Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 163. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Olympíuleikarnir hafnir í Atlanta í Bandaríkjunum Reuter DEXTER King, sonur mannréttíndafrömuðarins Martins Lúters King, var einn þeirra sem hlupu með ólympiueldinn síðasta spöl- inn um götur Atlanta en setningarathöfn leikanna hófst upp úr miðnætti að íslenskum tíma. Radovan Karadzic fer frá Harðlínuöflin enn við völd Belgrad, Sarajevo. Reuter. Ríflega 10.000 keppendur Atianta. Morgunblaðid. SETNINGARATHÖFN 26. Ólympíuleika nútímans fór fram í Atianta í Bandaríkjunum í nótt. Athöfnin átti að hefjast klukkan hálf eitt að íslenskum tima og enda rúmlega fjögur í nótt. Kepp- endur að þessu sinni eru ríflega 10.000 frá 197 þjóðum og iiafa þátttökuþjóðir aldrei verið fleiri. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, átti að setja þessa 100 ára afmæl- isleika formlega. Mikla athygli vakti fyrir fjórum árum er fatlað- ur bogmaður skaut ólympíueldin- um með ör sinni upp í skálina þar sem eldurinn logaði siðan meðan á leikunum stóð í Barcelona, en mikil leynd hvíldi yfir því hvernig staðið yrði að málum nú. Ekkert var látið uppi um það fyrirfram, né hver eða hverjir hlypu síðasta spölinn með eldinn en talsmaður framkvæmdanefndar lét þó hafa eftir sér að það vekti örugglega athygli hvernig eldurinn yrði tendraður. Fyrsti íslenski keppandinn sem spreytir sig á leikunum er Rúnar Alexandersson. Hann hefur keppni í dag og verður þar með fyrsti íslenski /imleikamaðurinn sem keppir á Olympíuleikum. Á morgun verður Vernharð Þorleifsson, júdókappi, svo í eld- línunni. Níu íslenskir íþróttamenn taka örugglega þátt í leikunum; þrír frjálsíþróttamenn, þrír sund- menn og einn keppandi í badmin- ton, fimleikum og júdó. Hugsan- legt er að sá tiundi bætist við, Sigurður Einarsson spjótkastari gerir lokaatlögu að ólympíulág- markinu á morgun. ■ Ólympíuleikarnir/Cl-12 RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjómar, knúði í gær Rado- van Karadzic til að segja af sér sem leiðtogi Bosníu-Serba en honum tókst þó ekki að tryggja framsal hans til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Samkvæmt samkomulaginu við Karadzic verður Biljana Plavsic for- seti Bosníu-Serba þar til nýr leiðtogi verður kjörinn í kosningunum 14. september. Aleksa Buha, utanríkis- ráðherra serbneska lýðveldisins, tekur við af Karadzic sem leiðtogi stjómar- flokksins. Stjómarerindrekar í Belgrad sögðu að bandamenn Karadzic hefðu bæði tögl og hagldir í flokknum og stjóminni og herská aðskilnaðarstefna hans myndi halda velli. Holbrooke sagði afsögnina mikil- vægt skref til að greiða fýrir kosning- um í Bosníu en kvaðst óánægður með að hafa ekki getað tryggt framsal Karadzic. Hann lýsti þeirri baráttu sem „langri og holóttri leið“. Vestræn ríki fögnuðu afsögn Karadzic en lögðu áherslu á að sækja þyrfti hann til saka fyrir stríðsglæpi. Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, réð hins vegar Atlants- hafsbandalaginu frá því að reyna að handtaka Karadzic þar sem það gæti stefnt kosningununum í Bosníu 14. september í hættu. Spenna á milli Bosníu-Króata og múslima hefur aukist mjög að undan- fömu og í gær handtóku þeir fyrr- nefndu lögreglustjórann í bænum Jablanica en hann er múslimi og segja þeir hann grunaðan um stríðsglæpi. Múslimar urðu ókvæða við og hand- tóku þegar í stað sjö króatíska lög- reglumenn. Löggæslumenn Samein- uðu þjóðanna mótmæltu þessum að- gerðum þegar í stað og voru sjömenn- ingamir látnir lausir í gær. Lögreglu- stjórinn var hins vegar enn í haldi í gærkvöldi. ■ Mikilvægur áfangasigur/23 Andrés í stað Díönu London. Reuter. ÞEIR sem hafa af því atvinnu að fylgjast með bresku kon- ungsfjölskyldunni, segja nær fullvíst að Elísabet Englands- drottning hyggist veita Andrési syni sínum stærra hlutverk inn; an konungsfjölskyldunnar. í gær lýsti varnarmálaráðuneyt- ið því yfir að prinsinn hygðist láta af störfum í sjóhernum. Fullyrt er að drottningin hafi rætt við Andrés í kjölfar þess að eldri bróðir hans, Karl, prins af Wales, gerði skilnaðar- samkomulag við konu sína, Díönu prinsessu. Sé Andrési ætlað að fylla það tómarúm sem myndist við brotthvarf Díönu úr konungsfjölskyldunni. Olíklegt að öll fómarlömb sprengingarinnar í þotu TWA finnist Hótaþví að fella stjórnina Prag. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékklands, krafðist þess í gærkvöldi að leiðtog- ar stjórnarflokka landsins og flokks jafnaðarmanna jöfnuðu ágreining sinn en þeir síðamefndu hafa látið að því liggja að þeir muni ekki styðja minnihlutastjórn Vaclavs Klaus þegar greidd verða atkvæði um traustsyfirlýsingu við hana eftir helgi. Havel boðaði til fundar með leið- togunum í gær að beiðni Vaclav Klaus, sem fer fyrir stjórn þriggja mið- og hægriflokka en hún tók við stjórnartaumunum fyrir tveimur vikum. Milos Zeman, leiðtogi jafn- aðarmanna, hefur ýjað að því und- anfarna daga að flokkur hans muni ekki greiða atkvæði með stjórninni og í gær kvaðst hann ekki telja það neinn harmleik þótt stjórnin félli. Ástæða þessarar afstöðu er deila stjórnarinnar og jafnaðarmanna, sem gera kröfu um að fá að kynna sér tillögur stjórnarinnar áður en þær verði lagðar fyrir tékkneska þingið. Rannsókn míðast við að um glæpamál sé að ræða New York. Reuter. Reuter BANDARISKA strandgæslan flytur kafara á leitarsvæðið undan ströndum Long Island. Vont veður var á svæðinu í gær, hvass- viðri og rigning, og hamlaði það leit. TALSMAÐUR bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, sagði í gær að enn væri ekki ástæða til þess að hún tæki við rannsó'kn á sprengingunni sem varð um borð í breiðþotu banda- ríska flugfélagsins TWA á miðviku- dagskvöld og kostaði 230 manns líf- ið. Kvaðst talsmaðurinn hvorki geta staðfest né vísað á bug tilgátum þess efnis að um hryðjuverk hefði verið að ræða en sagði að farið væri með rannsókn málsins eins og um glæpamá! væri að ræða. FBI sagði að áður en hægt væri að úrskurða hvort um slys eða glæpsam- legt athæfi hefði verið að ræða, yrði að fara fram geysilega umfangsmikil rannsókn. Talsmaður lögreglunnar sagði að hún gæti tekið nokkra daga eða jafnvel vikur. Heimildarmenn innan alríkislögreglunnar hallast að því að hryðjuverk hafí grandað vélinni en tals- menn FBI aftaka með öllu að lýsa slíku opinberlega yfir. Hvassviðri, mikill öldugangur og rigning tafði í gær leitar- og björg- unarstarf á þeim slóðum þar sem brak úr þotunni er talið hafa fallið í sjóinn. Var búist við því að kafarar og sérútbúin leitarskip bandaríska flotans gætu hafið leit í dag að flug- og hljóðritum þotunnar, svonefndum svörtum kössum. 104 lík fundin Stjómendur rannsóknarinnar á sprengingunni segja ólíklegt, að lík allra þeirra 230 sem fórust með þot- unni fínnist nokkru sinni. Fulltrúar Öryggisstofnunar samgöngumála (NTSB) og TWA-flugfélagsins, færðu vandamönnum þeirra sem fór- ust þessar óhugnanlegu fréttir á fundi með þeim, sem haldinn var í gistihúsi við Kennedy-flugvöllinn í gær. Fundurinn var lokaður öðrum en nánustu ættingjum þeirra sem fómst með TWA-þotunni. Sorgmæddir spurðu þeir einkum hvort lík allra fyndust og hvenær þeim yrði afhent lík ástvina sinna. í gær höfðu aðeins fundist lík 104 sem um borð voru. Haft hefur verið eftir líkskoðurum, að ekkert bendi til þess að sprenging hafi orðið í sjálfum farþegaklefa þotunnar. í gær var þess freistað að afmarka svæðið þar sem brak úr þotunni hrap- aði í hafið og finna stærstu flugvélar- brotin. Fulltrúi NTSB sagði að allt yrði gert til þess að ná sem mestu braki upp og finna sem flest fórn- arlömb slyssins. ■ Leitað að svörtum/15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.