Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Menningarborg Evrópu 1996 Tónverk Hauks frumflutt SVIÐSVERKIÐ Pjórði söngur Guðrúnar verður frumflutt í Kaupmannahöfn næstkom- andi miðvikudag, 24. júlí, en öll tónlist verksins er eftir Hauk Tómasson tónskáld. Að uppfærslunni stendur Opera Nord en um er að ræða um- fangsmesta viðburðinn sem boðið verður upp á í Menning- arborg Evrópu 1996. Uppsetningin mun kosta um átta milljónir danskra króna eða tæpar 90 milljónir ís- lenskra króna. Er hún svo dýr, viðamikil og flókin að ekki varð ljóst fyrr en um síð- ustu áramót að af henni gæti orðið en hugmyndin að upp- setningunni var kynnt Hauki fyrir þremur árum. ■ Ragnarök/B16 Ferðafélag Islands Kærir til um- boðsmanns FERÐAFÉLAG íslands hefur ákveðið að kæra til umboðsmanns Alþingis þann úrskurð Guðmundar Bjamasonar umhverfisráðherra að aðalskipulag Hveravalla heyri undir Svínavatnshrepp. Jónas Haraldsson lögmaður Ferðafélags íslands segir að félagið sætti sig ekki við þá niðurstöðu umhverfisráðherra sem fram kemur í úrskurðinum. „Að okkar mati eru ýmsir efnislegir annmarkar og formgallar_ á úrskurði umhverfis- ráðherra. í hreinskilni sagt tel ég að þarna hafí verið reynt á klaufa- legan hátt að færa rök að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu." Jónas segir að félagið telji það auðfamari leið að senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis en að fara með málið fyrir dómstóla. Hann segir þó að mikið álag sé á umboðs- manni og gera megi ráð fyrir að úrskurðar hans verði ekki að vænta fyrr en eftir eitt ár. ■ Hveravellir/4 KRAKKARNIR í Vinnuskóla Reykjavíkur gerðu sér glaðan dag í gær er þeir héldu upp á „vertíðarlokin“, en vinnu lauk fyrir fullt og allt þetta sumarið um hádegi í gær. Meðal annars voru haldnar grillveislur víða. Til dæmis fréttist af einum hund- GUÐMUNDUR Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASI og fulltrúi neyt- enda í sexmannanefnd, segir að samningar, sem bændur hafi gert undanfarnar vikur við verslanir og sláturleyfíshafa um kjötsölu, feli í sér brot á búvörulögum. Hann segir að bændur vilji viðhalda opinberri verðlagningu á kjöti en víkja frá henni þegar þeim hentar. Bændur hafa á undanförnum vik- um gert a.m.k. fjóra samninga við afurðastöðvar, auk þess sem bændur í Húnavatnssýslu hafa gert sér- stakan samning við Hagkaup um sölu á lambakjöti. „Ég sé ekki betur en þessir samn- ingar allir feli í sér brot á lögum um Vertíðarlok Vinnuskólans rað manna hópi uppi í Heiðmörk, enda viðraði ágætlega til útiveru á höfuðborgarsvæðinu í gær eft- framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Þetta var til umræðu í sexmannanefnd í gær [fimmtudag] og menn voru þar sammála um að þetta væri ekki löglegt. Samkvæmt lögunum ber nefndinni að ákveða verð á lambakjöti og hún getur ekki vikið frá því. Fulltrúar bændá í nefndinni mega að vísu koma með tillögu um að annað verð á lamba- kjöti gildi áður en eiginleg sláturtíð hefst, en það hafa þeir ekki gert og mér skilst að þeir ætli ekki að gera það. Það sem snýr að fimmmannanefnd eru viðskipti afurðastöðva og smá- sala og mér sýnist að Hagkaups- samningurinn brjóti einnig laga- ir vætutíð. Aldrei hefur verið jafnmikil ásókn í unglingavinn- una og nú, en rétt til starfa höfðu 14 til 16 ára unglingar. Magga og Vera, sem hér sjást, voru í sólskinsskapi í unglingavinnunni o g brostu breitt fyrir ljósmynd- ara Morgunblaðsins. ákvæði sem gilda um fímmmanna- nefnd. Vandamálið er að það er eng- inn aðili sem vill taka að sér að fram- fylgja lögunum. Samkeppnisstofnun hefur t.d. neitað að sjá um að fylgja þeim eftir.