Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 27
[ORGUNBLAÐIÐ
ÁGÚSTA GUÐRÚN
MAGNÚSDÓTTIR
4- Ágústa Guðrún
* Magnúsdóttir
'æddist á Miðhús-
im í Gnúpverja-
lireppi 28. ágúst
1905. Hún lést á
[íjúkrunarheimil-
inu Ljósheimum á
Selfossi 3. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru María
Gunnarsdóttir og
Magnús Árnason.
Nokkurra vikna
gömul fór hún í
fóstur til hjónanna
Ingunnar og Jóns
Geldingaholti í sama hreppi.
Hún gekk í skóla á Eyrarbakka
og var þá hjá föður sínum og
stjúpu Sijgurborgu Steingríms-
dóttur. Agústa átti eina hálf-
systur, Þórunni, sem er látin,
og þijá hálfbræður, Steingrím
og Ólaf, sem báðir eru látnir,
og Guðmund.
Hinn 21. maí 1927 giftist
Ágústa Sigurmundi Guðjóns-
syni frá Skúmsstöðum á Eyrar-
bakka, f. 4. febrúar 1905, d. 18.
maí 1985. Þau bjuggu í Einars-
höfn á Eyrarbakka.
Börn þeirra eru: 1) Guðrún,
f. 19. ágúst 1928.
Hennar sonur er
Sigurmundur Arin-
björnsson. Hans
kona er Hugborg
Sigurðardóttir og
eiga þau fjögur
börn og tvö barna-
börn. Eiginmaður
Guðrúnar er Ólafur
Örn Árnason. Börn
þeirra eru Árdís,
maki Bragi Guð-
brandsson og eiga
þau þijú börn; Ág-
ústa, maki Kjeli
Lundberg og eiga
þau fjögur börn. Skildu; og
Ömar Örn, sem er látinn. 2) Jón
Ingi, kona Edda Björg Jóns-
dóttir. Börn þeirra eru: Vil-
borg, maki Ólafur Guðmunds-
son, þau eiga eitt barn; Ágústa
María, maki Birgir Guðmunds-
son, þau eiga tvö börn; Selma
Björk, maki Jóhann Sigþórs-
son; og Sigurmundur Páll.
Árið 1987 fluttist Ágústa á
Sólvelli, dvalarheimili aldraðra
á Eyrarbakka. Utför hennar fer
fram frá Eyrarbakkakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
11.
Að leiðarlokum langar mig að
veðja tengdamóður mína, Ágústu
luðrúnu Magnúsdóttur, með fáum
num.
Kveðja kallar fram söknuð og
rega, en jafnframt þakklæti og
leði að hafa verið þeirrar gæfu
ðnjótandi að kynnast þessari konu,
stríki hennar og umhyggju fyrir
iölskyldu sinni og ástvinum á liðn-
m árum.
Og ljúfar eru minningarnar frá
yrstu hjúskaparárum okkar, þegar
örnin þráðu ekkert heitar en mega
ara til ömmu og afa á Eyrar-
akka. Engin tilhlökkun ríkari en
era þar um jólin og þótti svo sjálf-
agt og velkomið að nánast varð
öst regla fram eftir árum. Hvergi
ar jólamaturinn betri, allar tert-
irnar og jólakökurnar og súkkulað-
3. Og hvergi eins hátíðlegt að taka
ipp jólagjafirnar og finna frið og
fleði jólanna.
Raunar fannst mér óhugsandi að
ólahald okkar fyrstu árin yrði með
iðrum hætti, því fóstursonur minn
lann Sigurmundur var frá fæðingu
hjá ömmu sinni og afa og mikils
virði að systkinahópurinn nyti sam-
an jólanna og samverunnar á há-
tíðastundum. Og þá fyrst var jóla-
gleðin fullkomin þegar íjölskyldan
frá Selfossi, þau Jón og Edda, gátu
sameinast með börnin sín í jólaboði
niðri á Bakka, eða við komið til
þeirra upp að Selfossi.
Það var heldur ekki amalegt að
eyða hlýjum sumardögum í leik í
fjörunni eða á túninu hans afa vest-
ur á Sandi og anda að sér ilminum
úr heyinu, þegar verið var að aka
því heim í hlöðu. Jafnvel dagarnir
á haustin, þegar allir voru að taka
upp kartöflur í stóra garðinum,
höfðu sinn ákveðna lit og blæ, sem
gefa minningunum birtu og gleði.
Og svo var það tilhlökkunarefni að
fá ömmu og afa í heimsókn í bæ-
inn. Það var oftast á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní, því þá voru ærnar
bornar og komnar í sumarhaga.
