Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Ef keypt er fyrir 1.000 danskar krónur í Danmörku Landsbanki Íslands Þoknun 17°júlf'96 íslenskum kr. skipt í danskar kr. í Landsbanka íslands 0 Seðlag. 11,858 kr. 11.858 kr. Peningar teknir út með debetkorti í dönskum banka/hraðbanka 2% 232,12 kr. Alm.g. 11,606 kr. 11.838 kr. Debetkort notað í danskri verslun 1% 116,06 kr. Alm.g. 11,606 kr. 11.722 kr. Islandsbanki íslenskum kr. skipt í danskar kr. í íslandsbanka 0 Seðlag. 11,827 kr. Peningar teknir út með debetkorti í dönskum banka/hraðbanka 2% 232,00 kr. Alm.g. 11,606 kr. Debetkort notað í danskri verslun VISA kreditkort Visa kort notað í danskri verslun Peningar teknir út með kreditkorti í dönskum tlfl EURO kreditkort j Euro kort notað í danskri verslun : Peningar teknir út með kreditkorti í dönskum banka/hraðbanka 2,5% 290,00 kr. Alm.g. 11,606 kr. 11.827 kr. 11.838 kr. • . .w,-- .... O' ■ ■ ’ * • ** “■ ***■ Alm.g. * — o m 2,5% $174,30 x 66,56 kr. 11.601 kr. $178,65 x 66,56 kr. 11.891 kr. Alm.g. 11,606 kr. 11.600 kr. 11.890 kr. Ef keypt er fyrir 500 þýsk mörk í Þýskalandi „ , Þóknun Gengi 500 DM / Landsbanki Islands P0Knun 17.júli'96 ISkr. íslenskum kr. skipt í þýsk mörk í Landsbanka íslands 0 Seðlag. 45,62 kr. 22.810 kr. Peningar teknir út með debetkorti í þýskum banka/hraðbanka 2% 447,70 kr. Alm.g. 47,77 kr. 22.833 kr. Debetkort notað í þýskri verslun 1 % 223,85 kr. Alm.g. 47,77 kr. 22.608 kr. I islenskum kr. skipt í þýsk mörk í íslandsbanka Peningar teknir út með debetkorti í þýskum banka/hraðbanka Debetkort notað í þýskri verslun 0 2% 448,00 kr. 1% 223,85 kr. Seðlag. 45,42 kr. Alm.g. 47,77 kr. Alm.g. 47,77 kr. 22.710 kr. 22.834 kr. 22.608 kr. ■ ,' VISA kreditkort Visa kort notað í þýskri verslun ■ 0 Peningar teknir út með kreditkorti í þýskum banka/hraðbanka 2,5% EURO kredrtkort Wm* --> ""ýS’* | | Euro kort notað í þýskri verslun 0 Peningar teknir út með kreditkorti í þýskum banka/hraðbanka 2,5% 559,38 kr. Alm.g. £ $336,15 x 66,56 kr. 22.374 kr. $344,55 x 66,56 kr. 22.933 kr. Alm>g. 44,75 kr. Alm.g. 44,75 kr. 22.375 kr. 22.934 kr. * dönskum kr. og þýskum mörkum er breytt i dollara og margfaldað með gengi isl. kr. (66,56 kr.) á útskriftardegi. Hagstæðast að nota kredit- kortið í útlöndum? ÞAÐ er hagstæðara að nota kredit- kort í útlöndum en debetkort, ferða- tékka eða seðla samkvæmt lauslegri könnun sem gerð var á Morgunblað- inu í vikunni. Sú niðurstaða er fengin með þeim fyrirvara að ekki verði mikil gengis- hækkun frá þeim tíma sem kortið er notað og til útskriftardags. Líklega hefur þeim fækkað sem búa um gjaldeyri í lítinn léreftspoka og sauma við undirfatnað þegar far- ið er til útlanda. Þar koma til breytt- ir tímar því hægt er að borga beint með kredit- og debetkortum eða taka út fé með þeim í bönkum og hrað- bönkum. En er munurinn á verði mikill eft- ir því hvaða leið er valin? Haft var samband við tvo banka og þeir spurðir um þjónustugjöld og gengi. Ekki voru allir bankar teknir með að þessu sinni heldur einungis haft samband við tvo til að fá saman- burð. Þess má geta að hvorki bankar né sparisjóðir taka nú sérstakt þókn- unargjald fyrir að skipta í erlenda mynt heldur er þóknunin í raun fólg- in í þeim mun sem er á almennu gengi og seðlagengi. Seðlagengið er aðeins mismunandi eftir bönkum. Þá var einnig haft samband við bæði Visa- og Euro-kreditkortafyrir- tækin. Eins og sést í töflunni hér ti! hlið- ar var af handahófi miðað við gengi 17. júlí síðastliðinn en skýrt skal tek- ið fram að kreditkortafyrirtækin reikna ekki út upphæðina þann dag sem verslað er heldur útskriftardag- inn, sem getur verið allt að 45 dögum eftir úttektina. Þá er hjá Visa ætíð tekið útskriftargjald af úttektum mánaðarins ef kortið er notað fyrir meira en 3.000 krónur, hvort sem það eru úttektir innanlands