Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 7 FRÉTTIR 2.500 tegnndir gróð- urs í nýrri garðabók NÝLEGA sendi bókaútgáfan Forlag- ið frá sér Stóru garðabókina, alfræði garðeigandans sem er ítarleg og mikil bók um garðyrkju. í stærstu köflum bókarinnar er flallað um helstu hópa garðplantna, svo sem tré, runna, rósir, klifurplöntur, lauka, sumarblóm, fjölæringa, kryddjurtir og matjurtur. Þá er að finna ítarlega kafla um ræktun í steinhæðum og tjörnum. Síðari hluti bókarinnar er um útbúnað og aðstæður til ræktun- ar.í bókinni eru um 3.000 litmyndir og er með sérstökum myndaröðum áhersla lögð á að sýna rétt hand- brögð og kenna áhugamönnum ein- föld en nauðsynleg tækniatriði. Þá eru tilgreindar rúmlega 2.500 teg- undir jjlantna og yrki sem rækta má á Islandi. Aftast í bókinni er að fínna ítarlega atriðaskrá og fólk get- ur flett upp á flestu sem kemur í hugann þegar kemur að garðinum. Agúst H. Bjarnason grasafræð- ingur er ritstjóri verksins en aðstoð- arritstjórar eru Óli Valur Hansson og Þorvaldur Kristinsson en einnig hafa um þrjátíu sérfræðingar lagt bókinni til efni. Stóra garðabókin kostar 14.850 krónur en er á tilboði um þessar mundir á 11.880 krónur. Morgunblaðið/Þorkell JOHANN Páll Valdimarsson hjá Forlaginu, Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur og ritsljóri verksins, Þorvaldur Kristinsson og Óli Valur Hansson aðstoðarritstjórar bókarinnar. Póstur og sími hf Nefnd undir- býr stofnun SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að undirbúninga stofnunar Pósts og síma hf. en fé- lagið tekur til starfa 1. janúar 1997. Nefndinni er gert að annast aliar nauðsynlegar aðgerðir vegna breyt- inga á rekstrarformi Pósts- og síma- málastofnunar, svo sem að ganga til samninga við starfsfólk fyrirtæk- isins og viðskiptamenn þess. Formaður nefndarinnar er Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri, en auk hans eiga sæti í nefndinni Magnús Stefánsson alþingismaður og Jenný Jensdóttir viðskiptafræð- ingur. HLEYPT verður af skotum í tilefni af 70 ára afmæli Gæslunnar. Landhelgisgæslan 70 ára Hleypt af skotum á Miðbakka í TILEFNI af 70 ára afmæli Land- helgisgæslunnar verður hleypt af sjö skotum, einu fyrir hvern áratug starfseminnar, úr einum af elstu munum gæslunnar, fallbyssu sem smíðuð var árið 1892 og var lengi um borð í varðskipinu Ægi. Þetta verður gert á Miðbakkanum kl. 14 sunnudaginn 7. júlí. Strax að því loknu lenda tvær björgunarþyrlur Gæslunnar, nýja þyrlan TF-LÍF og TF-SIF á Mið- bakkanum. Frá kl. 14-17 verða þyrlurnar og varðskipið Týr, sem liggja mun við Miðbakkann, til sýn- is og skoðunar fyrir almenning. Örskammt frá Hafnarhúsinu stendur yfir sögusýning Landhelg- isgæslunnar. Þar er saga landhelg- isgæslu við Island rakin í máli og myndum og með fjölmörgum skemmtilegum munum. Þorska- stríðum og björgunaraðgerðum jafnt sem daglegum störfum gæslu- liða í 70 ár gerð skil. Meðal athyglisverðra muna á sýningunni má nefna lofskeytaklefa úr varðskipinu Óðni frá 1960, ára- bátinn Ingjald sem Hannes Haf- stein notaði í landhelgisbaráttunni í Dýrafirði um aldamótin síðustu, klippurnar frægu sem notaðar voru í þorskastríðunum, tundurdufl, fall- byssur og margt fleira. Sýningin er opin kl. 14-19 á virkum dögum og ki. 10-19 um helgar. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Blað allra landsmanna! píílViðLTOÍblflíliÍb - kjarni málvins! Er röðin komin að þér? Nú er hann tvöfaldur! - ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM SÖLUKERFIÐ LOKAR KL. 20.20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.