Og gengið var niður í Laugardals-
garðinn og blómin skoðuð og tijá-
garðurinn, og farið niður á Arnar-
hól og horft á hátíðarhöldin.
SOFFÍA
SÍMONARDÓTTIR
+ Soffía Símonar-
dóttir fæddist á
Selfossi 7. apríl
1907. Hún lést á
öldrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi að kvöldi 9.
júlí síðastliðins. Þar
hafði hún dvalið sl.
fimm og hálft ár.
Foreldrar hennar
voru Símon Jónsson
bóndi, smiður og
eftirlitsmaður Olf-
usárbrúar, og Sig-
ríður Sæmunds-
dóttir húsfreyja á
Selfossi. Systkini Soffíu voru
Gunnar, síðar bóndi á Selfossi,
Sesselía, Sæmundur símritari,
Áslaug símavaktstjóri, Þóra
Jóna og Eva Þorfinnsdóttir
uppeldissystir þeirra.
Soffía giftist Friðrik Steins-
syni bakara árið 1930 . Hann
lést 25.7. 1975. Þeirra börn eru:
1) Friðrik, f. 19. sept. 1930,
verslunarmaður á
Selfossi og síðar í
Reykjavík. Friðrik
giftist Sigríði Sum-
arliðadóttur árið
1951 og slitu þau
samvistum árið
1968. Þau eiga
fimm börn, 12
barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 2)
Sigríður Friðriks-
6. des
1945, d. 30.11. 1992.
Hún hóf sambúð
með Kjartani
Skaftasyni og áttu
þau einn son og tvö barnabörn.
Þau slitu samvistum. Sigríður
giftist síðar Árna Jóhannssyni,
Blöndugerði, Tunguhreppi í
N-Múlasýslu árið 1965 og eiga
þau þrjá syni og eitt barna-
barn.
Útför Soffíu fer fram frá
Selfosskirkju i dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Okkur langar til að minnast
ömmu okkar Soffíu Símonardóttur.
Þegar við systkinin setjumst nið-
ur til að minnast ömmu á Selfossi
kemur fyrst fram í huga okkar
hversu hjartahlý og glaðlynd amma
okkar var og alltaf stutt í glens og
gleði.
Það má segja að heimili ömmu
og afa á Selfossi hafi verið okkur
systkinunum annað heimili á æsku-
árunum þar sem við dvöldum lang-
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1996 27
MINNINGAR
En þau voru bæði heimakær og
því voru þetta stuttar heimsóknir.
Það var helst í sláturtíðinni á haust-
in að amma kom og dvaldi nokkra
daga. Hún var svo sérstök slátur-
gerðarkona að mér fannst óhugs-
andi annað en hún gerði með okkur
slátrið og þannig var hún í allri
matargerð. Þessar konur áttu
reynslu og þekkingu eldri kynslóða
í vitund sinni og kunnu að nýta
alla hluti þó af litlum efnum væru.
En í skugganum leynist sorgin
og fyrir ellefu árum missti Ágústa
manninn sinn, hann Sigurmund.
Og þá var hún sjálf um árabil búin
að þjást af gláku og átti í erfiðleik-
um að komast um húsið og sinna
heimilisverkum. Viðbrigðin urðu
mikil þegar hans naut ekki lengur
við til að liðsinna henni og hjálpa.
Hún treysti sér ekki til að vera
ein í húsinu sínu og leiðin lá hingað
suður á heimili okkar Guðrúnar.
Augnlæknar á Landakoti fylgdust
alltaf með henni og þar kom að hún
var lögð inn á spítalann og aðgerð
framkvæmd í von um bata. Hún
tókst svo vel að hún gat með réttum
gleraugum lesið á bók og unnið í
höndum. Ég gleymi ekki þegar ég
sótti hana á spítalann, hve glöð hún
varð, þegar hún sá skýrt göturnar
og húsin á leiðinni heim.
Þegar Sólvellir, dvalarheimili aldr-
aðra, var opnað á Eyrarbakka í nóv-
ember 1987, flutti hún þangað og
þar var síðan heimili hennar. Þar
dvöldu líka gamlar vinkonur hennar
og nágrannar frá æskuárum, og þar
skildu líka leiðir þeirra, og nú síðast
leið ekki vika frá andláti æskuvin-
konunnar Sigríðar Gunnarsdóttur í
Prestshúsi og hennar. Þannig er
gangur lífsins á langri ævi og þegar
kraftar lífs og anda eru þrotnir verð-
ur ekki betra hlutskiptis óskað, en
hvíldar í ró og friði.
Að lokum innilegar þakkir til
starfsfólks Ljósheima á Selfossi
fyrir alla þá alúð og hlýju sem það
hefur sýnt Ágústu í hjúkrun og
umhyggju síðustu stundirnar.
