Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20..JÚLÍ 1996 F MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ NEMENDUR Vinnuskóla Húsavíkur gáfu sér tíma til að setjast niður og hvíla sig frá gróðursetningunni. Unglingar planta loðvíði í mellpnd irjin af Skjálfanda Laxamýri - Það var mikið um að vera í mellöndunum vestan Laxár fyrir helgina en þar var saman kominn hópur ungs fólks frá Vinnuskóla Húsavíkur í þeim til- gangi að planta loðvíði og bau- nagrasi í uppgræðslusvæðið. Sem kunnugt er hefur sandfok aukist á undanförnum árum norð- an og vestan Aðaldalsflugvallar og mikið hefur verið rætt um aðgerð- ir til þess að auka gróðurþekju. Að sögn Guðrúnar Láru Pálma- dóttur fulltrúa Landgræðslunnar sem hefur kynnt sér aðstæður er nauðsynlegt að gripa til mun rót- tækari aðgerða enda flokkast svæðið undir rofsvæði fimm sem þýðir mjög mikið fok og rýrnun gróðurs. Nauðsynlegt sé að afla peninga til framkvæmda og best væri að semja við styrktaraðila t.d. fyrirtæki eða félagasamtök sem vildu taka að sér að fjár- magna vernd þess og uppgræðslu. Þá skal geta þess að sandfok í Laxá ofan Æðarfossa hefur verið mikið vegna gróðureyðingarinnar og eyðilegging hrygningarstöðva og yarphólma blasir við. Á þessum gróðursetningardegi vinnuskólans var plantað 4000 loð- víðiplöntum og 800 baunagrösum og sagðist Guðrún Lára vonast til að hægt væri að fá fleiri aðila til þess að leggja málinu lið. Ægishjálmur - þjóð- sögur af Ströndum Drangsnesi - „Ægishjálmur skal ristur á blý og blýmyndinni þrengt á enni sér milli augnabrúnanna. Er hverjum sigur vís sem gengur móti óvini sínum. Ægishjálmur er líka örugg vörn við reiði höfðingja." Svo er í Galdraskræðu Skugga (Jochums M. Eggertssonar) lýst galdrastafn- um Ægishjálmi sem síðan árið 1930 hefur verið merki Strandasýslu og er stafurinn talinn hafa mikla verk- an. Fá svæði á íslandi eru í hugum fólks jafn tengd göldrum og dulúð og Strandir. Strandamenn hafa hingað til átt erfitt með að benda þeim sem vildu kynna sér sögur og sagnir af galdramönnum, tröllum og annarri þjóðtrú sem tengist svæðinu á einhverjar ákveðnar bækur þar sem á aðgengilegan hátt væri hægt að finna þjóðsögur af Ströndum. Sögur þessar og sagnir er að fínna í öllum helstu þjóðsagnasöfnum sem gefin hafa verið út en ekki endilega tekið fram að þær tengist Stranda- sýslu sérstaklega. Því var það að héraðsnefnd Strandasýslu réðst í það að gefa út á bók valdar þjóðsögur úr Stranda- sýslu. Bókin heitir Ægishjálmur, þjóðsögur af Ströndum. Magnús Rafnsson valdi sögurnar og sá um útgáfuna. Bókin, sem er í kilju- formi, er það sem kalla má ferða- mannavæn því hún er af mátulegri stærð til að hafa í farteskinu þegar % K íiau^. i Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir MAGNÚS Rafnsson les úr Ægishjálmi á útgáfukvöldi bókarinnar að Laugarhóli í Bjarnarfirði 27. júní sl. ferðast er um Strandir. Er í henni kort af Strandasýslu þar sem tölur vísa til kaflanúmera og sýna helstu sögusvið sagnanna. Flestar tegundir sagna eiga fulltrúa í kverinu og þar er að finna sögur úr flestum sveitum sýslunnar og loks má geta þess að þær eru ekki síst valdar með það í huga að góða skemmtun mætti hafa af lestri þeirra. Héraðsnefnd Strandasýslu kynnti útgáfu bókarinnar að Laugarhóli í Bjarnarfírði 27. júní sl. Skólasel í Sól- garði lagt niður Eyjafjarðarsveit - Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi í fyrradag, að leggja niður skólasel sem starfrækt hefur verið undanfarin ár í Sólgarði fyrir nem- endur í 1. til 3. bekk. í Sólgarði var áður barnaskóli Saurbæjarhrepps fyrir sameiningu hreppanna 1991. Innan við tíu nem- endur hafa verið í selinu og kostn- aður þar af leiðandi mikill á hvern nemanda. Fimm hreppsnefndar menn samþykktu að leggja selið niður en tveir voru á móti. Akstur með nemendur sem lengst eiga að fara í skólann að Hrafnagili er um 30 kílómetrar en þar hefur nú allt skólahald í Eyjafjarðarsveit verið sameinað. VIÐSKIPTI Hagnaður íslenska járnblendifélagsins tæpar 400 milljónir á fyrri árshelmingi Rösklega tvöfalt meirí hagnaður en ífyrra ÍSLENSKA járnblendifélagið hf. á Grundartanga skilaði alls um 394 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er rösklega tvöfalt meiri hagnaður, en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 188 milljónum. Má fyrst og fremst rekja það til hagstæðrar verðþróunar á kísiljárni á heims- markaði. Að sögn Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra íslenska járn- blendifélagsins hefur verð á kísil- járni haldist stöðugt það sem af er árinu, framleiðslan verið nálægt fyllstu afköstum og salan gengið vel. Var velta á fyrri árshelmingi miðað við fob-verð seldra vara um 2.112 milljónir. Fyrirtækið hefur nú gjaldfært eftirstöðvar þess af- sláttar sem Landsvirkjun veitti því á erfiðleikaárunum 1993-1994. Þá hafa hluthafar fengið greiddar 187 milljónir króna í arð vegna ársins 1995. Verð hefur haldist hátt „Á síðasta ári var stígandi verð allt árið þannig að meðalverðið var mun lægra en í ár," sagði Jón þegar hann var beðinn um að skýra hina góðu afkomu fyrirtækisins. „Verðið hefur haldist stöðugt frá því í lok síðasta árs. Fyrir bragðið varð afkoman á fyrri helmingi árs- ins miklu betri heldur en á fyrri helmingi ársins í fyrra. Síðan dreg- ur saman aftur núna á seinni hluta ársins, þar sem verðið á seinni hluta síðasta árs var mun hærra en á fyrri hluta þess. Framleiðslumagn hefur hins vegar haldist svipað og kostnaður heldur hækkað. Bæði þurfum við Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar um 3,3% VÍSITALA byggingarkostnað- ar reyndist vera 216,9 stig eftir verðlagi um miðjan júlí og er það hækkun um 3,3% síðan í júní, að þvíer segir í frétt frá Hagstofu íslands. Ástæðu þessara hækkunar- innar nú er að rekja til þess að endurgreiðsluhlutfall virðis- aukaskatts, vegna vinnu á byggingarstað, lækkaði 1. júlí sl. í 60% úr 100% áður. Olli sú breyting 3,3% hækkun á vísitölunni. Lækkun endurgreiðslanna var sem kunnugt er ákveðin í tengslum við þær breytingar sem gerðar hafa verið á vöru- gjaldskerfinu. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 6%. Und- anfarna þrjá mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,4%, sem jafn- gildir 14,2% verðbólgu á ári. Hagstofan hefur ennfremur reiknað launavísitölu júnímán- aðar og er hún 147,9 stig, sem er 0,1% hækkun frá fyrra mánuði. Samsvarandi launa- yísitala, sem gildir við útreikn- ing greiðslumarks fasteigna- lána, verður 3.232 stig í ágúst. MéHP* að gjaldfæra mjög hátt rafmagns- verð samkvæmt samkomulagi við Landsvirkjun og höfum varið til- tölulega miklum fjármunum til við- halds hér á svæðinu." Um afkomuhorfur á síðari helm- ingi ársins