Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1996 9 FRETTIR Fæðingarheimili hugsan- lega breytt í sjúkrahótel INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að fyrr eða síðar verði komið á fót sjúkrahóteli við Landsspítalann í Reykjavík. Heppi- legt húsnæði sé fyrir hendi þar sem er Fæðingarheimili Reykjavíkur við Þorfinnsgötu. Viðræður fara nú fram milli stjórnar Ríkisspítalanna og Reykjavíkurborgar um framtíð Fæðingarheimilisins. Könnun sem Landlæknisembætt- ið lét gera í fyrra bendir tii þess að rúmlega 20% sjúklinga á spítöl- um gætu nýtt sér þjónustu sjúkra- hótela. Heilbrigðisráðherra telur hagkvæmast að hafa slíkt hótel í tengslum við stór sjúkrahús og þá helst á höfuðborgarsvæðinu. Hún vill þó ekki útiloka stórar sjúkra- stofnanir á landsbyggðinni. Góð reynsla Fulltrúar stærstu sjúkrahúsa landsins kynntu í vikunni skýrslu um kynnisferð sem farin var til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynnast rekstri sjúkrahótela. Þetta fyrirkomulag hefur rutt sér mjög til rúms í Evrópu síðastliðin tíu ár, sérstaklega í Svíþjóð og Bretlandi. í Bandaríkjunum hafa sjúkrahótel þekkst í tuttugu ár. Niðurstöður ferðalanganna voru mjög jákvæðar. Kostnaður við dvöl á sjúkrahóteli Vestnorrænir þingmenn Pólitísk hlutfalls- kosning ÁRSFUNDUR Vestnorræna þing- mannasambandsins var haldinn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu og stóð í þrjá daga, en um 20 þingmenn frá íslandi, Grænlandi og Færeyjum sitja í ráðinu. Löndin skiptast á formennsku og lét Árni Johnsen alþingismaður af formennsku fyrir íslands hönd en við tók Lisbeth Petersen lögþingsmaður og borgarstjóri í Þórshöfn. Varafor- menn eru Jonathan Motzfeldt, lands- þingsmaður og fyrrverandi forsætis- ráðherra Grænlands, og Árni Jo- hnsen, en þeir eru formenn deildanna í hvoru landi fyrir sig. Aðalverkefni ársfundarins voru skipulagsbreytingar í þá veru að framvegis verði kosið pólitískri hlut- fallskosningu í Vestnorræna ráðið, alls 6 þingmenn frá hvetju iandi, en hingað til hefur verið einn fulltrúi frá hverjum flokki nema í Færeyjum þar sem smáflokkarnir eru margir og Færeyingar hafa sjálfir takmark- að fjöldann. Tillögurnar um breyt- ingarnar eru sendar þjóðþingum landanna til staðfestingar og jafn- framt var það samþykkt á ársfundin- um í Eyjum að fá fastan starfsmann í tengslum við skrifstofu Norður- landaráðs og endurskoða starfsregl- ur ráðsins. Á ársfundinum í Eyjum komu m.a. fram tillögur frá Árna Johnsen um Vestnorrænan handverksskóla í Hveragerði, tillaga frá Ástu Ragn- heiði Jóhannesdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Kristínu Ást- geirsdóttur um nýja Vestnorræna kvennaráðstefnu en slík ráðstefna var haldin á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum. Þá kom fram tillaga frá Svavari Gestssyni um að gera yrði úttekt á efnahagsstöðu Vest- norrænu landanna þriggja með tilliti til nálægra landa. Fyrir íslands hönd sitja í ráðinu: Árni Johnsen formaður, Isólfur Gylfi Pálmason, Svavar Gestsson, Rann- veig Guðmundsdóttir, Kristín Ast- geirsdóttir og Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir varaformaður. Í^óingarheimii Heykjavíkur • BBI Morgunblaðið/Sverrir RÆTT er um að Fæðingarheimili Reykjavíkur verði gert að sjúkrahóteli i tengslum við Landsspítalann. nemur frá fjórðungi til helmings kostnaðar af spítalavist. Sjúklingar virðast vera sáttir við fyrirkomulag- ið. í þjónustukönnunum sem gerðar hafa verið við sjúkrahótel í Lundi í Svíþjóð hafa 98-100% hótelgesta lýst yfir ánægju sinni með aðbúnað- inn. Besta raun hefur gefið að hafa hótelin í næsta nágrenni við spítal- ana til þess að skammt sé í alla neyðarþjónustu, en þó aðskilin frá sjúkrahúsbyggingunum. Sjúkrahótel hefur um hríð verið rekið við Rauðarárstíg á vegum Rauða krossins. Það er með nokkuð öðru fyrirkomulagi en það sem skýrsluhöfundar leggja nú til. Þeir töldu þó að reynslan af Rauða krosshótelinu væri góð og hentaði vel fyrir ákveðinn hóp sjúklinga. tJtsala 15 /O aukaafsláttur af blússum og buxum TESS Opið virka daga neöst við kl. 9-18, Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. v neC i iii i in 11 Hinmmnin Líiugavegi 58, simi 551 3311. ^^ ^^ Full búð af nýjum töskum Mikið úrval í Ijósum litum Sjón er sögu ríkari Alltaf ódýrasti Núna munar 5 krónum... Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir HÓTEL Lind við Rauðarárstíg er bæði með venjulegan hótelrekstur og sjúkrahótel. LAN fín og nvt g|pet| Haupíð á snæifíð Kjá þér Velkomín um borð Laugavegi I • Sími 561 7760 •— , ...sem eru 200 kr. fyrír 40 lítra áfyllingu. ORKAN Þ A Ð M U N A R U M M I N N A ! ísland er meira en nafnið eitt Aukin og endurbætt útgáfa með sérstakri leiðsögn um Reykjavík, en óbreytt verð kr. 2.980,- jfcíSLENSuJI BÓKAÚTGÁFAN Sidumúla 11 • Simi 581 3999 Fróðleikur - Ferðagleði - Fararheill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.