Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 18
Afhverju stafar millirifjagigt?
MAGNIJS JÓHANNESSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Millirifjagigt
Spurning: Fyrir um það bil ári
fékk ég heiftarlegan verk undir
vinstra handarkrika sem leiddi út í
handlegg. Þetta var skilgreint sem
millirifjagigt og eftir nokkra nudd-
tíma lagaðist verkurinn. Nú er
þetta hins vegar komið aftur og
mér hrýs hugur við þeim kostnaði
sem því fylgir að stunda nudd að
staðaldri. Af hverju stafar milli-
rifjagigt og er hægt að koma í veg
fyrir að fá hana?
Svar: Millirifjagigt er hluti af
stærri heild sem oft er kölluð vefja-
gigt og tengist stundum síþreytu
eða ristilertingu. Sumir telja vefja-
gigt, síþreytu og ristilertingu ein-
ungis mismunandi fleti á sama
grunnsjúkdómi. Aður fyrr var al-
mennt talið að vefjagigt stafaði af
bólgum í vöðvum eða að um ímynd-
unarveiki væri að ræða en nú er
viðurkennt að hvorug skýringin á
við rök að styðjast. Ekki er um
bólgur að ræða og við vefjarann-
sókn sjást yfirleitt engar breyting-
ar. Margir sjúklingar með vefja-
gigt eru haldnir þunglyndi og kvíða
en talið er að það sé afleiðing sjúk-
dómsins en ekki orsök. Orsakir
vefjagigtar eru óþekktar þó svo að
ýmsar kenningar hafi komið fram.
Sú kenning sem mestan hljóm-
grunn hefur fengið er að vefjagigt
tengist truflunum á djúpum svefni
og tekist hefur að framkalla sjúk-
dómseinkennin með því að svipta
fólk djúpum svefni. Vefjagigt er al-
gengur sjúkdómur og nýlega var
áætlað að 2-4% fólks fengi hann
einhvern tíma á ævinni og er meiri-
hlutinn konur. Án meðferðar getur
vefjagigt valdið miklum veikindum
og örorku og er því um verulegt
heilbrigðisvandamál að ræða.
Greining sjúkdómsins byggist fyrst
á því að útiloka aðra sjúkdóma eins
og t.d. kransæðasjúkdóm með
hjartaöng og síðan þarf að taka
sjúkrasögu og finna auma bletti á
líkamanum. Þessir blettir geta ver-
ið hvellaumir ef þrýst er á þá og
þeir eru a.m.k. 18 talsins (8 á
hvorri hlið líkamans). Meðferð get-
ur verið margþætt og má þar eink-
um nefna lyf sem bæta djúpan
svefn (aðallega geðlyfið amitriptýl-
in í litlum skömmtum), reglulegan
svefn, daglega líkamsþjálfun, að
forðast mikið líkamlegt og andlegt
álag, nudd og almenna fræðslu um
sjúkdóminn. Sjúklingar með vefja-
gigt eru oft álitnir ímyndunarveikir
og þurfa því stuðning og uppörvun.
Góður svefn og hæfileg líkams-
þjálfun eru sennilega það sem
skiptir mestu máli. Fara verður ró-
lega af stað með líkamsþjálfunina,
þeir sem eru langt niðri ættu að
byrja með 3-5 mínútur á dag sem
síðan má auka jafnt og þétt. Flestir
þurfa að æfa í 20-30 mínútur á dag
áður en þeir fara að finna mun.
Margir þurfa að prófa sig áfram
með heþpilegar æfingar og of mikl-
ar æfingar geta gert ástandið
miklu verra. Sund og ganga hentar
þó nánast öllum. Líkamsæfmgar er
best að gera síðla dags vegna þess
að þá hafa þær meiri svefnbætandi
áhrif. Létt nudd, hitabakstrar og
góð hvfld hjálpar mörgum. Sjúk-
lingar með vefjagigt ættu að forð-
ast reykingar, koffein (kaffi, te og
kóladrykki) og áfengi. Sumir sjúk-
lingar hafa fundið að vissar fæðu-
tegundir gera einkennin verri og er
þar oft um að ræða fitu og fituríkan
mat. Vefjagigt er sjúkdómur sem
hefur tilhneigingu til að vera lang-
varandi og gera vart við sig aftur
og aftur.
Spurning: Eg er karlmaður á
sextugsaldri og hef að undanfömu
Þorsti
fundið fyrir óeðlilega miklum
þorsta annað slagið. Sykursýki er
ekki í ættinni. Er einhver önnur
skýring á þessu?
