Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 31
FRÉTTIR
Yfirlýsing frá formanni Félags járniðnaðarmanna
Fullyrðingar um launa-
skrið standa óhaggaðar
Launaþróun hjá málmiðnaðarmönnum 1995
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Erni
Friðrikssyni fyrir hönd Félags
járniðnaðarmanna:
„VEGNA fullyrðinga Hannesar
G. Sigurðssonar, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra VSÍ í Morgunblað-
inu í gær, föstudag 19. júlí, um
launakjör og kjarabaráttu málm-
iðnaðarmanna, telur Félag járn-
iðnaðarmanna mikilvægt að stað-
reyndir þessarar umræðu verði
dregnar fram í dagsljósið.
Hannes sakar formann Félags
járniðnaðarmanna um að spilla
fyrir árangri samningaviðræðna í
Hvalfjarðargöngum með þvi að
dreifa röngum upplýsingum um
launaþróun í þeim tilgangi að
valda ólgu á vinnumarkaðnum og
reyna þannig að knýja á um launa-
skrið.
Upplýsingar þær sem formaður
Félags járniðnaðarmanna hefur
um verulegt launaskrið í málmiðn-
aði eru komnar frá Kjararann-
sóknarnefnd, þar sem Hannes á
sæti fyrir hönd VSÍ.
Launakannanir Kjararannsókn-
arnefndar sýna að allt árið 1995
hafa laun í málmiðnaði verið að
hækka. Þær staðfesta trúverðug-
leika nýjustu könnunarinnar.
Hannes dregur sérstaklega í efa
að nýjustu upplýsingar Kjararann-
sóknarnefndar um laun í málmiðn-
aði séu réttar. Þær ná yfir síðasta
ársfjórðung 1995. Þessar tölur eru
byggðar á minna úrtaki en venju-
lega, en samt álíka stóru og hjá
trésmiðum og bifvélavirkjum.
Engu að síður staðfesta þessar
tölur þá þróun sem fram kemur í
þremur undangengnum könnun-
um Kjararannsóknarnefndar árið
1995.
Tilraun Hannesar til að rugla
óskyldum hlutum inn í launa-
greiðslurnar faila um sig sjálfar.
Hann segir að inni í launatölunum
séu, auk bónusgreiðslna, verk-
færagjald, fæðispeningar, fata-
peningar o.fl. Þetta breytir ekki
niðurstöðinni, því málmiðnaðar-
menn fá ekki greitt verkfæragjald,
fatapeninga eða fæðispeninga, að
undanskildum blikksmiðum, sem
fá greitt verkfæragjald.
Hannes sakar Félag járniðn-
aðarmanna um að ýta undir ólgu
með því að gefa rangar upplýs-
ingar um laun málmiðnaðar-
manna. Staðreyndin er sú að ein-
göngu er vitnað til upplýsinga
Kjararannsóknarnefndar og þær
framreiknaðar með 3% hækkun
sem kom til framkvæmda um síð-
ustu áramót. Þessar ósönnu og
alvarlegu ásakanir Hannesar falla
um sjálfar sig þegar kannanir
Kjararannsóknarnefndar eru
skoðaðar í samhengi fyrir árið
1995.
Til viðbótar er vert að geta þess
að þó Kjararannsóknarnefnd hafi
ekki gert launakannanir á árinu
1996, þá hefur þessi launaþróun
haldið áfram í málmiðnaðinum.
Sem betur fer virðist lokið sam-
dráttartímabili launastöðvunar og
atvinnuleysis í málmiðnaði. Eftir-
spurn eftir málmiðnaðarmönnum
er mikil og fer vaxandi.
Fullyrðingar Hannesar um það
að iðnaðarmenn við Hvalfjarðar-
göng komi til viðræðna um launa-
kjör á grunni rangra upplýsinga
um laun sín eru einnig út í hött.
Þar stranda samningar einfaldlega
á því að vinnuveitendur bjóða kjör
sem mundu þýða launalækkun
fyrir hluta viðsemjenda þeirra.
Þetta hafa starfsmenn staðfest.
