Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. 'JÚLI 1996 23
22 LAUGARDAGUR 20: JÚLÍ1996
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OPINBER NIÐUR-
SKURÐUR OG
FÖTLUÐ BÖRN
IENDURSKOÐAÐRI rekstraráætlun Svæðisskrifstofu
um málefni fatlaðra á Vesturlandi er gert ráð fyrir
því að leggja tímabundið niður skammtímavistun fatlaðra
barna í Holti, á Akranesi og Gufuskálum, til að afstýra
rekstrarhalla. Fötluðu börnin hafa verið sótt þegar skóla
lýkur og vistuð fram á kvöld, er þau fara til síns heima.
Þá hafa þau einnig verið vistuð frá síðdegi á föstudögum
fram á síðdegi á sunnudögum, til að létta álag á aðstand-
endum.
Þorvarður Magnússon, gjaldkeri Þroskahjálpar á Vest-
urlandi, hefur gert athugasemdir við þessar ráðagerðir,
meðal annars á þeim forsendum, að „verið sé að nota
viðbótarfjármagn, sérstaklega ætlað til skammtímavistun-
ar, til að rétta reksturinn af.“
Rekstraraðhald í heilbrigðiskerfinu er eðlilegt og sjálf-
sagt, sem annars staðar í ríkisbúskapnum, enda hefur
kostnaður við það vaxið mjög síðustu áratugi. En það
skiptir máli, á hvern veg er að verki staðið. Mikilvægt
virðist að taka heildstætt og markvisst á málum, til að
ná fram hagræðingu og betri nýtingu fjármuna í stærri
útgjaldaþáttum. Skyndiákvarðanir af því tagi, sem hér
virðist stefnt í með skammtímalokun vistunar fatlaðra,
vega á hinn bóginn smátt í heildardæminu, og koma niður
á þeim er sízt skyldi. Svona vinnulag hamlar auk þess
gegn æskilegum almannastuðningi við hagræðingu í ríkis-
búskapnum.
Foreldrar með fötluð börn hafa nokkra sérstöðu, og á
stundum mjög erfiða sérstöðu, sem samfélagið verður að
taka tillit til. Umönnun fatlaðra barna getur orðið gífur-
legt álag á heimili og fjölskyldur. Þeim peningum er vel
varið sem ganga til þess að draga úr þessu álagi. Á Vest-
urlandi er ekki um svo stórar upphæðir að ræða að það
eigi að vera ókleift að ná þeim sparnaði með öðrum hætti.
Hinn almenni borgari fylgist með því að ákvarðanir eru
teknir eins og hendi sé veifað til þess að flytja stofnanir
á milli landshluta, þótt þess sé ekki þörf til þess að fylgja
fram svonefndum pólitískum markmiðum, jafnvel þótt
kostnaðurinn nemi tugum og jafnvel hundruðum milljóna
króna. Sparnaðaraðgerðir af þessu tagi eru ekki trúverð-
ugar. Vonandi grípur Páll Pétursson, félagsmálaráðherra
í taumana enda kom það fram í Morgunblaðinu í gær,
að ráðuneyti hans hefur ekki samþykkt þessar aðgerðir.
ÖRYGGI í
FARÞEGAFLUGI
MANNSKÆÐ flugslys, sem orðið hafa á árinu, hafa
leitt huga fólks að öryggi flugfélaga á Vesturlönd-
um. Frá áramótum hafa þrjár stórar þotur farizt; í febr-
úar hrapaði þota tyrkneska leiguflugfélagsins Birgenair
í Karíbahafið, í maí fórst þota bandaríska flugfélagsins
ValuJet í Flórída í Bandaríkjunum og nú síðast hrapaði
breiðþota TWA í hafið við New York. Samtals hefur hátt
á fjórða hundrað manna farizt í þessum slysum.
Bæði Birgenair og ValuJet, sem bjóða ódýrar flugferð-
ir, höfðu verið gagnrýnd fyrir að láta undir höfuð leggj-
ast að gæta fyllsta öryggis í flugrekstri sínum. Þá hefur
verið bent á að þota TWA, sem fórst aðfaranótt fimmtu-
dags, hafi verið ein sú elzta sinnar tegundar, sem enn var
í notkun sem farþegaflugvél. Vegna aukinnar flugumferð-
ar eru gamlar flugvélar notaðar meira og lengur en áður.