Svar: Venjulega er hollt að
drekka mikið vatn. Ef þorsti fer úr
hófi getur hann hins vegar verið
merki um líkamlegan eða andlegan
sjúkdóm. Helstu ástæður mikils
þorsta eru vökvatap við áreynslu
og svitnun, sótthiti, saltur eða mik-
ið kryddaður matur, sykursýki,
þvagflæði (diabetes insipidus),
notkun sumra lyfja, vökvatap
vegna blæðingar eða bruna og
þorsti af sálrænum toga. Allir geta
fengið sykursýki hvenær sem er
ævinnar, hvort sem sjúkdómurinn
er í ættinni eða ekki. Fyrstu ein-
kenni eru oft mikil þvaglát, þorsti
og þyngdartap. Tiltölulega auðvelt
er að greina sykursýki en það er
venjulega gert með því að mæla
magn sykurs í blóði. Sykursýki sta-
far af því að briskirtillinn hættir að
framleiða insúlín eða framleiðir of
lítið af því og við það hækkar magn
sykurs í blóði. Ef sykui-magnið fer
yfir viss mörk, skilst sykur út í
þvagi, hann dregur með sér vatn,
þvagmagnið eykst og það leiðir til
þorsta. Miklu sjaldgæfara er þvag-
flæði sem er oftast vegna truflunar
á starfsemi heiladinguls eða að-
liggjandi heilastöðva sem leiðir til
mikils þvagmagns og meðfylgjandi
þorsta. Hver sem er getur fengið
þennan sjúkdóm hvenær sem er
ævinnar. Sum lyf minnka munn-
vatnsmyndun en það leiðir til
munnþurks og þorsta. Þetta eru lyf
sem hafa áhrif á úttaugakerfið og
einnig nokkur geðlyf. Sjúklingar
með bjúg eða háan blóðþrýsting
eru stundum látnir taka svokölluð
þvagræsilyf sem auka þvagmagn
og geta valdið þorsta. Ástæður
óeðlilegs þorsta geta þannig verið
ýmsar og sumar tengjast sjúkdóm-
um sem mikilvægt er að greina.
Þeir sem fá óeðlilegan þorsta ættu
að leita til læknis og fá sjúkdóms-
greiningu eða a.m.k. fá úr því skor-
ið hvort um sykursýki sé að ræða.
• Lesendur Morgtmblnðsins getnspuii
lækninn um þnð sem þeim liggur á hjnrin,
tekið er á móti spurniugum á virkum
diigtim milli klukknn 10 og 17 í símn 569
1100 og brétum eðn stmbréfum merkt:
Vikulok, Fux 5691222.
18 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996
tahhS
Hvað er eðlilegra en að bjóða gestum, hvort
s
sem þeir eru Islendingar eða útlendingar,
upp á alíslenskan mat og gera það fullur
stolts? Aslaug Snorradóttir og Þórdís
Gunnarsdóttir fóru með fulla innkaupa-
—
körfu af íslenskum mat til Ulfars Eysteins-
sonar matreiðslumeistara og báðu hann að
útfæra ákveðnar hugmyndir sem þær hafði
dreymt um að sjá í íslenskri hráefnanotkun.
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur í einhverjum stórmarkaðinum. Verslunin er troð-
full út úr dyrum af svöngum íslendingum í fæðuöflun. í stað veiðar-
færa hinna framandi þjóða eru stálslegnar innkaupagrindurnar í
hlutverki þess sem matinn að sér lokkar. I stríði við græðgisfrumur
heilans hjakka minnis- og mötunarfrumurnar í sífellu: „Islenskt, já
takk“, „Matur fyrir sjálfstæða íslendinga“, „fslendingar borða ...“ og
svo framvegis. Áumingja sá sem hefur umbúðimar um heilann lendir
í mikilli togstreitu og samviskubiti þegar hann fyllir innkaupagrindina
sína af innfluttum pítsum, frosnum amerískum súkkulaðikökum,
ítölskum pastapökkum, bresku kexmeti og fleiru útlendu. í hæfilegu
blandi við íslenskar afurðir. Það verður víst að hafa einhverja samúð
með bændunum og þá erum við komin aftur að samkennd þjóðarinnar.
En hvað er það íslenskasta af öllu? Hvað kemur meðal annars upp í
hugann? Jú, hreint loft, hrein náttúra, friður, fallegt fólk, skrítinn
gamall matur. Stöldrum nú aðeins við. Hvað gerðist í
sambandi við þessar skrítnu og gömlu matarvenjur?
Hvers vegna hefur neysla þessara matartegunda svo
til stöðvast nema á þorranum? Af hverju leynist
ekki sviðahaus eða pungar í poka á meðal hins góð-
gætisins í innkaupagrindinni? Hver var grunnur-
inn að hinum víðfræga hraustleika og heilbrigði
víkinganna sem íslendingar búa að enn í dag? Það
skyldi þó aldrei vera fæðuval forfeðra okkar?
