Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR20:JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ ptargtsiil'IaMfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OPINBER NIÐUR- SKURÐUR OG FÖTLUÐBÖRN IENDURSKOÐAÐRI rekstraráætlun Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi er gert ráð fyrir því að leggja tímabundið niður skammtímavistun fatlaðra barna í Holti, á Akranesi og Gufuskálum, til að afstýra rekstrarhalla. Fötluðu börnin hafa verið sótt þegar skóla lýkur og vistuð fram á kvöld, er þau fara til síns heima. Þá hafa þau einnig verið vistuð frá síðdegi á föstudögum fram á síðdegi á sunnudögum, til að létta álag á aðstand- endum. Þorvarður Magnússon, gjaldkeri Þroskahjálpar á Vest- urlandi, hefur gert athugasemdir við þessar ráðagerðir, meðal annars á þeim forsendum, að „verið sé að nota viðbótarfjármagn, sérstaklega ætlað til skammtímavistun- ar, til að rétta reksturinn af." Rekstraraðhald í heilbrigðiskerfinu er eðlilegt og sjálf- sagt, sem annars staðar í ríkisbúskapnum, enda hefur kostnaður við það vaxið mjög síðustu áratugi. En það skiptir máli, á hvern veg er að verki staðið. Mikilvægt virðist að taka heildstætt og markvisst á málum, til að ná fram hagræðingu og betri nýtingu fjármuna í stærri útgjaldaþáttum. Skyndiákvarðanir af því tagi, sem hér virðist stefnt í með skammtímalokun vistunar fatlaðra, vega á hinn bóginn smátt í heildardæminu, og koma niður á þeim er sízt skyldi. Svona vinnulag hamlar auk þess gegn æskilegum almannastuðningi við hagræðingu í ríkis- búskapnum. Foreldrar með fötluð börn hafa nokkra sérstöðu, og á stundum mjög erfiða sérstöðu, sem samfélagið verður að taka tillit til. Umönnun fatlaðra barna getur orðið gífur- legt álag á heimili og fjölskyldur. Þeim peningum er vel varið sem ganga til þess að draga úr þessu álagi. Á Vest- urlandi er ekki um svo stórar upphæðir að ræða að það eigi að vera ókleift að ná þeim sparnaði með öðrum hætti. Hinn almenni borgari fylgist með því að ákvarðanir eru teknir eins og hendi sé veifað til þess að flytja stofnanir á milli landshluta, þótt þess sé ekki þörf til þess að fylgja fram svonefndum pólitískum markmiðum, jafnvel þótt kostnaðurinn nemi tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Sparnaðaraðgerðir af þessu tagi eru ekki trúverð- ugar. Vonandi grípur Páll Pétursson, félagsmálaráðherra í taumana enda kom það fram í Morgunblaðinu í gær, að ráðuneyti hans hefur ekki samþykkt þessar aðgerðir. ÖRYGGI í FARÞEGAFLUGI MANNSKÆÐ flugslys, sem orðið hafa á árinu, hafa leitt huga fólks að öryggi flugfélaga á Vesturlönd- um. Frá áramótum hafa þrjár stórar þotur farizt; í febr- úar hrapaði þota tyrkneska leiguflugfélagsins Birgenair í Karíbahafið, í maí fórst þota bandaríska flugfélagsins ValuJet í Flórída í Bandaríkjunum og nú síðast hrapaði breiðþota TWA í hafið við New York. Samtals hefur hátt á fjórða hundrað manna farizt í þessum slysum. Bæði Birgenair og ValuJet, sem bjóða ódýrar flugferð- ir, höfðu verið gagnrýnd fyrir að láta undir höfuð leggj- ast að gæta fyllsta öryggis í flugrekstri sínum. Þá hefur verið bent á að þota TWA, sem fórst aðfaranótt fimmtu- dags, hafi verið ein sú elzta sinnar tegundar, sem enn var í notkun sem farþegaflugvél. Vegna aukinnar flugumferð- ar eru gamlar flugvélar notaðar meira og lengur en áður. Þótt oft sé ekkert hægt að fullyrða um orsakir flug- slysa, er ástæða til að taka ábendingar um öryggismál alvarlega. Reynslan sýnir til dæmis að flugvél Birgenair fékk að koma hingað til lands og fljúga með ísíenzka farþega, án þess að flugmálayfirvöldum væri kunnugt um slíkt fyrirfram. Fylgjast þarf með því að leiguflugfélög, sem starfa fyrir íslenzkar ferðaskrifstofur, uppfylli öll þau skilyrði, sem íslenzk flugmálayfirvöld setja um gæzlu ör- yggis. Aldrei verður of varlega farið varðandi öryggi og eftir- lit með farþegaflugvélum. Harðnandi samkeppni og lækk- andi fargjöld mega