Ekki síður má þakka forstöðu-
konum og starfsfólki dvalarheimil-
isins á Sólvöllum á Eyrarbakka allt
starf sem þar hefur verið unnið í
þágu aldraðra frá upphafi. Guð
blessi það og launi.
Blessuð sé minning þín, Ágústa
mín.
Ólafur Örn Árnason.
Á sólbjörtum sumarmorgni
kvaddi elskuleg tengdamóðir mín
þennan heim á nítugasta og fyrsta
aldursári.
tímum saman á sumarmánuðum,
jólum og páskum.
Gestrisni ömmu og afa var með
eindæmum, alltaf hlaðið borð af
góðgæti og rómað af öllum þeim
sem heimsóttu þau og má með sanni
segja að amma væri ekki ánægð
nema að allir færu vel mettir frá
þeim.
Alltaf var mjög spennandi að
fara austur á Selfoss til ömmu og
afa, rútuferðir í allavega veðrum
eða ferðalög með mjólkurbílnum.
Það var ætíð áhyggjuefni hjá ömmu
þegar hún vissi að við værum á
leiðinni í snjókomu og slæmum
veðrum.
Heimili ömmu og afa var hlýlegt
og mjög snyrtilegt, amma var mik-
il blómakona og talaði alltaf við
blómin meðan hún vökvaði og
snyrti. Amma var listræn mjög og
föndraði ýmsa muni sem hún vann
úr þurrkuðum blómum og skeljum.
Skömmu eftir andlát afa fluttust
systurnar amma og Áslaug, og með
þeim vinkona þeirra, hún Lóa, að
Háengi 10 þar sem þær bjuggu
saman í tíu ár, en Áslaug lést 1987.
Þá urðu þær tvær eftir, amma og
Lóa. Síðan fór heilsu ömmu að
hraka og þá var orðið erfiðara fyr-
ir þær að búa einar. Árið 1990 fara
þær til dvalar á Ljósheimum, hjúkr-
unarheimili aldraðra, þar sem
amma dvaldi til æviloka.
Við viljum þakka þér, elsku
amma, fyrir allar þær ógleymanlegu
stundir sem við áttu saman og mun
minning þín ávallt lifa með okkur.
Fyrir tæpum fjörutíu árum kom
ég fyrst á heimili verðandi tengda-
foreldra minna. Þar mætti ég hlýju
og velvild sem ætíð fylgdi þeim.
Ótal góðar minningar eigum við
hjón og börnin okkar frá veru okk-
ar í Einarshöfn. Það leið varla sú
helgi að ekki væri farið á „Bakk-
ann“ og á stórhátíðum Jjótti sjálf-
sagt að allir gistu. Ágústa var
myndarleg kona, bæði í útliti og
öllu því sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Hún var snillingur í matargerð
og bakstri og rausnarleg heim að
sækja. Gjafmildi var henni í blóð
borin og hún sagði oft að hún fengi
alltaf eitthvað í staðinn ef hún
gæfi frá sér. Ef eitt barna okkar
átti afmæli kom hún ætíð með eitt-
hvað handa hinum líka. Umhyggju-
semin við barnabörnin var mikil og
háði það henni stundum hve hrædd
hún var um að þau færu sér að voða.
Þegar hugurinn reikar til baka
man ég ekki eftir nema góðum sam-
skiptum við tengdamóður mína.
Okkur varð aldrei sundurorða og
mér var ætíð tekið sem væri ég
dóttir. Mann sinn missti Ágústa
vorið 1995 og var það henni mikið
áfall. Þá var hún farin að missa
sjón og flutti að nokkrum tíma liðn-
um á dvalarheimili aldraðra að Sól-
völlum á Eyrarbakka. Eftir stutta
sjúkrahúslegu á Selfossi s.l. vetur
fluttist hún á öldrunarheimilið Ljós-
heima á Selfossi þar sem hún lést
eftir stutta dvöl.
Þótt hún sæi orðið illa og gæti
lítið farið var hún ævinlega svo
þakklát fyrir allt. Fram á síðustu
stundu talaði hún um hvað allir
væru sér góðir og það væri slæmt
að hún gæti ekkert gert fyrir okk-
ur. Þannig var hún og þannig lifir
minning hennar. Hafðu þökk fyrir
allt.
Edda Björg Jónsdóttir.
Amma okkar, Ágústa Guðrún
Magnúsdóttir frá Einarshöfn, er
látin. Hún var gæfurík í sínu einka-
lífi og átti þar stærstan þátt afi
okkar, Sigmundur Guðjónsson, sem
hún missti fyrir áratug. Samband
þeirra var fallegt, hlýtt og innilegt.
