Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SIGRÍÐUR ÞÓRUNN
GUNNARSDÓTTIR
+ Sigríður Þór-
unn Gunnars-
dóttir fæddist 20.
ágúst 1901 á Litlu-
Háeyri á Eyrar-
bakka. Hún lést í
Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 27.
júní sl. Foreldrar
hennar voru Gunn-
ar Gunnarsson frá
Torfastöðum í
^ Fljótshlíð og Þór-
unn Björnsdóttir
frá Móeiðarhvols-
hjáleigu í Hvol-
hreppi. Sigríður
missti móður sína 10 daga göm-
ul og var tekin í fóstur af hjón-
unum Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur og Jóni Jónssyni í Norð-
urkoti á Eyrarbakka og gengu
þau henni í foreldra stað. Sig-
ríður átti tvær hálfsystur sam-
feðra, Guðbjörgu frá Lamba-
læk í Fljótshlíð og Ingibjörgu
sem bjó í Hafnarfirði, sem báð-
ar eru látnar. Sigríður giftist
30. maí 1925 Marel
Oddgeiri Þórarins-
syni frá Nýjabæ á
Eyrarbakka, f. 9.
mars 1898, d. 11.
jan. 1981, og hófu
þau búskap í Ein-
arshöfn og bjuggu
þar alla tíð. Marel
lést 11. janúar 1981
og bjó Sigríður ein
í Einarshöfn þar til
hún fluttist á
Dvalarheimili aldr-
aðra á Sólvöllum á
Eyrarbakka. Börn
þeirra: 1) Ingibjörg
Jóna, f. 29. ágúst 1925, d. 8.
nóvember 1994, maki Friðþjóf-
ur Björnsson og eignuðust þau
5 börn, 2) Guðfinnur, f. 24. jan-
úar 1927, d. 6. ágúst 1963, 3)
Guðni, f. 30 september 1937,
maki Jóna Ingvarsdóttir og eru
börn þeirra fjögur.
Útför Sigríðar fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 14.00.
Samferðafólk okkar á lífsleiðinni
er misjafnt eins og gengur og er
því mikið lán að kynnast og njóta
návistar við gott fólk sem hefur góð
áhrif á aðra, styrkir, bætir og kæt-
ir. Þess naut ég af tengdamóður
minni Sigríði Þórunni Gunnarsdótt-
ur sem nú er látin tæplega 95 ára.
Hún fæddist og ólst upp á Eyrar-
bakka og bjó þar alla sína ævi. Að
missa móður sína aðeins 10 daga
gömul hlýtur að hafa haft áhrif á
allt hennar líf, þó fósturforeldrar
hennar hafi reynst henni vel, en það
voru þau sæmdarhjón Ingibjörg
Guðmundsdóttir og Jón Jónsson í
Norðurkoti. Bar hún alltaf þakkar-
hug til þeirra og hrósaði þeim. Á
þeim árum sem Sigríður var að al-
ast upp var mikið félagslíf á Eyrar-
bakka og byijaði hún snemma að
taka þátt í því, gekk í barnastúku
og seinna í stúku fullorðinna og
strax á unglingsárunum byijaði hún
að taka þátt í sönglífinu þar, en
hún var alla tíð söngvin og hafði
fallega söngrödd. Veturna 1918 og
1919 er hún var 17 og 18 ára var
hún á söngnámskeiðum hjá séra
Ólafi í Arnarbæli. Voru þau haldin
í samkomuhúsinu Fjölni og stóðu í
tíu daga hvort og sungið fjórradd-
að. Sagði hún mér að þau hafi stað-
ið yfir frá kl. 10 á morgnana og
fram að kvöldmat og var svo dans-
að frá kl. 9-11 á hveiju kvöldi!. Til
eru myndir af öllu fólkinu sem var
á þessum námskeiðum. Eftir það
tók hún mikinn þátt í sönglífinu og
söng m.a. í kirkjukórnum undir
stjórn Guðmundu Nielsen.
