Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hveravellir Ferðafélaginu falin umsjón elsta sæluhússins FERÐAFÉLAG íslands bauð fjöl- miðlafólki í dagsferð til Hveravalla í fyrradag, til kynningar á starfsemi félagsins þar og málstað þess í deil- um þeim sem staðið hafa undanfar- ið um skipulagsmál á svæðinu. Við það tækifæri var einnig kynntur nýgerður samningur milli Ferðafé- lagsins og Minjavemdar, þar sem félaginu er falin umsjón með elsta sæluhúsinu á Hveravöllum, sem nú er ætlað hlutverk sem gestastofa. Gamla sæluhúsið á Hveravöllum var byggt sumarið 1922. íslenska fjallvegafélagið hafði þá ráðið þtjá menn til að lagfæra og varða Kjal- veg, og var þeim einnig falið að reisa sæluhús á Hveravöllum, sem ætlað var sem afdrep fyrir menn og hesta. Veggir hússins voru hlaðnir úr hraungrýti úr nágrenninu og þakið var klætt bárujárni og torfi. í sæluhúsinu var upphaflega milliloft, og því gátu ferðalangar hvílst uppi og geymt hesta sína niðri. Gamla sæluhúsið endurbyggt Minjavernd hóf árið 1992 að kanna leiðir til að lagfæra húsið, sem þá var orðið mjög illa farið. Minjavemd gerði vörslusamning við Svínavatnshrepp árið 1992, sem fól í sér yfirtöku stofnunarinnar á hús- inu með endurgerð þess í huga. Framkvæmdirnar áttu sér stað sumrin 1994 og 1995 í samvinnu við Náttúruverndarráð, og voru þær kostaðar af Fjailasjóði. Allir veggir hússins voru endurhlaðnir og þekj- an var endurnýjuð og klædd torfi. Milliloftið var einnig fjarlægt. FERÐALANGAR að mynda hverinn Öskurhól, sem er hávaða- samur í meira lagi eins og nafnið bendir til. Á myndinni sést hluti göngupalla, sem lagðir hafa verið um hverasvæðið. YNGRI skáli Ferðafélags íslands á Hveravöllum, sem byggður var árið 1980. Verði skipulagi Svínavatnshrepps hvað varðar Hveravallasvæðið ekki hnekkt, fær skálinn ekki að standa áfram. Kennt við Fjalla-Eyvind Samningur milli Minjavemdar og Ferðafélags íslands um daglegt eft- irlit, umsjón og vörslu hússins var undirritaður 24. júní sl. Gamla sælu- húsinu er nú ætlað það hlutverk að hýsa upplýsingar um Hveravelli, náttúrufar og sögu staðarins. Gönguleið um svæðið hefur verið tengd húsinu og þar verður komið upp fræðslu- og upplýsingaspjöldum á vegum Náttúruverndarráðs. Nafn hússins hefur ekki verið ákveðið, en líklegt er að það verði kennt við útilegumanninn kunna, Eyvind Jóns- son, sem dvaldi tvívegis á Hveravöll- um í útlegð sinni á 18. öld. Morgunblaðið/Þorkell GAMLA sæluhúsið á Hveravöllum, sem Ferðafélagi íslands hefur nú verið falið til umsjónar. Refasveit Stórfellt dráp kríuunga Blönduósi. Morgunblaðið. FJÖLDI kríuunga hefur verið drep- inn á Neðribyggðarvegi skammt norðan Blönduóss, milli Blöndu- bakka og Bakkakots. Að ' sögn Valdimars Guðmannssonar, fyrr- um bónda í Bakkakoti, er þetta með því mesta sem hann man eftir. Ástæður þessa ungadráps eru að sögn Valdimars ógætilegur akstur um veginn. Ungamir setj- ast gjarnan á veginn og eru heldur seinir í svifum og þurfa menn að sýna aðgát í akstri þegar ekið er í gegn um kríuvarp. Valdimar Guðmannsson taldi að þetta hefði gerst um síðastliðna helgi og að minnsta kosti um 30 ungar verið drepnir. Mun fleiri ungar hafa drepist vegna ógætilegs aksturs í vettvangskönnun sl. fimmtu- dag kom í ljós að mun fleiri ungar hafa látið lífið vegna ógætilegs aksturs. Hvort sem hér er um vilja- eða óviljaverk að ræða er ljóst, sagði Valdimar, að sá eða þeir sem hér hafa verið að verki eru ekki í sterkum tengslum við umhverfi sitt. Á myndinni virðir Haukur Ás- geirsson á Blönduósi fyrir sér kríu- ungahræ sem safnað var saman á örstuttum vegarkafla á Neðri- byggðarvegi. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hæfi eða vanhæfi skólamanna í bæjarstjórn Hornafjarðar Akvörðun um megin stefnu í skólamálum GREIDD voru atkvæði um hugsan- legt vanhæfi þriggja skólamanna í bæjarstjórn Hornafjarðarbæjar áður en tillögur um framtíðarfyrir- komulag skólahalds þar komu til afgreiðsiu. Mennirnir eru skóla- stjórar Hafnarskóla og Heppuskóla og kennari við Nesjaskóla. Þeir voru ekki taldir vanhæfir og tóku því þátt í afgreiðslu málsins, sem nú hefur verið kærð til félagsmála- ráðuneytis, með vísan til stjórn- sýslulaga. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri í Hornafjarðarbæ, segir að það væri hlálegt ef féiagsmálaráðuneyt- ið, sem áður hefur úrskurðað að skólastjórnendur og kennarar geti setið í sveitarstjórnum, færi nú að úrskurða sömu menn vanhæfa. Hann segir að þarna sé um að ræða ákvörðun um meginstefnu í skóla- málum, sem engin áhrif hafi á per- sónulega hagi þeirra skólastjóra og kennara sem um ræðir. Bæjarsljórnin sammála um meginstefnu Sturlaugur segir ennfremur að bæjarstjórnin öll sé mjög sammála um meginstefnuna í skólamálum og því hefði það engu breytt um ákvörð- unina þótt umræddir bæjarstjórnar- menn hefðu vikið sæti. Þessi sama ákvörðun bæjarstjórn- ar hefur einnig verið kærð til um- boðsmanns barna. Um þá kæru seg- ir bæjarstjórinn að ákvörðunin um þrískiptingu grunnskólans sé fyrst og fremst tekin vegna barnanna. „Með þessu erum við að stíga skref sem sum sveitarfélög treysta sér ekki tii að taka á áratug,“ segir Sturlaugur. Álitið heildarskipulagsmál Albert Eymundsson, skólastjóri Hafnarskóla og einn bæjarstjórnar- manna, segist oft hafa haft frum- kvæði að því að víkja sæti og vekja athygli á vanhæfi, og hafi samstarfs- mönnum hans oft þótt nóg um. „Ég hef verið viðkvæmur fyrir þessu vanhæfi og er það áfram, og það kæmi vel á vondan ef ég færi nú að lenda í þessu sjálfur. Menn litu bara á þetta sem heildarskipulags- mál, en ekki málefni hverrar stofn- unar fyrir sig, þannig að það hefur sjálfsagt verið þess vegna sem þeir töldu okkur ekki vanhæfa í þessu máli,“ segir Albert. Eru skólamenn yfirleitt kjörgengir til sveitarstjórna? Sævar Kristinn Jónsson, kennari við Nesjaskóla, sem jafnframt á sæti í bæjarstjórn, telur sig ekki vanhæfan til að fjalla um mál grunn- skólans, ekki síst í ljósi þess að hann sé að fara í launalaust leyfi frá kennslu. Hann segist hinsvegar velta því fyrir sér hvort kennarar og skóla- stjórnendur séu yfirleitt kjörgengir til sveitarstjórna eftir að sveitarfé- lögin hafa yfirtekið rekstur grunn- skólanna. Ekki náðist í Guðmund Inga Sig- björnsson, skólastjóra Heppuskóla, þar sem hann er staddur erlendis. i I > í I » I I I I I » i i i p i i i; l í t 9 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.