Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RAGNHEIÐUR
HARALDSDÓTTIR
+ Ragnheiður
Haraldsdóttir
fæddist í Haga í
Gnúpveijahreppi
13. janúar 1939.
Hún lést á heimili
sínu í Melhaga í
Gnúpverjahreppi
14. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún
Stefánsdóttir, f.
19.3. 1914, d. 25.2.
1943, og Haraldur
Georgsson, f. 14.1.
1909, d. 19.10.
1992. Systur henn-
ar eru Jóhanna Margrét, f.
27.4. 1937, d. 29.7. 1994, maki
Reynir Guðmundsson; Áslaug,
f. 13.1. 1939, maki Ásbjörn
Guðmundsson; Guðrún Stefan-
ía, f. 25.2. 1943, maki Jón Þór
Jónsson (slitu samvistir). Síðari
kona Haraldar er Jóhanna Jó-
hannsdóttir, f. 13.11. 1914.
Dóttir þeirra er Jóhanna, f. 23.
1. 1949, maki Sig-
urður Rúnar Andr-
ésson.
Hinn 16. apríl
1960 giftist Ragn-
heiður eftirlifandi
eiginmannj sinum
Guðlaugi Ólafssyni,
vörubílsljóra frá
Fjarðarhorni í
Gufudalssveit, f.
24.12. 1931. Börn
þeira eru: 1) Sig-
rún, f. 24.1. 1961,
maki Kristmundur
Sigurðsson, f. 3.2.
1958. Börn þeirra
eru: Guðlaugur, f. 14.9. 1981,
Valgerður, f. 13.5. 1984, Heiðr-
ún, f. 13.7. 1992, og Sigurður,
f. 21.10. 1993. 2) Haraldur, f.
16.5. 1962, véltæknifræðingur.
3) Ólafur, f. 20.12. 1964, vél-
tæknifræðingur.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Stóranúpskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Raunveruleikanum er erfitt að
kyngja og maður getur ekki annað
en spurt: „Hvers vegna?“ En svörin
eru engin, skilningurinn enn minni.
Af hveiju tekur guð hana Ragn-
heiði frænku svona fljótt til sín,
hún sem var full af orku og hljóp
um hlöðin daginn áður, því það var
sumar í hjarta og litla ömmutelpan
hennar var fjögurra ára þann dag,
allir Haga-bæirnir í afmæliskaffi
og allir sem dvöldu í sumarbústöð-
unum.
Ég var ekki nema ársgömul,
þegar foreldrar mínir flytja með
mig í félagsheimilið í Ámesi. Fyrsta
sumarið var þar með mér bamapía
og við vorum víst bara fyrir öllum
gestunum og stóru bílunum, svo
næsta sumar kom boð frá Ragn-
heiði og Guðlaugi að ég mætti vera
hjá þeim í Melhaga, og þar var ég
svo á hveiju sumri og þar fann ég
aldrei að ég væri fyrir þrátt fyrir
að fyrirferðin á mér og masið hefði
verið mikið. Ég varð eins og eitt
barnið þeirra og eftir að við fluttum
í þéttbýlið var sumarið i Melhaga.
Hjónin í Melhaga voru einstak-
lega gestrisin, þau voru fljót að
bjóða okkur og öllum okkar vinum
í mat, kaffi eða hvað sem við vild-
um þiggja. Ekki má svo gleyma
öllum heitapottsböðunum, allir
máttu nota hann og hún spurði
ávallt, hvort hann væri of heitur
eða of kaldur og í pottinn var allt-
af hægt að bæta einni fjölskyldu í
viðbót. Þegar uppúr var komið var
það kvöldkaffið og við matarborðið
rúmaðist vel og var alltaf pláss,
þótt hóparnir væru stórir, meðlætið
af heimabökuðum kökunum fyllti
svo þetta stóra borð.
Tijánum í garðinum hennar hef
ég fylgst vel með. Þegar ég var
lítil, mátti ég ekki stíga ofan á litlu
hríslurnar, en nú eru þær orðnar
tvisvar til þrisvar sinnum hærri en
ég og síðasta sumardvölin mín í
Melhaga var fyrir tveimur árum
þegar ég var í sumarfríi. Þá vorum
við að planta „litiu plöntunum“ í
hraunið, sem hún átti sjálf. Hún
hlakkaði til að sjá þær líka stórar.
