Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 13
VIÐSKIPTI
ÚRVERINU
Rekstur GSM-síma-
kerfis boðinn út í
Þýskalandi
Rekstraraðili valinn m.a. eftir útbreiðslu
ÞÝSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið
að bjóða út rekstur nýs GSM-síma-
kerfis þar í landi og verður kerfið
hið Qórða þar í landi. Fyrir eru
GSM-símakerfi þýska ríkisfyrir-
tækisins Deutsche Telekom, þýska
fyrirtækisins Mannesmann, sem
rekið er í samstarfi við bandaríska
fyrirtækið Airtouch Communicat-
ions, auk símakerfis sem þýsku fyr-
irtækin Thyssen og Veba reka í
samstarfi við bandaríska símafélag-
ið BellSouth.
Gert er ráð fyrir því að fjöldi til-
boða muni berast í rekstur hins
nýja kerfis, að því er fram kemur
í frétt The Wall Street Journal á
miðvikudag. Þtjú fyrirtæki hafa
lýst því yfir að þau hyggist bjóða
í rekstur kerfisins í sameiningu, en
þau eru þýsku fyrirtækin RWE,
Viag og breska símafélagið British
Telecom. Þá er einnig talið líklegt
að AT&T verði meðal bjóðenda.
Þýska ríkisstjórnin hefur lýst því
yfir að hún muni loka fyrir tilboð
um miðjan októbermánuð og að nýr
rekstraraðili verði valinn 4. febrúar.
Gengið út frá gæðum og
útbreiðslu þjónustu
Doerr Harad, starfsmaður þýska
póst- og símamálaráðuneytisins,
sem Morgunblaðið ræddi við í gær,
sagði að við val á nýjum rekstrarað-
i!a væri miðað við hversu mikla
útbreiðslu viðkomandi fyrirtæki
hygðist bjóða, auk ýmissa tækni-
legra og stjórnunarlegra þátta.
Hann sagði að greiða þyrfti fyrir
leyfið en það væri fyrirfram ákveð-
in upphæð og því ekki um það að
ræða að leyfið yrði veitt hæstbjóð-
anda.
Þýska ríkisstjórnin gerir þá lág-
markskröfu til bjóðenda að hið nýja
kerfi muni nátil a.m.k. 75% þjóðar-
innar fyrir árslok 2001. Hins vegar
lítur stjórnin það jákvæðum augum
ef boðin er meiri útbreiðsla í útboð-
inu, að því haft er eftir fulltrúa
ráðuneytisins í The Wall Street
Joumal.
Síðast þegar rekstur GSM-síma-
kerfis var boðinn út í Þýskalandi
þrýstist þessi dreifingarprósenta
mikið upp í útboðinu og fór svo að
Thyssen, Veba og BellSouth, sem
hlutu leyfið, skuldbundu sig til þess
að ná til a.m.k. 92% þýsku þjóðar-
innar innan 5 ára. Raunar kröfðust
forráðamenn fyrirtækjanna að lág-
marksdreifing yrði hækkuð í ljósi
þessa, til þess að fyrirbyggja að
fyrirtækið stæði jafnfætis nýjum
aðilum í samkeppninni. Hins vegar
hafa þeir lýst því yfir að líkast til
muni mikil samkeppni um leyfið
tryggja það að dreifingarhlutfallið
þrýstist upp fyrir fyrrnefnd 75%.
m E
(jjPfö ’ ’ A"* : w i •■■ p
— ‘T’TTrr:
Víking hf. flytur
út bjór til Sviss
VÍKING hf. á Akureyri hefur geng-
ið frá umboðssamningi við sviss-
neska fyrirtækið Viking Trading,
en fyrirtækið er í eigu fyrirtækis í
Liechtenstein. Samningur þessi er
að sögn Baldvins Valdimarssonar,
framkvæmdastjóra Víking hf.,
gerður í kjölfar vaxandi útflutnings
á Víking bjór til Sviss.
„Þetta fyrirtæki byrjaði að eiga
við okkur viðskipti í mjög litlu
magni nú í vor, en síðan hefur þetta
aukist mikið á skömmum tíma og
þegar svo var komið að þeir voru
farnir að panta hjá okkur verulegt
magn leituðu þeir eftir því að gera
við okkur umboðssamning," segir
Baldvin.
