Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ILLAIGRUNDUÐ ÁKVÖRÐUN AKVORÐUN Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra um að flytja starfsemi Landmælinga íslands frá Reykja- vík til Akraness virðist illa ígrunduð og orkar mjög tvímæl- is. Rök ráðherrans fyrir ákvörðuninni virðast ekki vera önnur en þau að hún sé „pólitísk ákvörðun, í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um flutning ríkisstofnana út á landsbyggð- ina,“ eins og fram kemur í máli ráðherrans í Morgunblaðinu í fyrradag. Ónnur svör fengu starfsmenn Landmælinga ekki heldur á fundi með ráðherranum, þar sem þeim var tilkynnt ákvörðunin. í samtölum við starfsfólk og forstjóra Landmælinga í blað- inu undanfarna daga kemur hins vegar eftirfarandi fram: Undanfarið hefur uppbygging stofnunarinnar verið miðuð við óbreytta staðsetningu, enda vissu forráðamenn hennar ekki um ákvörðun um flutninga fyrr en fyrir nokkrum dögum. Flutningar munu raska stefnu og verkefnum stofnunarinnar og draga úr afköstum á meðan þeir standa yfir. Gera má ráð fyrir að umtalsverður kostnaður fylgi flutningunum og gæti hann numið hundruðum milljóna. Fyrri athuganir hafa leitt í ljós að flutningur stofnunarinnar sé ekki hagkvæmur. Starfsmenn gera það að skilyrði fyrir að flytja sig um set að laun verði hækkuð og aukið fé veitt til að búa stofnunina nýjum tækjum og búnaði. Sumir eru alls ekki tilbúnir að flytja sig um set. Mikilvægasta eign stofnunar á borð við Landmælingar er þekking og reynsla starfsfólksins. Það eru því furðuleg vinnu- brögð að hafa ekkert samráð við starfsmenn um flutninginn, en tilkynna þeim upp úr þurru að ákveðið hafi verið að flytja stofnunina. Svo mikið er víst að lítið verður úr flutningunum ef starfsmennirnir vilja ekki fylgja með. Af svörum Guðmundar Bjarnasonar virðist sem fagleg rök fyrir flutningi Landmælinga skorti. Ákvörðun hans virðist stefna að því að ná fremur illa skilgreindu markmiði um flutn- ing ríkisstofnana út á land í þágu byggðastefnu. Stofnun á borð við Landmælingar hlýtur hins vegar að hafa vel skil- greind fagleg markmið um gæði þjónustunnar og hagkvæmni í rekstri. Umhverfisráðherra hefur ekki sýnt fram á að þeim markmiðum verði náð með því að stofnunin flytjist út á land. Að sjálfsögðu getur verið hagkvæmt og jákvætt að hafa ríkisstofnanir úti á landi. En slíkt má ekki gerast umhugsun- arlaust og hægt þarf að vera að sameina markmið í anda byggðastefnu og markmið um hagkvæmni og gæði þjón- ustunnar. Þetta kann einna helzt að eiga við þegar efnt er til nýrrar starfsemi á vegum ríkisstofnana, vegna þess að henni fylgir ekki sú mikla röskun og kostnaður sem flutning- ar hafa óhjákvæmilega í för með sér. Með ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar um flutning Land- mælinga íslands virðist vera horft framhjá faglegum sjónar- miðum og gengið á fé skattgreiðenda og rétt starfsfólksins. Þetta eru vinnubrögð, sem vonandi endurtaka sig ekki þegar ríkisstjórnin heldur áfram að framfylgja stefnu sinni um flutn- ing ríkisstofnana út á land. REYNSLA OG ÞEKKING, SEM NÝTIST VEL RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt, að tillögu Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, að Vigdís Finnbogadóttir, frá- farandi forseti, geti fengið allt að eina milljón króna af ráð- stöfunarfé ríkisstjórnarinnar á ári til að standa straum af kostnaði eftir að hún lætur af embætti vegna ráðstefnuferða og fyrirlestra á fundum erlendis. Ætla má að Vigdís Finnbogadóttir, sem gegnt hefur emb- ætti forseta í sextán ár, verði eftirsótt til fyrirlestrahalds á erlendri grund. Hún er þekkt víða um heim og reynsla henn- ar og þekking á áreiðanlega eftir að nýtast landi og þjóð vel. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er því í alla staði eðlileg. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, bendir í Morgunblaðinu í gær á, að þeir sem bjóða til slíkra funda greiða oft þann kostnað sem af hlýst, að hluta eða öllu leyti, en svo sé ekki alltaf. Það er því eðliieg ráðstöfun að fráfarandi forseti fái hóflegt framlag rikisins til þess að mæta slíkum útgjöldum. Þótt þátttaka fráfarandi forseta í ráðstefnum og fundum erlendis verði eðli málsins samkvæmt ekki jafn umfangsmik- il og á þeim tíma, sem Vigdís Finnbogadóttir hefur gegnt embætti, þarf fyrrverandi forseti íslands að geta sinnt störf- um, sem hún vill og er beðin um að gegna, af reisn. R i ÓBERT H. Haraldsson, kennari í heimspeki við Háskóla íslands, segir nær öruggt að neikvæðar aug- lýsingar verði notaðar áfram í kosn- ingabaráttu á íslandi. Hann segir að með birtingu neikvæðra auglýsinga um Ólaf Ragnar Grímsson hafi ísinn verið brotinn og auknar líkur séu á að svona auglýsingar skili tilætluðum árangri í framtíðinni. Neikvæðar auglýsingar um Ólaf Ragnar Grímsson, sem birtust í Morg- unblaðinu og Tímanum skömmu fyrir kjördag, vöktu mikla athygli og um- ræður. Auglýsingamar voru birtar í nafni „óháðra áhugamanna um forse- takjör 1996“, en greiðendur þeirra eru Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, Björgólfur Guð- mundsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Hafskips, og Ómar Kristjáns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska. Ennfremur birtist ein auglýsing í Morjgunblaðinu í nafni samtakanna „I Guðs bænum ekki ...“, en í forsvari þeirra er Árni Árnason, Brúarási 12. Fá fordæmi Hérlendis eru fá fordæmi fyrir birt- ingu neikvæðra auglýsinga um nafn- greindar persónur. Fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1994 voru nokkrar auglýsingar af þessum toga birtar í blöðum. Þær beindust gegn Sigrúnu Magnúsdóttur og Alfreð Þor- steinssyni, sem voru í framboði fyrir R-listann. Auglýsingarnar voru nokk- uð gagnrýndar en viðbrögð fólks voru þó ekki nærri eins hörð og viðbrögðin við auglýsingunum sem birtust fyrir forsetakosningarnar. Skiptar skoðan- ir eru um hvort auglýsingarnar hafi haft áhrif á stuðning kjósenda við R-listann. Kristján Friðriksson, sem unnið hefur við gerð auglýsinga í mörg ár, sagði að óháð því hvaða skoðanir menn hefðu á neikvæðum auglýsing- um væri ljóst að ekki hefði verið mjög fagmannlega staðið að gerð eða birt- ingu auglýsinganna sem beindust gegn Ólafi Ragnari og birtust fyrir forsetakosningarnar. Ef þeir sem stóðu á bak við þær vildu stuðla að því að fylgi Ólafs Ragnars minnkaði hefðu þeir átt að birta þær miklu fyrr. Þar lægju grundvallarmistökin. Það hafi einnig verið rangfærslur í auglýsingunum. Hafskipsmálið hafi komið upp árið 1985, en ekki árið 1980 eins og sagði í auglýsingunni. Eins hafi því verið haldið ranglega fram í auglýsingunni að Ólafur Ragn- ar hefði verið ritstjóri Þjóðviljans. Kristján sagði að það hefði dregið verulega úr áhrifamætti auglýsing- anna að nöfn þeirra sem stóðu á bak við þær voru birt. í huga þjóðarinnar tengdust nöfn mannanna neikvæðum atburðum eins og Hafskipsmáljnu og skattamálum Þýsk-íslenska. Áhrifin hefðu getað orðið önnur ef aðrir menn hefðu staðið fyrir þeim. Eftir standi þó það, að þjóðin sé ekki hlynnt því að menn geti keypt síður í fjölmiðlum til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á þennan neikvæða hátt. Hefur áhrif í framtíðinni Gunnar Steinn