Þótt oft sé ekkert hægt að fullyrða um orsakir flug-
slysa, er ástæða til að taka ábendingar um öryggismál
alvarlega. Reynslan sýnir til dæmis að flugvél Birgenair
fékk að koma hingað til lands og fljúga með íslenzka
farþega, án þess að flugmálayfirvöldum væri kunnugt um
slíkt fyrirfram. Fylgjast þarf með því að leiguflugfélög,
sem starfa fyrir íslenzkar ferðaskrifstofur, uppfylli öll þau
skilyrði, sem íslenzk flugmálayfirvöld setja um gæzlu ör-
yggis.
Aldrei verður of varlega farið varðandi öryggi og eftir-
lit með farþegaflugvélum. Harðnandi samkeppni og lækk-
andi fargjöld mega ekki koma niður á örygginu.
+
MÖRGUNBLAÐIÐ
Þórshafnarbúar minnast 150 ára afmælis verslunar á staðnum
FÉLAGARNIR, Jónsi, Daníel, Hafþór, Arnþór, Gústaf og ísak ætia að taka virkan þátt í afmælisdag-
skránni. „Það verður gaman að fylgjast með götuleikhúsinu, fara í götukörfubolta, síðan ætlum við
auðvitað að vera með í stangveiðinni," sögðu þeir. Daníel kom úr Kópavogi til að vera með og Gústaf
úr Reykjavík en hinir eru heimamenn.
ÞÓRUNN Sigurðardóttir að
útbúa leikmyndina á flötinni
við félagsheimilið.
HÖNDLAÐ við höfnina -
saga verslunar á Þórshöfn
í 150 ár, er yfirskrift viða-
mikillar dagskrár sem nú
stendur yfir á Þórshöfn á Langa-
nesi. Hún hófst i gær með opnun
sýningar á verkum brottfluttra Lang-
nesinga, þeirra Sveins Björnssonar,
Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur og
Arnar Karlssonar auk Freyju Önund-
ardóttur og þá var einnig opnuð sýn-
ing á gömlum ljósmyndum, minja-
gripum og handverki, nýju og gömlu,
en sú sýning er haidin í samvinnu
við Byggðasafnið á Kópaskeri. Sjón-
um verður einkum beint að gömlum
verslunarháttum.
Hápunktur hátíðarinnar verður í
dag, laugardag, en þá verður efnt
tii dagskrár á plani við Hraðfrysti-
stöðina. Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, kemur í heimsókn til
Þórshafnar, en hún verður fyrst far-
þega til að lenda á nývígðum flug-
velli við Þórshöfn. Halldór Blöndal,
samgönguráðherra, vígir völlinn við
hátíðlega athöfn kl. 10 í dag. Þetta
er síðasta embættisferð Vigdísar út
á landsbyggðina sem forseti.
Forseti Island flytur ávarp við
höfnina kl. 13 í dag og síðan tekur
við fjölbreytt skemmtidagskrá með
söng og hljóðfæraslætti, götuleik-
húsi, töframanni og ýmsu fleiru.
Fyrirtæki á Þórshöfn bjóða til mikill-
ar matarveislu við Hraðfrystistöðina
og þá gefst kostur á að taka þátt í
bryggjuveiði, sjóferðum og skoðunar-
ferðum.
Fjöldi listamanna
kemur fram
Hátíðardagskrá verður í félags-
heimilinu Þórsveri kl. 18 í dag, en
þar koma m.a. fram leikararnir Arn-
ar Jónson og Helga Jónsdóttir, tón-
listarmennirnir Áskell Másson, tón-
skáld, Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanóleikari, Einar Kristján Einars-
son, gítarleikari, Sigurður Ingvi
Snorrason, klarinettuleikari og
Þuríður Vilhjálmsdóttir, söngkona.
Samkór Þórshafnar syngur og leikfé-
lagið flytur leikritið „Ambrið" eftir
Aðalbjörn Arngrímsson, en hann var
afkastamikið leikskáld á Þórshöfn
fyrr á öldinni.