IJtflutningur í gámavís
Baldvin segir að í upphafi hafi
aðeins verið um fáein bretti að
ræða í senn en nú sé svo komið að
sendingarnar séu í gámavís einu
sinni í mánuði. Hann vill þó ekki
gefa upp nákvæmlega hversu mikið
magn sé um að ræða. Hins vegar
stefni í að þessi útflutningur skipti
verulegu máli í rekstri fyrirtækis-
ins. Þá hafi nú verið gengið frá
raðpöntunum sem muni hafa enn
frekari aukningu í för með sér.
Baldvin segir að varla líði sá
dagur að fyrirtækið fái ekki ein-
hveijar fyrirspurnir um hugsanleg-
an útflutning. Hins vegar hafi þurft
að velja mjög á milli hvaða fyrir-
spurnum sé svarað, enda felist í
þeim mikil vinna sem oft á tíðum
leiði ekki til neins.
Fram til þessa hafi útflutningur
oftast strandað á lítilli framleiðslu-
getu verksmiðjunnar. „Það má
segja að þessi verksmiðja sé of stór
fyrir innanlandsmai'kað en of lítil
fyrir erlenda markaði.
Við höfum því helst reynt að
finna einhveija aðila sem eru
smærri í sniðum og það var það sem
vakti athygli okkar á þessum aðil-
um. Okkur fannst það ef til vill
dálítið langsótt að flytja íslenskan
bjór alla leið út til Sviss og við
bjuggumst ekki við miklu í upphafi
en síðan hefur þetta undið upp á
sig hreint ótrúlega."
Morgunblaðið/RAX
ALLT að verða klárt. Trollið tekið um borð í Snorra Sturluson og kúrsinn síðan tekin á Smuguna.
Gert klárt í Smuguna
VEIÐI í Smugunni er nú farin
að glæðast og gerðist það líka
í fyrrasumar á sama tíma.
Rúmur tugur skipa er þar
norðurfrá, nokkur eru á leið-
inni og enn fleiri bíða átekta.
Grandi hefur þegar sent þrjú
skip uppeftir og þrjú eru að
leggja af stað þessa dagana.
Það eru Örfirisey, Akurey og
Engey, sem eru komin í Smug-
una, en Snorri Sturluson, Þern-
ey og Viðey eru að leggja í
hann. Öll skipin frysta aflann
um borð nema Viðey og Aku-
rey, sem salta um borð. Þór-
hallur Helgason hjá Granda hf.
segir að mjög sé gengið á kvóta
fyrirtækisins og því lítið annað
að gera en senda skipin í
Smuguna. Hann segir að því
fylgi lítill sem enginn viðbótar-
kostnaður að gera skipin klár
á þessar veiðar, veiðarfærin
séu til og það sé bara „ferða-
kostnaðurinn" sem sé dálítið
mikill.
Kjell I. Rokke byijaði
áljan ára með einn bát
NORSKA sjávarútvegsfyrirtækið
Resource Group International, RGI,
í eigu þeirra félaganna Kjell Inge
Rokke og Björn Rune Gjelsten, hef-
ur verið skráð í kauphöllinni í Osló
og hefur fyrsta hlutafjárútboðið
farið fram. Var um að ræða útboð
upp á 1,9 milljarða ísl. kr. og var
eftirspurnin eftir hlutabréfunum
mjög mikil. Er það rakið til þess,
að RGI hefur verið að treysta stöðu
sína að undanförnu með uppkaup-
um á öðrum fyrirtækjum.
RGI stefnir að því að „þróa og
reka sainhæft og alþjóðlegt sjávar-
útvegsfyrirtæki" og hefur stöðugt
verið að auka umsvif sín í veiðum,
vinnsiu og skipasmíðum auk ítaka
í öðrum rekstri. Meðal nýjustu
samninga þeirra Rokke og Gjelsten
má nefna, að þeir hafa tekið á kaup-
leigu alla þijá verksmiðjutogara
fyrirtækisins Oceantrawl í Seattle
og keypt upp Birting Fisheries, sem
gerði út eitt verksmiðjuskip.
Auk þessa pantaði RGI smíði á
fjórum togurum hjá einni af skipa-
smíðastöðvum fyrirtækisins í Nor-
egi og gert er ráð fyrir smíði á 14
öðrum. Ætlunin er að leigja þessi
Mikill áhugi á
hlutabréfum í fyr-
irtækinu RGI
skip Rússum til veiða í Barents-
hafi. Fyrirtækið hefur leyfi fyrir
þijú skip í lögsögu Chile og er nú
verið að smíða 96,2 metra langt
skip, sem á að veiða lýsing í surimi.
