Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 11
AKUREYRI
LAIMDIÐ
Deiliskipulag í Krossanesi
samþykkt í hafnarstjórn
Fyrirtækjum á
svæðinu tryggð
lóðarstækkun
HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur
samþykkt deiliskipulag í Krossa-
nesi, en það var unnið var af Finni
Birgissyni, arkitekt. Svæðið sem um
ræðir afmarkast til vesturs af fyrir-
hugaðri legu Krossanesbrautar. Það
tekur yfir allt land austan brautar-
innar frá Jötunaheimavík, norður
að túnum í Ytra-Krossanesi.
Á síðasta ári var landfylling norð-
an Krossaness afmörkuð með grjót-
garði og gerður nýr 80 metra langur
viðlegukantur til norðurs frá enda
eidri bryggju í Krossanesi. Nú er
unnið að því að fylla upp innan
garðsins og verður hin nýja fylling
um 4,7 hektarar. Fyrirtækjum sem
þegar eru á Krossanessvæðinu hefur
verið tryggð lóðarstækkun, en jafn-
framt verða um 2,3 hektarar lausir
fyrir nýja starfsemi á svæðinu.
Frekari samvinna
olíufélaganna
Fyrirtækin í Krossanesi eru Fóð-
urverksmiðjan Laxá, Krossanes-
verksmiðjan, Sementsverksmiðja
ríkisins, Skeljungur og Olíudreifing
hf., sem er nýtt fyrirtæki í eigu Olís
hf. og Olíufélagsins hf. í skipulaginu
er tekið frá svæði fyrir olíubirgða-
stöðvar eða aðra hafnsækna starf-
semi, sem teygir sig nokkuð til norð-
urs frá núverandi lóðum olíufélag-
anna en er að stærstum hluta vest-
ast og nyrst á fyllingunni. Olíudreif-
ingarstarfsemi Olíufélagsins er nú á
Oddeyri en miðað er við að hún flytj-
ist í Krossanes innan 10-12 ára. I
framhaldinu er gert ráð fyrir frekari
samvinnu allra olíufélaganna á
svæðinu, t.d. varðandi olíutanka og
átöppunaraðstöðu.
Laxá hf. mun fá verulega aukið
lóðarrými til norðurs og austurs en
einnig lítillega til vesturs. Þarna
geta alls verið til ráðstöfunar um
11.000 fm utan við núverandi lóð
Láxár. I greinargerð með skipulagst-
illögunni kemur fram að á þessu
stigi sé ekki tekin afstaða til þess
hversu miklum hluta þessa lands
skuli ráðstafað til fyrirtækisins, þar
sem þarfir þess séu enn í mótum.
Væntanleg „Suðurgata" mun
skerða nokkuð núverandi lóð
Krossaness hf. og skera hana í sund-
ur. Á móti kemur að gert er ráð
fyrir að fyrirtækið fái um 1.800 fm
lóðarstækkun í áttina að nýja hafn-
arbakkanum og að síðar geti lóð
þess stækkað enn til austurs og suð-
urs um 6.200 fm á landfyllingum
innan marka deiliskipulagsins.
HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt deiliskipulag í
Krossanesi sem unnið er af Finni Birgissyni arkitekt.
Þýskur
stúlknakór
heldur tónleika
VÍÐFRÆGUR stúlknakór frá
Frankfurt í Þýskalandi, Sing-und
Spielkreis, er á ferðalagi hér á landi
um þessar mundir.
Kórinn heldur tvenna tónleika
norðanlands, í Húsavíkurkirkju á
morgun, sunnudaginn 21. júlí, kl.
17 og í Akureyrarkirkju þriðjudags-
kvöldið 23. júlí kl. 20.30.
Kórinn hefur ferðast víða um
heim og eru á efnisskránni lög frá
öllum heimshornum.
Gönguferð um
Oddeyrina
GÖNGUFERÐ verður um Oddeyr-
ina á Akureyri á morgun, sunnu-
daginn 21. júlí og hefst hún kl. 14.
Ferðin er á vegum Minjasafnsins á
Akureyri og verður leiðsögumaður
með í för. Lagt verður af stað frá
Gránufélagshúsunum við Strand-
götu og gengið um elsta hluta Eyr-
arinnar. Ekkert þátttökugjald.
Söngvökur eru í Minjasafnskirkj-
unni öll þriðjudags- og fimmtudags-
kvöld frá kl 20 til 22 þar sem þau
Ragnheiður Ólafsfdóttir og Þórar-
inn Hjartarson flytja sýnishorn úr
íslenskri tónlistarsögu.
MESSUR
AKUREYRARKIRKJA: Guðs-
þjónusta verður á morgun,
sunnudaginn, 21. júlí kl. 11.