í kvöld verður dansleikur á plani
Hraðfrystistöðvarinnar, þar sem
hljómsveitin Herra Kílómetri leikur,
götuleikhús verður á ferðinni og loks
leikur hljómsveitin Tinna fram á
rauða nótt.
Á sunnudag verður boðið upp á
leiðsögn um gamla prestsetrið á
Sauðanesi með Aðalsteini Maríussyni
frá kl. 13, en sr. Ingimar Ingimars-
son sóknarprestur messar í Sauða-
neskirkju kl. 14. Hátíðardagskrá
verður endurflutt í Þórsveri kl 16.
Vekur athygli
á staðnum
Veðrið hefur leikið við Þórshafn-
arbúa síðustu daga og hafa þeir
keppst við að koma þorpinu í hátíðar-
búning; hús hafa verið máluð og
garðar og opin svæði snyrt. „Verslun-
arafmælið sem við höldum nú upp á
hefur margvíslega þýðingu fyrir
Þórshafnarbúa," sagði Reinhard
Reynisson sveitarstjóri. „Fólk hefur
tekið duglega til hendinni og fegrað
í kringum sig, en ekki síst held ég
að það hafi áhrif á vitund manna sem
hér búa. Við erum að minna okkur
Þéttskipað í
hverju húsi
Á Þórshöfn á Langanesi stendur nú yfir
dagskrá þar sem 150 ára afmælis verslunar
á staðnum er minnst. Margrét Þóra Þórs-
dóttir kynnti sér dagskrána og ræddi við
nokkra þá sem hafa undirbúið hátíðarhöldin.
á að við byggjum á einhverjum
grunni sem við eigum sameiginlegan.
Auk þessa vekur afmæli af þessu
tagi athygli á staðnum og því sem
hér er verið að gera og það er ják-
vætt.“
Hátíðin höfðar, að sögn sveitar-
stjórans, mest til þeirra sem eiga
rætur eða tengsl við staðinn og full-
víst er að þéttskipað verður í hveiju
húsi á staðnum, auk þess sem tjöldum
verður slegið upp á lóðum við hús í
bænum. „Við gerum ráð fyrir að
íbúatalan tvöfaldist að minnsta kosti
nú um helgina," sagði Reinhard, en
á Þórshöfn búa um 500 manns, og
að Svalbarðshreppi meðtöldum, sem
er á sama verslunarsvæði eru íbúarn-
ir um 620 talsins.
B-planið aldrei
til umræðu
Morgunblaðið/Margrét Þóra
SVEINN Björnsson listmálari var að hengja upp myndirnar sínar
í fiskverkunarhúsi í „mæjorkaveðrinu" á Þórshöfn.
FREYJA Önundardóttir formaður afmælisnefndar vonast til þess
að hátíðin verði lengi í minnum höfð á Þórshöfn.
HVARVETNA hafa menn verið að taka til hendinni í þorpinu í
tilefni afmælisins en Reinhard Reynisson sveitarstjóri segir hátíð-
ina hafa jákvæð áhrif.
Freyja Önundardóttir formaður
afmælisnefndar sagði að undirbún-
ingur hefði gengið vel og hann væri
nú að skila sér. Allir sem til var leit-
að voru tilbúnir að leggja hönd á
plóginn. „Við bjóðum upp á vandaða
dagskrá og vonumst til að þessi há-
tíð verði lengi í minnum höfð,“ sagði
Freyja. Hún, ásamt fleiri listamönn-
um sem ættir eiga að rekja á Langa-
nes, sýnir í fiskverkahúsi niður við
höfnina. „Við eru að sýna í húsakynn-
um þar sem dagsdaglega er verið að
verka fisk. Við ákváðum fljótlega að
nýta þau hús sem við höfum, þó svo
hlutverk þeirra sé vanalega annað
en að hýsa myndlistasýningar."