Pálsson hefur feng- ist við auglýsingagerð í mörg ár og er einn þeirra sem aðstoðuðu Ólaf Ragnar Grímsson í kosningabarátt- unni. Hann var spurður um hver yrðu líkleg áhrif af þessum neikvæðu aug- Iýsingum. „Ég tel að þetta muni hafa mikil áhrif á auglýsingar og kynningarstarf á næstu árum. Nýafstaðin kosninga- barátta kennir okkur að þjóðin setur sér ákveðin siðferðileg mörk sem hún vill ekki að menn fari yfir. Hún að vísu sættir sig við að menn skrifi greinar í blöð sem fela í sér ----- mjög neikvæða gagnrýni á nafngreindar persónur, en hún sættir sig ekki við að að sama orðfæri sé beitt í auglýsingum,“ sagði Gunn- ar Steinn. Gunnar Steinn sagðist þó telja að neikvæðar auglýsingar yrðu eitthvað notaðar áfram í kosningabar- áttu á íslandi. Menn myndu hins veg- ar fara varlega og væntanlega leita eftir aðstoð sérfræðinga áður en þær yrðu birtar. Hann metur það svo að ef þremenningarnir hefðu leitað til gagnrýninna sérfræðinga í almanna- tengslum og tekið mark á ráðlegging- um þeirra hefðu þessar auglýsingar væntanlega aldrei birst. Gunnar Steinn sagðist ekki vera Eru neikvæð- ar auglýsing- ar að ryðja sér til rúms? Þótt neikvæðar augiýsingar um Ólaf Ragnar Grímsson, sem birtust í fjölmiðlum skömmu fyrir forsetakosningar, hafi að flestra mati ekki náð til- gangi sínum er það mat viðmælenda Morgunblaðs- ins að neikvæðum auglýsingum verði áfram beitt. Framsetningin og röng timasetning hafi leitt til þess að umræddar auglýsingar misstu marks. Egill Ólafsson fjallar um notkun og áhrif neikvæðra auglýsinga í kosningabaráttu. , Morgunblaðið/Golli PERSÖNULEGT skítkast í neikvæðum auglýsingum í kosningabar- áttu mun að líkindum ryðja sér til rúms hér á landi, að mati við- mælenda Morgunblaðsins. Auglýsing- arnar birtust á röngum tíma sannfærður um að auglýsingarnar hefðu leitt til þess að stuðningur við Ólaf Ragnar hefði aukist umtalsvert í kosningunum, eins og margir héldu fram. Fylgi við hann hefði líklega aukist eitthvað, en ekki mjög mikið. Hann benti á skiptingu utankjörfund- aratkvæða máli sínu til stuðnings. Stærstur hluti þeirra kjósenda sem greiddu atkvæði utankjörfundar hefði greitt atkvæði áður en auglýsingarn- ar birtust, en utankjörfundaratkvæð- in hefðu samt skipst á svipaðan hátt milii frámbjóðenda og atkvæðin sem voru greidd á kjörstað. Munur á lesenda- bréfi og auglýsingu í kosningabaráttunni fyrir forseta- kosningarnar birtist fjöldi greina og lesendabréfa þar sem frambjóðendur voru harðlega gagnrýndir fyrir marg- --------- víslega hluti sem þeir höfðu sagt eða gert. Fullyrða má að allt sem fram kom í aug- lýsingunum, sem hér eru gerðar að umfjöllunarefni, ... hafi birst áður í þessum greinum og sumt margsinnis. Sú spurning vaknar hvort það sé einhver munur á því að gagnrýna persónu í lesendabréfi eða í auglýsingu. Róbert H. Haraldsson, kennari í heimspeki við Háskóla íslands, sagði að eðlismunur væri á auglýsingum og greinum sem fólk úti í bæ skrifi í blöð. „Lesendabréf eru hluti af þeirri viðleitni blaða að leyfa sem flestum að tjá sig. Auglýsing er máttur ann- ars afls. Peningarnir ráða því hvort og að hversu miklu leyti þú getur auglýst. Þú ert því ekki bara að koma þínu sjónarmiði á framfæri heldur ertu í krafti stöðu þinnar að koma þeim á framfæri með ákveðnum hætti. Það færi enginn að birta les- endabréf sem dreifist yfír þrjár blað- síður með stóru letri.