsynlegt er talið að
bflstjórar tileinki sér, þegar ekið er
með þýðingarmikla farþega, eða
VIP fólk, eins og það er kallað á
fagmálinu. Þar á meðal eru ýmis ör-
yggisatriði og hvernig bflstjóra beri
að haga sér í neyðartilfellum. Eitt
er að hafa ávallt tilbúna varaleið, ef
eitthvað óvænt kemur upp á þeirri
leið sem ákveðin hefur verið. Þrátt
fyrir þessa sérmenntun Hjalta í
akstri með fyrirfólk hafa íslenskir
embættismenn, sem njóta þeirra
fríðinda að hafa einkabflstjóra, ekki
séð ástæðu til að ráða hann í þjón-
ustu sína.
„Það virðist vera vænlegra til að
komast að sem einkabílstjóri hér á
landi að vera í skyldleika við við-
komandi embættismann og gildir
þá einu hvort menn eru menntaðir
rafvirkjar, trésmiðir eða búfræð-
ingar, eins og dæmin sanna,“ segir
Hjalti. „Erlendis þykir það hins
vegar afar þýðingarmikið að bíl-
stjórar hafi þá sérhæfingu sem talin
er nauðsynleg til starfans, að
minnsta kosti á meðal þeiira sem
bera virðingu íyrir starfi sínu og
gera sér grein fyrir mikilvægi þess.
En kannski stafar áhugaleysi ís-
lenski-a embættismanna í þessum
efnum af virðingarleysi fyrir starfi
sínu.“
Ekki spurt
um árgerð
Við ökum sem leið liggur niður í
miðbæ. Hvarvetna vekur bifreiðin
mikla athygli og menn snúa sér við
til að horfa á eftir þessu fyrirfólki
enda Islendingar óvanir því að sjá
ósvikinn Rolls á götunum með upp-
áklæddum einkabflstjóra. Og þegar
við mætum langferðabiíreið, fullri
I