Leikfélag Eyrarbakka var starf-
andi á þessum árum og tók _hún
þátt í starfi þess og lék m.a. Ástu
í Da! í Skugga-Sveini Matthíasar
Jochumsonar. Harald útilegumann
t
MAGNÚS SNORRASON
frá Laxfossi,
siðast bóndi f Árbæ,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 4. júlí 1996.
Aðstandendur.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÞÓRUNN
GUNNARSDÓTTIR
frá Einarshöfn (Prestshúsi),
Eyrarbakka, síðast til heimilis
á Sólvöllum, Dvalarheimili
aldraðra á Eyrarbakka.
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
í dag, laugardaginn 6. júlí, kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Dvalarheimili aldraðra
á Eyrarbakka.
Guðni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir,
Friðþjófur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA S. ÍVARSDÓTTIR,
Furugrund 66,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
mánudaginn 8. júlí kl. 13.30.
Þorvaldur Magnússon,
Árni R. Þorvaldsson, Valgerður Sumarliðadóttir,
Magnús S. Þorvaldsson, Þóra Ó. Þorgeirsdóttir,
Halldór B. Þorvaldsson, Alda S. Ottósdóttir,
Magnús í. Þorvaldsson, Kolbrún Haraldsdóttir,
Guðni Þ. Þorvaldsson, Sigurlaug S. Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
lék ungur maður, Marel Þórarins-
son og þóttu þau myndarlegt par
og líkt og með Ástu og Harald í
leikritinu tókust þar með þeim ástir
er leiddu til hjónabands þeirra Sig-
ríðar og Marels 30. maí 1925. Þá
var og starfandi Kvenfélag Eyrar-
bakka sem hefur verið mjög virkt
í áraraðir og starfaði hún mikið í
því félagi og var gerð að heiðursfé-
laga þess fyrir störf sín þar.
Fyrstu 15 búskaparárin sagði
hún að hefðu verið erfið, eins og
var hjá flestöllum á þeim kreppu-
árum. Hef ég fyrir satt að þá hafi
dugnaður hennar til allra verka
komið sér vel. Seinna þegar börnin
voru farin og heimilisstörfin urðu
léttari var hún ekkert að hægja á
heldur tók til að pijóna vettlinga,
sokka, peysur og fleira á börnin og
barnabörnin og lopapeysur sem hún
seldi og voru afköstin ótrúleg.
Henni féll eiginlega aldrei verk úr
hendi. Er mér ekki grunlaust um
að dugnað sinn hafi hún erft frá
móðurömmu sinni Jórunni Þórodds-
dóttur ljósmóður sem kunn var fyr-
ir farsæl ljósmóðurstörf og var haft
á orði hve áræðin hún var á ferða-
lögum á hestum til að sinna ljós-
móðurstörfum. Mannkostir Sigríðar
voru margir. Hún fór ekki á mis
við ýmsa sjúkdóma og þurfti m.a.
að gangast undir tvo stóra upp-
skurði. Var hún oft sárþjáð en aldr-
ei heyrðist hún kvarta og gekk til
allra verka. Þar hefur mér alltaf
fundist hún hafa sýnt sérstakan
styrk. Hún hafði alltaf mikið yndi
af góðum söng og kunni mikið af
söngtextum, ljóðum og þulum enda
minnið gott alveg fram til þess síð-
asta. Og hennar léttu lund sem
smitaði frá sér þekktu allir sem
kynntust henni. Lítið dæmi um það
er að þegar ég hitti stundum Sig-
þór heitinn Guðjónsson í Ræsi h/f
en hann ólst upp með þeim Sigríði
og Marel á Bakkanum þá var hann
að spyija hvernig þau hefðu það
og spurði svo oft: „Hlær hún enn?“
Eftir að Marel eiginmaður hennar
dó 1981 var hún ein í húsi þeirra
þar til árið 1987 og fannst mér hún
sýna þar dugnað og kjark að vera
þar ein í 6 ár og vera kominn á
níræðisaldur. Að vísu var Guðni
sonur hennar alla tið i daglegu
símasambandi við hana og hugsaði
vel um hana. Þá, 1987 flutti hún
að Sólvöllum, Dvalarheimili aldr-
aðra á Eyrarbakka en hún hafði
fylgst af áhuga með undirbúningi
þess og beið með eftirvæntingu eft-
ir að komast þangað og var ein af
þeim sem fluttu inn fyrsta daginn
sem það var tekið í notkun. Hafði
hún mikla ánægju af að vera þar
með fólki sem hún þekkti og þar
leið henni vel, enda sómasamlega
að öllu staðið þar. Sigríður var trú-
uð kona og þau bæði hjónin og
ræktuðu trú sína vel og var hjóna-
band þeirra farsælt alla tíð og
fannst mér að Marel mætti eigin-
lega aldrei af henni sjá.