“ Róbert dvaldist á námsárum sínum lengi í Bandaríkjunum, en neikvæðar auglýsingar eru stór hluti af öllum auglýsingum sem birtast í fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki treysta sér tii að svara því hvernig þær virk- uðu á bandaríska kjósendur. Auglýs- ingastofurnar styddust við fjölda sér- fræðinga sem könnuðu skoðanir fólks og hvað hefði áhrif á þær. Bandaríkja- menn myndu ekki eyða eins gríðar- lega miklum fjármunum í neikvæðar auglýsingar og þeir gera ef þeir hefðu ekki trú á að þær skiluðu árangri. „Sú breyting hefur orðið hér á landi að notkun auglýsinga hefur ________ aukist mjög mikið í kosn- ingabaráttu. Það kom mér því ekki svo mikið á óvart að neikvæðar auglýsingar skyldu birtast þegar aug- —— lýsingamar voru á annað borð komn- ar. Þetta er bara hluti af þróuninni. Ég er alveg sannfærður um að úr því að við erum búnin að stíga skrefið frá því að reka kosningabaráttu með þessum gamla hætti í orðræðu, frétt- um, skoðanaskiptum og þáttum, yfir í auglýsingar þá verði slíkar auglýs- ingar notaðar áfram. Það kæmi mér á óvart ef þetta yrðu síðustu nei- kvæðu auglýsingarnar sem birtust í fjölmiðlum hér á landi. Það sem mér finnst alvarlegast við þessar tilteknu auglýsingar er að þær opna leiðina fyrir svona auglýsingar. Næst þegar þær birtast er líklegra að þær nái tilætluðum árangri,“ sagði Róbert. Öllum viðmælendum Morgunblaðs- ins ber saman um að auglýsingamar hafi ekki náð tilætluðum árangri. Þvert á móti hafi stuðningur við Olaf Ragnar heldur aukist eftir birtingu þeirra. Skiptar skoðanir eru hins veg- ar um hvað þær hafi styrkt stöðu Ólafs mikið. Enginn telur að þær hafi ráðið úrslitum. Hann hefði sigrað hvort eð er. En hvers vegna hafnaði þjóðin auglýsingunum? „Ég held að það séu nokkuð aug- ljósar ástæður fyrir því að þetta hef- ur ekki farið vel í almenning. Þetta er birt mjög stuttu fyrir kosningar og því er hugmyndin með þeim ekki sú að stofna til umræðu heldur að varpa sprengjum. Þetta er sett fram sem aðdróttanir og ekki á málefnaleg- an hátt,“ sagði Róbert. Þjóðin fljót að gleyma Egill Heiðar Gíslason, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist hafa verið afar ósáttur við þær auglýsingar sem beindust gegn Sigrúnu Magnúsdóttur og Alfreð Þor- steinssyni. Hann hefði hins vegar al- gerlega verið búinn að gleyma þeim þegar auglýsingarnar um Ólaf Ragn- ar birtust í síðustu viku. Það segði honum að þjóðin væri fljót að gleyma og að menn myndu að öllum líkindum nota þessar aðferðir áfram þó að þær hefðu almennt verið fordæmdar núna. „Ég vona að viðbrögðin við þessum auglýsingum. verði til þess að menn geri þetta ekki aftur, en ég óttast að menn verði fljótir að gleyma og þetta verði reynt aftur,“ sagði Egill Heiðar. Egill sagði að auglýsingar væru farnar að leika æ stærra hlutverk í kosningabaráttu á íslandi. Það væri einnig athyglisvert að sérfræðingar í markaðsráðgjöf og almannatengslum væru farnir að ráða æ meiru um hvernig kosningabarátta væri rekin. Hann sagðist stundum hafa á tilfinn- ingunni að þeir réðu bókstaflega ferð- inni, en ekki frambjóðendurnir eða flokkarnir. Það mætti búast við að í framtíðinni myndu flokkar og fram- bjóðendur í prófkjörum semja við markaðsskrifstofur eða auglýsinga- stofur um að reka kosningabaráttu sína. „Ég held að það sé varasöm þróun. Það má ekki gleyma því að þessir flokkar hafa sál og frambjóðendurnir einnig og það er ekki hægt að breyta algerlega fólki eða flokkum svo fram- boðið gangi betur í almenning,“ sagði Egill Heiðar. Gunnar Steinn sagði rétt að hlutur sérfræðinga í almannatengslum hefði verið að aukast í kosningabaráttu á íslandi. Það væri hins vegar ekki endilega þannig að þeir stjórnuðu ávallt ferðinni. Þeirra verk væri ekki síður að fylgjast með því hvernig baráttuaðferðirnar færu í almenning, átta