Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 11 Morgunblaðið/Margrét Þóra ELVAR, Elías, Einar og Jóhann, liðsmenn Aftureldingar úr Mosfellsbæ, á Esso-móti KA í gær. Friðbjarn- arhús opnað FRIÐBJARNARHÚS við Aðal- stræti 46, sem er minjasafn IOGT, verður opnað á morgun, laugardag, og verður opið um helgar í sumar, á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14 til 17. Húsið er kennt við Friðbjörn Steinsson bóksala en það var byggt árið 1856 og er dæmi- gert fyrir húsagerð þess tíma. Smám saman er verið að vinna að endurbótum þess og að færa innréttingar í upprunalegt horf. Friðbjamarhús er í eigu Góð- templarareglunnar og þar eru varðveittir munir og myndir úr sögu hennar, en reglan var ein- mitt stofnuð í húsinu 10. janúar 1884. Baldvin Kr. og strengja- kvartett BALDVIN Kr. Baldvinsson ba- ritón ásamt stengjakvartett kemur fram á tónleikum í Akur- eyrarkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 7. júlí, kl. 20.30. Á efnisskránni eru sönglög íslenskra höfunda, vínartónlist og léttklassísk tónlist. Strengjakvartettinn skipa Martin Fewer, 1. fiðla, María Weiss, 2. fiðla, Ásdís Runólfs- dóttir víóla og Stefán Örn Arn- arson selló. Messur AKREURARKIRKJA: Messa á morgun, sunnudaginn, 7. júlí kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson messar. DALVlKURKIRKJA: Messa kl. 11. á morgun, sunnudag. Prestur sr. Sigríður Guðmars- dóttir. HVfTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Safnaðar- samkoma á morgun, sunnu- dag kl. 11 og vakningasam- koma k. 20, ræðumaður Qu- entin Stewart. KAÞÓSLKA KIRKJAN, Eyr- arlandsvegi 26, messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11. á morgun, sunnudag. Kristinn G. sýnir á Hjalteyri KRISTINN G. Jóhannsson, listmálari opnar sýningu í Hótel Hjalteyri á morgun, sunnudag kl. 14. Kristinn stundaði nám í málaralist bæði hér heima og í Edinburgh Col- lege of Art. Hann hélt fyrst sýningu á verkum sínum á Akureyri 1954. í byijun ágúst næstkomandi opnar hann sýningu á nýjum málverkum í Galerie Anton Gidding í Den Haag í Hollandi. Á Hjalteyri sýnir Kristinn nokkur málverk um mannabyggð og feimna holtsins fegurð. Rosalega gaman á Esso-mótinu UNGIR og dálítið eldri knatt- spyrnumenn hafa sett svip á bæj- arlífið á Akureyri síðustu daga, en Esso-mót KA hefur staðið yfir á KA-vellinum frá því á miðviku- dagskvöld og í gær hófst Pollamót Þórs og Bautabúrsins, en í því taka þátt knattspyrnumenn 30 ára og eldri. „Það er alveg rosalega gaman að taka þátt í þessu móti," sögðu félagarnir Elvar, Elías, Einar og Jóhann sem keppa fyrir A- og B-lið Aftureldingar í Mosfellsbæ, en þeir voru allir að taka þátt í Esso-mótinu sem er fyrir 5. flokk í fyrsta sinn. „Það er mikill munur að hafa svona plástur, maður and- ar miklu betur," sagði Jóhann sem lék með plástur yfir nefinu, líkt og sjá mátti í heimsmeistara- keppninni á dögunum. „Okkur hefur gengið ágætlega," sögðu félagarnir, en þeir höfðu síðdegis gær unnið 2 leiki, tapað 1 og gert 1 jafntefli. Tveir mikilvægir leikir voru eftir í riðlinum, við Keflvík- inga og Völsunga. ÞAÐ hefur verið heldur napurt í norðanáttinni á KA-vellinum en stuðningsmenn liðanna láta það ekki á sig fá, þeir klæða sig bara betur eða bregða yfir sig teppi. Hús Náttúrulækningafélags íslands í Kjarnaskógi Hótel Harpa leigir Kjamalund í fimm ár EIGENDUR Hótels Hörpu á Akur- eyri hafa undirritað fimm ára samn- ing um leigu á húsi Náttúrlækn- ingafélags íslands, Kjarnalundi í Kjarnaskógi. Hótel Harpa hefur rekið sumarhótel í Kjarnalundi síð- ustu þijú sumur. „Þetta er stór áfangi fyrir okkur, það er okkur mikilvægt að hafa reksturinn tryggan eitthvað fram í tímann," sagði Guðmundur Árnason hótel- stjóri. Miklar framkvæmdir standa yfir á lóðinni umhverfis Kjarnalund og lýkur þeim síðar í sumar en jafn- framt verður settur niður heitur pottur við húsið sem