Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1996 33 Matur og matgerð íslenskt gæðablómkál íslenskt blómkál kemur um hásumaríð, segir Kristín Gestsdóttir, sem gefur okkur einfald- ar uppskriftir að blómkálsréttum. SUMARIÐ er í algleymingi og nýsprottið íslenskt grænmeti streymir inn frá garðyrkjubænd- um. Nú getum við glaðst yfir blómkáli sem fyllir grænmetishill- ur verslana. Við skulum borða mikið af því og fylla okkur af vít- amíni. Blómkál er mjög gott með öllu, bæði hrátt og soðið. Það er stuttur sá tími sem íslenskt græn- meti er fáanlegt en það er mun betra en hið útlenda enda fersk- ara og minna meðhöndlað þegar við fáum það. Það er oft nokkuð dýrt í byrjun en fellur fljótt í verði þegar framboð eykst, en hið inn- flutta hefur líka verið dýrt und- anfarið. Þeir sem rækta kál sjálf- ir uppgötva að ekki er hægt að borða allt kálið, það sprettur svo fljótt. Þá er um að gera að frysta það. Best til frystingar er kál sem er þétt í sér, en líklegt er að svo sé um kálið núna a.m.k. hér sunn- anlands í þeirri einmuna blíðu sem hér hefur ríkt. Þegar blómkál er fryst er best að skipta því í frekar stórar hríslur, leggja í sjóðandi vatn og sjóða í 2-3 mínútur og kæla síðan undir rennandi vatni, láta síðan leka vel af því, setja í plastpoka, sjúga úr loftið með sogröri og binda fyrir. Það er þó fleira en grænmetið sem segir okkur að nú sé hásumar. Fuglarnir hafa komið upp ungum sínum, þrösturinn í þriðja sinn. Hrossa- gaukur gerði sér hreiður í sinubrúski við litla kálgarðinn minn um 15 m frá eldhúsdyrunum. Fyrst sætti hann sig ekki við okkur íbúana en linnti fljótt látum, þegar hann sá að öllu var óhætt. Dag nokkurn rölti þriggja ára stúlka, sem var í heimsókn, til hans og settist á hækjur sín- ar við hreiðrið. Hrossagauksm- amman færði sig bara út á hreiðurb'arminn, leit stolt á telpuna með svip sem sagði: „Þetta eru eggin mín, bráðum koma ungar úr þeim, er ég ekki rík?“ Þegar telpan hafði satt forvitni sina og hvarf á braut sett- ist hrossagaukurinn aftur á eggin. Blómkál með ýsu 500 g blómkál 1 dl vatn _________1 /4 tsk salt_________ _________500 g ýsuflök_________ 1 msk sítrónusafi (má sleppa) 3/4 tsk salt nýmalaður pipar 1 msk hreinn rjómaostur e.t.v. sósujafnari 1. Skolið kálið vel og skiptið í hríslur. Leggið á pönnu, hellið vatn- inu á pönnuna, stráið salti yfir kál- ið, setjið hlemm á og sjóðið við hægan hita í 3 mínútur. 2. Hreinsið bein úr ýsuflakinu og roðdragið, skerið í bita og hellið yfir sítrónusafa, stráið á salti og pipar, leggið með kálinu á pönnuna þegar það hefur soðið í 3 mínútur og sjóðið undir hlemmi í um 7 mín- útur eða þar til fískurinn er soðinn. 3. Hallið pönnunni örlítið og hrærið rjómaostinn út í soðið. Einn- ig má setja sósujafnara út í. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða pasta og salat. Blómkálspönnukaka með hakki _______Um 750 g blómól________ 1 msk matarolío 1/4 tsk salt 750 g blandað hakk, t.d. nauta- og svínahakk eða það hakk sem ykkur hentar 1 tsk. Season All 1/4-1/2 tsk. salt ______1 1/2 dl brauðrasp________ 2 lítil egg 1. Þvoið blómkálið, skiptið því í litlar hríslur. Setjið matarolíu á pönnu, smyijið henni um hana, setj- ið blómkálið á pönnuna, hafið lítinn hita og sjóðið undir hlemmi í 3 mínútur. 2. Hrærið raspið út í eggin, setj- ið saman við hakkið ásamt Season All og salti. Hrærið vel saman, setj- ið á disk og þjappið saman ofan á diskinn þannig að þar myndist þétt kaka. Leggið hana varlega ofan á blómkálið, hafið áfram lítinn hita og sjóðið þannig í um 7 mínútur. 