Veðrið hefur sitt að segja, en útlit
er fyrir hið besta veður á norðaustur-
horni landsins um helgina og sagði
Freyja það eiga sinn þátt í að fólk
hefði streymt til Þórshafnar síðari
hluta vikunnar. „B-planið hjá okkur,
að flytja dagskrána inn í salthúsið,
yrði veður vont, hefur eiginlega ekki
verið til umræðu síðustu vikur, við
vorum alla tíð sannfærð um að veðr-
ið yrði gott.“
Gott skipulag
Þórunn Sigurðardóttir sér um há-
tíðardagskrána, en hún sat á flötinni
við félagsheimilið og var að útbúa
leikmynd í leikritið „Ambrið“ eftir
Aðalbjörn Arngrímsson, afkastamik-
ið leikskáld á Þórshöfn fyrr á öld-
inni, en það sýna félagar úr Leikfé-
lagi Þórshafnar. „Það hefur verið
afskaplega gaman að vinna að undir-
búningi þessarar dagskrár. Það hefur
verið einstaklega gott skipulag á
hlutunum og því hefur verkið unnist
vel,“ sagði Þórunn. „Þetta er mjög
góður hópur, allir hafa hjálpast að
svo að sem best megi til takast. Mér
finnst dagskráin líka vel heppnuð,
þarna koma fram listamenn sem
ekki eru á ferðinni hér á hveijum
degi í bland við heimamenn.“
Ánægður með fisk-
verkunarhúsið
„Ég ætla að sýna 15 myndir, sjáv-
armyndir og fantasíur og svo er ég
með fjórar myndir í alveg nýjum stíl,“
sagði Sveinn Björnsson, sem var að
hengja myndirnar sínar upp í fisk-
verkunarhúsinu, en hann er fæddur
á Skálum á Langanesi árið 1925 og
flutti burtu með fjölskyldu sinni sjö
ára gamall. „Ég er mjög ánægður
með þetta pláss, það hentar myndun-
um mínum vel. Ég átti alls ekki von
á svona góðu húsi,“ sagði Sveinn.
Holbrooke knýr fram afsögn Karadzic sem leiðtoga Bosníu-Serba
Mikilvægxir áfangasigur
en markmiðinu ekki náð
RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandarikjastjórnar, á blaða-
mannafundi í Belgrad í gær þar sem hann tilkynnti að Radovan
Karadzic hefði fallist á að segja af sér sem leiðtogi Bosníu-Serba.
Belgrad. Reuter.
RICHARD Holbrooke, sendi-
maður Bandaríkjastjórnar,
sagði í gær að afsögn Rado-
vans Karadzic sem leiðtoga
Bosníu-Serba væri mikilvægur
áfangasigur sem greiddi fyrir kosn-
ingum í Bosníu. Hann kvaðst þó
óánægður með að Slobodan Milosevic,
forseti Serbíu, skyldi ekki hafa fallist
á framsal Karadzic til stríðsglæpa-
dómstólsins í Haag eins og kveðið er
á um í friðarsamningunum sem undir-
ritaðir voru í Dayton.
Samkomulag náðist um afsögn
Karadzic á tíu klukkustunda fundi
Holbrooke og Milosevic Serbíuforseta
í Belgrad í gær. Afsagnárskjal með
undirskrift Milosevic var sent með
faxi til Karadzic, sem undirritaði það
í Pale, höfuðvígi Bosníu-Serba. Hann
samþykkti að afsala sér öllum emb-
ættum og völdum þegar í stað, auk
þess sem hann lofaði að hætta algjör-
lega afskiptum af stjórnmálum og
koma ekki fram í fjölmiðlum.
Holbrooke sagði við fréttamenn að
tilraunir til að bijóta samkomulagið
myndu hafa alvarlegar afleiðingar
fyrir Serba án þess að útlista þær.
Talið er að Serbum verði hótað nýjum
refsiaðgerðum af hálfu Sameinuðu
þjóðanna verði ekki staðið við sam-
komulagið um afsögnina.
Ekki var vitað hvort Milosevic hefði
fengið loforð um efnahagslegar tilslak-
anir fyrir þátt sinn í að knýja fram
afsögn Karadzic. Stjómarerindrekar
sögðu að samkomulagið gæti reynst
mikilvægasti sigurinn sem unnist hefur
í Bosníu-málinu frá því að friðarsamn-
ingarnir voru undirritaðir í Dayton.
Þessi sigur gæti þó reynst of dýru
verði keyptur þegar til lengri tíma er
litið. Meðan Karadzic er enn í Pale
getur hann hæglega haldið sambandi
við bandamenn sína og starfað með
þeim á bak við tjöldin. Ef það gerist
geta alþjóðlegir milligöngumenn lítið
gert við því. Og jafnvel þótt gömlu
félagarnir hunsi hann verða þjóðern-
issinnuðu harðlínumennirnir enn við
völd og aðskilnaðarstefna Karadzic
heldur velli.
