Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 15
Breiðþotan sem splundraðist nálægt Long Island í Bandaríkjunum
Leitað að svörtum köss-
um með hátæknibúnaði
ERLENT
Reuter
HARMUR var kveðinn að 5.000 manna bæjarfélagi, Montours-
ville í Pensylvaníuríki, er TWA-þotan fórst því með henni voru
16 menntaskólanemar, kennari þeirra, kona hans og þrír foreldr-
ar. Myndin var tekin við minningarathöfn í skólanum.
New York, East Moriches. Reuter.
VERSNANDI veður tafði í gær leit-
ar- og björgunarstarf á þeim slóðum
sem brak úr breiðþotu bandaríska
flugfélagsins Trans World Airlines
(TWA) er talið hafa fallið í sjóinn
undan Long Island í New York á
miðvikudagskvöld að staðartíma.
Búist var við því að kafarar og sér-
útbúin leitarskip bandaríska flotans
gætu hafið leit í dag að flug- og
hljóðritum þotunnar, svonefndum
svörtum kössum, en vonir eru
bundnar við að upplýsingar sem
þeir geyma geti leitt i ljós hvað olli
því að þotan splundraðist á flugi
með þeim afleiðingum að allir 230,
sem um borð voru, fórust.
Sérfræðingar bandarískra flug-
og samgönguyfirvalda og alríkis-
lögreglunnar (FBI) hafa ekki fundið
vísbendingar um það hvort sprengja
hafi grandað þotunni, skömmu eftir
flugtak frá Kennedy-flugvelli í New
York. Hins vegar var stóru svæði
á sjó og landi lokað almenningi
vegna rannsóknarinnar svo sem
gert er þegar um glæparannsókn
er að ræða. Stjórnendur rannsókn-
arinnar forðuðust þó að fullyrða
nokkuð um að hugsanlega hefði
sprengja grandað þotunni og sögðu
ýmsar aðrar hugsanlegar orsakir,
vélarbilanir eða annars konar bilan-
ir, vera taldar koma til greina. Þot-
an var í 13.700 feta hæð er hún
splundraðist svo að eldhnöttur
myndaðist á himni. Um 30 metra
dýpi er á þeim slóðum sem brakið
kom niður 14 km suður af Moriches-
vík á Long Island, 112 km austur
af New York-borg.
Skjótur dauðdagi
Charles Wetli, yfirmeinafræðing-
ur Suffolk-sýslu, þess umdæmis
sem þotan fórst í, hafði skoðað flest
líkanna 104 sem fundist höfðu í
gær. Hann sagðist draga þá ályktun
að flestir hefðu beðið bana á svip-
stundu af völdum gífurlegrar högg-
bylgju sem fylgt hefði sprengingu.
Vísbendingar hefðu fundist um að
nokkur fórnarlamba slyssins hefðu
drukknað. „Það þýðir þó ekki að
þau hafi verið með meðvitund,"
sagði hann og bætti við að miklu
fremur hefðu viðkomandi misst
meðvitund af völdum sprengju-
höggsins og fallsins í sjóinn. Wetli
sagði að engin merki væru á líkun-
um er bent gætu til þess að sprengja
hefði sprungið í farþegaklefanum.
Brunasár á nokkrum bentu til bruna
af völdum þotueldsneytis líklega
eftir að viðkomandi voru látnir.
Af þeim sem fórust með TWA-þot-
unni voru 169 bandarískir, 42 voru
franskir, 11 ítalskir, tveir norskir,
einn Spánvetji, Breti, Kínveiji, Port-
úgali, Svíi og einn Þjóðveiji.
Hátæknibúnaður til leitar
Átta strandgæsluskip og 20
minni skip tóku þátt í leitar- og
björgunarstarfi í gær en kaldi og
stöku hryðjur gerðu þeim erfitt fyr-
ir. Spáð var versnandi veðri á leitar-
svæðinu. Búist var við því, að kaf-
arasveit bandaríska flotans gæti
ekki hafið leit að flugritum TWA-
þotunnar fyrr en í dag. Sérstakur
hátæknibúnaður var settur um borð
í skip flotans í New Jersey í gær
en þaðan er um 100 sjómílna sigl-
ing á slysstað. Þegar flugritar koma
í saltvatn fer í gang búnaður er
sendir frá sér hljóðmerki sem leitar-
tæki geta numið. Ekki höfðu slík
hljóðmerki verið numin í gær.