Þess vegna höfðu þau svo mikið
aflögu til að gefa, og þau voru ekki
sínk á þær gjafir. Öðrum fremur
nutum við barnabörnin þess. Og
síðar barnabarnabörnin. Fyrir þetta
viljum við færa þakkir nú að leiðar-
lokum.
Gjafir Ágústu Magnúsdóttur
voru ekki af efnislegum toga, þótt
hún ætti það vissulega til að gauka
peningi í barnslófa. Kærleikurinn,
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Guð geymi þig.
Við viljum þakka öllum þeim sem
önnuðust ömmu okkar síðustu ár
ævi hennar, Lóu sem var ætíð við
hlið hennar, Gústu sem var henni
ómetanleg hjálparhella og vinkona.
Síðast en ekki síst viljum við þakka
starfsfólki Ljósheima fyrir góða
umönnun og hlýju.
Ársæll, Símon, Hildur Soffía,
Kristín Hólmfríður
og Ragnheiður.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þunp greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
í dag kveðjum við Soffíu ömmu-
systur okkar. Um leið og við
hugsum til þess með söknuði að
hitta ekki framar elsku frænku
okkar, þökkum við fyrir góðu minn-
ingarnar sem við munum alltaf
varðveita. Guð geymi þig, elsku
Soffa.
Steinunn Gestsdóttir,
Páll Gestsson.
hlýjan og sá friður sem fylgdi henni
til orðs og æðis eru ávallt eftirsókn-
arverð lífsgæði í huga barnsins, sem
unir áhyggjulaust í leik. Fjaran á
Bakkanum, reiturinn í Einarshöfn.
fjárhúsin hans afa og fiatkökurnar
hennar ömmu skópu að auki þá
friðsæld sem við minnumst frá
bernskunni. Sú friðsæld fylgdi
ömmu raunar allt lífið. Hún var
hógvær, lítillát og traust. í þeim
eiginleikum fólst reisn hennar sem
ávann henni virðingu og ástúð allra
sem kynntust henni.
Þrátt fyrir að amma væri alvöru-
gefin og lítt fyrir ærsl, var skap-
höfn hennar gædd glaðlyndi og
kímni. Bros hennar var þá heillandi
og við erum þess fullvissar að þeir
voru fleiri en afi sem af því hrifust
þegar amma var ung. í gamni og
alvöru var gjarnan rifjað upp þegar
Friðrik, þá krónprins, kom í fylgd
föður síns Kristjáns X til íslands
árið 1921 og bauð henni upp í dans
á skemmtun sem haldin var til heið-
urs konungi. Amma var feimin og
leit ekki upp meðan á dansinum
stóð. Friðrik gaf henni appelsínu
að launum, kannski til að ná at-
hygli hennar. En amma var hvort
tveggja, einlægur lýðveldissinni og
jafnaðarmaður, og féll ekki svo
glatt fyrir töfrum krónsprinsins!
Nú þegar kveðjustundin er runn-
in upp eru tilfinningar blendnar.
Djúpur söknuður en líka gleði. Gleði
yfir því að hafa fengið að njóta
ömmu svo lengi og að hún hafi feng-
ið að skilja við þennan heim án þján-
ingar, með reisn og í sátt við Guð
og menn. Blessuð sé minning henn-
ar.
Árdís og Ágústa.
Okkur langar til að kveðja hana
ömmu Gústu með nokkrum orðum.
Það var alltaf gott og notalegt að
koma til ömmu og afa á Bakkanum.
Það var eins og að koma í sveit að
heimsækja þau. Við fórum í fjárhús-
ið með afa að skoða kindurnar, og
síðan var farið inn til ömmu og allt-
af var hún með tilbúið bakkelsi fyr-
ir okkur. Okkur er minnisstætt þeg-
ar við komum til ömmu og hún sat
inni í þvottahúsi og bakaði flatkök-
ur. Við höfðum mjög gaman af því
að fylgjast með þegar hún bakaði
flatkökurnar og síðan að bakstri
loknum fengum við heitar flatkökur
með smjöri.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann þegar við minn-
umst ömmu. Það var t.d. gaman
þegar við fengum að gista á Bakk-
anum. Þá var útbúin flatsæng á
gólfinu þar sem við öll systkinin,
og jafnvel fleiri frændsystkin sem
voru í heimsókn, lágum, töluðum
saman og skemmtum okkur.
Við kveðjum ömmu Gústu með
þakklæti fyrir allar góðu samveru-
stundirnar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vilborg, Ágústa María,
Selma Bjðrk og
Sigurmundur Páll.
HÁALEITIS
APÓTEK
Háaleitisbraut 68
VESTURBÆJAR
APÓTEK
Melhaga 20-22
eru opin til kl. 22
-ft-
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Háaleitisapótek