tilbúinn verður til notkunar næsta vor. í Kjarna- lundi eru 43 herbergi. Fosshótel hluthafi í Hörpu Fyrirtækið Fosshótel ehf. sem er í eigu íslandsferða, Úrvals-Útsýnar, Guðmundar Jónassonar og Safarí- ferða hefur gerst hluthafi í Hótel Hörpu, en Fosshótel á nú 30% hlut í hótelinu. Guðmundur sagði að eignaraðild Fosshótels myndi styrkja Hörpu verulega, en félagið Morgunblaðið/Margrét Þóra GUÐMUNDUR Árnason hót- elstjóri við Gulu villuna. hefði verið að hasla sér völl í hótel- rekstri úti um landið. „Við munum standa sterkari á eftir, þessir aðilar sem standa að Fosshóteli eru um- fangsmikil í ferðaþjónustunni og margir ferðamenn eru hér á þeirra vegum," sagði Guðmundur. Gula villan Hótel Harpa hefur tekið við rekstri Gistiheimilisins Gulu villunnar við Þingvallastræti 14 á Akureyri, en Guðmundur Árnason hótelstjóri keypti húsið fyrir nokkru. í húsinu, sem er gegnt Sundlaug Akureyrar, eru 9 herbergi. Gula villan verður rekin sem almennt gistiheimili yfir sumarmánuðina, en leigð skólafólki yfir veturinn. Guðmundur sagði að með til- komu gistiheimilisins og Kjarna- lundar byði Hótel Harpa nú alls 76 herbergi yfir sumarmánuðina. Það sem af er sumri hefur ferða- mannastraumur verið svipaður og áður, en Guðmundur sagði að vissu- lega fyndu menn fyrir samdrætti í komum stærri hópa þýskra ferða- manna. Mikið hefði verið um ráð- stefnur og fundi á Akureyri að undanförnu, bæði erlendum og inn- lendum sem skipti hótelin miklu. Góð þátt- taka í Mý- vatns- maraþoni MÝVATNSMARAÞON fer fram á morgun, laugardaginn 6. júlí, og verður hlaupið ræst kl. 12 á hádegi. Þetta er í annað sinn sem Mývetning- ar efna til maraþonshlaups og hefur þátttaka farið fram út björtustu von- um. Að hlaupinu standa, Ungmenna- félagið Mývetningur, íþróttafélagið Eilífur og Björgunarsveitin Stefán. Auk maraþonsins verður einnig boðið upp á 3 km og 10 km skemm- tiskokk. Þátttakendur í maraþoninu eru miili 30-40 talsins sem er mikil aukning frá því í fyrra þegar þeir voru 10. Að þátttakendum í skemmtiskokki meðtöldum munu alls um 300 hlauparar verða á ferðinni 5 Mývatnssveit í dag. Kolbrún ívarsdóttir, sem sæti á í framkvæmdanefnd, sagði að hlaupið hefði kynnt sig sjálft, það hefði tek- ist einkar vel í fyrra og greinilega spurst út. Meðal þátttakenda er einn Japani, Frakki og Hollendingur sem koma sérstaklega til þess, en auk þess eru nokkrir Bandaríkjamenn, liðsmenn varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. I maraþoninu er hlaupinn hring- urinn umhverfís Mývatn og sagði Kolbrún aðstæður allar ákjósanlegar. Ungir og eldri knattspyrnumenn setja svip sinn á bæinn Félagið Þroska- hjálp stofnað NÝTT félag, Þroskahjálp, á Norður- landi eystra var stofnað fyrir skömmu og er það arftaki Styrktar- félags vangefinna og Foreldrafélags barna með sérþarfír. Stofnfélagar eru um 220, en þeir sem áhuga hafa á að gerast stofnfélagar hafa tæki- færi til þess allt fyrsta starfsár fé- lagsins. í stjóm hins nýja félags vora kjörnir; Lilja Guðmundsdóttir, for- maður, Brynjólfur Jóhannsson, Haf- dís Björk Rafnsdóttir, Ingibjörg Auð- unsdóttir og Kolbrún Guðveigsdóttir. Nokkrar ályktanir voru samþykkt- ar á fundinum, m.a. um flutning málefna fatlaðra til Akureyrarbæjar þar sem hvatt er til dirfsku og hug- kvæmni við frekari uppbyggingu málaflokksins og óskað eftir sam- vinnu við forráðamenn bæjarins. Þá er bent á mikilvægi þess að varðveita þá dýrmætu fagþekkingu og reynslu sem fyrir hendi er hjá starfsfólki Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í kjördæminu. Skorað er á menntamálaráðherra að skipa starfshóp til að gera úttekt á námsmöguleikum nemenda með fötlun við framhaldsskóla í kjördæm- inu. Loks harmar fundurinn að ráða- menn í samfélaginu skuli samþykkja að ekki verði aðgengi fyrir fatlaða á Hótel Norðurlandi á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.