Gamlar þotur notaðar lengur
og lengur
Sérfræðingar á sviði flugmála
segja að aldur flugvéla skipti sjaldn-
ast máli þegar þær hafa farist, en
TWA-slysið hefur orðið til þess að
leiða athyglina að því, að eldri flug-
vélar eru notaðar til farþegaflugs
í auknum mæli. Að sögn Chris
Partridge hjá ráðgjafafyrirtækinu
Avmark, hafa vaxandi ferðalög
haft þar áhrif á. Flugfélög hafi
haft tilhneigingu til að framlengja
fremur líf gamalla flugvéla en
kaupa nýjar þotur eða mun yngri
þar sem það sé fjárhagslega hag-
kvæmara. Breiðþota TWA var 25
ára gömul og meðalaldur flugflota
félagsins er sá hæsti í Bandaríkjun-
um, eða 19,8 ár. Viðhald flugflota
félagsins hefur hins vegar þótt til
fyrirmyndar og það hefur verið orð-
lagt fyrir öryggi.
Búnað til sprengjuleitar vantar
Þrátt fyrir sérstök fyrirmæli
bandaríska þingsins í framhaldi af
Lockerbie-slysinu 1988 og áralang-
ar rannsóknir er fullkomin
sprengjuleitartæki ekki að finna á
flestum bandarískum flugvöllum.
Búnað af því tagi er að finna í
mörgum Evrópu- og Asíuríkjum og
hann er nær allur bandarískur.
Skuldinni skella framleiðendumir á
bandarísku flugmálastjórnina
(FAA) sem aðeins fékkst nýverið
til að samþykkja, að gera mætti
tilraunir með sprengjuleitarbúnað
sem kostar um 60 milljónir króna,
í því skyni að endurbæta hann enn
frekar. Er hann í notkun einvörð-
ungu á flugvöllunum í San Franc-
isco og Atlanta.
Radújev sakar leiðtoga Tsjetsjena um svik
Klofningrir vegna
v opnahléssamninga?
Flóðin í Kína
716 hafa
farist
Peking. Reuter.
FÓRNARLÖMB flóða í átta héruð-
um um miðbik og í suðurhluta Kína
eru nú orðin 716 og tvær milljónir
manna hafa orðið að yfirgefa heim-
ili sín, að því er kínverska innanrík-
isráðuneytið greindi frá í gær.
Nærri fjórar milljónir manna hafa
einangrast af völdum flóðanna, 810
þúsund heimili hafa eyðilagst og
hátt á þriðju milljón heimila
skemmst, segir í yfirlýsingu frá
ráðuneytinu, þar sem nákvæmlega
er gerð grein fyrir náttúruhamförum
í Kína á fyrra helmingi ársins.
Alls hafa 1875 manns látist af
völdum jarðskjálfta, hagléls, flóða
og þurrka á þessu tímabili.
Flóðin sem hófust um miðjan júní
hafa valdið skemmdum á hátt í tíu
milljónum hektara ræktaðs lands,
og eyðilagðist uppskera af einni
milljón hektara lands. I yfirlýsingu
ráðuneytisins segir að tjón af völdum
flóðanna nemi sem svarar 320 millj-
örðum íslenskra króna.
Moskvu. Reuter.
SERGEJ Stepashín, sem stjómar
starfi nefndar stjómvalda í Moskvu
um málefni Tsjetsjníju, vísaði í gær
á bug fullyrðingum skæmliðaforingj-
ans Salmans Radújevs þess efnis að
Tsjetsjenaleiðtoginn Dzhokar
Dúdajev væri enn á lífi. „Ég ætla
ekki að sveija við kóraninn en get
sagt með 100% vissu að Dúdajev er
ekki á lífi,“ sagði Stepashín.
Hann sagðist ekki efast um að
maðurinn, sem kynnti sig á frétta-
mannafundi einhvers staðar í
Tsjetsjníju á fímmtudag sem Radújev,
væri skæmliðaforinginn en hann
hafði þá ekki sést opinberlega í meira
en þtjá mánuði. Var hann talinn fall-
inn. Radújev, sem var nrjög breyttur
í útliti, sagðist hafa særst af völdum
leyniskyttu Rússa en leitað sér aðstoð-
ar hjá lýtalækni í Þýskalandi. Skærul-
iðaforinginn komst í heimsfréttimar
í mars er hann og menn hans tóku
hundmð rússneskra gísla í grannhér-
aðinu Dagestan og vörðust dögum
saman fjölmennu umsátursliði Rússa.
