Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996
MORGUNBIiAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ljóska
WE HATED THE CAMP
50 WE LEFT..
mmmswm,
t.
WHAT WE WANT NOW
15 TO GET OUR
MONEY BACK..
Okkur líkaði illa í sumar-
búðunum, svo að við fór-
um.
OJE REALIZE
THATTI4I5
COULD 0E A
PRO0LEM..
HOWEJER, UUE FEEL THAT A
GOOD ATTORNET 5H0ULD 0E
ABLE TO PRESENT TO.
Það sem við viljum nú
er að fá peningana
okkar til baka.
Við gerum okk-
ur það ljóst að
það gæti verið
vandamál.
Okkur finnst samt sem áður að
góður lögfræðingur ætti að geta
borið fram kæru.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Félag persónulegra
ráðgjafa (FEPR) - á
ensku COUNSELORS
Frá Björk Birgisdóttur:
í JÚNÍ s.l. var stofnað félag per-
sónulegra ráðgjafa, á ensku couns-
elors. Þessari grein er ætlað að
kynna menntun og starfsemi þeirra.
Counselors hafa
verið starfandi
um árabil í ná-
grannalöndum
okkar; Banda-
ríkjunum, Bret-
landi og Norð-
urlöndunum.
The American
Counseling As-
sociation (Félag
amerískra co-
unselors) hefur
verið starfandi í rúmlega 50 ár.
Heiti
íslensk þýðing á counselor er
„ráðgjafi“ en þar sem þýðingin á
sér stað án tillits til stéttarinnar er
heitið ekki lýsandi fyrir counselors
né starf þeirra. Counselor starfar
ekki sem ráðgjafi heldur sem þerap-
isti. Heitið ráðgjafi gefur heldur
ekki til kynna hvers konar ráðgjöf
er um að ræða. Ráðgjöfin er á sál-
fræðisviði og menntunin einnig. En
þar sem ráðgjafinn hefur ekki laga-
heimild til að kalla sig sálfræðiráð-
gjafa ákváðu counselors að kalla
sig „persónulega ráðgjafa".
Menntun
Persónulegir ráðgjafar eru há-
skólamenntaðir erlendis frá hjá við-
urkenndum háskólum á sálfræði-
sviði. Þeir ljúka fyrst BA í félags-
fræði, sálarfræði eða uppeldis- og
kennslufræðum, að því loknu halda
þeir til framhaldsnáms erlendis og
taka MA (meistarapróf) í counsel-
ing frá viðurkenndum háskólum.
Meistaranámið tekur tvö til þijú ár
til viðbótar við BA-námið. Félag
persónulegra ráðgjafa var stofnað
til að tryggja að skjólstæðingar
geti gengið úr skugga um að við-
komandi ráðgjafi hafi að baki nám
sem tryggir faglega þekkingu. Fé-
lagið hefur leitað til heilbrigðisráðu-
neytis varðandi löggildingu.
Starfsemi
Óljós skil eru milli starfa per-
sónulegs ráðgjafa og sálfræðings.
Til að skýra þetta nánar fer á eftir
þýðing úr bæklingi „The British
Counseling Association":
Counselling or Psychotherapy?
(persónuleg ráðgjöf eða sállækn-
ing?) „Við erum stundum spurð
hvort persónuleg ráðgjöf sé hin
sama og sállækning. Það er ekki
auðvelt að gefa stutt svar þar sem
bæði hugtökin ná yfir breitt starfs-
svið. Auðvitað á sér stað mikil skör-
un þar sem sállækning hjálpar við
að yfirvinna persónulega erfiðleika
og auðvelda breytingu sem per-
sónuleg ráðgjöf gerir einnig. Aðferð
sem notuð er við sállækningu er
svipuð þeirri sem notuð er við per-
sónulega ráðgjöf. Ef einhver munur
á sér stað, tengist hann einstakl-
ingsbundinni þjálfun ráðgjafans eða
sálfræðingsins svo og áhuga hans
og starfsvettvangi fremur en eðlis-
bundnum mun þessara tveggja
starfshópa.
Sálfræðingur sem starfar á spít-
aia er líklegur til að leggja áherslur
á geðræna kvilla fremur en breitt
svið vandamála og krísa sem þykir
eðlilegt að fara með til persónu-
legra ráðgjafa. Sem sjálfstætt
starfandi á stofu er sálfræðingurinn
líklegri að taka á móti skjólstæðing-
um sem eiga við minni vanda að
etja en alvarlega geðræna kvilla.
Þar á sér því stað mikil skörun hjá
sjálfstætt starfandi persónulegum
ráðgjafa og sálfræðingi.
Persónulegir ráðgjafar sem
starfa fyrir félagasamtök, skóla og
í háskólum leggja venjulega meiri
áherslur á hversdagsvanda og erfið-
leika í lífinu heldur en meiriháttar
geðræna kvilla. Margir persónulegir
ráðgjafar hafa samt kunnáttu til
að takast á við slíkan vanda. Bæði
persónulegir ráðgjafar og sálfræð-
ingar eru færir um að ákveða hvort
eða ekki skjólstæðingur skuli leita
sér frekari læknisfræði- eða geð-
fræðilegra ráða. Þeir eru venjulega
færir um að vísa til viðeigandi sér-
fræðings, þó svo oft sé slíkt ekki
hægt nema að ráðfæra sig við lækni
viðkomandi skjólstæðings.
Sem betur fer eru skil persónu-
legs ráðgjafa og sálfræðings ekki
það sem mestu skiptir fyrir þann
sem leitar sér aðstoðar. Báðir sér-
fræðingar hvors hóps fyrir sig
munu fullvissa sig um að þeir geti
boðið viðeigandi hjálp fyrir viðkom-
andi einstakling. Ef persónulegur
ráðgjafi eða sálfræðingur er ekki
tilbúinn að ræða slíkt þá er vitur-
legra fyrir viðkomandi skjólstæðing
að leita sér aðstoðar annars staðar.
Bæði persónulegur ráðgjafi og sál-
fræðingur hafa skýrt samkomulag
varðandi tíma, stað og markmið
sem ber að skoða við og við.“
Af framangreindu má sjá að
persónulegur ráðgjafi hefur fag-
lega menntun og þjálfun í starfi
og erfitt er að gera skýr skil milli
persónulegra ráðgjafa og sálfræð-
inga. Ef eitthvað skilur þar á milli,
hafa sumir sálfræðingar frekar
þjálfun til að vinna á geðdeild þeg-
ar persónulegi ráðgjafinn hefur
þjálfun til að vinna með skjólstæð-
ingum sínum á breiðu sviði dag-
legra vandamála. Markmið Félags
persónulegra ráðgjafa er að
tryggja veg og virðingu persónu-
legra ráðgjafa svo og skjólstæð-
inga þeirra.
BJÖRK BIRGISDÓTTIR,
félagsfræðingur
og sjálfstætt starfandi.
Steinunn Björk
Birgisdóttir
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.