Elsku frænka, minning þín lifir
að eilífu. Ég þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
mína foreldra og okkur öll. Þá sem
guð elskar, kallar hann fyrst til sín
og ég veit að hann tekur vel á
móti þér. Guðlaugi, börnum þeirra
og fjölskyldunni allri, bið ég styrks
og blessunar.
Þó að leiðin virðist vönd,
vertu ekki hryggur.
Það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á ligpr.
Margrét Ásta Jónsdóttir.
Amma, ég trúi því varla að þú
sért dáin og á bágt með að sætta
mig við að þú sért farin frá okkur.
Þegar ég þjó í Reykjavík kom ég
oft austur um helgar eða í einhveij-
um fríum, þá settist þú oft við rúm-
stokkinn hjá mér og við fórum með
Faðirvorið og svo kenndir þú mér
sálma og bænir. Fyrsti sálmurinn
sem ég lærði hjá þér var, Ó Jesú
bróðir besti og ég man líka eftir
sálmabókinni sem sálmurinn var í.
Mér fannst sálmabókin alltaf svo
sérstök bók, svört í hulstri, sem
varði hana gegn ryki og hnjaski.
Þú kenndir mér að bera virðingu
fyrir sálma- og bænabókum.
Ég var ekki stór þegar ég kom
eitt sinn í heimsókn fyrir jól, ég
setti skóinn út í glugga og hafði
miklar áhyggjur af því að jóla-
sveinninn vissi ekki af mér hjá
ykkur og hann kæmist ekki inn.
Því heimtaði ég að glugginn yrði
opinn og mamma átti að segja jóla-
sveininum að ég væri í sveitinni.
Einnig man ég eftir því þegar
þú fórst með mér í skólaferðalag
um Stokkseyri og Eyrarbakka, það
var gaman að ferðast með þér þar
sem þú sagðir mér frá öllu sem
þú vissir, enda kunnug á þessum
slóðum.
En svo fluttum við í sveitina og
þá kynntist ég þér miklu betur.
Þeir voru ófáir morgnarnir sem þú
labbaðir upp eftir og þá oft með
eitthvað í hendinni.
Við fórum ófáar ferðir til að ná
í lúpínu og gróðursetja í mela og
sanda. Amma, þú vildir rækta okk-
ar hjarta, hug og land.
Takk fyrir allar sundferðirnar,
öll kvöldin sem við spiluðum saman
og allar þær stundir sem þú varð-
veittir með mér, það var eins og
þú gætir alltaf gefið þér tíma til
að tala við mig.
Takk fyrir allar bakvaktirnar!
Guð styrki afa og okkur öll.
Guðlaugur Kristmundsson.
Okkur hættir til þess í amstri
hvunndagsins að taka alla hluti sem
sjálfsagða. Einnig heilsu og líf. Svo
erum við stundum minnt á það að
þanrtig er það ekki. Á svipstundu
koma þau atvik fyrir í lífí okkar
sem setja allt úr skorðum.
Hún Ragnheiður var stærri hluti
af mínu lífi en mig óraði fyrir. Hún
var nátengd flestum bernsku- og
uppvaxtarminningum mínum og
þarf engan að undra, tvíburasystir
mömmu. Mér voru oft sagðar sögur
af því hve auðvelt var að skilja
mig eftir í umsjá Ragnheiðar, þeg-
ar ég var smábarn, því ég hafði
ekki verið of viss á að þekkja þær
í sundur. Auðvitað lærði ég það
nú fljótt, en sögurnar voru jafn-
skemmtilegar bæði fyrir mig og
þær systurnar.
Ég hef alltaf verið mikið austur
í Haga og sem krakki sótti ég eðli-
lega mjög niður í Melhaga þar sem
þau systkinin Sigrún, Halli og Óli
voru á svipuðum aldri og ég þótt
ég væri reyndar elst. Mér var alltaf
vel tekið þegar ég kom, sama hvað
krakkarnir áttu að gera. Ég var
þá bara sett í það líka rétt eins og
ég væri eitt af hennar börnum.