sig á tímasetningum o.s.frv. Það væri ekki sama hvernig málin væru sett fram né heldur hvenær þau væru sett fram. Það væri ekki hægt að ætlast til að allir frambjóðendur átt- uðu sig á þessu þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að þetta væru hlutir sem menn þyrftu að læra. Umdeild auglýsing birtist 1980 Umdeildar auglýsingar hafa áður komið við sögu í forsetakosningum. Daginn sem forseti var kosinn í kosn- ingunum 1980 birtu stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar auglýsingu í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Tveggja kosta völ“. Lögð var áhersla á að baráttan stæði einvörðungu milli Guðlaugs og Vigdísar Finnbogadóttur. I texta hennar stóð orðrétt: „Þitt atkvæði ræður úrslitum, láttu það ekki fara til ónýt- is“. Með því var kjósendum Tílgangurinn er að sá efa- semdum bent á að atkvæði greidd Álbert Guð- mundssyni og Pétri Thorsteinson skiptu ekki máli. Það er mál manna að þessi auglýs- ing hafi haft öfug áhrif og virkað neikvætt fyrir Guðlaug. Til eru þeir sem telja að hún hafi ráðið úrslitum um að Vigdís var kjörin en ekki Guð- laugur. Niðurstaða kosninganna varð að aðeins munaði 1.911 atkvæðum á Vigdísi og Guðlaugi. Munurinn á Ól- afi Ragnari Grímssyni og Pétri Haf- ' stein var hins vegar 19.507 atkvæði LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996 2 7 Neikvæðum auglýsingum óspart beitt í bandarískum stjórnmálum I skjóli skítkasts MICHAEL Dukakis þótti um tíma sigurstranglegur í forsetakosningunum 1988, en slyngum áróðurs- meisturum republikana tókst að grafa undan fylgi hans með neikvæðum auglýsingum og tryggja þann- ig sigur síns frambjóðanda, Georgs Bush. Neikvæðar auglýsingar vöktu mikla umræðu þegar þær birtust á síðustu dögum kosn- ingabaráttunnar í for- setakjörinu hér. í bandarískum stjórn- málum er nánast hefð fyrir því að ata and- stæðinginn auri eins og Karl Blöndal rekur hér. BANDARÍKIN eru höfuðvígi neikvæðra auglýsinga í kosningum. Þar svífast menn einskis til að koma höggi á andstæðinginn og eru þess fullvissir að það hjálpi þeim að ná kjöri. Dæmið um neikvæðar auglýs- ingar, sem oftast er tekið, er áróður repúblikana gegn Michael Dukakis i kosningabaráttunni 1988, en skítk- ast í kosningum þar í landi er miklu eldra. Kjósendur lýsa yfirleitt yfir and- styggð á neikvæðum auglýsingum og áróðri, en ýmsir halda því fram að innihaldið síist engu að síður inn og hafi áhrif á það hvernig þeir veija atkvæði sínu. Sagan tekur ekki af skarið um það hvort neikvæðar auglýsingar eða áróður skipti sköpum. Þeir sem verða fyrir barðinu á slíkri herferð vinna ýmist eða tapa, eins og dæmin sem tekin eru hér á eftir sýna. Það hefur hins vegar ekki latt menn til að beita neikvæðum aðferðum. Þáttaskil 1964 Sjónvarpsauglýsingar hafa leikið stórt hlutverk í kosningaáróðri í und- aförnum kosningum í Bandaríkjun- um. Árið 1964 þykir marka þátta- skil í notkun sjónvarpsauglýsinga. Þá áttust við demókratinn Lyndon B. Johnson og repúblikaninn Barry Goldwater. Demókratar gerðu aug- lýsingu, sem sýndi litla stúlku að leik á akri. Skyndilega hverfur þessi hugljúfa mynd í kjarnorkuspreng- ingu. Auglýsingunni var ætlað að sýna hvað væri í vændum yrði Goldw- ater kjörinn. Auglýsingin vakti svo heiftarleg viðbrögð að hún var aðeins sýnd einu sinni. Hún vakti hins vegar gríðar- legt umtal og átti þátt í að stimpla Goldwater öfgamann. Johnson sigr- aði í kosningunum. Michael Dukakis, fyrrverandi rík- isstjóri í Massachusetts, var forseta- frambjóðandi demókrata gegn Ge- orge Bush árið 1988. Bush hafði þá verið varaforseti Ronalds Reagans