Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 41
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Réttur brotinn
á aðstandendum
einhverfra
Frá Sveini Ólafssyni:
AÐSTANDENDUR einhverfra
þurfa nú að ganga í gegnum það
sem aðstandendur svo margra geð-
sjúkra hafa þurft að reyna á sjálfum
sér. Þegar þeir reyna að fá úrlausn
mála fyrir þann sjúka er þeim fyrst
mætt með tortryggni, síðan er gert
eins lítið úr vandamálinu og kostur
er og að lokum er ábyrgðinni vikið
frá. Eftir situr móðirin (í flestum
tilfellum) og spyr sjálfa sig: „Hvað
gerði ég rangt?“
Svarið er að hún gerði ekkert
rangt. Heilbrigðis- og félagsmála-
kerfið er að bregðast við á sama
hátt og svo oft áður. Hver stofnun
bregst við einhverfu barni eins og
heitri kartöflu, sem best sé að koma
af höndum sfnum og vona að ein-
hver annar fáist að lokum að taka
við því. Það gerist hins vegar ekki.
Vandinn og vinnan hverfur ekki.
Mikil vinna fer reyndar fram á veg-
um svæðisskrifstofa fatlaðra og
sveitarfélögin veita aðstoð, en allur
þunginn lendir sem áður á nánustu
aðstandendum. Og hvílíkur þungi.
Sá sem sinnir einhverfu barni verð-
ur að láta flest annað sitja á hakan-
um.
Það sem rangt er í þessu máli
eru viðbrögð yfirvalda. Málefni ein-
hverfra heyra bæði undir heilbrigð-
is- og félagsmálaráðuneyti. Nú
deila þessi ráðuneyti um hvorum
megin málið eigi að lenda og vill
hvorugt með hafa. Þau vilja bæði
varpa af sér ábyrgð, en það eru
aðstandendur sem sitja uppi með
þungann af verkinu, og hvílíkur
þungi, Sá sem þarf að sjá um ein-
hverft barn, gerir ekki margt annað
á meðan.
Það er ekki þannig skipað mál-
um, að einstaklingur þurfi að líða
fyrir það að yfirvöld eigi í deilum
sln á milli, hvert þeirra eigi að sinna
málinu. Með framgangi málsins eru
yfirvöld að brjóta rétt á aðstandend-
um einhverfra. Hellbrigðis- og fé-
lagsmálaráðuneyti eru ekki óábyrg
heldur bera þau samábyrgð í þessu
máli.
SVEINN ÓLAFSSON,
Melabraut 26, Seltjarnarnesi.
25%
afsláttur
af öllum
vörum
Rýmum vegna
væntanlegra
framkvæmda í
Borgarkringlunni
Lri
klæð't
FUUJ AF GÖBUM 8ÉRTILB0BUM
CHA*CHA • Borgarkringlunni • Sími 588 4848
RAD AUGL YSINGAR
19 ára Þjóðverji
sem hefur nýlokið framhaldsskóla, óskar eftir
vinnu á íslandi. Húsnæði þarf að fylgja (t.d.
á sveitabæ, hóteli eða sem „au pair“).
Getur líka kennt þýsku.
Svarsendisttil Caroline Wasner, Kurt-Schum-
acher-str. 28, D-21337 Luneburg, Þýska-
landi, fax 00 49 581 17159.
Kennarar - kennarar
Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar til
starfa áhugasama og hressa kennara. Um er
að ræða almenna bekkjarkennslu í yngri bekkj-
um og einnig sérgreinakennslu, s.s. hand- og
myndmennt, íþróttir og raungreinar.
Skólinn er einsetinn, með 170 nemendur og
ágætlega tækjum búinn. Unnið er að stækkun
hans og verður ný álma tekin í notkun í haust.
Grundarfjöröur er ó norðanveröu Snæfellsnesi í fögru umhverfi. Hann er
vaxandi byggöarlag með rúmlega 900 íbúum. Atvinna er næg og stööug
uppbygging. Hór erum við vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Dagleg-
ar rútuferðir og fleiri ferðir um helgar. í einkabíl tekur það um tvær og
hálfa klukkustund aö aka milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og er bundiö
slitlag á um 90% leiöarinnar.
Við leitum að kennurum sem vilja taka þátt
í að gera góðan skóla betri.
Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis og
greiddur flutningsstyrkur.
Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum
438 6637/438 6802 og aðstoðarskólastjóri
í síma 438 6772.
Cat-7G jarðýta
Cat-7G jarðýta, árgerð ’85, til sölu.
Upplýsingar í síma 487 5815 eða 854 2090.
Lokað vegna flutninga
Tannlæknadeild Tryggingastofnunar verður
lokuð vegna flutninga dagana 8.-12. júlí.
Opnum aftur 15. júlí íTryggvagötu 26, 2. hæð.
Tryggingayfirtannlæknir.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Brautarholt 5, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Höskuldsson og
Guðmunda Wium, gerðarbeiðendur Féfang ehf., innheimtumaður
ríkissjóðs og Lífeyrissjóður Vesturlands, föstudaginn 12. júll 1996
kl. 13.30.
Ólafsbraut 36, Snæfellsbæ, þingl. eig. Haraldur Yngvason og Sigur-
laug Konráðsdóttir, gerðarbeiðandi húsbrófadeild Húsnæðisstofnun-
ar, föstudaginn 12. júlí 1996 kl. 13.00.
Smiðjustígur 8, Grundarfirði, þingl. eig. Tryggvi R. Guðjónsson, gerð-
arbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, föstudaginn 12. júlí
1996 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
5. júli 1996.
auglýsirigor
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag kl. 14.
Gestaprédikari Snorri Óskars-
son frá Hvítasunnukirkjunni f
Vestmannaeyjum.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SlMI 568-2533
Dagsferðir:
Sunnudagur 7. ágúst:
1) Kl. 08.00 Þrællyndisgata í Eld-
borgarhrauni (gömul þjóðleið).
Verð kr. 2.500.
2) Kl. 08.00 Hafursfell (i Ljósu-
fjöllum) ó Snæfellsnesi.
Verð kr. 2.500.
3) Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð
- kr. 2.700.
Brottför í ferðirnar er frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmeg-
in, og Mörkinni 6.
Ferðafélag íslands.
Þingvellir - þjóðgarður
Dagskrá helgina
6.-7. júlí
Laugardagur 6. júlí
13.30 Lambhagi - Vatnskot
Gönguferð með vatnsbakka
Þingvallavatns, hugað að llfríki,
gróðri og búsetu við Vatnið að
fornu og nýju. Hefst á bílastæði
við Lambhaga, tekur um 3 klst.
Takið með ykkur nesti og verið
vel búin til fótanna!
Sunnudagur 7. júlí
13.00 Leikur er barna yndi.
Barnastund ÍVatnskoti. Náttúru-
skoðun, leikir og vatnslitun.
14.00 Guðsþjónusta í
Þingvallakirkju.
15.15 Þinghelgarganga.
Rölt um hinn forna þingstað og
næsta nágrenni Þingvallastaöar.
Hefst við kirkju að lokinni Guðs-
þjónustu og tekur
u.þ.b. 1 Vi klst.