Holbrooke aftur til bjargar
Holbrooke átti stærstan þátt i að
knýja fram friðarsamningana í Day-
ton. Hann hélt síðan til fyrri starfa
sinna á Wall Street í New York en
Bandaríkjastjórn óskaði eftir liðsinni
hans að nýju til að knýja fram afsögn
Karadzic og greiða þannig fyrir kosn-
ingum í Bosníu, sem eru mikilvægur
þáttur í ákvæðum friðarsamninganna.
Áður höfðu nokkurra mánaða tilraun-
ir evrópskra milligöngumanna, undir
forystu Carls Bildts, ekki borið árang-
ur og aðeins leitt til glundroða.
Leiðtogar fimmveldanna, sem hafa
beitt sér fyrir varanlegum friði í Bos-
níu (Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands, Rússlands og Þýska-
lands) fögnuðu afsögninni í gær.
Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra
Bretlands, óskaði Holbrooke til ham-
ingju með þennan árangur en tals-
maður franska utanríkisráðuneytisins
sagði að afsögn Karadzic væri niður-
staða alþjóðlegs þrýstings, „einkum
frá fimmveldunum, Carl Bildt og auð-
vitað Richard Holbrooke sendimanni“.
Rússar andvígir handtöku
Bandaríska utanríkisráðuneytið
sagði afsögn Karadzic mikilvægt skref
í rétta átt en verkinu væri enn ólokið,
því knýja þyrfti Serba til að framselja
hann til stríðsglæpadómstólsins í
Haag. Jevgení Prímakov, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði hins vegar ór-
áðlegt að reyna að handsama Karadzic
Eeuter
RADOVAN Karadzic hefur lof-
að að hætta algjörlega að hafa
afskipti af stjórnmálum.
þar sem slíkt gæti stofnað kosningun-
um í Bosníu í hættu.
Vestrænu ríkin vilja knýja Mil-
osevic til að tryggja framsal Karadzic
og Ratko Mladic, yfirmanns hers Bos-
níu-Serba, en serbneski forsetinn er
tregur til þess vegna kosninga í Júgó-
slavíu, sambandsríki Serbíu og Svart-
fjallalands, síðar á árinu. Margir íbúa
Serba líta á Karadzic og Mladic sem
þjóðhetjur, sem hafi ekki framið
stríðsglæpi, heldur bjargað fólki sínu
frá þjóðarmorði.
Vesturlönd óttast að NATO-liðið
verði fyrir mannfalli í bardögum við
lífverði Karadzic ef reynt yrði að
handsama hann og að hann yrði sjálf-
ur að píslarvotti ef hann félli. Mi-
losevic myndi taka enn meiri áhættu
með því að senda lögreglusveitir sínar
til höfuðs Karadzic því það getur orð-
ið til þess að Serbar vegi Serba.
Nýr leiðtogi stjórnarflokks serbneska lýðveldisins í Bosníu
Belgrad. Reuter.
ALEKSA Buha, sem tekur við af
Radovan Karadzic sem leiðtogi
stjórnarflokksins í lýðveldi Bosníu-
Serba, hefur verið dyggur banda-
maður Karadzic og stutt andstöðu
hans við friðarsamningana sem
voru undirritaðir í Dayton í Banda-
ríkjunum í nóvember.
Buha hefur verið utanríkisráð-
herra serbneska lýðveldisins og
varð leiðtogi stjórnarflokksins þeg-
ar Slobodan Milosevic, forseti Serb-
íu, og Richard Holbrooke, sendi-
maður Bandaríkjastjórnar, knúðu
Karadzic til að láta af embætti.
Buha og starfandi forseti Bosníu-
Serba, Biljana Plavsic, verða við
völd fram yfir kosningarnar í Bos-
níu í september sem múslimar
höfðu hótað að hunsa ef Karadzic
færi ekki frá.
Stefnan heldur velli
Leiðtogar Vesturlanda eru
ánægðir með að tilraunir þeirra til
að koma Karadzic frá skuli loks
hafa tekist eftir sex mánaða streð
en stefna hans heldur þó velli.