í átta ár og kjós- endur gerðu sér mjög neikvæðar hugmyndir um hann. Herfræðingar repúblikana komust að því að eina leiðin til að Bush næði kjöri væri að koma að neikvæðum hugmyndum um Dukakis með linnulausri gagnrýni á fijálslyndar hugmyndir hans. Willie Horton-auglýsingin Repúblikanar hikuðu ekki við að beita neikvæðum auglýsingum gegn Dukakis. Ein þeirra er sennilega ein frægasta auglýsing sinnar tegundar, hin svokallaða Willie Horton-auglýs- ing. Hún sýnir menn að ganga út um hverfidyr fangelsis og á meðan er lesinn texti um að Willie Horton, dæmdum morðingja og nauðgara, hafi verið hleypt í leyfi úr fangelsi í Massachusetts og notað tækifærið til að grípa til ofbeldis að nýju í ríkis- stjóratíð Dukakis. í lok auglýsingarinnar sést ljós- mynd af Horton, eins og til þess að sýna öllum að hann sé svartur. Var auglýsingin því ekki aðeins gagnrýnd fyrir að ala á ótta kjósenda gagnvart Dukakis, sem einnig hafði verið gert í Kaliforníu þegar Ronald Reagan var þar ríkisstjóri, heldur einnig gagnvart svörtum. Repúblikanar gerðu einnig grín að Dukakis. Meðan á kosningabarátt- unni stóð hafði hann heimsótt her- stöð og sest þar upp í skriðdreka. Með þessu hugðist ríkisstjórinn kom- ast í fréttir og slá sér upp, en hann varð hálfhlægilegur í skriðdrekanum. Myndirnar notuðu repúblikanar síðan í auglýsingar til að draga hæfni Dukakisar til að tryggja varnir og öryggi Bandaríkjanna í efa. Demókratar reyndu að svara fyrir sig og beindu spjótum sínum sérstak- lega að Dan Quayle, varaforsetaefni Bush. í einni auglýsingu sást forseta- skrifstofan í Hvíta húsinu og auður stóll við skrifborð forsetans. í bak- grunni heyrist þungur hjartsláttur, sem skyndilega hættir. Skilaboðin eru þau að ekkert megi henda Bush, þá sitji Quayle, sem hamrað hafði verið á að væri reynslulaus kjáni, í forsetastóli. í forsetakosningunum 1992 voru kvennamál Bills Clintons, frambjóð- anda demókrata og núverandi for- seta, mjög í sviðsljósi. Repúblikanar gengu hins vegar ekki svo langt að nota þau í kosningabaráttunni. Clinton gerður ótraustvekjandi Hins vegar voru ýmis önnur mál tekin og notuð til að reyna að sýna fram á að Clinton vantaði persónu- styrk og forystuhæfileika, einkum til að telja kjósendum trú um að hann væri óhæfur til að vera æðsti yfir- maður hersins. Spurt var: Getið þið treyst þessum manni? í því áróðursstríði bar hæst að Clinton hefði reynt að koma sér undan herþjón- ustu til að verða ekki send- ur til Víetnam og tekið þátt í mótmælafundi gegn Víetnam-stríðinu þegar hann var við nám í Oxford á Rhodes-styrk. Nú er aftur kosningaár í Banda- ríkjunum og andstæðingar Clintons hafa af nógu að taka. Hvert mál, sem hann hefur verið bendlaður við, án þess að í ljós hafi komið að hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu, veg- ur ef til vill ekki þungt, en þegar allt er tekið saman kann það að hafa neikvæð áhrif á kjósendur. Repúblik- anar munu reyna að tryggja að þau mál verði í umræðunni og freista þess að sýna þannig fram á að Clin- ton sé ekki treystandi. Bob Dole forsetaframbjóðandi repúblikana mun væntanlega einnig fá á baukinn. Nú um helgina hugð- ust demókratar færa sér í nyt yfirlýs- ingar Doles um að tóbaksreykingar væru ekki vanabindandi með auglýs- ingaherferð. Á þessari öld var áróðurinn gegn Alfred E. Smith, forsetaframbjóð- anda demókrata árið 1928, sennilega með því heiftarlegra. Smith var var fyrsti kaþólikkinn, sem sóttist eftir forsetaembættinu, og var því óspart beitt gegn honum. „Ástandið varð ótrúlega slæmt,“ sagði Corgan. „Það voru birtar skrípateikningar, sem sýndu páfann á leiðinni að stjórna Bandaríkjunum. Þetta var sennilega umfangsmesta neikvæða áróðursherferðin, sem sést hefur í bandarískum fjölmiðlum. Ekkert var dregið undan.