3. Bleytið disk, leggið hann ofan á hakkið á pönnunni, snúið pönn- unni snögglega við svo að fars- pönnukakan lendi í heilu lagi á disk- inum. Smeygið henni síðan á pönn- una aftur, aukið hitann örlítið og steikið í 10-15 mínútur. Stingið hnífi í pönnukökuna til að gæta að hvort farsið er soðið í gegn. Meðlæti: Pakkasósa, hella má soðinu sem myndast á pönnunni út í sósuna, soðnar kartöflur eða pasta með Parmesanosti. RAÐA/ IC^I Skíðaþjálfari óskast Skíðadeild KR óskar eftir að ráða skíðaþjálf- ara fyrir komandi starfsár. Um er að ræða alhliða þjálfun fyrir alla aldurshópa. Upplýsingar veitir formaður alpagreinanefnd- ar, Sigurður Hauksson, í síma 567 1628. Varmalandsskóli - Borgarfirði Kennarar Iþróttakennarar íþróttakennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða aðeins um 50 í 1.-10. bekk. íþróttakennari þarf því að geta kennt bóklegar greinar líka. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. Til sölu og sýnis um helgina M. Benz 300E 4-martic, árg. ’92, ek. 108 þús. km. Verð kr. 3.200 þús. Einnig Nissan Primera station XLS diesel, árg. '94, ek. 88 þús. km. Verð kr. 1.290 þús. Upplýsingar í síma 894 1927. Okkur vantar kennara til starfa á komandi starfsári. Nóg vinna fyrir duglega kennara. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 435 1300, skóli og 435 1302, heima. Kjötiðnaðarmaður Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmann eða mann, vanan úrbeiningum. Upplýsingar gefur Birgir í síma 557 8866. DALVÍKURSKDLI Dalvíkurbær BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS óskar að ráða til starfa í tölvudeild bankans kerfisfræðinga - forritara Um er að ræða þróun og forritun í PC um- hverfi með hlutbundnum aðferðum. Netstýrikerfi: MS NT og NT/AS. Góð þekking á Windows hugbúnaði, gagna- grunnskerfum og a.m.k einu hlutbundnu for- ritunarmáli, t.d. C++, er nauðsynleg. Menntunarkröfur: Tölvunarfræði eða hlið- stæð menntun. Upplýsingar gefur Ingi Örn Geirsson, tölvu- deild Búnaðarbanka íslands. Laun eru skv. kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds í Austurstræti 5, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð 21. júlí kl. 9.00: Fjallasyrpan 6. ferð, Botnsúiur. Verð 1.400/1.600. Netfang: http:/www.centrum. is/utivist. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 21. júli: 1) Kl. 10.30 Ölkelduháls - Úlf- Ijótsvatn. Gengið frá Orrustuhól, um Svínahlíð og áfram Ölkeldu- háls að Úlfljótsvatni. 2) Kl. 13.00 Háhryggur-Hengill. Verð kr. 1.200. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in, og Mörkinni 6. 3) Kl. 8.00 Þórsmörk - dags- ferð. Verð kr. 2.700. Ferðafélag Islands. Khöf n - ferðamenn Ódýr gisting í hjarta Kaupmannahafnar. Uppl. í síma 00-45-3161-0544. Frá Dalvíkurskóla Laus er til umsóknar staða kennara. Kennslugreinar: Byrjendakennsla, hálf staða, handavinna, hálf staða. Upplýsingar gefur Þórunn Bergsdóttir, skóla- stjóri, í síma 464 4275 (20.-21. júlí), 466 1380, 462 7204 og 466 1162 og Svein- björn M. Njálsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 466 1812. Skólastjóri. Sumarbústaðalönd - Laugarvatn Til sölu falleg sumarbústaðalönd í landi Úteyjar I við Laugarvatn. Ný skipulagt svæði. Frábært útsýni. Stutt í veiði. Kvöldsól. Upplýsingar í síma 486 1194.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.