Plavsic og Buha hafa verið á með-
al nánustu samstarfsmanna
Karadzic frá því stríðið í Bosníu
hófst árið 1992.
Á bak við þau stendur Momcilo
Krajisitik, forseti þings Bosníu-
Serba, sem var helsti samninga-
maður Serba í viðræðunum við
vestræna milligöngumenn eftir að
þeir tóku að hunsa Karadzic. Kraji-
snik gegndi mikilvægu hlutverki í
viðræðunum við Holbrooke um af-
sögn Karadzic og skrifaði undir
afsagnarskjalið.
Krajisnik er talin hafa mun meiri
áhrif í Pale, höfuðvígi Bosníu-
Serba, en Buha og Plavsic. Hann
er talinn skarpasti stjórnmálamað-
Reuter
ALEKSA Buha, sem tekur við sem leiðtogi stjórnarflokks Bosníu-
Serba af Radovan Karadzic, ræðir við Biljana Plavsic, starfandi
forseta serbneska lýðveldisins í Bosníu. Þau verða við völd fram
yfir kosningar í Bosníu í september eftir afsögn Karadzic í gær.
Harðlínumaður og
bandamaður Karadzic
ur Bosníu-Serba, er sagður hafa
stjórnað stríðsrekstri Serba á bak
við tjöldin meðan Karadzic stóð í
sviðsljósinu og var gerður ábyrgur
fyrir stríðsglæpunum.
Prófessor í þýskri heimspeki
Buha er 56 ára og studdi ávallt
Karadzic þrátt fyrir ásakanir um
stríðsglæpi og gegndarlausa spill-
ingu og harðvítuga valdabaráttu
við herinn og bandamenn ráða-
manna í Belgrad.
Sem sendimaður serbneska lýð-
veldisins, sem naut þá ekki alþjóð-
legrar viðurkenningar, sat Buha
fjölmargar friðarráðstefnur þar
sem Karadzic neitaði að láta land-
svæði af hendi til að ná samkomu-
lagi um frið. Lýðveldið hefur nú
verið viðurkennt sem hluti af bosn-
íska ríkinu ásamt sambandsríki
múslima og Króata.
Buha var prófessor í þýskri
heimspeki við Sarajevo-háskóla og
á meðal serbneskra þjóðernissinna
sem dreymdi um að stofna serb-
neskt ríki í Bosníu. Hann var á
meðal stofnenda Serbneska lýð-
ræðisflokksins, sem síðar lagði
blessun sína yfir svokallaðar
„þjóðernishreinsanir" þar sem
múslimar og Króatar voru drepnir
eða hraktir á brott af landsvæðum
sem Serbar náðu á sitt vald í
stríðinu.
Buha hafði sömu skoðanir og
Karadzic um Sarajevo, sem serb-
nesku hersveitirnar sátu um í 3V2
ár þar til umsátrinu var aflétt sam-
kvæmt friðarsamningunum. Þegar
Buha fékk ekki að taka þátt í frið-
arviðræðunum í Dayton í Ohio í
nóvember hélt hann aftur til Bos-
níu og gagnrýndi Milosevic Serbíu-
forseta harðlega fyrir að sam-
þykkja að hverfi Serba í Sarajevo
yrðu undir yfirráðum Bosníu-
stjórnar.
Ómöguleg sambúð
í skrifum sínum og ræðum hefur
Buha lagt ríka áherslu á að Serb-
ar, sem eru í réttrúnarkirkjunni,
múslimar og kaþólskir Króatar
geti ekki búið saman í einu ríki í
Bosníu. Hann lýsir sambúð þessara
þjóða í Bosníu sem sögulegu slysi
sem Tyrkir eigi sök á. „Segja má
að þjóðirnar þijár - Serbar, mú-
slimar og Króatar - hafi aðeins
getað lifað saman í sátt og sam-
lyndi þegar Bosnía hefur verið
hernumin af útlendingum,“ skrif-
aði hann.
Ólíkt Karadzic talar Buha ekki
ensku og þykir mjög alvarlegur
þegar hann kemur fram í sjón-
varpi. Hann talar um málstað Serba
í flóknum setningum sem minna á
fræðiritgerðir hans um þýska
heimspekinginn Georg Hegel.