Víst eru fáeinar kynslóðir enn á lífi sem verða
sér úti um þetta sér-íslenska sælgæti allan árs-
ins hring og finnst ekkert annað koma í þess
stað. Kynslóðir sem ólust upp við íslenskan inn-
mat ásamt fleiru sem dregið var í bú. í seinni
tíð hefur verið hamrað á óhollustu þessarar fæðu og í
dag fussar fólk og sveiar ef slátur og annar innmatur er á
boðstólum. Nema á þorrablótunum, þá þykir nefnilega til-
heyra að klappa þjóðerniskenndinni og fá sér hákarl og
lundabagga með tilheyrandi smjatti og grettum.
Mætti ekki lyfta þessum þjóðarréttum á hærra plan og
gera að eftirsóttum veislumat á ný? Undirrituð ásamt ljós-
myndara smyglaði sér inn bakdyramegin í eldhúsið hjá
matreiðslumeistaranum Úlfari Eysteinssyni sem er
eigandi veitingahússins Hjá Úlfari og þremur frökk-
um. Við höfðum meðferðis fullan poka af sviðahaus-
TIGNARLEGUR, forboðinn og framandi.
Kaldur sviðahaus með villtum berjum og avoca-
do-mousse-fyllingu. 13 ERÓTÍSK, kitlandi og
dulúðug. Sviðasulta með ferskum rauðbeðum
og graslauk. 0 ÁÞREIFANLEGA kröftugir.
Súkkulaðihúðaðir hrútspungar með bróm-
begjasúsu, jarðarbeijum og rjóina.
0 ÓÞÆGILEGA leitandi. Soðnh- selshreifar
með...? 0 TVÍSTÍGANDI og ringlandi feg-
urð. Lundabaggar með cous-cous pólentu
og tómatlegnum sardfnum.
um, selshreifum, hrútspungum og öðru hnossgæti og báðum
Úlfar og tvo aðra indæla kokka að útfæra með okkur ákveðnar
hugmyndir sem okkur hafði dreymt um að sjá í íslenskri hráefna-
notkun, svo og bæta við eigin hugmyndum og leika af fingrum
fram. í fyrstu héldu starfsmenn Úlfars að sprell væri í gangi
en þegar maturinn fór að taka á sig nýjar myndir og kitla
bragðlaukana á nýjan og framandi hátt óx þeim ásmegin og
urðu skapandi með okkur. Enda hvað er svo sem eðlilegra en
að bjóða gestum, hvort sem þeir eru íslendingar eða útlend-
ingar, upp á alíslenskan mat og gera það fullur stolts? Is-
lendingar virðast ekki þora að bjóða upp á þjóðarréttina og
gera þá meira spennandi. Það ætti að vera sómi allra gest-
gjafa að bjóða gestum og gangandi upp á fallegt íslenskt
sumarhlaðborð á góðu sumarkvöldi í seiðandi ilmi ís-
lenskra bjarka.
Úlfar er enginn nýgræðingur í íslenskri matargerð og
hefur verið frumkvöðull í meðferð þess sjávarfangs sem
íslenskir sjómenn hafa borið á land um langa hríð. Hann
hefur verið óhræddur við að bjóðá i pp á alls kyns furðu-
fiska sem og íslenskan innmat. Úlfar segir að matreiðsl-
an yrði tilbreytingarsnauð ef hann gæfi ekki hug-
myndafluginu lausan tauminn annað slagið því stað-
reyndin væri sú að 95% gesta sinna vildu hefðbundinn
fisk og aðeins um fimm af hundraði væru til í að smak-
ka eitthvað framandi.
ÞAÐ hefur verið sagt um íslendinga að þeir séu svo fullir af þjóð-
emiskennd að jafnvel Þjóðverjar gætu skammast sín í saman-
burðinum. Sú sem þetta skrifar hefur svo sannarlega upplifað
samkennd íslensku þjóðarinnar þegar þjóðarstoltið hefur krafist þess,
samstöðu hennar á raunastundum og þjóðemishyggjuna sem er svo ein-
kennandi fyrir íbúa þessarar litlu eyju, sem sumir hverjir halda að sé
nafli alheimsins. En hversu djúpt ristir þessi þjóðemiskennd? Hvað
með rætur okkar og uppruna? Er ekki farið að grafa undan þessum ís-
lensku gildum með þeim kynslóðum sem nú era undir fertugu og yngri
en það? Hvernig hagar meginþorri íslendinga sér þegar hann er ekki
í daglegu amstri? Förum á flug og tökum ímyndað dæmi.
Matur fyrir sjálfstæða íslendinga