Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ h Mótsstjóri Landsmóts skáta 1996 Lítið vatn og heitt fyrir norðan og austan Fjöldi skáta í víkingaskapi Landsmót skáta að Úlfljótsvatni verður sett á morgun og stendur til 28. júlí. Yfir- skrift mótsins að þessu sinni er „Á víkingaslóð“ en ætlunin er meðal ann- ars að kynna mótsgestum daglegt líf og menningu víkinga fyrr á öldum. Ekk- ert vopnaskak mun þó eiga sér stað á mótinu og því til staðfestingar munu 100 litlir skátavíkingar af- henda mótshöldurum á opnunarhátíðinni vopna- skildi sína til merkis um friðarvilja. Áætlað er að gestir verði um 3.000 talsins en svo margir hafa aldrei ver- ið saman komnir á skáta- móti hér á landi. Mót sem þessi hafa ver- ið haldin með nokkurra ára milli- bili frá árinu 1959, síðast á Akureyri fyrir 3 árum. - Hvernig hefur undirbúningi fyrir landsmótið verið háttað? „Átta þrautreyndir skátar sitja í mótsstjórn sem starfað hefur undanfarin tvö ár en frá áramótum hafa um 60 manns fundað vikulega og vinnuferðir verið farnar á Úlfljótsvatn. Þar hefur allt verið fært í víkinga- búning með ýmiskonar skrauti sem skátar hafa gert og reistar verða tjaldbúðir að hætti vík- inga. Víkingakaffihús hefur ver- ið byggt og á mótinu verður boðið þar upp á alls konar heima- bakstur. í allan vetur hafa skát- ar víða um land verið að þjálfa sig í víkingaleikjum og íþróttum fyrir mótið.“ - Hver er tilgangur þess að halda landsmót sem þetta? „Fyrst og fremst sá að gefa skátum alls staðar að af landinu og einnig erlendis frá, tækifæri til að hitta aðra félaga og vera við leik og störf í heila viku.“ - Hveijir sækja mótið? „Um 1.300 íslenskir skátar og á fimmta hundrað útlendir frá 23 þjóðlöndum meðal annars frá Úganda og Ástralíu. Starfs- menn mótsins verða um 200 en auk þess verða á annað hundrað hjálparsveitarmenn frá Lands- björgu okkur til aðstoðar. Við búumst einnig við því að fjöldi eldri skáta og aðrir velunnarar gisti í fjölskyldubúðunum. - Hver er ástæðan fyrir aukn- um fjölda erlendra skáta á mót- ið? ________ „Skýringin felst og fremst í því að flugfar- gjöld hafa lækkað en einnig var vel staðið að kynningarmálum er- lendis. Ekki skaðar að útlending- ar eru yfirleitt forvitnir um vík- ingasiði. Skátar eiga ýmislegt sameiginlegt með þessum fornu hetjum, meðal annars voru þeir náttúruunnendur og kunnu að bjarga sér af landsins gæðum. Þeir voru einnig miklar félags- verur og fjörugir eins og við. - Hvað verður efst á baugi á mótinu? Fyrir aldurshópinn ellefu til fjórtán ára hefur dagskráin aldr- ei verið viðameiri. Börnin geta valið á milli áttatíu mismunandi atriða þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir fimmtán til tuttugu ára Víking Eiríksson ► Víking Eiríksson er fædd- ur 21.mars 1946 á Akureyri. Hann lauk námi í tæknifræði frá Tækniháskólanum í Óð- insvéum árið 1970 og starfað þar að námi hjá byggingar- fyrirtæki í þrjú ár. Frá 1973 til 1983 var hann tæknistjóri Rikisspítalanna. Á árunum 1983 til 1986 rak hann verk- fræðistofu ásamt Bjarna Ax- elssyni í Reykjavík. Undan- farin 10 ár hefur hann unnið að hönnun og framleiðslu á álgluggum fyrir þýska fyrir- tækið Chiico á íslandi. Hann gekk í skátahreyfing- una árið 1956 og hefur starf- að þar óslitið síðan. Hann var fyrirliði foringjaþjálfunar á árunum 1974-1980 ogaðstoð- arskátahöfðingi yfir Islandi frá 1980 til 1984. Hann er kvæntur Ellen Svavarsdóttur, kennara, og á tvö sljúpbörn. Erlendir skát- ar á fimmta hundrað er dagskráin ekki síður spenn- andi en farið verður í siglingar niður Hvítá, sólarhringsgöngu- ferðir og hellarannsóknir stund- aðar í Þingvallahrauni. Mótsgestum verður einnig kennt að útbúa ýmsa nytjahluti með gömlum aðferðum, til dæm- is að sauma skó úr roði, dengja hnífa og fleira. Að sjálfsögðu verða kvöldvök- ur að skátasið hvern dag, alla vikuna. Hápunktur mótsins verður svokallaður Óðinsdagur sem er á miðvikudaginn en það er hinn opinberi heimsóknar- dagur. Þá ætlar Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands, að heiðra okkur með nærveru sinni. Allir skátar á mótinu hafa undirbúið kynningu á því sem þeir hafa verið að gera í vetur. Einnig munu svifdrekamenn, fallhlífa- stökkvarar og fleiri kynna íþrótt- ir sínar. Sterkustu kraftajötnar landsins munu síðan keppa í vík- ingagreinum. Herlegheitin enda síðan með grillveislu og kvöld- vöku.