Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 7
HVÍTA HÚSIÐ / SlA Áfyrsta ársfundi Lífeyrissjóðsins Framsýnar sem haldinn var 28. júní sl. voru kynntar niðurstöður tryggingarfrœðilegrar úttektar á stöðu þeirra lífeyrissjóða sem sameinuðust í sjóðnum þann 31. desember 1995. Fjölmennasti sjóðurinn Sterk staða Lífeyrissjóðurinn Framsýn er fjölmennasti lífeyrissjóður landsins. Rúmlega 30 þúsund félagar greiddu iðgjöld á síðasta ári. Fjöldi skráðra sjóðsfélaga var í árslok 90 þúsund. Gerum betur Fjárhagsstaða Lífeyrissjóðsins Framsýnar er mjög sterk. Eignir sjóðsins eru taldar 2.400 milljónir umfram skuldbindingar. Hrein eign samkvæmt ársreikningum nemur 26.250 milljónum króna. Réttindin tryggð Sjóðurinn vinnur á grundvelli samkomulags stéttarfélaga og atvinnurekanda frá 12. desember 1995 og tryggir þau lágmarksréttindi sem þar eru tilgreind. Vegna hinnar sterku stöðu sjóðsins hefur hins vegar verið ákveðið að gera betur og greiða 5,71% uppbót á allan elli-, örorku- og makalífeyri sem úrskurðaður verður og greiddur á árunum 1996r2001. Þessi uppbót er ákveðin árlega á ársfundi fyrir næstu fimm ár. Breytingar koma því aldrei á óvart! Sjóðfélagar sem voru í Lífeyrissjóði Hlífar og Framtíðarinnar, Lífeyrissjóði Sóknar, Lífeyrissjóði verksmiðjufólks og Lífeyrissjóði Félags starfsfólks í veitingahúsum, munu halda öllum sínum réttindum óbreyttum. Réttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar verða aukin um 3,4%. Réttindi sjóðfélaga í Almennum lífeyrissjóði iðnaðarmanna verða aukin um 27,7%. Aukning réttinda gildir jafht fyrir þá sem þegar eru komnir á lífeyri sem og aðra sjóðfélaga þessara sjóða. Á næstu vikum verða greiðslur til lífeyrisþega sem áður nutu lífeyris úr Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar og Almennum lífeyrissjóði iðnaðarmanna leiðréttar. Leiðrétting þessi nær aftur til 1. janúar 1996. Eftirtalin félög standa að Lífeyrissjóðnum Framsýn: Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Verkamannafélagið Hlíf, Verkakvennafélagið Framtíðin, Starfsmannafélagið Sókn, Iðja - félag verksmiðjufólks, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Bakarasveinafélag Islands, Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina og Vmnuveitendasamband Islands. LÍFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN Skrifstofa Lífeyrissjóðsins Framsýnar er að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík. Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 16 alla virka daga. Sími: 5334700. Fax: 5334705. Kt.: 561195-2779.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.