“ Smith tapaði kosningunum fyrir Herbert Hoover. Þegar John F. Kennedy var í framboði fyrir demó- krata 1960 gerðu repúblikanar sér mat úr því að hann var kaþólskur. Dylgjurnar loddu hins vegar illa við Kennedy og hann hafði betur í viður- eigninni við Richard M. Nixon um forsetaembættið. Skítkast í hávegum 1828 Neikvæðum kosningaáróðri var sennilega beitt í fyrsta sinni að ein- hveiju marki í Bandaríkjunum þegar Andrew Jackson bauð sig fram til forseta árið 1828. Stuðningsmenn Jacksons voru þeirrar hyggju að forsetaembættinu hefði verið stolið af honum fjórum árum áður. Kosningabaráttan 1828 reyndist uppfull af slúðri, kjaftagangi og skítkasti. „Hjónabandsmál Jacksons voru gerð að aðalatriði,“ sagði Michael T. Corgan, stjór- málafræðingur við Boston University. „Jackson gift- ist fráskilinni konu, en ein- hver vafi lék á að skilnað- urinn hefði verið löglegur,“ sagði Corgan. „Hann var sakaður um að ætla að taka vændiskonu með sér í Hvíta húsið.“ Svipað var upp á teningnum þegar Grover Cleveland var kjörinn forseti árið 1884. Þá var kosningabaráttan hatrömm. „Cleveland hafði gengist við fað- erni óskilgetins barns og var vændur um að hafa með sér hóru — þeir notuðu það orð — í forsetastól,“ sagði Corgan. Hafa neikvæðar auglýsingar áhrif? „Þessar auglýsingar virka,“ sagði Corgan. „Þær hækka hinn neikvæða stuðul stjórnmálamanns eða fram- bjóðanda. Þegar meira en þrjátíu af hundraði kjósenda hafa neikvæðar hugmyndir um viðkomandi er sagt nánast útilokað að hann geti náð kjöri.“ Kosningakannanir, sem gerðar hafa verið, renna stoðum undir þessi orð Corgans. Ef neikvæðum auglýs- ingum er beitt kerfisbundið dregur það úr stuðningi við frambjóðanda. Þegar lögð er áhersla á slíkan áróður er hins vegar hætt við því að kjós- andinn sé ekki að greiða atkvæði með frambjóðanda, heldur gegn and- stæðingi hans. Því hefur einnig verið haldið fram að neikvæðar auglýsingar séu auð- veldasta leiðin til að gera greinarmun á frambjóðendum. Það sé auðveldara að rakka niður andstæðinginn á þrjá- tíu sekúndum, en útskýra málstað og málefni. Menn eru hins vegar ekki á eitt sáttir um áhrif neikvæðra auglýs- inga. Curtis Gans hefur stjórnað rannsóknum á því hvernig Banda- ríkjamenn kjósa. Hann hélt því fram í viðtali við bandaríska blaðamanninn Hedrick Smith í bókinni „The Power Game“ eða „Valdataflinu“ að nei- kvæðar auglýsingar fældu kjósendur frá og það kæmi fram í því að þeir mættu ekki á kjörstað. Leiðir til að draga úr neikvæðum auglýsingum Settar hafa verið fram hugmyndir » um það hvernig megi draga úr nei- kvæðum auglýsingum. Eitt einkenni þeirra er að frambjóðandinn, sem er að baki slíkum auglýsingum, kemur aldrei fram í þeim og lætur yfirleitt eins og hann sé yfir slíkt framferði hafinn. Hefur verið lagt til að frambjóð- endur verði sjálfir neyddir til að varpa fram gagnrýni á andstæðinga sína, t.d. með reglum um að í hverri aug- lýsingu verði þeir að sjást minnst hálfa auglýsinguna. Frambjóðendur myndu þá hugsa sig um tvisvar áður en þeir láta til skarar skríða. Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig tekið að sér að veita frambjóðendum aðhald. Dagblöðin The New York Times og The Washington Post taka pólitískar auglýsingar núorðið fyrir og gefa einkunn fyrir nákvæmni og meðferð staðreynda. Um leið er bent á þegar rangt er farið með. Dagblöð fara I saumana á fullyrðingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.