eða er- lendis. Er það 60 krónur hjá Visa ef skuldfært er af reikningi á gjald- daga en 160 krónur ef greitt er með gíróseðli. Hjá Eurocard kostar 90 krónur að skuldfæra af reikningi en 135 krónur að greiða með gíróseðli. Ekki er hægt að fá ferðatékka þegar farið er til Norðurlandanna en það er hægt sé t.d. verið að fara til Þýskalands. Yfírleitt er notað al- mennt gengi við sölu á ferðatékkum og tekin föst þóknun sem vegur þá minna ef um stórar fjárhæðir er að ræða. Mismunandi þjónustugjald er tekið fyrir að skipta ferðatékkum erlendis í seðla. Hægt er að fá ferða- tékka endurgreidda ef þeir glatast. Morgunblaðið/Þorkell Plástrar fyr- ir álagssár COMPEED heitir ný gerð plástra, sem sagðir eru henta íþróttafólki, fjallgöngufólki og öðrum sem hættir til að fá álagssár. Plástrarnir eru úr þunnu og rakaheldu efni og fást í fimm gerðum fyrir mismunandi mein; fyrir skeinusár og afrifur, blöðr- ur, líkþorn, harða húð og sprungur á hælum. í fréttatilkynningu segir að plástrarnir dragi úr sársauka og þrýstingi, vísi vatni, óhrein- indum og bakteríum á bug, græði, verndi og séu húðvænir, þunnir og fyrirferðarlitlir. Plástrarnir fást í iyfjaversl- unum, Hjálpartækjabankanum og víðar. Flestar íslenskar grænmet- istegundir komnar á markað ALLAR íslenskar grænmetístegundir nema seljurót og blað- laukur eru komnar á markað og að sögn Kolbeins Agústssonar hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna eru flestar tegundir viku fyrr á ferðinni en í fyrra. Reiknað er með að blaðlaukur og seljurót komi á markað í tölu- verðu magni um 10. ágúst, þ.e. ef veður helst áfram milt og gott. Kolbeinn segir græn- metið á sama verði og í fyrra, en bætir við að það komi nú í verslanir af meira krafti en oft áður, þannig að búast má við að verðið lækki á næstunni með auknu framboði. Hann segir að þar sem skilyrði til ræktunar hafi verið mjög hagstæð í ár sé Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson grænmetið sérstaklega safaríkt og gott. Lífrænt rækt- aðar matvörur í stórmarkaði „NEYSLA lífrænt ræktaðrar matvöru hefur tekið gífurlegan kipp í Bandaríkjunum að undanförnu, ekki síst eftir að mögulegt varð að kaupa hana innan um aðra neyslu- vöru í stórmörkuðum þar sem fólk verslar yfirleitt“, segir Jonat- han Corcoran mark- aðsráðgjafi en hann var hér á landi í síð- ustu viku með náms- stefnu um lífræna fæðumarkaðinn og miðlaði af reynslu sinni frá Bandaríkjunum. Hann hefur verið upplýsingastjóri Earth’s Best Babyfood um skeið en það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunumn sem framleiðir eingöngu vottaðan, líf- rænan barnamat. Auk þess hefur hann haldið ótal fyrirlestra um málefni lífrænnar framleiðslu. Lífræn mjólk og pasta í Bandaríkjunum er nú hægt að kaupa í helstu stórmörkuðum líf- ræna mjólk, snakk, pasta, tómat- sósur, súkkulaði, hnetusmjör, kjöt og svo framvegis og er þessum vörum komið fyrir við hliðina á þeim sem ekki eru sérstaklega merktar sem lífrænar. Lífrænt ræktaðar matvörur eru að meðaltali 10-30% dýrari en aðrar og hafa lækkað með aukinni sam- keppni. Er nú svo komið að stór- markaðir sækjast eftir lífrænt rækt- aðri vöru því kaupmenn bera meira úr býtum fyrir að selja hana en venjulega. Lífræni fæðumarkaðurinn hefur vaxið mjög hratt í Bandaríkjunum og velti árið 1995 2,7 miljörðum bandaríkjadollara. Spáð er að árið 2000 verði ársveltan 6,7 miljarðar bandaríkjadollara. „Með aukinni eftirspurn hafa fleiri bændur kosið að hefja lífræna ræktun og samkeppnin ásamt auknu framboði hefur leitt af sér lækkað verð. Matreiðslumenn hampa lífrænu hráefni Jonathan segir að tekist hafi að koma góðu orðspori á lífræna rækt- un og segir að nú viti allir að bestu tómatarnir séu lífrænt ræktaðir og fínustu veitingahús noti eingöngu lífrænt ræktað hráefni. Hann segir að matreiðslumeistarar