sagði Jón Sigurðsson að ekkert benti til annars en að verðlag á kísiljárni myndi haldast stöðugt og afkoman yrði því mjög góð á árinu. Hins vegar yrði af- koman ekki jafngóð á síðari helm- ingi ársins og þeim fyrri, þannig væri ekki við því að búast að hagn- aður ársins næði 800 milljónum. „Það skýrist af því að þegar hagn- aður fer yfir 520 milljónir á Lands- virkjun rétt á þriðjungi af okkar hagnaði sem uppbót á rafmagns- verðið, samkvæmt gömlum samn- ingi." Stækkun verksmiðjunnar í athugun Eiginfjárhlutfall félagsins var í lok júní um 58% og er nú svo kom- ið að langtímaskuldir eru orðnar lægri en útistandandi viðskip- takröfur. Þannig nema langtíma- skuldirnar nú um 900 milljónum en (útistandandi kröfur um 1.200 milljónum. Eigið fé nemur alls um 2.341 milljón, en til samanburðar má nefna að á erfiðleikaárunum varð það lægst um 1 milljarður. Eins og kunnugt er standa yfir athuganir á hagkvæmni þess að stækka verksmiðjuna með því að bæta við þriðja ofninum. Jón sagði að unnið væri að þeim athugunum af fullum krafti, bæði hinum tæki- lega undirbúningi og mati á horf- um á markaðnum á næstu árum. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði um tæplega l%ígær Hlutabréfí Marel lækka um 15% ÞINGVISITALA hlutabréfa lækk- aði um tæplega 1% í viðskiptum í gær og er þetta ein mesta lækk- un sem orðið hefur á vísitölunni á þessu ári. Þeir sérfræðingar á hlutabréfamarkaði sem Morgun- blaðið ræddi við í gær telja þó að hér sé um eðlilega leiðréttingu að ræða eftir miklar hækkanir und- angenginna vikna. Mikil viðskipti áttu sér stað í gær og námu heild- arviðskipti dagsins á Verðbréfa- þingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum tæpum 87 milljónum króna. Mesta einstaka lækkunin varð á gengi hlutabréfa í Marel en gengi bréfanna lækkaði um rúm 15% í viðskiptum í gær. Þetta er annan daginn í röð sem gengi hlutabréfa í Marel lækkar verulega en á fimmtudag lækkaði gengið um 9%. Gengi bréfanna hefur því lækkað um 23% á tveimur dögum, var 11,01 við lokun í gær en var hæst 14,30 í þessari viku. Þrátt fyrir lækkun undangenginna daga er gengi bréfanna 142% hærra en það var í byrjun þessa árs. Hlutabréf fleiri félaga lækkuðu í verði í gær. Þannig lækkuðu hlutabréf m.a. í Jarðborunum, Þró- unarfélagi íslands, Eimskip, Síldarvinnslunni hf. lækkuðu einn- ig nokkuð í verði. Gengi hlutabréfa í Jarðborunum lækkaði um 6,25% í 3,0 en lækkanir í öðrum félögum urðu minni. Viðmælendur blaðsins á verð- bréfamarkaði i gær töldu að hér væri um eðlilega leiðréttingu að ræða eftir miklar hækkanir að undanförnu. Var þar meðal annars bent á að hvað mestar lækkanir hefðu orðið í Marel, enda hefði gengi bréfanna hækkað mest það sem af er þessu ári. Orðaði einn viðmælenda það svo að þessi lækk- un væri einungis merki um heil- brigðan hlutabréfamarkað og sýndi mönnum að bréfin gætu einnig lækkað. Mikil viðskipti í Plastprenti Hlutabréf hækkuðu í verði í nokkrum félögum í gær og má þar nefna að hlutbréfa í íslenskum sjávarafurðum hækkuðu um 5,4% í gær og stóð gengi bréfanna í 4,85 við lokun. Mesta athygli vekja hins vegar mikil viðskipti með hlutabréf í Plastprenti. í gær áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í félaginu að söluvirði tæplega 31 milljón króna og hækkaði gengi þeirra um 5,3% í 6,0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.