Þegar ég eltist og þroskaðist fór
ég að kynnast henni á annan hátt
og við tengdumst mjög nánum vin-
áttuböndum. Aldrei fann ég annað
en hlýju frá henni í minn garð og
einlægan áhuga á því sem ég var
að fást við hveiju sinni. Þannig var
það til dæmis þegar ég kom í fyrsta
skipti uppeftir með kærastann
minn, sem svo átti eftir að verða
maðurinn minn, Ragnheiður bauð
hann strax velkominn og þar með
var grunnurinn lagður að þeirra
vinskap. Það spillti ekki ánægju
hennar að hún þekkti til hans.
Nokkrum sinnum fórum við saman
í ferðalag, Ragnheiður og Guðlaug-
ur, mamma og pabbi og við Jónsi.
Það voru skemmtilegar ferðir þar
sem margt var spjallað og mikið
hlegið. Jónsi hefur reyndar stund-
um sagt, bæði í gamni og alvöru,
að það væru ekki allir sem eignuð-
ust tvær tengdamæður með sömu
konunni.
Ragnheiður og Guðlaugur fóru
ekki varhluta af því þegar farið var
að reisa bústað úti í Giljum. Hún
var sífellt að bjóða okkur í mat og
kaffí og „potturinn" var til reiðu
ef við vildum. Ragnheiður kom
reglulega til að fylgjast með því
hvernig okkur miðaði og líka bara
til að spjalla. Hún var okkar eftir-
litsmaður í bústaðnum og skildi þá
gjarnan eftir sig kveðju í gestabók-
inni. Nokkuð sem alltaf var jafn-
gaman að lesa.
Þegar Ragnheiður brá sér í bæ-
inn gisti hún yfirleitt hjá okkur í
Nökkvavoginum, síðast nú í liðinni
viku. Þá grunaði engan að það yrði
i síðasta sinn.
Elsku Ragnheiður, þú varst ein-
lægur og góður vinur og ræktaðir
vináttuna. Það var okkur mikils
virði að fá að njóta þess.
Guðrún Ásbjörnsdóttir,
Jón Helgi Guðmundsson.
Elsku frænka.
Ég mun alltaf minnast þess hve
oft við fórum og náðum í lúpínu
til að hylja sanda og mela, því að
frænka hafði svo gaman af því að
rækta og planta tijám. Hún var
búin að planta mörg þúsund plönt-
um í girðinguna sína niðri í hrauni.
Það verður vonandi fallegt með
árunum. Það er líka mjög fallegur
garðurínn hjá þeim í Melhaga.
Frænka hafði mikinn áhuga á
að vinna með fullorðna fólkinu í
sveitinni og daginn áður en hún
dó var hún að skipuleggja ferðalag
með því, sem fara átti á þriðju-
deginum og hún var svo glöð og
ánægð. En því miður gat ekki orð-
ið af því.
Elsku frænka, takk fyrir öll góðu
árin. Þinn frændi og vinur,
Sverrir.
Það var heldur ónotaleg tilfinn-
ing að vakna upp á sunnudaginn
við það að mamma hringdi og sagði
að Ragnheiður systir sín hefði dáið
í morgun. Ég hugsaði: Hvað, er
hún frænka dáin? Það gat bara
ekki verið. Ég náði því nú bara
ekki. Þessi hressa og skemmtilega
kona, sem gaf mér alltaf kaffi og
kökur þegar mér datt í hug að kíkja
aðeins inn til frænku eins og ég
kallaði hana alltaf.
Hinar frænkurnar sögðu þegar
ég var yngri að þær væru nú líka
frænkur mínar, en mér fannst ég
bara eiga eina frænku. Það fannst
Rönku verulega vænt um að heyra.
Já, það er alveg ótrúlegt þegar
maður hugsar til baka að nú sé
hún farin frá okkur.
Það er margt skemmtilegt frá
yngri árum sem rifjast upp þegar
maður fer að hugsa til baka. Mikið
biðum við Halli bróðir alltaf spennt-
ir á jólunum og þegar afmæli var,
því þá kom frænka alltaf með
pakka og það besta var að pakkinn
var alltaf harður, ekki einhver
vettlingur eða önnur tuska sem var
ekkert gaman að fá.