“ - Hversu margir skátar eru starfandi á íslandi? „Dróttskátar eru um 2.000 talsins og ylfingar, börn frá átta til tíu ára eru um 1.000. Annars eru á annan tug þúsunda skáta á skrá hjá Bandalagi skáta en það er nú svo að sá sem er einu sinni skáti er alltaf skáti. FRÉTTIR bFGMuáJzp Það er ekki að spyrja að ræktarseminni millilenda bara í bakaleiðinni til að heilsa upp á ættingjana... 7-331 Takmarkiðað . komast til Islands eftir geimferðina Á naesta ári vérður Bjami aaonverkfræðingur fyrgL fendinga til þeás að fara 1 geimferð Tiyggyi ur lsl< 'r ' V ' ■ VATNSLEYSI og hiti hamlar veiði í ánum fyrir norðan og austan og eru menn orðnir heldur daprir á þeim vígstöðvum. Þar er annars nóg af físki, en hann tekur illa. I Miðfjarðará er nóg af físki, en hann gefur sig mjög illa, að sögn Benedikts Ragnarssonar, leiðsögumanns þar. Þegar síðasta holl fór frá honum voru 115 laxar komnir upp úr ánni, á móti 190 á sama tíma í fyrra. „Áin er vatnslít- il en nú er loksins farið að rigna. Þetta er alveg sama sagan í Laxá á Ásum og Laxá í Aðaldal, þessar ár á Norðurlandi eru að verða vatnslausar á meðan allt er að rigna niður fyrir sunnan,“ segir Benedikt. Við veiðar í Miðfjarðará eru nú ítalir og Þjóðveijar með tíu stang- ir. „Þeir eru að beija á stóra laxin- um í efri hluta árinnar, þessir stóru eru aðeins farnir að gefa sig og við sjáum þá út um allt. Þeir stærstu sem komnir eru úr ánni eru tveir 20 punda,“ segir Bene- dikt. Vatnið alltof heitt Sveinn Ingason, leiðsögumaður við Vatnsdalsá, hefur svipaða sögu að segja. „Það er frekar lágt í ánni, bongóblíða dag eftir dag og vatnið orðið alltof heitt, þannig að þetta er frekar dapurt. Áin er allt að 20 gráðu heit hérna neðst. Annars var nokkuð gott hérna framanaf, áin var opnuð 26. júní og síðan eru komnir 158 fískar á land - ég held að menn geti verið sæmilega sáttir við það,“ segir Sveinn. Töluvert hefur verið um 14, 15 og 16 punda fiska og einn 22 punda veiddist strax í fyrsta hollinu, að sögn Sveins. HANN var ánægður með veiðina, hann Sigurður S. Tómasson, sem fékk rúmlega fimm punda lax í Meðalfellsvatni um síðustu helgi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann veiddi í Meðalfells- vatni, því þar fékk hann sinn fyrsta lax þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall. í Víðidalsá er lítið að hafa, að sögn Brynjólfs Markússonar, leigutaka þar. „Það vantar ekki að það sé lax í ánni, en hann safn- ast bara upp í stóru hyljina og ligg- ur þar á botninum. Þetta lagast ekkert fyrr en einhveijar breyting- ar verða á veðri,“ segir Brynjólfur. Veitt er á átta stangir í Víði- dalsá og þar eru veiðimenn frá ýmsum löndum, sem taka þessu öllu með jafnaðargeði, að sögn Brynjólfs. Þar var byijað að veiða 18. júní og upp úr ánni eru komn- ir um 150-160 laxar, sá stærsti 18 punda. Stærsti laxinn sem kominn er úr Hofsá í Vopnafírði er 18,5 punda hængur, veiddur á litla túbu, svarta og gula, að sögn Sig- urpáís Guðmundssonar, veiðivarð- ar með meiru. Þar hafa veiðst 153 fiskar síðan 27. júní. Góð veiði í Meðalfellsvatni í Hofsá er eins og víðar rólegt þessa dagana vegna hita og vatns- leysis, en Sigurpáll er bjartsýnn. „Smálaxinn er að byija að koma, það tínist einn og einn og fer von- andi að koma gusa fljótlega. Hér hefur verið góður fískur og meðal- vigtin mjög góð, algeng stærð er um 11 pund. Veiðin er mun betri en í fyrra, þá voru ekki komnir nema 38 fiskar 14. júlí og þá var meirihlutinn líka smáfískur.“ segir Sigurpáll. I Meðalfellsvatni er nóg af vatni og nóg af físki, bæði laxi og sil- ungi, að sögn Steinunnar Þorleifs- dóttur, húsfreyju á Meðalfelli í Kjós. „Silungsveiðin er miklu betri núna en í fyrra og sérstaklega var vorveiðin skemmtileg,“ segir Steinunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.