Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Von á 5.000 manns á landsmót skáta 1996 sem er að hefjast á Úlfijótsvatni Morgunblaðið/RAX GUÐMUNDUR Jónsson, útvarpsstjóri Bergmáls, og Víking Ei- ríksson, mótsstjóri, uppi í klifurturninum. Ulfljótsvatn í baksýn. ÞORSTEINN Pétursson, betur þekktur undir nafninu Steini Pé, félagsforingi skátafélagsins Klakks á Akureyri, kom hjólandi yfir Kjöl og varð fyrstur til að tjalda á Úlfljótsvatni. Á ÚLFUÓTS VATNI var allt að verða klárt fyrir Landsmót skáta þegar Morgunblaðsfólk leit þar við í gærmorgun. Smiðir voru að Ieggja síðustu hönd á tíu metra háan klifur- og sigtum, þann eina sinnar tegundar á Islandi. Krakk- ar úr Vinnuskóla Reykjavíkur vom í óða önn að slá, raka og lagfæra stíga, og vatns- og raf- magnslagnir voru komnar á sinn stað. Undirbúningur mótsins hef- ur staðið yfir lengi og mikill fjöldi fólks komið að honum, flestir í sjálfboðavinnu. Þó að mótið verði ekki form- lega sett fyrr en annað kvöld, koma flestir skátamir í dag og slá upp tjaldbúðum sinum. Fyrstu rúturaar koma um kl. 11 og síðan munu þær tínast á staðinn á hálf- tímafresti - til að forðast um- ferðaröngþveiti. Á morgun koma svo enn fleiri og áfram verður haldið með tjaldbúðirnar, auk þess sem mótsgestum gefst kostur á að velja milli fjölmargra dagskrár- atriða til að skrá sig í. Þetta verður í fyrsta sinn sem tölvu- búnaður er notaður við skrán- ingar á landsmóti og mun það að sögn Víkings Eiríkssonar mótsstjóra auðvelda mjög alla yfirsýn. Þannig sé til dæmis hægt að fylgjast með því að allir taki þátt í einhverri dagskrá. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir skátar, stórir sem smáir, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Víkingalíf, vatna- safarí, fjallamaraþon, fíkniefna- fræðsla, flekasmíði, hellaskoðun, hofbygging, hjálparsveitakynn- ing, gróðursetning, sundferðir, MÓTSHLIÐIÐ er nú komið á sinn stað og minnir á heim víkinganna. HANN er hvorki meira né minna en tíu metra hár, þessi glæsilegi klifur- og sigturn. silungsveiði - þannig mætti lengi telja. Séð verður fyrir því að skát- arnir hafi nóg að bíta og brenna og munu fimmtán manns verða í fullu starfi allan tímann við matarúthlutun. Öllum mat er skipt niður í flokkseiningar fyrir átta manna flokka og fer inni- hald matarskammtanna nokkuð eftir því í hvaða verkefnum flokkurinn er hverju sinni. Flokkur sem er á leið í göngu- ferð fær samlokur og í þær má t.d. bæta villtum kryddjurtum sem á vegi manna verða á fjöll- um. Þeir sem eru á matreiðslun- ámskeiði fá t.d. lambakjöt til að grilla eða moðsjóða. Fyrir þá í fótspor víkinga sem taka þátt í vatnasafaríi að morgni er séð fyrir heitri máltíð í hádegi til að hlýja mannskapn- um eftir volk í vatninu. Skátum gefst einnig möguleiki á að veiða sér til matar, nánar tiltekið lax sem komið verður með í kerjum á mótssvæðið. Hann verður veiddur með berum höndum og matreiddur að hætti víkinga. Hápunktur mótsins verður á miðvikudaginn, en þá er Óðins- dagur samkvæmt tímatali víking- anna. Dagurinn verður tileinkað- ur alþjóðiegu skátastarfi og munu erlendir skátar kynna sín þjóðlönd og skátastarfið þar og islensku skátamir kynna sína heimabyggð og sérkenni hennar. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, kemur í opinbera heimsókn síðdegis og spjallar við skáta. Einnig verður í gangi fjöl- breytt íþróttadagskrá, landnáms- leikur og ýmsar uppákomur. Tveir íslenskir víkingar elja kappi við tvo af sterkustu mönn- um heims og um kvöldið verður slegið upp víkingadansleik. Útvarpsstöðin Bergmál verður starfrækt alla mótsdagana og er henni ætlað að vera eins konar bergmál af því sem fram fer á mótinu, að sögn Guðmundar Jóns- sonar, útvarpsstjóra, sem hefur komið sér fyrir í litlum skúr með öllum nauðsynlegustu tækjum til útvarpsrekstrar. Megintilgangur útvarpsstöðvarinnar er að miðla upplýsingum til mótsgesta. Einnig verður gefið út móts- blað á hverjum degi og auk þess verða starfandi 23 fréttaritarar sem senda héraðsfréttablöðum i sinni heimabyggð fréttir af landsmótinu. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar Eðlilegt að skipa und- irnefndir til ákveð- inna verka „FULLYRÐINGAR um valdníðslu koma mjög á óvart, því sveitarfélög skipa mjög oft undirnefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum. Miklar framkvæmdir eru á döfinni hjá Hafnaríjarðarhöfn og því var talið eðlilegt að skipa þriggja manna nefnd, sem gæti fengist við það verk- efni og ekkert annað. Ég veit ekki til þess að félagsmálaráðuneyti hafi haft afskipti af slíkri nefndarskip- an,“ sagði Valgerður Guðmunds- dóttir, formaður bæjarráðs Hafnar- fjarðar, í samtali við Morgunblaðið. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, þau Valgerður Sigurðardóttir og Magnús Gunnarsson, kært til félags- málaráðuneytis þá ákvörðun meiri- hluta bæjarstjórnar að setja á fót starfsnefnd, er fjalli um fram- kvæmdamál Hafnarfjarðarhafnar. Valgerður Sigurðardóttir, for- maður hafnarstjórnar, kvaðst telja skipun starfsnefndarinnar ólög- mæta, þar sem hún æiti greinilega að fara inn á starfsvið hafnarstjórn- ar og sagði ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar virka sem hreina og klára valdníðslu. Tilnefningar hafnarsljórnar samþykktar Valgerður Guðmundsdóttir kvaðst undrast þennan málatilbúnað. „Bæj- arstjórn ákvað að skipa þessa undir- nefnd hafnarstjórnar vegna óvenju mikilla framkvæmda á næstunni. Hafnarstjórn var falið að tilnefna tvo nefndarmenn og voru tilnefningar Valgerðar Sigurðardóttur, Sjálf- stæðisflokki, og Eyjólfs Sæmunds- sonar, Alþýðuflokki, samþykktar á fundi bæjarstjórnar. Þá þótti eðlilegt að bæjarráð skipaði þriðja nefndar- manninn. Á fundi ráðsins á fimmtu- dag var hins vegar samþykkt að verða við tilmælum bæjarfulltrúa SjálfstæGisflokksins um að fresta þeirri tiinefningu og þar kom fram að nefndarskipunin hefði verið kærð til ráðuneytisins." Valgerður kvaðst ekki þekkja dæmi þess að félagsmálaráðuneytið hefði afskipti af skipan undirnefnda og vinnunefnda á vegum sveitarfé- laganna, en það yrði að koma í ljós hveiju ráðuneytið svaraði kærunni. Jón B. G. Jónsson, yfirlæknir á Patreksfírði um yfírvinnugreiðslur Fráleitar fullyrðingar JÓN B. G. Jónsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, segir það alrangt, sem fullyrt var í Morgun- blaðinu í gær, að dæmi væru um að hann hafi fengið í einum mánuði yfirvinnugreiðslur sem samsvari því að hann hafí unnið yfírvinnu allan sólarhringinn alla daga mánaðarins. „Þær fullyrðingar sem fram koma í Morgunblaðinu um launagreiðslur til mín eru alrangar og ekki blaðinu sæmandi. Með þeim