Já, það er margt sem rifjast upp
þegar litið er til baka, en fyrst og
fremst er það hvað hún frænka var
alltaf góð við okkur.
Nú biðjum við Guð að geyma
hana.
Jóhann Rúnarsson.
Þegar kveðja á hinstu kveðju
góða vinkonu er ævisól hennar er
enn þá hátt á lofti verður orðs vant.
í orðskrúði nútímans finnst varla
nýtilegt orð. Magnleysið heltekur
mann og örðugt veitist að skilja
það sem gerðist. Einungis er hægt
að reyna að lifa með því og takast
á við það.
Ragnheiður Haraldsdóttir frá
Melhaga í Gnúpveijahreppi er látin.
Sorg, sár söknuður, hlýja og þakk-
læti fyllir huga minn þegar þessi
harðduglega, vandvirka og góða
kona er svo snögglega hrifin burt
úr starfí sínu og lífi okkar. Það
myndast mikið tóm í huga og lífi.
Þakka þér, elsku Ragnheiður mín,
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
og okkur öll í Hraunhólum. Þakka
þér allar heimsóknirnar, hjálpsemi
þína og höfðinglegar móttökur sem
ég ávallt fékk hjá ykkur hjónum,
og alltaf varst þú eitthvað að fást
við í höndunum. Þú saumaðir föt,
jafnt grófustu gallabuxur sem fín-
ustu samkvæmiskjóla og allt þar á
milli. Saumaðir út í myndir, hand-
saumaðir alls konar muni, breyttir
gömlu í nýtt _og allt var jafn vel
gert, - alltaf. Ég dáðist oft að vand-
virkni þinni og dugnaði og alltaf
var haldið áfram og ekki síst í því
að rétta einhveijum hjálparhönd,
hlúa að einhveiju, gleðja einhvern.
Þakka þér samstarfið í slátur-
húsinu, þar var það eins og annars
staðar, alltaf unnið hratt og vel,
aldrei stansað. Ávallt varst þú glöð
í sinni og stutt í glens og glettni
og hafðir gaman af því að vera í
góðra vina hópi og varst þá gjarn-
an hrókur alls fagnaðar. Það var
gaman í fimmtugsafmælinu þinu.
Þá var sungið og dansað af hjart-
ans list.
Kæra vinkona. Þér var gefið að
rækta vini þína. Alveg eins og þú
lést þér annt um gróður jarðar þá
hlúðir þú að sambandi vina og fjöl-
skyldu. Megir þú nú uppskera þá
hugsun er lá ævinlega að baki verk-
um þínum: Að hjálpa, leggja þitt
af mörkum til að gleðja aðra, færa
eitthvað til betri vegar. Og það var
gert með einlægum huga.
En nú ertu farin í ferðina þar
sem farmiði fæst bara aðra leiðina.
Vegurinn til baka er ekki til. Okk-
ar söknuður er sár og við minn-
umst þín sem konu er setti svip á
umhverfi sitt, þann kraft hafðir þú
til að bera. Það er erfið hugsun að
vita til þess að þú sért ekki lengur
á meðal okkar, og megi algóður
Guð vernda þig í þínum nýju heim-
kynnum. Kæra fjölskylda, orð duga
skammt, en við Biggi sendum ykk-
ur öllum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Guð verndi ykkur og
styrki í þessari miklu sorg.
„Harmið mig ekki með tárum,
þó að ég sé látinn. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég
er svo nærri að hvert eitt ykkar
tár snertir mig og kvelur. En þegar
þið hlæið og syrgið með glöðum
huga lyftist sál mín upp í móti til
ljóssins. Verið því glöð og þakklát
fyrir allt sem lífíð gefur og ég, þó
látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífínu." (Höf.ók.)
Blessuð sé minning hennar.
Kristjana Gestsdóttir,
Hraunhólum.
Elsku Ragnheiður mín.
