Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 19
HVERAGERÐI 50 ÁRA
í SAMBANDI við 50 ára afmæli Hveragerðis hefur verið komið upp ljósmyndasýningu
með gömlum myndum, er sýna atburði úr sögu bæjarins, flestar teknar
af Vigfúsi Sigurgeirssyni ljósmyndara.
FYRSTA atvinnustarfsemin í Hveragerði byggðist í kringum jarð-
hitann. Ein af gömlu myndunum á ljósmyndasýningu um sögu
Hveragerðis, sem opnuð er í dag.
HVERASVÆÐI í miðjum bænum hefur verið snyrt og gert að-
gengilegt og þar er á afmælinu verið að opna fræðslu-
miðstöð fyrir jarðhita og hitagróður.
HVERAGERÐI er miðstöð garðyrkjunnar. Á afmæli bæjarins er
í dag opnuð gríðarmikil blómasýning. Bragi Einarsson
í Eden í gróðurhúsi sínu.
f
hagsstaða bæjarins er því viðun-
andi. Svo erum við hér með góðan
bæjarstjóra, Einar Matthiesen, sem
stendur sig mjög vel. Okkar stefna
hefur verið sú að við tökum engar
bæjarábyrgðir fyrir einstaklinga eða
félög. Við lítum svo á að við séum
að spila með fé almennings."
Miðstöð skálda og
myndlistarmanna
Við víkjum talinu að menningar-
málunum. Sú var tíðin að Hveragerði
var fræg fyrir að þar bjuggu skáld
og málarar. Knútur segir að í menn-
ingarmálum sé einmitt nokkuð
merkilegt að gerast í Hveragerði.
Einar Hákonarson listmálari er að
byggja þar menningarmiðstöð, sem
rekin verður af einkaaðila, honum
sjálfum. Þetta er hús upp á 860 fer-
metra með sýningarsal, veitingaað-
stöðu, ráðstefnusal fyrir litlar ráð-
stefnur, vinnustofu fyrir hann sjálfan
og verkstæði fyrir listiðnaðargripi úr
járni og smelti. Búið er að taka
gmnninn skammt frá Eden.
„Svo höfum við sjálfir gert upp
elsta hús bæjarins, þar sem rithöf-
undar og myndlistarmenn geta feng-
ið lánaða endurgjaldslaust vinnustofu
í einn til tvo mánuði. Þar er alltaf
fullt,“ segir Knútur.
Hann bætir því við að Hvergerð-
ingum sé í mun að orðspor það sem
fór af bænum einu sinni sem bæ iista-
fólks hverfi ekki. Á þeim tíma bjuggu
þar Jóhannes úr Kötlum, Kristján frá
Djúpalæk, Höskuldur Bjömsson list-
málari og Gunnlaugur Scheving bjó
þar um skamma hríð. „Þá bjó hér
og hafði vinnustofu stórmerkilegur
og vanmetinn málari, Kristinn Pét-
ursson, sem á eftir að fá töluverða
uppreisn," segir Knútur. Nú á afmæl-
isárinu verður í samvinnu við ASI í
dag opnuð stór sýning á málverkum
hans í Grunnskólanum.„Við ætlum
að reyna að róa að því ölium árum
að fá hingað listamenn og handverks-
menn. Hér búa fyrir Indriði Þorsteins-
son rithöfundur og Gunnar Dal. Svo
kemur Einar Hákonarson með þetta
merkilega fyrirtæki sitt, sem ætlunin
er að opna að ári.“
Gróðurhúsabærinn.
Vitanlega er Hveragerðisbær
þekktastur sem gróðurhúsabær.
Saga hans byrjar kringum jarðhit-
ann og garðyrkjuna. Til að fræðast
um liana og þróun bæjarins bregðum
við okkur niður í Eden og hittum
Braga Einarsson garðyrkjubónda,
sem byrjaði með litla gróðurstöð við
þjóðveginn 1958 og hefur byggt upp
í framhaldi ferðamannaþjónustu, þar
sem koma við svo til allir erlendir
ferðamenn er koma til landsins, sem
eru um 200 þúsund á ári, fyrir utan
ekki færri íslendinga. Þennan dag
komu þar um 20 rútubíiar og fólkið
streymdi inn í Eden. Hjá Braga vinna
40-50 manns á sumrin og hefur svo
verið undanfarin 15 ár.
Bragi kom fyrst til Hveragerðis
1948 til að fara í Garðyrkjuskóla
ríkisins á Reykjum, sem er enn ein
af hinum merku stofnunum Hvera-
gerðis. Þá kynntist hann möguleik-
unum í garðyrkju á þessum stað.
Eftir nokkurra ára dvöl í Ameríku
kom hann aftur 1957 og byrjaði að
byggja þarna í jarðhitanum gróð-
urhús og versla með blóm og græn-
meti. Það fékk gríðarlega góðar
undirtektir, enda ekki margir staðir
við þjóðveginn þar sem hægt var
að stansa. Þá var bætt við sælgætis-
búð, svo byggt stórt hús fyrir kaffi-
teríuna og stækkað húsið undir
verslunina. Nú er húsið orðið 4.000
fermetrar og þar kemur upp undir
liálf milljón manna á ári.