Dúdajev er sagður hafa verið felld-
ur með flugskeyti í apríl en lengi
hafa verið á kreiki sögur um það
meðal almennings í Kákasushéraðinu
að hann hafí særst illa en lifað af.
Er hann var jarðsettur gerðu samheij-
ar hans það með mikilli leynd á stað
sem ekki hefur verið skýrt frá.
Rússar áhyggjufullir
Radújev hvatti til allshetjarstríðs
gegn Rússum. Hann sakaði arftaka
Dúdajevs, Zelímkhan Jandaríev, um
svik við þjóð Tsjetsjena en Jandarbíev
samdi um vopnahlé við Borís Jeltsín
Rússlandsforseta skömmu fyrir for-
setakosningar. Hvort sem Dúdajev
lifir er klofningurinn í röðum Tsjetsj-
ena ekki góð tíðindi fyrir Rússa sem
verða ef til vill að búa sig undir
hryðjuverk og gíslatöku af hálfu
þeirra uppreisnarmanna sem enga
samninga vilja en heimta sjálfstæði
héraðsins tafarlaust.
Stepashín sagði að Radújev og ann-
ar þekktur skæruliðaforingi, Shamíl
Basújev, hlýddu ekki skipunum forystu
Tsjetsjena og væri um að ræða eitt
erfíðasta málið í friðarviðleitninni.
Hörð átök hafa blossað upp á ný
í Tsjetsjníju eftir forsetakosningarn-
ar og mannfall verið mikið. Dúman,
neðri deild þings Rússlands, hvatti í
gær Jeltsín til að stöðva þegar í stað
allan hernað í héraðinu og bjóða leið-
togum uppreisnarmanna til viðræðna
við æðstu embættismenn í Moskvu.
Læri hol-
lensku
ALLIR útlendingar frá löndum
utan Evrópusambandsins sem
vilja setjast að í Hollandi þurfa
að læra hollensku, að sögn
talsmanns hollenskra stjórn-
valda. Innflytjendum er einnig
skylt að sitja námskeið í fé-
lagsaðlögun og fá leiðbeining-
ar um atvinnumöguleika, að
viðlagri sekt sem nemur um
250.000 krónum, og sviptingu
félagslegra réttinda.
Andrés hætt-
ir í flotanum
ANDRÉS Bretaprins hyggst
hætta hermennsku innan
þriggja ára, að því er breska
varnar-
málaráðnu-
neytið
greindi frá
í gær. Fyrr
á þessu ári
skildi
Andrés við
konu sína,
hertoga-
ynjuna af
York, Söru
Ferguson.
Hann er nú þyrluflugstjóri í
flotanum.
Bjartsýnn á
sameiningu
JIMMY CARTER, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna, sagði á
fimmtudag að aukin stjórn-
málasamskipti Norður-Kóreu
við önnur ríki gæfu tilefni til
bjartsýni á að Norður- og Suð-
ur-Kórea gæti orðið eitt ríki á
ný. Sagði Carter að samræður
n-kóreskra og bandarískra
stjórnarerindreka muni „bera
ríkulegan ávöxt.“
I lífshættu
vegna eitrunar
TVÖ börn eru í lífshættu
vegna matareitrunarinnar,
sem upp kom í skólaeldhúsum
í Japan í byijun vikunnar.
Nærri 6.000 börn hafa veikst,
flest eftir að hafa borðað hrá-
an ál en einnig veiktust all-
mörg börn sem snæddu reykt
svínakjöt. Bakterían sem sýk-
ingunni veldur, kallast 0-157
og er ristilbaktería.
Morðingi
Moros næst
ÍTALINN Germano Maccari,
sem fyrr í vikunni var dæmdur
í lífstíðarfangelsi fyrir morðið
á Aldo Moro, forsætisráðherra
Ítalíu, árið 1978, var handtek-
inn í gær. Áfrýi Maccari dóm-
inum má hann ganga laus
samkvæmt lögum en óttast
var að hann myndi flýja.
Hlutverk Dí-
önu mikilvægt
JOHN MAJOR, forsætisráð-
herra Bretlands, sagði á
finnntudag að Díana prinsessa
myndi halda áfram að gegna
mikilvægu hlutverki á opinber-
um vettvangi, þrátt fyrir að
hún væri skilin við Karl prins
og hefði ekki lengur konung-
legan titil. Sagði Major að
Díana heyrði til konungsijöl-
skyldunni og svo yrði áfram,
og því væri ekki annars að
vænta en að hún myndi halda
áfram að taka þátt í opinberu
lífi í Bretlandi.
Andrés prins