Öðru vísi mér áður brá, kynni
einhver að segja um þær hnútur
sem hér er kastað að Félagi járn-
iðnaðarmanna. Til skamms tíma
kepptust vinnuveitendur við að
segja að laun væru of há, á meðan
launþegar sögðu þau of lág. Sú
sérkenfiilega staða er nú komin
upp að fulltrúi vinnuveitenda
keppist við að telja mönnum trú
um að laun málmiðnaðarmanna
séu lægri en fram kemur í frétta-
bréfi Kjararannsóknarnefndar -
þar sem þessi sami fulltrúi vinnu-
Veitenda gefur út þessar upplýs-
ingar.
I þessu tilfelii verður Vinnuveit-
endasambandið þó að sætta sig
við að lögmál markaðarins um
framboð og eftirspurn, sem vænt-
anlega eru vel þekkt á þeirri skrif-
stofu, hafa einfaldlega orðið til
þess að þrýsta upp launum í málm-
iðnaði. Þau hafa að öllum líkindum
hækkað frá því Kjararannsóknar-
nefnd gerði sína síðustu könnun í
árslok 1995.
Meðfylgjandi eru upplýsingar
úr fréttabréfum Kjararannsóknar-
nefndar sem staðfesta þá launa-
þróun sem átt hefur sér stað í
málmiðnaði."
Launabreytingar hjá málmiðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu árið 1995 skv. fréttabréfum Kjara-
rannsóknanefndar
Greitt tímakaup í dagvinnu
Vinnustundir Hreint Neðri Meðaltal Efri Meðal Greidd dagv. Heildar
á viku tímakaup fjórðungur dagvinnu fjórðungur tímakaup laun á mán. mánaðarlaun
1. ársfj. 1995 51,6 602 kr. 552 kr. 608 kr. 668 kr. 724 kr. 105.400 kr. 161.900 kr.
2. ársfj. 1995 52 622 kr. 571 kr. 630 kr. 711 kr. 746 kr. 109.200 kr. 167.990 kr.
3. ársfj. 1995 49,3 648 kr. 570 kr. 679 kr. 736 kr. 783 kr. 114.500 kr. 167.200 kr.
4. ársfj. 1995* 52 666 kr. 599 kr. 684 kr. 754 kr. 812 kr. 118.600 kr. 183.000 kr.
Með 3% hækkun 1. janúar 1996 686 kr. 617 kr. 705 kr. 777 kr. 836 kr. 122.158 kr. 188.490 kr.
* Nýjasta könnun Kjararannsóknamefndar
Fjöldi vinnustunda að baki upplýsingunum á hveijum tima
1. ársfj. 1995 76.000 2. ársQ. 1995 60.000 3. ársfj. 1995 41.000 4. ársQ. 1995 30.000
Miðsumarhátíð á Selfossi
AÐALDAGSKRÁ miðsumarhátíð-
arinnar á Selfossi er í dag, laugar-
dag, og hefst klukkan 10.00 með
tjaldmarkaði í tveimur stórum tjöld-
um í Tryggvagarði við Austurveg,
en leiktæki fyrir börn verða í
Tryggvagarði.
Klukkan 11.00 hefst firmakeppni
í kassabílaralli Guðnabakarís.
Skemmtiskokk Adidas hefst klukkan
12.00 og kl. 13 fara sérútbúnir bíl-
ar, sportbílar, mótorhjól og fleiri far-
artæki í eigu Selfyssinga hringferð
um bæinn. Um kl. 13.30 verða veitt-
ar viðurkenningar í kassabílarallinu
og einnig viðurkenningar fyrir falleg-
ustu einkagarðana á Selfossi svo og
fyrir fyrirtækjalóðir. Klukkan 14 eru
tónleikar í Tryggvagarði með Bítla-
vinafélaginu, Emilíönu Torrini, Rad-
íusbræðrum, Reggae on Ice, Skíta-
móral og Vinum vors og blóma.
í tilefni dagsins verður grillað um
allan bæ, og oks verður Bylgjuball í
Inghól en Bylgjan verður með beinar
útsendingar frá Selfossi. í verslunum
og veitingahúsum eru síðan sumartil-
boð af ýmsu tagi og frítt er á tjald-
svæði á Selfossi um helgina og frítt
í sund í dag.