Þann skugga bar á líf þeirra árið
1963 að sonur þeirra Guðfinnur sem
var vélstjóri á síldarbáti drukknaði
og var það þeim og okkur öllum
mikið áfall. Þar fór drengur góður
langt um aldur fram aðeins 36 ára.
Ég og mín fjölskylda eigum Sigríði
mikið að þakka fyrir alla þá hjálp
sem hún veitti okkur. Og alltaf
voru sömu móttökurnar þegar við
komum í heimsókn á Bakkann, hún
alltaf brosandi og kát og veislumat-
ur alltaf á borðum. Og hún var mér
það góð tengdamóðir að ég hefði
ekki getað kosið mér hana betri.
Nú á kveðjustund flyt ég henni
einlægar þakkir og bið henni allrar
Guðsblessunar. Með okkur sem
stóðu henni næst lifir minningin um
góða konu.
Friðþjófur Björnsson.
Mig langar í fáum orðum að
minnast minnar elskulegu tengda-
móður, Sigríðar Þ. Gunnarsdóttur,
sem andaðist 27. júní síðastliðinn.
Margar góðar minningar á ég
sem ekki verða tíundaðar hér. Eitt
stendur þó ofarlega í huga mér, er
ég dvaldi hjá þeim Sigríði og Marel
í eitt ár, þá 18 ára göniul, fyrst í
3 mánuði áður en ég átti fyrsta
barnið og þar til dóttir okkar varð
9 mánaða.
Ávallt var Sigríður tilbúin að
hjálpa mér með litlu telpuna, leið-
beina mér og kenna á alla lund.
Þetta og svo margt annað vil ég
þakka og bið góðan Guð að geyma
tengdamóður mína í nýjum heimi.
Jóna Ingvarsdóttir.
Nú legg ég aupn aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mér yfir vaki í nótt.
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku amma mín. Hafðu þökk fyrir
allt. Nú hefur þú hitt ástvini þína
aftur og ég trúi því að nú líði þér
vel, þó að ég geti ekki verið við
jarðarförina þína, þá verður hugur
minn hjá þér.
Elsku pabbi, mamma og Fiffó
og þið öll. Guð blessi ykkur.
Kær kveðja.
Ingunn.
Hún amma á Eyrarbakka er dá-
in. Við erum þess fullviss að hún
mun eiga góða heimvon þar sem
hún er komin nú og við samgleðj-
umst þeim sem taka á móti henni
þar. Amma Sigríður hefði orðið 95
ára nú í ágúst. Hún bar aldurinn
vel og lét engann bilbug á sér finna
þrátt fyrir erfið veikindi undir það
síðasta. Þannig var hún reyndar
allt sitt Iíf, aldrei var kvartað yfir
hlutunum, heldur gengið í öll verk
af samviskusemi og elju. Þau afi
lifðu aldeilis tímana tvenna. Má
segja að jafn miklar þjóðfélags-
breytingar hafi ekki átt sér stað á
íslandi, eins og á þessari öld. Þeirra
lífsbarátta var hörð eins og svo
margra aldamótabarna, en dugnað-
ur þeirra og ósérhlífni fleytti þeim
áfram, þó oft áraði illa. Þá munaði
miklu að hafa sterka og ákveðna
konu á heimilinu. Og það var hún
amma. Aldrei féll henni verk úr
hendi og gekk að þeim öllum með
gleði. Hún var reyndar þekkt fyrir
sína léttu lund og smitandi hlátur.