er vegið alvar- lega að mannorði mínu, sem hlýtur að kalla á viðbrögð af minni hálfu. Að meðaltali eru yfírvinnutímar mín- ir 15-30 í mánuði. Það hefur að sjálf- sögðu komið fyrir að þeir hafí verið fleiri sérstaklega þegar ég var eini læknirinn á svæðinu. En fullyrðingar um að ég hafí fengið yfírvinnu- greiðslur sem samsvara því að ég hafí unnið yfirvinnu allan sólarhring- inn alla daga mánaðarins eru fráleit- ar,“ sagði Jón. Jón sagði að hann, eins og fjöl- margir læknar á litlum sjúkrahúsum á landsbyggðinni, væri ráðinn til starfa af heilbrigðisráðuneytinu í fullt starf sem heilsugæslulæknir og hálft starf sem sjúkrahúslæknir. Hluti af starfínu væri að sinna bak- vöktum og í samræmi við ráðningar- samninginn væri hann á bakvöktum bæði sem heilsugæslulæknir og sjúkrahúslæknir. Bakvaktagreiðslur væru ekki það sama og yfirvinnu- greiðslur, sem sæist best á því að greiddar væru margfalt hærri upp- hæðir fyrir yfírvinnu en greiddar væru fyrir bakvaktir. „Þetta fyrirkomulag tíðkast um allt land og er í samræmi við ráðning- arsamning sem heilbrigðisráðuneytið hefur gert við mig. Ráðuneytið hefði að sjálfsögðu getað neitað því að ráða mig í 150% starf, en það gerði það ekki, heldur réði mig í 150% starf og greiðir mér laun í samræmi við kjara- samninga. Hér er því ekkert sem þarf að fela og á engan hátt staðið óeðlilega að málum,“ sagði Jón. Jón sagði ennfremur rangt að hann hefði fengið greidda dagpen- inga. Hann fengi greidda fæðispen- inga í samræmi við reglur sem um það gilda. Dregið hefði verið úr greiðslu fæðispeninga til sín, en þær hefðu ekki verið afnumdar eins og fullyrt væri í frétt Morgunblaðsins. Ath. ritst. Fullyrðing Morgunblaðsins um launagreiðslur til yfírlæknisins byggjast á skýrslu, sem Sigfús Jóns- son hefur tekið saman fyrir heilbrigð- isráðuneytið, um rekstur Sjúkrahúss- ins á Patreksfírði. Morgunblaðið leit- aði samdægurs eftir viðhorfum yfir- læknisins, sem birtust í sömu grein og í beinu framhaldi af fyrmefndri fullyrðingu. Það kann að vera álita- efni hvort rétt sé að umreikna bak- vaktir yfir í yfírvinnugreiðslur. Ljósleiðara- skreyting hjá OLÍS ÁTTATÍU metra löng Ijósleiðara- skreyting var sett upp á nýrri bens- ínstöð OLÍS í vikunni. Að sögn Jóhannesar Tryggvasonar fram- kvæmdastjóra Þríkants, sem sér um sölu á velti- og ljósleiðaraskilt- um, er þetta nýjung í auglýsinga- tækni. Ljósleiðarinn er frá Banda- ríkjunum og leiðir ljós en ekki rafmagn, eins og hefðbundin neon- skilti gera. Af þeim sökum er Ijós- leiðarinn helmingi spameytnari á rafmagn og hættuminni svo hægt er að hafa hann innandyra. Ijós- leiðarinn er samsettur af köplum úr plasti sem breyta um lit eftir því Ijósi sem sent er. Hver Ijóspípa er um þrír sentimetrar í þvermál, sem hægt er að móta og beygja að vild. Bensínstöð OLIS á Sæ- braut mun vera fyrsta bensínstöðin í Evrópu sem fær Ijósleiðara. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg THOMAS Möller, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs OLÍS, Einar Ólafsson, for- stöðumaður söludeildar OLIS, Jóhannes Tryggvason framkvæmdastjóri Þríkants, og Hafsteinn Guðmundsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar OLÍS, settu upp ljósleiðarakapal á bens- ínstöð OLÍS við Sæbraut í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.