Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
STÆRSTA SKEMMTISIGLIN6A-
SKIP HEIMS, DESTIN
KORT af siglingaleiðum Destiny á
Karíbahafí.
Glæsiskipið Destiny, sem hleypt verður af
stokkunum í nóvember næstkomandi,
verður stærsta skemmtiferðaskip sem
siglt hefur á heimshöfunum. Sveinn
Guðjónsson kynnti sé innviði skipsins og
umsvif Carnival skipafélagsins,
sem gerir skipið út.
FULLKOMNASTA og fjöl-
breyttasta frí, sem völ er á,
vinsælustu skemmtisiglingar
heimsins", auglýsir CARNIVAL
skipafélagið, og virðist standa við
það, eftir vinsældum þess að dæma.
Margt bendir til að Camival hafi
tryggt sér yfirburðastöðu í
skemmtisiglingum heimsins með
glæsilegum skipaflota sínum í Karí-
bahafi, sem stækkar ár frá ári.
Carnival skipafélagið rekur nú
tólf glæsilega búin lúxusskip, sem
flest láta úr höfn í Miami eða San
Juan á Puerto Rico vikulega og sigla
mismunandi leiðir milli eyja í Karí-
bahafi, en auk þess eru í boði lengri
siglingar, 11-16 daga gegnum
Panamaskurðinn norður með strönd
Mið-Ameríku til Los Angeles, viku
Alaskasiglingar frá Vancouver á
sumrin, og 11 daga siglingar frá
Vancouver til Hawaii eyja.
Ljósasta dæmið um vöxt og við-
gang Camival skipafélagsins er hin
mikla aukning skipaflotans, tvö ný
risaskip á ári síðustu ár. INSPI-
RITION, rúm 70 þúsund tonn, hóf
siglingar í lok aprfl, en stærsta skip-
inu verður hleypt af stokkunum inn-
an skamms og hefur siglingar í byrj-
un nóvember. Það hefur hlotið nafn-
ið DESTINY og verður stærsta
skemmtiferðaskip heimsins, 101
þúsund tonn, eða nærri þriðjungi
stærra en Queen Elisabeth II. frá
Cunard, sem kom við í Reykjavík á
dögunum.
Flaggskip skemmti-
skipaflntans
Destiny - „Örlögin“- verður afar
glæsilega búið og flaggskip
skemmtiskipaflotans með full-
kominni aðstöðu bæði til hvíldar,
slökunar og endurhæfingar, svo
sem fjórum sundlaugum, sjö nudd-
pottum, skokkbrautum, líkams-
ræktarstöð, nudd-, snyrti- og hár-
greiðslustofum. Tónlist af öllu tagi
verður í boði, bæði klassísk dinner-
tónlist, jazz og latnesk, afrísk-amer-
ísk tónlist Karíbahafsins með sitt
eggjandi hljóðfall, kvikmyndasalur,
stærsta kasínó á hafi úti, píanóbarir,
danssalur og tollfrjálsar verslanir.
Næturklúbburinn Palladium með
fullkomnum leiksviðsbúnaði, þar
sem þrjár hæðir eru til lofts, er
glæsilegt leikhús, þar sem fjölþjóða
skemmtikraftar koma fram á sýn-
ingum í Las Vegas stfl.
I miðju skipsins er aðalsetustofan,
Rotunda, atríumbyggð, þ.e. opin upp
í gegnum níu þilför skipsins, glæsi-
lega innréttuð með glerþjúp efst, svo
að dagsbirtan kemst inn, en á kvöld-
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 17
fögrum eyjum. Verðið á skemmti-
siglingum hefur líka lækkað veru-
lega frá því sem áður var, svo að nú
geta fleiri en áður látið slíkan
draum rætast.
Heimsklúbbur Ingólfs og ferða-
skrifstofan hans, Príma, fara með
umboð á Islandi fyrir Carnival
skipafélagið frá árinu 1994. Að
sögn Ingólfs Guðbrandssonar for-
stjóra er stöðug aukning í sölu með
skipum Carnival, og nú um mitt ár
var farþegafjöldinn orðinn tvöfald-
ur frá síðasta ári. „Siglingar eru í
tísku í heiminum í dag,“ segir
Ingólfur. “Fólk er komið á bragðið.