LEIÐRÉTT
Rangt nafn
RANGT var farið með nafn Jó-
hanns Ögmundar Oddssonar í frétt
frá aðalfundi Kvenfélagsins
Hringsins, sem birtist í blaðinu sl.
fimmtudag. Greint var því að fé-
lagið hefði þegið gjöf frá Minning-
arsjóði Sigríðar Halldórsdóttur og
Jóhanns Ögm. Oddssonar að upp-
hæð 500 þúsund krónur.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á mistökunum.
Gömul vinnubrögð kynnt
í Sjóminjasafninu
SUNNUDAGINN 21. júlí verða
gömlu vinnubrögðin kynnt í Sjó-
minjasafni íslands, Hafnarfirði, frá
kl. 13—17, en þá sýna tveir fyrrver-
andi sjómenn vinnu við lóðir og
net. Vinsæl sjómannalög og gamlir
slagarar verða leiknir á harmonikku
meðan á opnun stendur. Verkleg
sjóvinna hefur verið fastur liður í
starfsemi safnsins í sumar og verð-
ur áfram á dagskrá alla sunnudaga
í júlí og ágúst.
í forsal Sjóminjasafnsins stendur
nú yfír sýning á 15 olíumálverkum
eftir Bjarna Jónsson listmálara.
Allt eru þetta myndir um sjó-
mennsku og sjávarhætti fyrir daga
vélvæðingar og má því segja að um
hreinar heimildarmyndir sé að
ræða. Allar myndirnar eru til sölu.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNTÓMASSON
fyrrverandi stöðvarstjóri
Pósts og síma í Keflavík,
sem lést í Borgarspítalanum laugar-
daginn 13. júlí síðastliðinn, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn
22. júlí kl. 13.30.
Ragnheiður Þ. K. Eiríksdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Sæmundur Benediktsson,
Eirikur Jónsson, Ingibjörg M. Kjartansdóttir,
Tómas Jónsson, Þórunn E. Sveinsdóttir,
Bjarni Ó. Jónsson,
Sveinbjörn Jónsson,
Július G. Bjarnason, Birna Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs bróður okkar,
mágs og frænda,
EINARS INGA EINARSSONAR,
Varmahlíð,
Eyjafjöllum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sjúkrahúss Vestmannaeyja.
Þóra Dóra Einarsdóttr,
Hólmfríður Einarsdóttir,
Sigríður Einarsdóttir, Ásmundur Guðmundsson,
Svana Einarsdóttir,
María Sigurjónsdóttir,
Ingibjörg Bjarnadóttir, Einar Sigurjón Bjarnason,
Arndís Bjarnadóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir,
Ásmundur Bjarnason,
Sigurður Jakob Jónsson,
Einar Eysteinn Jónsson,
frændsystkini og vinir.
t
Innilegar þakkir viljum við færa ykkur
öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og jarðarför móður okkar,
eiginkonu, systur og systurdóttur,
MÁNEYJAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Auðbrekku 2,
Kópavogi.
Rósa Kristin Garðarsdóttir,
Sigmundur Bjarki Garðarsson,
Garðar H. Guðmundsson,
Björk Kristjánsdóttir,
Stefanía Kristjánsdóttir,
Guðlaug Stefánsdóttir.
t
Innilegar þakkirtil allra þeirra, er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
BÖÐVARS B. SIGURÐSSONAR
bóksala,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa öllu
starfsfólki á deild A-7 Borgarspítalanum
fyrir alla þeirra hjálp í veikindum hans.
Hjördís Ágústsdóttir,
Ingibjörg Böðvarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon,
Böðvar Böðvarsson, Bjarney Sólveig Gunnarsdóttir,
Hulda Böðvarsdóttir,
Þórarinn Böðvarsson, Sigrún Ögmundsdóttir,
Ágúst Böðvarsson, Þorgerður Nilsen,
Elísabet Böðvarsdóttir, Oddur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.