Sár voru tíðindin sem Stína vin-
kona okkar flutti mér á sunnudag-
inn. Ég gat ekki meðtekið þau strax
og enn á ég bágt með að trúa að
þú hafir orðið bráðkvödd þann
morgun. Þú hringdir síðast til mín
á mánudagskvöldið, þá svo hress
og sagðist ætla bráðlega í sum-
arfrí. Margt getur breyst á stuttum
tima. Nú ert þú farin í annað ófyrir-
sjáanlegt frí, svo allt of fljótt. Von-
andi líður þér vel þar, vinan, þar
sem þú ert nú hjá ástvinum þínum,
sem eru farnir héðan. Það er ekki
að efa að þú velur þér gróðursælan
og fallegan stað, þú sem varst allt-
af fyrir að hafa allt fallegt og
snyrtilegt í kringum þig, eins og
heimili þitt og garðurinn báru vitni
um. Það var sama hvað þú gerðir,
saumaðir, matbjóst, eða fegraðir í
kringum þig, allt var til fyrirmynd-
ar. Þau eru orðin mörg árin síðan
við kynntumst. Við vorum 14 ára
þegar ég var að heimsækja frænku
mína að Ásum og fór þá í fyrsta
skipti að Haga í heimsókn til þín.
Margar urðu ferðirnar eftir það að
Haga, því við urðum góðar vinkon-
ur. Oft dáðist ég að því hvað þú
varst dugleg og myndarleg við öll
störf sem ég sá þig vinna í Haga.
Síðan fórst þú til Reykjavíkur
að vinna og þá hittumst við oftar.
Svo kom að því að ég fann drauma-
prinsinn minn í sveitinni þinni og
þú fannst Guðlaug, draumaprinsinn
þinn. Um líkt leyti giftumst við
báðar og stofnuðum heimili í Gnúp-
veijahreppnum, þú í Melhaga og
ég í Þrándarlundi, og börnin okkar
fæddust. Nóg var að gera hjá okk-
ur og böndin styrktust enn á milli
okkar og fyigdumst við með hvor
annarri af áhuga. Ég man alltaf
þegar þú kenndir mér hvernig best
og fljótlegast var að hengja þvott
á snúru. Þú varst svo skipulögð.
Það er svo margs að minnast.
Þú varst mín besta vinkona, alltaf
trygg og trú. Alltaf mun ég vera
þér þakklát fyrir að taka mig með
þér í orlofsviku húsmæðra á Laug-
arvatni eitt haustið. Mér fannst ég
ekki geta farið að heiman, en þú
gafst ekki upp. Það voru dýrðar
dagar sem við áttum þar og verða
þeir ógleymanlegir. Þú varst hrókur
alls fagnaðar í góðra vina hópi,
hafðir gaman af að dansa og
syngja. Mikið var gaman í fimm-
tugsafmælinu þínu.
Þegar um fór að hægjast heima-
fyrir, fórum við að leita að vinnu
utan heimilis. Um tíma vorum við
á saumastofu og í nokkur ár unnum
við saman í sláturhúsi meðan það
starfaði. Alltaf skilaðir þú þínu verki
vel unnu og af stakri samviskusemi.
Það var þér mikil ánægja þegar
Sigrún dóttir ykkar fór að búa í
Haga og þú gast fylgst með barna-
börnunum. Stolt varst þú líka af
drengjunum ykkar, hvað þeir komu
sér vel áfram.
Þú varst alltaf tilbúin að liðsinna
öllum, ekki síst eldra fólkinu. Mikið
varst þú nærgætin og hjálpsöm
stjúpu þinni, Jóhönnu í Haga. Eitt
af þínum siðustu verkum var að
skipuleggja ferðalag með eldri
borgurum hreppsins.
I dag, laugardaginn 20. júlí, þeg-
ar þú verður kvödd frá Stóranúps-
kirkju vona ég að birta íslenska
sumarsins fylgi þér til enn bjartari
staðar, þar sem þú munt uppskera
Iaun alls þess góða sem þú varst
mér og minni fjölskyldu, ekki sist
eftir að Steini minn dó. Símhring-
ingar og heimsóknir þínar voru
mér mikils virði.
Guð styrki og verndi Guðlaug
þinn, börnin ykkar og alla ijölskyld-
una.
Hafðu þökk fyrir sanna vináttu.
Þorbjörg G. Aradóttir.
• Fleiri minning-argreinar um
Ragnheiði Haraldsdóttur híða
hirtingar og munu birtast í hlað-
inu næstu daga.