Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 9 FRÉTTIR EES er eins og giillið búr Hadar Cars, fyrrverandi viðskiptaráðherra Svíþjóðar og þingmaður á Evrópuþinginu, segir að EES-samningurinn sé líkastur gullnu búri; margir kostir séu við aðild en EFTA-ríkin hafi ekki áhrif á þær * ákvarðanir, sem teknar séu. Olafur Þ. Stephensen ræddi við Cars. HADAR Cars, fyrrverandi við- skiptaráðherra Svíþjóðar og fulltrúi hins frjálslynda Þjóðarflokks á Evr- ópuþinginu, talaði i gær á hádegis- verðarfundi Verzlunarráðs íslands. í erindi sínu íjallaði hann um reynslu Svíþjóðar af aðild að Evr- ópusambandinu og vék einnig að tengslum íslands við Evrópusam- bandið. Cars sagði í ræðu sinni að lýsa mætti EES-samningnum sem búri, sem EFTA-ríkih vtetu lokuð inni í( vegna þess að þátl ættu ekki atih- arta kosta völ en að samþýkkja löggjöf EvrópusattibandsirlSj eh hefðú fá tækifæri tii að hafa sömu áhHf á hahá og fuilgild aðiidatriki ESB. „í raun má líkja EES við gullið búr,“ segir Cars í samtali við Morg- unblaðið. „Það eru margir kostir við samstarfið fyrir EFTA-ríkin. Þau hafa fijálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þar fram eftir götunum. En EES-samn- ingurinn er sífellt að taka breyting- um. Nýjar ákvarðanir eru teknar og ný löggjöf bætist stöðugt við samninginn, ekki sízt á sviði sam- keppnismála. Þungamiðjan í evr- ópska efnahagssvæðinu er án nokk- urs vafa Evrópusambandsmegin. Ríkin, sem standa utan sambands- ins en tilheyra EES, hafa rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri áður en ákvarðanir eru teknar. Formlega geta ríkin neitað að sam- þykkja nýja EES-löggjöf, en þá eiga þau á hættu að Evrópusambandið beiti þau gagnaðgerðum. Þess vegna geta ísland og Noregur, rétt eins og Svíþjóð áður, í raun ekki neitað að samþykkja EES-löggjöf. Þannig verða EFTA-ríkin stöð- ugt að kyngja ákvörðunum, sem aðrir hafa tekið, Þetta er það, sem ég á vlð þegar ég tala um búrj mehh komast ekki út fyrir þær ákvarðahifj sem aðrir taka. Áuðvit- að eru þetta oftast góðar ákvarðan- ir fyrir Noreg og Island. Þó geta korriið Uþp ttiái, þár sem ESB-tíki og EFTA-ríki hafa ólíka hagsmuni. Þá myndi ég ekki útiloka að innan ESB tækju menn meira tillit til hagsmuna ríkja innan sambandsins en þeirra, sem standa fyrir utan. Það er þess vegna ákveðin áhætta að standa utan ESB og í mínum augum er það afar ánægju- legt að Svíþjóð situr nú við borðið, þar sem ákvarðanirnar eru teknar." — Margir halda því engu að síð- ur fram, að þótt einhver áhrif fylgi aðild að ESB séu þau svo litil í til- felli smáríkis á borð við ísland, að þau skipti engu máli. MörguHbiaðid/GöUí HADAR Cars fiytur eriudí á fuudi Verzlunarráðs i gær og birt- ist á skjá sjóuvárpsupptekuvéiar. Sömu áhrif og Lúxemborg „ísland myndi hafa sömu áhrif og Lúxemborg. Lúxemborg er nú í forystu Evrópusambandsins í þeim skilningi að Lúxemborgari er for- seti framkvæmdastjórnarinnar. Eftir eitt ár, á afar mikilvægum tíma í þróun Evrópusambandsins, þegar afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar um framtíð þess, mun Lúx- emborg sitja í forsæti ráðherraráðs- ins líka. Eg held ekki að Lúxem- borgurum finnist þeir vera valda- lausir innan ESB. Þvert á móti telja mörg af stærri ríkjunum að þeir hafi alltof mikil áhrif. Það má spyija á móti: ísland er aðildarríki NATO, þar sem stór ríki eiga einnig aðild. Ég hef samt á tilfinningunni að íslendingum finn- ist ekki þýðingarlaust að eiga aðild að NATO, heldur hafi þeir áhrif þar. Sem NATO-ríki getur ísland haft jafnmikil eða meiri áhrif á mótun öryggismála í Evrópu en ríki á borð við Svíþjóð, sem er stærra en ísland en er ekki í NATO. Aðild- in skiptir máli.