ekki koma niður á örygginu. Þórshafnarbúar minnast 150 ára afmælis verslun Þéttskipað í hverju húsi Á Þórshöfn á Langanesi stendur nú yfír dagskrá þar sem 150 ára afmælis verslunar á staðnum er minnst. Margrét Þóra Þórs- dóttir kynnti sér dagskrána og ræddi við nokkra þá sem hafa undirbúið hátíðarhöldin. FÉLAGARNIR, Jónsi, Daníel, Hafþór, Arnþór, Gústaf og ísak ætla að taka virkan þátt í afmælisdag- skránni. „Það verður gaman að fylgjast með götuleikhúsinu, fara í götukörfubolta, síðan ætlum við auðvitað að vera með í stangveiðinni," sögðu þeir. Daníel kom úr Kópavogi til að vera með og Gústaf úr Reykjavík en hinir eru heimamenn. HÖNDLAÐ við höfnina - saga verslunar á Þórshöfn í 150 ár, er yfirskrift viða- mikillar dagskrár sem nú stendur yfir á Þórshöfn á Langa- nesi. Hún hófst í gær með opnun sýningar á verkum brottfluttra Lang- nesinga, þeirra Sveins Björnssonar, Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur og Arnar Karlssonar auk Freyju Önund- ardóttur og þá var einnig opnuð sýn- ing á gömlum ljósmyndum, minja- gripum og handverki, nýju og gömlu, en sú sýning er haldin í samvinnu við Byggðasafnið á Kópaskeri. Sjón- um verður einkum beint að gömlum verslunarháttum. Hápunktur hátíðarinnar verður í dag, laugardag, en þá verður efnt til dagskrár á plani við Hraðfrysti- stöðina. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur í heimsókn til Þórshafnar, en hún verður fyrst far- þega til að lenda á nývígðum flug- velli við Þórshöfn. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, vígir völlinn við hátíðlega athöfn kl. 10 í dag. Þetta er síðasta embættisferð Vigdísar út á landsbyggðina sem forseti. Forseti Island flytur ávarp við höfnina kl. 13 í dag og síðan tekur við fjölbreytt skemmtidagskrá með söng og hljóðfæraslætti, götuleik- húsi, töframanni og ýmsu fleiru. Fyrirtæki á Þórshöfn bjóða til mikill- ar matarveislu við Hraðfrystistöðina og þá gefst kostur á að taka þátt í bryggjuveiði, sjóferðum og skoðunar- ferðum. Fjöldi listamanna kemur fram Hátíðardagskrá verður í félags- heimilinu Þórsveri kl. 18 í dag, en þar koma m.a. fram leikararnir Arn- ar Jónson og Helga Jónsdóttir, tón- listarmennirnir Áskell Másson, tón- skáld, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, Einar Kristján Einars- son, gítarleikari, Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari og Þuríður Vilhjálmsdóttir, söngkona. Samkór Þórshafnar syngur og leikfé- lagið flytur leikritið „Ambrið" eftir Aðalbjörn Arngrímsson, en hann var afkastamikið leikskáld á Þórshöfn fyrr á öldinni. í kvöld verður dansleikur á plani Hraðfrystistöðvarinnar, þar sem hljómsveitin Herra Kílómetri leikur, götuleikhús verður á ferðinni og loks leikur hljómsveitin Tinna fram á rauða nótt. Á sunnudag verður boðið upp á leiðsögn um gamla prestsetrið á Sauðanesi með Aðalsteini Mariussyni frá kl. 13, en sr. Ingimar Ingimars- son sóknarprestur messar í Sauða- neskirkju kl. 14. Hátíðardagskrá verður endurflutt í Þórsveri kl 16. Vekur athygli á staðnum Veðrið hefur leikið við Þórshafn- arbúa síðustu daga og hafa þeir keppst við að koma þorpinu í hátíðar- búning; hús hafa verið máluð og garðar og opin svæði snyrt. „Verslun- arafmælið sem við höldum nú upp á hefur margvíslega þýðingu fyrir Þórshafnarbúa," sagði Reinhard Reynisson sveitarstjóri. „Fólk hefur tekið duglega til hendinni og fegrað í kringum sig, en ekki síst held ég HVARVETNA hafa menn verið að taka til hendinni í þorpinu í að það hafi áhrif á vitund manna sem tilefni afmælisins en Reinhard Reynisson sveitarstjóri segir hátíð- hér búa. Við erum að minna okkur ina hafa jákvæð áhrif. Morgunblaðið/Margrét Þóra SVEINN Björnsson listmálari var að hengja upp myndirnar sínar í fiskverkunarhúsi í „mæjorkaveðrinu" á Þórshöfn. FREYJA Önundardóttir formaður afmælisnefndar vonast til þess að hátíðin verði lengi í minnum höfð á Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.