Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIB, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL/SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ferðamönnum fjölgar um 7,4% Fyrsta helgi júlímánaðar er mikil ferðahelgi Hátt á þriðja þúsund gesta verða í Þórsmörk FERÐAMÖNNUM sem komu hingað til lands fyrstu sex mánuði þessa árs fjölgaði um 7,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Mest fjölgaði ferða- mönnum frá Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þrátt fyrir þessa fjölgun segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af samdrætti í tekjum af erlendum ferðamönnum. „Aukningin frá Bretlandi er til dæmis að verulegu leyti tilkomin vegna gesta í dagsferðum," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. „Það komu hingað 950 gestir í dags- ferðir frá Bretlandi í júní, en enginn árið áður. Nokkur aukning varð einnig fyrstu sex mánuðina á íjölda gesta sem millilentu hér á leið yfir Norður-Atl- antshafið og komu við í Bláa lóninu.“ ■ Óttast samdrátt/13 FYRSTA helgin í júlí er orðin ein mesta ferðahelgi ársins. Straumur ferðamanna er einna mestur í Þórsmörk en öll tjald- stæði eru þar frátekin um helg- ina. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum tjaldsvæða í Þórsmörk verða þar allt að 2.700 manns. Mikill fjöldi fólks er í Þjórsárdal og von er á talsvert mörgum í Húsafell en þar er aðsókn jafnan mest um þessa helgi. Aðsókn að tjaldsvæðum á Laugarvatni er aftur á móti ekki meiri en gengur og gerist. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu á Suður- og Vesturlandi var um- ferð mikil í gær og fór nyög vaxandi í gærkvöldi. Allt gekk þó óhappalaust fyrir sig. Sú hefð hefur myndast að framhalds- og háskólanemar fara í hópferðir í Þórsmörk fyrstu helgi júlímánaðar. Þannig höfðu háskólanemar pantað öll Ijaldstæði í Langadal, sem er í umsjón Ferðafélags Islands í maí, fyrir 350 manns. Allt að tólf hundruð manns verða á svæði Austurleiða í dalsmynni Húsadals, þar af 800 manns úr hópferð Félags framhaldsskóla- nema. Básar eru tileinkaðir fjöl- skyldufólki og segja starfsmenn Útivistar, sem hafa umsjón með svæðinu, að fullbókað hafi verið í tjaldstæði í byijun þessarar viku. Þannig gista 800 manns i Básum. Loks verða um 300 manns í Slyppugili og 80 manns í skála Ferðafélagsins í Langa- dal. Svæðisgæsla aukin Starfsmenn ferðafélaganna segja að gripið sé til sérstakra ráðstafana þessa hejgi vegna mikillar aðsóknar. Ómar Öskars- son hjá Austurleiðum segir að aðsókn sé jafnan mest hjá sér þessa helgi, jafnvel meiri en um verslunarmannahelgina. Til að allt fari vel er svæðisvarsla auk- in til muna og læknir á staðnum. Að sögn Þórunnar Þórðardóttur, starfsmanns Ferðafélagsins, er selt inn á tjaldstæðin í Reykjavík og þar fá allir sérstök armbönd til að að komast inn á svæðið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu á Hvolsvelli er að venju hafður sérstakur viðbúnaður um þessa helgi. Þórunn segir að allt frá árinu 1986 hafi fjöldi gesta á tjald- svæði félagsins í Langadal verið takmarkaður við 350. Það sé gert til að vernda gróður. Hún segir á hinn bóginn nýtilkomið að ungt fólk leggi leið sína í Þórsmörk í stórum hópum. Nú sé raunar svo komið að „venju- legu“ ferðafólki sé ráðlagt að fara í Þórsmörk einhveija aðra helgi. Hún tekur fram að fólk taki því einatt vel þegar í ljós komi að uppbókað sé á tjaldsvæð- inu. Það skilji vel þau rök sem liggja að baki fjöldatakmörkun- um. Hún minnir á að gróður hafi á sínum tíma farið mjög illa í Húsadal vegna átroðnings og síðan hafi verið bannað að tjalda þar. EFTIRVÆNTING var mikil meðal þessara framhaldsskólanema sem voru á leið í Þórsmörk í gærkvöldi. Morgunblaðið/Ásdís Umhverfisráðuneytið svarar kæru Ferðafélags íslands vegna Hveravalla Ekki orðið við kröfum FI UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ kemst að því að aðalskipulag Svína- vatnshrepps skuli standa óbreytt í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Ferðafélags Islands frá nóvember sl. Aðalkrafa Ferðafélagsins var að sá hluti aðalskipulags Svínavatns- hrepps er fjallar um Hveravalla- svæðið yrði felldur úr gildi. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags ís- lands, sagði að stjórn FÍ myndi í samráði við lögfræðing FÍ taka ákvörðun um hvort úrskurðurinn yrði borinn undir umboðsmann Al- þingis. Niðurstaða ráðuneytsins er að Hveravellir falli innan staðarmarka Svínavatnshrepps og hreppsnefnd Svínavatnshrepps fari með stjórn- sýsluvald á Hveravöllum og hafi því verið valdbær aðili til þess að fjalla um aðalskipulag þess svæðis. Kærandi telur að forsvarsmenn hreppsins hafi verið vanhæfir til að taka ákvarðanir um aðalskipulag á Hveravöllum enda hafi hreppurinn sjálfur stefnt að uppbyggingu og gróða af svæðinu. Umhverfisráðu- neytið tekur fram að í aðalskipulagi komi ekkert fram um hverjum verði heimilað að byggja upp umrætt þjónustusvæði og fellst ekki á að sérstakar vanhæfisástæður liggi fyrir í málinu. Kærandi gagnrýnir að ekki skyldi vera haldin grennd- arkynning um aðalskipulagið fyrir þá aðila sem sérstakra hagsmuna ættu að gæta. Með því hafi verið brotin svokölluð andmælaregla. Ráðuneytið fellst á að kynna hefði mátt drögin betur á mótunarstigi en málsmeðferð hreppsnefndar Svínavatnshrepps valdi þó ekki ógildi. Kærandi telur að brotin hafi verið svokölluð meðalhófsregla enda hafi skipulagsyfirvöld gengið lengra en nauðsynlegt hafi verið til að ná fram eðlilegu skipulagsmarkmiði, sérstak- lega með þvi að sveitarstjórnin hygg- ist sjálf byggja stærra hús á því svæði sem skála kæranda sé ætlað að víkja af. I svari umhverfisráðu- neytisins kemur fram að verndun náttúru hins friðlýsta svæðis sé látin sitja í fyrirrúmi í aðalskipulaginu. Ekki verði talið, með þetta markmið í huga, að meðalhófsreglan hafi ver- ið brotin. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafé- lags Islands, sagði að stjórn FI ætti eftir að fara yfir úrskurðinn með lögfræðingi félagsins. „Við munum athuga í rólegheitunum hvort við berum úrskurðinn undir umboðs- mann Alþingis til að kanna réttar- stöðu okkar. Hugsanlega verður lát- ið reyna á málstað okkar fyrir dóms- stólum. Þótt ég vilji ekkert fullyrða hvort til þess verður gripið nú,“ sagði hann. Óánægja og vonbrigði Páll lýsti yfir mikilli óánægju og vonbrigðum með úrskurðinn. „Við höfðum rökstutt, í okkar kæru, með margvíslegum hætti að ekki hefði verið staðið nægilega vel að undir- búningi þessa skipulags. En niður- staðan er neikvæð gagnvart okkur og við erum auðvitað óánægðir með hana. Ég óttast að ef þær hugmynd- ir, sem núna eru uppi um stórmiklar byggingarframkvæmdir á Hvera- völlum, með þeim landsspjöllum, sem fylgja þeim, komast til fram- kvæmda, sé þessu svæði stefnt í nokkurn voða.“ Blóma- sýning í íþrótta- húsinu - jí TILEFNI af 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar standa blómaframleiðendur fyrir blómasýningu í íþróttahúsi bæj- arins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnar sýning- unaídagkl. 13.30. Blómaheildsölurnar Blóma- miðstöðin og Blómasalan standa fyrir sýningunni, en innan vé- banda þeirra eru allir blóma- framleiðendur á landinu. Kostn- aðurinn nemur tæpum þremur milljónum króna, en sýningunni lýkur á mánudagskvöld. ■ Hveragerði 50 ára/18-19 Fá 83% heildar- aflans NIÐURSTÖÐUR úr vali krókabáta á milli veiðikerfa liggja nú fyrir. Af 1.042 bát- um mun 561 krókabátur róa á þorskaflahámarki næsta fiskveiðiár og fá þeir í sinn hlut um 20.700 tonn af 25 þúsund tonna leyfilegum heildarafla krókabáta á næsta ári eða um 83% af heildarkvótanum. ■ Þorskaflahámark/14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.