Hveragerði er miðstöð garðyrkj-
unnar í landinu, fast að helmingur
gróðurhúsa í landinu er þar. „Fram-
leiðslan hefur alltaf verið að aukast.
Sérstaklega fyrir það að þegar menn
ná þeirri tækni að geta farið að lýsa
og lengja tímann, vera með fullan
afrakstur af gróðurhúsunum alla
mánuði ársins, þá eykst framleiðalan
um 40%. Það hefur þýtt harðari sam-
keppni og lækkandi verð hjá öllum.
En lýsingin er dýr, um 300 þúsund
kr. rafmagnskostnaður hjá meðal-
stöð. Það er aukakostnaður, sem
kemur inn í sömu sölutölu. En garð-
yrkjumenn verða að sætta sig við
að verðið er lægra og reyna að vinna
það upp,“ segir Bragi.
I sambandi við afmælið verður í
dag opnuð gríðarmikil blómasýning
í íþróttahúsinu eftir hádegið að við-
stöddum forseta íslands. Var verið
að undirbúa hana þegar við heim-
sóttum Hveragerði í vikunni.
Upphaf garðyrkjunnar í Hvera-
gerði, segir Bragi að megi rekja til
Jónasar Jónssonar, þáverandi for-
sætisráðlierra, sem lét ríkið kaupa
svokallaða Reykjatorfu og setti á
stofn Garðyrkuskólann 1939. Þegar
þeir sem þar voru við nám fóru að
útskrifast tóku þeir að flytja sig nið-
ur fyrir ána og byggja sér þar gróð-
urhús. Má segja. að það hafi orðið
vendipunktur í þróun bæjarins, sem
leiddi til þess að Hveragerði varð
miðstöð garðyrkjunnar. Síðan fór að
sjálfsögðu að fiytjast þangað fólk
annars staðar frá, mikið austan af
fjörðum og úr Skaftafellssýslum. En
það háði hve atvinna var lítil, fyrir
utan garðyrkjuna sem oft var ein-
yrkjabúskapur. Nema í Fagra-
hvammi, sem var með umfangsmeiri
rekstur ásamt einum öðrum aðila.
„Þar var upphafið,“ segir Bragi.
„Sigurður heitinn Sigurðsson bún-
aðarmálastjóri og sonur hans Ingi-
mar Sigurðsson byijuðu 1929 þarna
niðri í Hvamminum og unnu sig svo
upp frá ánni, upp á sléttlendið. Þar
var um langan tíma og er ennþá ein
stærsta garðyrkjustöðin á landinu."
\
Innsýn í sögu bæjarins.
I tilefni afmælisins verður í dag
opnuð í húsakynnum Verkalýðsfé-
lagsins Boðans mikil ljósmyndasýn-
ing, sem veitir innsýn í sögu Hvera-
gerðis frá 1929-1959. Þar má m.a.
sjá fyrstu húsin, ósnortið landið,
fyrstu tilraun til leirbaða og til at-
vinnureksturs. „Fyrstu tilraun til
atvinnurekstrar má rekja til 1902,
þegar sett var upp við fossinn í
Varmá ullarvinnslustöð, byggt tví-
lyft hús, settur stokkur upp á foss-
inn og vatnið látið snúa hjóli. Þarna
voru 10 manns í heimili á árunum
1911-14 er þessari tilraun lauk.
1906 var þarna fyrsta raflýsing
austanfjalls og fyrsta götulýsing,
sem kom í framhaldi af því að bóndi
féll í myrkrinu í hver. Þótti hvera-
svæðið í bænum of hættulegt og
ákveðið að raflýsa það. Síðan var
reyndur verksmiðjurekstur í gilinu
1939, komið þar upp þangmjöls-
verksmiðju, þangið flutt frá Eyrar-
bakka og þurrkað í þangmjöl. Eftir
það var húsið notað af öðrum, m.a.
var þveginn þar Bretaþvottur á
stríðsárunum og Ofnasmiðjan í
Reykjavík var þar með tilrauna-
starfsemi. Kaupfélag Árnesinga
notaði þetta hús líka um tíma í ull-
arþvottinn. Um 1930 höfðu bændur
í Olfusinu tekið sig saman um að
byggja mjólkurbú í Hveragerði,"
segir Bragi.
Ýmislegt fleira mætti drepa á úr
sögu Hveragerðis. Húsmæðraskól-
inn tók til starfa 1936 og var stund-
um kallaður vetrarhjálpin. Fyrir var
rnikið af piltum, m.a. í garðyrkju-
skólanum, og margar skólastúlkur
víða af landinu ílentust í Hvera-
gerði. Skólastjórinn Árný Filipus-
dóttir var mjög ötul og rak skólanna
af miklum myndarskap meðan hús-
mæðraskóiar voru við lýði.
Síðustu áratugina hefur Hvera-
gerði verið að stækka og starfsemi
að aukast. Nefna má að eitt af stóru
fyrirtækjunum er Kjörís, sem fram-
leiðir ís og ísblöndur í harðri sam-
keppni við Mjólkursamsöluna og
veitir mörgu fólki atvinnu. Það er
fyrirtæki sem gengur vel.
Nú eru íbúar 1.700-1.800, og í
viðbót yfir 100 í Ási og alltaf fast
að 200 í HNLFÍ, þannig að á þriðja
þúsund manns er daglega í bænum.