hafi haldið lífrænt ræktaðri matvöru á lofti. „Virtir matreiðslumenn hafa lagt mikið kapp á að nota lífrænt rækt- að hráefni í matreiðslu og í leiðinni auglýst gæði vörunnar. „Lykilatriði er engu að síður dreifing og mark- aðssetning þar sem vörunni er kom- ið fyrir í hillum stórmarkaða. Með því að geta gengið að lífrænt rækt- uðu vörunni í venjulegu búðinni sinni, fyrsta flokks gæðum og borga fyrir hana sanngjarnt verð er hún orðin samkeppnisfær við vöruna við hliðina sem er aðeins ódýrari. Unnar lífrænar vörur Hann segir að nú sé svo komið að ýmsir framleiðendur sem selja unnar vörur, tómatmauk, barnamat og annan pakka-, eða dósamat Ieggi áherslu á að nota einungis lífrænt ræktað hráefni í framleiðsluna og auglýsi það. „Það fyrirtæki sem ég hef unnið fyrir í Bandaríkjunum, Earths best babyfood framleiðir barnamat og er eitt stærsta sinnar tegundar. Það notar einungis líf- rænt og vottað hráefni í framleiðslu sína. Nýlega skipti Earths Best babyfood um eigendur og fyrirtæk- ið Heinz keypti það. Forsvarsmenn þess fyrirtækis sýna líf- rænni ræktun mikinn áhuga sem er gott dæmi um vinsældir þessarar framleiðslu í Bandaríkjunum. - Er hinn almenni Bandaríkjamaður vel upplýstur um til dæmis muninn á lífrænt rækt- uðu grænmeti og þessu venjulega? „Til að byija með var einungis lítill hópur sem mótmælti efna- notkun hjá bændum og verslaði í sérverslunum sem buðu lífrænt ræktað hráefni til matargerðar svona líkt og Ygg- drasill gerir hér á landi. þetta var lítill en kröftugur hópur fólks. Það má segja að fyrir alvöru hafi umræða byijað um lífræna ræktun í kjölfar umíjöllunar fjöl- miðla um efni sem notað var við eplaframleiðslu og reyndist vera hættulegt ungum börnum. Fólk fór að hafa áhyggjur og bændur sem rækta lífrænt tóku við sér og voru duglegir við að koma almennri fræðslu á framfæri um ræktunina og upplýsa um skaðsemi ýmissa efna sem notuð eru enn í dag. Jarðvegurinn þarf að vera í lagi „Það eru ýmis vandamál sem fylgja almennri notkun sterkra efna eða svokallaðra plágueyða. Með sí- felldri notkun þeirra verða skordýr- in ónæm og önnur skjóta upp kollin- um þegar vissum tegundum skor- dýra er útrýmt. Þegar Iífskeðjan er slitin með plágueyði rísa upp önnur vandamál í staðinn. Jarðveg- urinn er undirstaða ræktunarinnar og sé hann ekki í lagi fer margt úr skorðum í framhaldinu. Þeir bændur sem eru með lífræna ræktun þurfa vottun fyrir fram- leiðslu sína og þá veit neytandinn hvaða reglum sá bóndi fylgir sem er með vottunina. Fyrir það er fólk að borga þessi auka 10%, vitneskju um hvar varan er framleidd og hvaða efni voru notuð við fram- leiðsluna. Sá sem kaupir þessa venjulegu vöru sem ekki er lífrænt ræktuð veit oft ekki frá hvaða fram- leiðanda hún kemur né hvað notað var við framleiðsluna. Gæðaeftirlit er mikið í Banda- ríkjunum með lífrænni ræktun og við erum að fá í gegn núna sam- ræmdar vottunarreglur fyrir öll Bandaríkin. Lífrænt íslenskt lambakjöt - Hvaða möguleika hafa íslend- ingar á markaðssetningu lífrænt ræktaðrar vöru erlendis? - Þeir eru margir og einmitt núna er rétti tíminn. Það eru allar dyr að opnast með tilliti til lífrænn- ar framleiðslu. Það má til dæmis hugsa sér að markaðsstja íslenska lambakjötið með þessum hætti og síðan er þörf fyrir ýmsa tilbúna rétti sem eru með þessum lífræna stimpli svo dæmi séu tekin.“ Hann segir að í Danmörku stefni lífrænt ræktuð vara að því að verða 10-20% af neyslu og aukningin er mikil milli ára. „Danir bæði fram- leiða sjálfir og kaupa frá öðrum löndum lífræna vöru. Núna er tvímælalaust rétti tíminn til að fræða almenning hér á landi um lífræna ræktun. Sú vara þarf að vera sjáanleg þar sem fólk verslar almennt, hún þarf að vera bragðgóð og fyrsta flokks. Þá eru allir vegir færir. Jonathan Corcoran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.