“ Lögin úrelt Guðmundur Gylfi sagði að bændur hefðu í gegnum tíðina viljað halda í lögunum ákvæðum um að sexmanna- nefnd bæri að ákveða verð á búvör- um. Þeir notuðu verðið sem viðmiðun og gæfu afslætti frá því eins og þeim hentaði. Þetta hefði lengi verið stundað varðandi verðlagningu á eggjum og kjúklingum og nú væri þetta að færast yfir í lambakjötið, Islenskajárn- biendiféiagið hf. Hagnað- ur 394 milljónir ÍSLENSKA járnblendifélagið hf. á Grundartanga skilaði alls um 394 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er rösklega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 188 milljónum. Má fyrst og fremst rekja það til hagstæðrar þróunar verðs á kísiljárni á heims- markaði. Að sögn Jóns Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra íslenska járnblendi- félagsins hefur verð á kísiljárni haldist stöðugt það sem af er ár- inu, framleiðslan verið nálægt fyllstu afköstum og salan gengið vel. Var velta á fyrri árshelmingi miðað við fob-verð seldra vara um 2.112 milljónir. Fyrirtækið hefur nú gjaldfært eftirstöðvar þess afsláttar sem Landsvirkjun veitti því á erfiðleika- árunum 1993-1994. Þá hafa hlut- hafar fengið greiddar 187 milljónir króna í arð vegna ársins 1995. nema hvað að þessu sinni væru bændur að semja um hærra verð í tiltekinn tíma. „Bændurnir vilja halda ! þessi úr- eltu lög og síðan nota þau eins og þeim sýnist. Þeir fara út fyrir þau þegar þeim hentar, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar, en við, fulltrúar neytenda, stöndum varnarlausir gagnvart þeim. Við erum að sjálfsögu ekki á móti því að þessir samningar séu gerðir, en við bendum bara á að lögin leyfa þetta ekki. Annað hvort verður að breyta lögunum eða bændur verða að hætta að gera svona samninga," sagði Guðmundur Gylfi. Rösklega/12 Samningar bænda við verslanir eru ólöglegir að mati hagfræðings ASÍ Alþýðusambandið segir bændur bijóta búvörulög 39 punda lax úr Reynisvatni GRÉTAR Sigþórsson byrjar feril sinn sem laxveiðimaður glæsilega. í gær var hann við veiðar í Reynisvatni og beitti flugu. Eftir stutta stund beit á hjá honum 39 punda lax, sem hann landaði. Þetta er fyrsti laxinn sem Grétar veiðir, en hann er aðeins 12 ára gamall. Laxinn er einn nokkurra stór- laxa sem fiskeldisstöðvar slepptu í vatnið. Morgunblaðið/Golli Súðavík fær 166 milljónir úr ríkissjóði RÍKISSTJÓRN íslands samþykkti á fundi sínum í gær að framlag ríkissjóðs til Súðavíkur vegna upp- byggingar þar eftir náttúruhamfar- ir á síðasta ári næmi 166 milljónum króna. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu, samþykkti ríkisstjórnin strax eftir snjóflóðin í janúar í fyrra að greiða fyrir þeim framkvæmdum sem þyrfti að fara í til að endurreisa byggð í Súðavík, m.a. gatnagerð. Ríkissjóður veitti sveitarfélaginu bráðabirgðalán til að geta hafið framkvæmdir en þeim verður lokið á þessu ári. Nú liggur kostnaður við þessar framkvæmdir fyrir og nemur hann að sögn Ólafs um 175 milljónum króna. Á síðasta ári veitti Bjargráða- sjóður 8,5 milljóna króna styrk til framkvæmdanna og verður það sem eftir stendur, eða um 166 milljónir króna, greitt úr ríkissjóði. Að sögn Ólafs verður leitað heim- ildar Alþingis á fjáraukalögum í haust fyrir fjárframlaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.