Margar pantanir hafa nú þegar
borizt fyrir næsta ár, t.d. stór hóp-
ur, sem vill sigla með Destiny um
mitt næsta ár. Hin frábæru kjör,
sem okkur hefur tekizt að útvega,
hafa líka ýtt undir og kynnt þennan
ferðamáta, þar sem um allt að
helmings afslátt hefur verið að
ræða á siglingunni, og svo njótum
við líka sérfargjalda á flugfargjöld-
um, sem einnig sparar farþeganum
útgjöld. Nú vita margir af reynsl-
unni, hvað lífið um borð er
skemmtilegt og möguleikarnir
óþrjótandi að njóta lífsins."
FJörið ag gleðin
ráða ríkjum
PENTHOUSE svítan á efsta þilfari.
FJÖRUGT næturlíf er einkennandi fyrir siglingarnar. Sumir fá sér
snúning, aðrir bregða sér í spilavítið.
MIKIÐ er lagt upp úr glæsilegum kvöldmáltíðum og hér er teikning af
Universe matsalnum, einum af þremur stórum veislusölum skipsins.
in geta gestir horft á stjömur himins
og jarðar úr sætum sínum. Þrír stór-
ir veislusalir eru um borð og veiting-
ar ekki af verri endanum, matseld i
höndum færustu matreiðslumeist-
ara, og fullt fæði innifalið með allt að
fimm máltíðum á dag.
Siglingar í tísku
Vinsældir skemmtisiglinga fara
sívaxandi, eins og sjá má af umsvif-
um Carnival skipafélagsins. Fleiri
og fleiri líta svo á að með góðri
skemmtisiglingu rætist draumurinn
um fullkomið frí við bestu aðstæð-
ur, þar sem allt er innan seilingar,
þar sem gististaðurinn færist um
set með gestinum og aldrei þarf að
pakka niður, fyrr en farið er frá
borði. Karíbahafið er langvin-
sælasta svæði fyrir skemmtisigling-
ar í heiminum, en því veldur bæði
gott loftslag og fjölbreytt mannlíf á
Til skamms tíma hefur sú skoðun
verið ríkjandi að skemmtisiglingar
væru aðeins fyrir aldrað, ríkt fólk
og lífið um borð væri eins og á elli-
heimili. En því fer fjarri á skipum
Carnival, þar sem fjörið og gleðin
ráða ríkjum. Markaðskannanir í
Bandaríkjunum staðfesta líka að
ungt fólk sækir í síauknum mæli í
skemmtisiglingar Carnival skipafé-
lagsins, enda eru skipin sérstaklega
smíðuð með afþreyingu og skemmt-
analíf í huga, svo sem fjörugt næt-
urlífið um borð ber vott um. Hins
vegar getur fólk jafnframt notið
kyrrðar og hvfldar og ekki síst úti-
vistar við einstök skilyrði.
I samanburði við dvöl á lúxushót-
elum og fæði á góðum matsölustöð-
um eru siglingar Carnival ódýrar,
eða allt frá 100 dollurum að meðal-
tali á dag með öllu innifóldu nema
drykkjum, eða svipað og góð máltíð
á bestu veitingastöðum á Islandi.
Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar
er algengt að fólk lengi dvöl sína og
bæti til dæmis viku við eftir sigl-
ingu, annað hvort í Flórída eða á
eynni Dóminíkana í Karíbahafi, sem
er undurfögur, og verðlag þar er
sérlega hagstætt, dvöl á góðum
gististað með öllu inniföldu, mat,
drykkjum og skemmtun fyrir um 50
dollara á dag.
Heimahöfn Destiny verður Mi-
ami, og þaðan mun skipið sigla
vikulega frá nóvemberbyrjun, til
skiptis eystri og vestari siglingaleið
um Karíbahafið. skipið er um 300
metrar að lengd, farþegaþilför eru
níu, rúm fyrir 2642 farþega um
borð og í áhöfninni eru 1000 manns.
Læknar og hjúkrunarlið eru um
borð og sjúkrastofa, ef eitthvað
skyldi bera útaf með heilsu far-
þega, og allur öryggisútbúnaður er
eftir ströngustu reglum. Vafalaust
mun marga íslendinga fýsa að taka
sér far með þessum glæsilega far-
kosti.
—
Carnlvnl Dcstiny ■ ■■■ ■■
x—■* f*