Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR LAUGARNESKIRKJA. Guðspjall dagsins; Sælir era miskunnsam- ir, því þeim mun mis- kunnað verða. (Fjallræðan) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Org- anisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Guðmundur Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Hamrahlíð- arkórinn syngur undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Organisti Douglas Brotchie. Sr. Karl Sigur- björnsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Janette Fishell og Colin Andrews orgelleikarar frá Bandaríkjunum og Bretlandi. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristjánsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur III) syngur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sum- arleyfa er minnt á guðsþjónustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður Hrafnhildur Sígurðardóttir, Tjarnarbóli 6, Sel- tjarnarnesi. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Kristín Jónsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Ágúst Einarsson messar. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30 í umsjón Ragn- ars Schram. Organisti Pavel Maná- sék. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- tista kl. 11. Organisti Hrönn Helga- dóttir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta fell- ur niður vegna sumarleyfa starfs- fólks. Sóknarbörnum er bent á guðsþjónustu afleysingaprests í Seljakirkju. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Gospelmessa kl. 20. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Gospelhópur og hljóðfæraleikarar flytja tónlist undir stjórn Óskars Einarssonar. Altarisganga. Sókn- arprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardagur: Þorláksmessa að sumri, biskupsmessa kl. 8. Sunnudagur 21. júlí: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Þriðju- dagur 23. júlí: Vígsluafmæli Landa- kotskirkju. Biskupsmessa kl. 18. Mánudaga til föstudaga: Messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudógum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Vitnisburðir, athug- ið breyttan samkomutíma aðeins í dag. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma á sunnudag kl. 20. Sheila Fitzgerald talar. Miriam Ósk- arsdóttir stjórnar. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssókn- ar. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurður Helgi Guðmunds- son messar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Tónlist- arguðsþjónusta kl. 11. Organisti Hörður Bragason. Jóel Pálsson leik- ur á saxófón. Séra Þórhallur Hei- misson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Hanna María Pétursdóttir. HEILSUSTOFNUN NLFÍ: Messa kl. 11. Sr. Hanna María Pétursdóttir. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Úlfar Guðmundsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Almenn guðsþjónusta. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson þjónar. Messu- kaffi. BORGARPRESTAKALL: Messað verður í Borgarneskirkju kl. 11. Sr. Brynjólfur Gíslason. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11 í Selskógi (útileikhúsi) ef veður leyf- ir, annars í kirkjunni. Kyrrðarstund kl. 18 á mánudag. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hver skrifaði bridsþættina? í LESBÓK Morgunblaðs- ins 1942-1946 og 1949- 1961 birtist mikill fjöldi bridsþátta. Þórður Sigfús- son hafði samband við þáttinn en hann hefir verið að safna saman fyrir Brids- sambandið gömlu brids- efni. Hann spyr hvort ein- hver viti hver er höfundur þessarra þátta. Þeir, sem til þekkja eru beðnir að hafa samband við Velvakanda eða Þórð Sigfússon. Þakkirtil „Ferðalanga" FINNUR hringdi og bað Velvakanda að koma á framfæri þakklæti til „Ferðalanganna" sem fundu bíllyklana hans í Skaftafelli á leiðinni upp að Svartafossi 6. júlí sl. Hann hafði tapað lyklunum sínum og varalyklarnir voru að sjálfsögðu læstir inni í bíl. Þegar hann kom að bílnum voru lyklarnir undir rúðuþurrkunni með orðsendingu undirritaðri af „Ferðalöngum". Kann hann þeim bestu þakkir fyrir skilvísina. Tapað/fundið Taupoki tapaðist LÍTILL blár taupoki með prjónadóti tapaðist á leið- inni frá Hringbraut og í Tæknigarð fimmtudaginn 11. júlí sl. Finnandi vin- samlega hringi í síma 562-5713 eða 565-9618. Hildur. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL í Conica- poka tapaðist í Húsafelli sl. helgi. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 565-7481. Gleraugu töpuðust SJÓNGLERAUGU af gerðinni Oliver's People töpuðust um mánaðamótin júní/júlí, líklega í Reykja- vík, en mögulega í Hvera- gerði. Gleraugun eru ein- föld, rúnnuð gullspangar- gleraugu með aukasólgler- augnaumgjörð. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-2515 og 897-0979. Barnagleraugu töpuðust PÍNULÍTIL barnagler- augu töpuðust sl. þriðju- dagskvöld á leiksvæði við Laufengi. Gleraugun eru af tveggja ára barni, með blárri umgjörð kringum gler og hvítu á örmum. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 587-5574. Fundarlaun. Úr fannst ÚR fannst í Seljahverfi. Upplýsingar í síma 557-7260. Gullúr fannst GYLLT og blátt kvenúr fannst á göngustíg í Foss- vogsdal sl. fimmtudag. Úrið fæst afhent gegn greinargóðri lýsingu. Upp- lýsingar í síma 564-2292. Shelly-skór í Þórsmörk HELGINA 6.-7. júlí tapað- ist brúnn Shelly-skór núm- er 10 í Þórsmörk. Er með annan brúnan Shelly-skó númer 8. Sá sem hefur víxlað skónum, eða hefur tapað skó nr. 8, er vinsam- lega beðinn að hringja í Kristján Ómar í síma 555-4504. Jakki tapaðist SÁ SEM tók dökkbláan jakka með silfruðum tölum af snúru við Haðarstíg að- faranótt laugardagsins 13. júlí sl. er vinsamlega beð- inn að skila honum þangað aftur. Jakkans er sárt saknað. Gullhringur fannst GULLHRINGUR með steinum fannst fyrir utan Strandgötu 85 í Hafnar- firði sl. helgi. Upplýsingar í síma 555-2385. Gæludýr Týndur köttur ÞESSI gulbröndótti köttur er týndur. Hann var með rauða ól þegar hann fðr frá Efstasundi 92 seinni part síðustu viku. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 588-0445. Farsi „Ttérstenduraí> u3% fol/csmettretnur áí/it' ao~ sko&anakannanir b/aða, séu, t/ígoingslcujsar. - SKAK Umsjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Dortmund í Þýska- landi sem lauk á sunnudag- inn var. Búlgarinn Veselin Topalov (2.850) var með hvítt og átti leik gegn ung- verska unglingnum Peter Leko (2.630). Búlgarinn valdi glæsileg- asta leikinn í stöðunni, en hann var þó aðeins sá næstbesti: 50. Hd8! (Dugir tíl vinn- ings, en einfaldara var 50. Hxc7! sem er að vísu ekki eins falleg vinningsleið. Eft- ir 50. - Dxc7 51. De6 á svartur ekki viðunandi vörn við hótuninni 52. Df6+ og hlyti að gefast upp strax) 50. - Bxd8 (Ekki 50. - Hxd8? 51. Dxd8+ ! - Bxd8 52. f8=Dmát)51. Dxe5+ - Bf6 52. Dxf6+ - Dxf6 53. gxf6 - h5 54. Kf3 (Svartur á nú enga vörn gegn framrás hvíta kóngsins alla leið til e7) 54. - Kh7 55. Kf4 - Kh6 56. Ke5 - g5 57. Ke6 - Hb8 58. Bb5 - Hh8 59. Ke7 - Kg6 60. Bd3+ og Leko gafst upp. Báðir þessir ungu skák- menn ollu vonbrigðum í Dortmund. Topalov sem var að fljúga upp í fjórða sætið á alþjóðlega stigalistanum hlaut aðeins fjóra vinninga af níu mögulegum og Leko varð neðstur með tvo vinn- inga og vann ekki skák. Víkverji skrifar... VEITINGASTOÐUM, sem ein- göngu bjóða upp á grænmet- isrétti, fer nú ört fjölgandi í borg- inni. Víkverji hefur notfært sér þjón- ustu tveggja, Græns og gómsæts í Tæknigarði og Græns kosts á Skóla- vörðustíg. Víkverja finnst síðar- nefndi staðurinn hafa vinninginn hvað varðar fjölbreytni og bragð- gæði matarins. Báðir standa hins vegar ágætlega fyrir sínu. Grænmet- isfæði sameinar ýmsa kosti; það er hollt og ódýrt og þjónustan á þessum stöðum er hröð. IVIKUNNI prófaði Víkverji nýjan grænmetisveitingastað, sem hann mun áreiðanlega heimsækja aftur. Sá heitir Vænt og grænt og er á annarri hæð í húsinu Hafnar- stræti 4, sem stendur við Ingólfstorg. Maturinn var prýðilegur, en ekki spillti húsnæðið fyrir. Húsið er gam- alt og andar sögu og gamaldags Reykjavíkurrómantík. Innréttingar og húsgögn eru í léttum, skandinav- ískum anda og útsýnið yfir torgið er frábært á góðum degi. Þjónustan var persónuleg og heimilisleg og Víkverja fannst heimsókn á þennan stað í hádeginu bæta daginn heilmikið. XXX ÞAÐ HRESSTI heilmikið upp á Miðbæinn að sameina Hótel íslandsplanið (Hallærisplanið) og Steindórsplanið í Ingólfstorg. Það er mesta furða hvað torgið er vel heppnað, miðað við að það var alls ekki skipulagt sem slíkt (miðborg (Reykjavfkur er samfellt skipulags- slys, þótt gömlu húsin séu gersem- ar), heldur varð það til við það að hús brunnu, grotnuðu niður eða voru brotin niður. Þó finnst Víkverja að það mætti hressa upp á húsin í kring- um torgið. Gamla Morgunblaðshúsið er nú svona eins og það er, spurning hvort hægt er að breyta því þannig að það sé ekki eins yfirþyrmandi. En mörgum eldri húsunum, til dæm- is áðurnefndu Hafnarstræti 4, sem áður fyrr var skreytt fallegum kvist- um með útskomum drekum, gamla Geysishúsinu, Fálkahúsinu' og hús- inu við Veltusund, sem er sambyggt Thorvaldsensbasar, mætti sýna meiri sóma. Borgaryfirvöld ættu að hafa frumkvæði að því að þessi hús yrðu gerð upp í upprunalegri mynd. Þá gæti Ingólfstorg orðið sannkallað stolt Miðbæjarins. xxx GERÐ Ingólfstorgs lifgaði líka talsvert upp á Aðalstrætið. Víkverja finnst þessari fornu vöggu Reykjavíkur þó ekki nægilegur sómi sýndur. Malarplönin vestan götunn- ar eru til lítillar prýði og þeim fáu gömlu húsum, sem þar eru eftir, hefur ekki verið haldið nógu vel við. Hvenær fær Aðalstræti þá andlits- lyftingu, sem því sæmir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.