Veltan 66 miHjarðar
Vöxturinn í RGI hefur verið æv-
intýralegur, um 70% á ári um nokk-
urt skeið, en nú er stefnt að því,
að hann verði um 25% árlega. Hef-
ur hann aðallega byggst á því að
kaupa upp fyrirtæki þegar mark-
aðsaðstæður eru erfiðar og verðið
þess vegna lægra en ella. A síðasta
ári var velta fyrirtæksins um 66
milljarðar ísl. kr., þar af 25,7 millj-
arðar vegna umsvifa i sjávarútvegi.
Að öðru leyti var hún í skipasmíð-
um, verslun með íþróttavörur, skrif-
stofubúnað, umbúðir og vefnaðar-
vöru og vegna fasteignaviðskipta,
aðallega i Bandaríkjunum. Starfs-
menn RGI eru nú um 3.900.
Kjell Inge Rokke á sjálfur um
70% hlutafjárins í RGI og hann
seldi ekki eigin bréf í hlutaijárút-
boðinu nýlega. Hann byijaði 18 ára
gamall á því að kaupa eitt skip en
á nú eða leigir 31 skip á flestum
heimshöfum.
Aðeins kjölurinn notaður
1987 stofnaði hann American
Seafoods Co., ASC, sem var með
aðalstöðvar í Seattle, og á næstu
fjórum árum keypti hann fjöldann
allan af gömlum skipum. Þeim var
síðan siglt Noregs þar sem nýtísku-
skip voru smíðuð utan um kjölinn
á gömlu skipunum. Það nægði til
að þau væru „bandarísk" eftir sem
áður og höfðu því veiðiheimildir
vestra. ASC er nú stærsta fyrirtæki
í heimi í veiðum og vinnslu á bol-
fiski.
Norway Seafood var stofnað í
desember 1994 og er það eignar-
haldsfélag, sem sameinar öll sjávar-
útvegsumsvif RGI. Keypti það upp
Skarfish-samsteypuna og Norlax á
síðasta ári og fyrirtækin Foodmark
Holding og Melbu Fiskejndustri
bættust við á þessu ári.
Átan í loðnunni minnkar
LOÐNUVEIÐI er nú með skárra
móti eftir fremur laka veiði að und-
anförnu. Loðnan er að losa sig við
átu og er mun betra hráefni en áður.
Gunnar Sverrisson, verksmiðju-
stjóri SR Mjöls á Seyðisfirði segir
loðnuna átuminni og heillegri en
fituinnihald hafí þó ekki batnað.
„Við fengum að minnsta kosti ágæta
loðnu úr ísleifi VE en hann landaði
hér í fyrrinótt hvað svo sem verður
í næstu löndun," segir Gunnar.
Meiri næturveiði
Að sögn Erlings Pálssonar, stýri-
manns á Víkingi AK, hefur verið
ágætis veiði síðustu tvo sólarhringa
en nú virðist vera meira um nætur-
veiði og minna um að vera á dag-
inn. „Loðnan er orðin nánast átu-
laus og því dreifir hún sér og torf-
urnar ekki nærri því eins stórar og
áður. Við þurfum þess vegna að
hafa meira fyrir þessu en áður. Nú
ætti hún að einnig verða auðveldari
í vinnslu og ekki eins viðkvæmt
hráefni og þá er hægt að fara að
keyra allt á fullt,“ sagði Erlingur
en Víkingur AK var í gær á land-
leið með um 1250 tonn.
Loðnuflotinn er nú að veiðum um
20-30 mílum suður af miðlínu ís-
lands og Grænlands og að sögn
Erlings íjöldi skipa á miðunum,
langflest norsk. „Þeir eru nú ekki
allir á veiðum í einu en mann grun-
ar að þeir séu það of margir. Það
er ekkert eftirlit haft með þeim,
varðskipið kom og var þarna í tvo
daga en fór svo heim,“ sagði Erling-
ur.
í gærmorgun höfðu borist um
175 þúsund tonn af loðnu á land á
vertíðinni, mest hjá SR Mjöli á
Siglufirði eða tæp 22 þúsund tonn.
Um 18 þúsund tonn voru komin á
land hjá SR mjöli á Seyðisfirði og
tðp 16 þúsund á Eskifirði.