Karel Paukert leikur á orgel.
Hann leikur einnig á sumartón-
leikum á Norðurlandi sem verða
í kirkjunni kl. 17 á morgun.
GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón-
usta verður í kirkjunni kl. 21
annað kvöld. Sr. Hannes Örn
Blandon þjónar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Samkoma í umsjá ungs fólks kl.
20.30 í kvöld, laugardagskvöld.
Safnaðarsamkoma kl. 11 á
morgun, sunnudag. Vakningar-
samkoma kl. 20 sama dag.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa í kvöld, laugardagskvöld
kl. 20 og á morgun, sunnudag
kl. 11.
Gamalt skútu-
ankeri kom í
snurvoðina
Skagaströnd - Snurvoðarbáturinn Guðrún Jóns-
dóttir fékk nýlega óvenjulegan feng í veiðarfær-
in þegar báturinn var að veiðum á gömlu skipa-
legunni fyrir utan höfnina á Skagaströnd. Stærð-
ar ankeri kom upp með voðinni og voru þeir á
Guðrúnu í basli við að ná því innfyrir.
Ankerið er greinilega búið að liggja í sjónum
lengi því það er farið að láta á sjá. Gamlir sjó-
menn telja að ankerið sé af skútu og þykjast
þeir sjá það af því hvernig það -er í laginu.
Skipveijarnir á Guðrúnu færðu Vilhjálmi
Skaftasyni hafnarverði ankerið að gjöf og stefnir
hann að því að koma því fyrir á hafnarsvæðinu.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
BÆJARSTJÓRAR Egilsstaða og Runavík Kommuna ásamt
bæjarfulltrúum Runavík og mökum.
Mikil ræktun
á söndunum
Suðursveit - Heyskapur er nú á
síðasta snúningi hér í sveit.
Spretta hefur verið góð, svo og
tíð lengst af.
Gífurleg sandarækt hefir átt sér
stað á undanförnum árum, og er
nú svo komið að meginþorri hey-
fengs er af henni.
Flestir rúlla heyinu, en einn og
einn heldur tryggð við gömlu
bindivélina að hluta. Vonandi
lenda þær vélar ekki á byggða-
safni innan tíðar.
Myndin er tekin af heyskap á
Kálfafellsaurum, þar sem skár-
arnir eru tæplega kílómetra lang-
ir. Eins gott að sofna ekki undir
stýri!
Yinabæja-
tengslin
styrkjast
Egilsstöðum - Bæjarfulltrúar
ásamt bæjarstjóra Runavík
Kommuna í Færeyjum heim-
sóttu Egilsstaði nýlega en
Runavík og Egilsstaðir eru
vinabæir og hafa verið í slíku
samstarfi í 5 ár. Helgi Halldórs-
son bæjarstjóri Egilsstaða segir
samstarfið hafa verið gott, m.a.
hafi knattspyrnudeild Iþrótta-
félagsins Hattar farið í heim-
sókn til Runavíkur og dvalið
þar í 5 daga.
Helgi segir Runavík skarta
jólatré frá Egilsstöðum um
hver jól, en annars hafi sam-
skiptin verið mest bréfleiðis og
með heimsóknum bæjarfull-
trúa. Núna sé hins vegar verið
að ræða livað megi gera til
þess að efla samskiptin og að
fleiri geti notið þeirra á beinan
hátt. Jakop Lamhauge bæjar-
stjóri Runavík Kommuna var
ánægður með heimsóknina en
hann var að heimsækja Egils-
staði í fyrsta sinn. Hann segir
mikilvægt að efla samskipti í
íþróttum og menningarleg
tengsl milli bæjanna þannig að
börn og ungt fólk séu þátttak-
endur.
Ekta teppi á Legra verði en gervimottur!
arsala
Sértilboð á stórum teppum:
Pakistan Jaldar 266x 187 áður 52.800 Nú 24.800
Pakistan Keshan 284x186 Mvr 149.800 Nú 79.800
Pakistan Bochara 310 x 218 aður 129.800 Nú 69.800
Afghan Balutch Extra ca 90 x 130 áður 10-15.800 Nú 7.800
Antik rússtiesk Yomud 332 x 215 áður 489.000 Nú 199.800
Persnesk Keshan 217 x 136, áður 139.000 Nú 69.800
Asamt mörgnm óðrum
frábarum tilboðum
HÓTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni
í dag taugard. 20. júlí kl. 11-17
og á morgun sunnud. 21. júlf
kl. 12-19 (siðastl dagurlnn)
Vísa - Euro - raðgreíðslur
Aiísturlenska teppasalan hf.