Oft hefur hún þó eflaust verið þreytt
og þá sérstaklega í fótunum.en hún
glímdi við erfið fótamein í mörg ár.
En ekki var barlómurinn í henni,
hún sagðist þakka í staðinn fyrir
að hafa heilar hendur, - og svo hló
hún. Já hún hafði góða nálægð hún
amma og við sem áttum því láni
að fagna að vera hjá þeim á Eyrar-
bakka um skemmri eða lengri tíma
erum ríkari eftir. Það var lærdóms-
ríkt að fylgjast með hjónabandi
þeirra. Þau voru mjög samheldin
og máttu vart hvort af öðru sjá,
og aldrei féll styggðaryrði á milli
þeirra. Það var mikil mildi í þeirra
hjónabandi. Og nú eru þau komin
saman aftur Sigga og Marel í
Prestshúsi. Það verður einkennilegt
að geta ekki lengur skotist austur
á Bakka í heimsókn til ömmu, en
minningin um góða konu mun lifa
í hjörtum okkar.
Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku
amma og megi Guð vera hjá þér.
Sigríður, Kristjana,
Gunnar, Björn og Sverrir og
fjölskyldur.
Núna er hún langamma mín
sofnuð svefninum langa. Svefnin-
um sem hún var búin að þrá svo
lengi. Það er skrýtið að hugsa til
þess hún amma á Eyró skuli vera
dáin, því hún var fastur punktur í
tilverunni og vorum við orðin sann-
færð um að hún yrði eilíf og biði
manns með fallega brosið sitt á
Bakkanum.
Elsku amma mig langar að þakka
þér fyrir allt og kveðja þig með
þessum orðum:
„Harmið mig ekki með tárum, þó ég sé lát-
inn. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur, en þegar þér hlæið
og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín
upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látin
sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ók.
höf.)
Ingibjörg Ingólfsdóttir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Megi minningin um hana
langömmu mína lifa í huga okkar
allra.
Hlín.
Enn hefur almættinu bæst góður
liðsmaður, því í dag verður kvödd
frá Eyrarbakkakirkju mikil heiðurs-
kona, Sigríður Þ. Gunnarsdóttir.
Ekki er það ætlun mín að rekja lífs-
hlaup þessarar öldruðu vinkonu
minnar. Amma á Eyrarbakka, en
svo var hún kölluð jafnt af skyldum
sem óskyldum var lagleg kona, lág-
vaxin og grönn. Hún hafði ódrep-
andi elju til allra verka hvort var
að pijóna, taka slátur eða við kart-
öflurnar á haustin. Alltaf fór hún
fyrst á fætur eftir erfiðan dag,
búin að fylla borðið með dýrindis
bakkelsi, létt og kát og eitt er víst
að jafn hláturmilda konu hefi ég
aldrei þekkt. En hún varð líka fyrir
stórum áföllum í lífinu. Þessar raun-
ir stóð hún af sér með ótrúlegum
dugnaði og reisn. Hún var trúuð
kona og óhrædd við að deyja. Henni
þótti jafnvel ranglátt þegar aðrir
voru teknir framyfir hana, en sagði
svo, „ráðum við annars nokkru,
ætli það nokkuð“. Við fjölskyldan
í Glæsibæ 14 þökkum allar þær
góðu stundir sem við áttum saman
ýmist hér eða austur á Bakka, ósk-
um henni góðrar ferðar og góðrar
heimkomu.
Viðar Óskarsson.
Elsku amma. Okkur langar til
að þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Ur furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir siglt á læk og tjörn
og sumir verða alltaf lítil böm.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri’í fyrska viltan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið englar guðs í paradís.
(Davíð Stefánsson)
Elsku amma, langamma. Guð
veri með þér, hvíldu í friði.
Þínar
Jóna Kolbrún, Tinna og Björk.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar
og amma,
HULDA JÓNSDÓTTIR,
Langageröi 70,
lést í Landspítalanum að kvöldi 3. júlí.
Kr. Arnór Kristjánsson,
Kristján A. Kristjánsson, S. Margrét Kristjánsdóttir
og barnabörn.