“ Langur laugardagur Útsölur og götu- leikhús KYNJAVERUR úr Hinu húsinu skemmta gestum og gangandi á Laugaveginum eftir hádegi í dag á löngum laugardegi. Verslanir við Laugaveg eru með ýmiss konar tilboð og sumar þeirra bjóða allt að 50% afslátt, að sögn Eddu Sverrisdóttur, formanns Lauga- vegssamtakanna. Ókeypis í bílastæðahúsin í miðbænum Edda segir að götuleikhús unga fólksins úr Hinu húsinu setji skemmtilegan svip á bæinn með óvæntum uppákomum og séu kaupmenn ánægðir með að fá það til liðs við sig á lönghm laugardegi. Verslanir við Laugaveg eru opn- ar frá kl. 10 til 17 í dag og eru sumarútsölur þegar hafnar í nokkrum þeirra. Okeypis verður í bílastæðahúsin í miðbænum á löngum laugardegi og nóg pláss, að sögll EddU, j,Svo spiliir það heidur ekki fyHr að við fáum óskaptega gott veðutj*1 segir Edda. ---------*-*-•-- Aldraðir fálóð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Samtökum aldraðra fyrirheit um lóð við Dalbraut 18-20. Fyrirheitið um byggingarrétt- inn er veitt með fyrirvara um að Reykjavíkurborg áformi ekki að standa að uppbyggingu eða rekstri þjónustukjarna í húsinu eða á lóð þess. Auðvelda á starfsmönnum Landmælinga aðsetursskipti Umhverfisráðherra segir ákvörðunina endanlega GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf- isráðherra segir að sér hafi verið fullkunnugt um viðhorf starfsmanna Landmælinga islands til hugsaniegra flutninga stofnunarinnar til Akra- ness. Þau hafi komið fram þegar málið var kannað í tíð fyrri ráðherra en einnig í heimsókn hans í stofnun- ina í fyrra. Ráðherra segir ákvörðun sína endanlega og vonast til að starfsmenn útiloki ekki sjálfkrafa þann möguleika að flytjast milli byggðarlaga. Hann segir að ríkið og Akranesbær muni leggja allt kapp á að auðvelda aðsetursskipti með fyrir- greiðslu m.a. um félagsþjónustu. Þá verði haft samráð við stéttarfélög um réttindi og skyldur starfsmanna. Guðmundur segist ekki geta viður- kennt að það hafi verið ókurteisi að hafa ekki samráð við starfsmenn um fyrirhugaða flutninga og gefa þeim upplýsingar um málið fyrr. „Ég geri mér grein fyrir að flutningar valda mikilli röskun fyrir starfsmenn og að fleiri en færri eru líklega óánægð- ir í upphafi. Af þeirri ástæðu vissi ég að þetta hlyti að vera ákvörðun sem stjórnvaldið þyrfti að taka. Ég hafði nokkuð Ijósar hugmyndir um viðhorf starfsmanna en geri mér vonir um að þau kunni að breytast. Þó að ég hefði haldið fund mánuði fyrr eða rætt þetta við starfsmenn í vetur þá held ég að niðurstaðan hefði orðið með svipuðum hætti.“ Opinberum starfsmönnum ber að hlíta ákvörðun um flutning Um þá gagnrýni starfsmanna að óvissa ríki um réttindi þeirra og skyldur segir ráðherra að ráðuneytið muni koma til með að ræða þessi mál nánar bæði við einstaklinga og eins við stéttarfélög þeirra. „Á fund- inum lagði ég áherslu á að sam- kvæmt lögum er skýrt að opinberum starfsmanni beri að hlíta því eða sætta sig við það að starf hans sé flutt til." Ráðherra telur ýmsar tölur sem nefndar hafa verið í tengslum við kostnað vegna flutninganna ofreikn- aðar. „Ég geri mér grein fyrir að flutningur stofnunar kostar mikla fjármuni en í þessu tilviki er fjármun- um varið til að dreifa opinberri þjón- ustu og fullnægja þeim viðhorfum sem hafa verið mjög ríkjandi að ekki sé nauðsynlegt að allar opinberar stofnanir séu á höfuðborgarsvæð- inu.“ Ráðherra kveðst að gefnu tilefni vilja leiðrétta misskilning sem gætt hefði í ummælum sínum í Morgun- blaðinu á fimmtudag, sem starfs- menn mótmæltu harðlega í gær, um að enginn hafi andmælt flutningun- um á fundi þar sem ákvörðun ráð- herra var kynnt. Hann kveðst síður en svo hafa farið á mis við óánægju starfsmanna. Guðmundur segir að ummælin hafi lítillega verið slitin úr samhengi. Hann hafi fylgt ummæl- um sínum eftir á fundinum með því að segja að starfsmenn hefðu komið sjónarmiðum sínum um að stofnun- inni væri betur borgið í Reykjavík en á Akranesi á framfæri. Hann hafi aftur á móti fullyrt að enginn fundarmanna hafi beinlínis lagt fram fonnleg andmæli eða lýst yfir því að hann vildi ekki flytja með stofnun- inni. UTSALA TBSS v neð v neðsl við Dunhagn, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Útsalan hefst í dag ©ll II ©i ©) Laugavegi 70 Ötsala - útsðla Opið i dagkl. 10-16. 10-507. ðfsláttur Mörhin G—sími SB8 SS18 Hápur—heilsársDlpuf - sumatölpuf • Bílasfæði viö böðarvegginn • Nú er sumar og sól! 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.