Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 29 BJARNIARNASON + Bjarni Árnason fæddist í Efri- Ey I í Meðallandi, V-Skaft., 1. maí 1911. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri 12. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Árni Jónsson, f. 8.10. 1875, d. 21.3. 1946 og kona hans Sunneva Ormsdótt- ir, f. 23.4. 1884, d. 30.9. 1976. Systkini Bjarna eru Sigurlín, f. 8.12. 1905, d. 18.2. 1969, Guðrún f. 16.10. 1907, Jón f. 1.11. 1908, d. 25.12. 1992, og Vilborg, f. 28.6. 1913. Árið 1941 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Runólfsdóttur, f. 29.12. 1919 í Bakkakoti, Meðal- landi, dóttur hjónanna Þor- gerðar Runólfsdóttur og Run- ólfs Bjarnasonar. Börn Bjarna og Guðbjargar eru Þórir, f. 5.12. 1941, ókvæntur, Guðgeir, f. 10.6.1944, m. Sig- rún Sæmundsdóttir, f. 28.11. 1944, Arn- dís Eva, f. 2.11. 1946, m. Gunnar Þorsteinsson f. 16.3. 1946, Runólfur Rún- ar, f. 4.7. 1949, m. Anna Arnardóttir, f. 16.7. 1954, og Gunnhildur, f. 8.6. 1954, m. Siguijón Einarsson, f. 12.3. 1950, og eru barnabörnin orðin 12 talsins. Bjarni og Guðbjörg tóku við búi foreldra hans að Efri-Ey I og bjuggu þau þar alla tíð nema síðustu árin er þau fluttu að Klausturhóluin. Útför Bjarna fer fram frá Langholtskirkju, Meðallandi, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þá hefur náfrændi minn og góð- ur vinur, Bjarni Árnason, fyrrum bóndi í Efri-Ey í Meðallandi, kvatt þetta jarðlíf í hárri elli. Pyrir fáum árum lagði Jón, bróðir hans, snögglega upp í sína hinztu för. Eru þá horfnir úr hópnum bræður, sem settu svip sinn á mannlíf í Meðallandi nær alla þessa öld. Minnast allir þeir, sem þeim kynnt- ust, þeirra með miklum söknuði. Fyrstu kynni mín af þessum frændum ná allt frá bernsku minni, þegar þeir, eins og margir ungir menn austur þar, héldu hingað suður með sjó í útver, svo sem alsiða var á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Veitti mannmörgum sveitaheimilum svo sannarlega ekki af að geta drýgt tekjur með því að senda unga menn í þessar ferðir ár eftir ár. Þeir Efri-Eyjarbræður komu ævinlega við hjá foreldrum mínum á Sjafnargötunni. Fylgdi þeim báð- um mikill gáski og hressandi and- blær, enda voru þeir miklir aufúsu- gestir á heimili okkar. Þeir færðu um leið föður mínum, sem ungur hafði flutzt úr Meðallandinu og sá það ævinlega í hillingum bernskuáranna, kærkomnar kveðj- ur og fréttir frá Sunnefu, systur hans, en móður þeirra bræðra. Á þeim árum var Meðalland í raun í órafjarlægð frá höfuðstaðn- um og því ekki svo auðvelt að komast þangað nema á hestum. Mun Meðallandið síðast allra sveita í V.-Skaftafellssýslu hafa komizt í öruggt vegasamband við þjóð- vegakerfi landsins og það ekki fyrr en um miðja öldina. Má fara nærri um það, hvern svip þetta hefur sett bæði á mannlíf og búskapar- hætti í Meðallandi. En nú er öldin önnur, og þeim fækkar óðum, sem muna þá oft erfiðu tíð. Árið 1886 fluttust að Efri-Ey hjónin Guðrún Ólafsdóttir frá Eystri-Lyngum og Ormur Sverris- son frá Grímsstöðum, sem þá höfðu um nokkur ár búið á Gríms- stöðum með Vilborgu Stígsdóttur, móður Orms. Á þeim árum og lengi eftir það gerði sandfok mikinn usla í þessari lágsveit og færði mörg býli að austanverðu smám saman í kaf. Af þeim sökum sett- ust þau Guðrún og Ormur að í Efri-Ey með börn sín, sem þá voru orðin fjögur, þótt fyrir væru marg- ir ábúendur og því landþröngt. En þá voru gerðar aðrar kröfur í ís- lenzku þjóðfélagi en nú á dögum. Síðan bættust þijú börn við á næstu fimm árum. Má fara nærri um það, hversu erfitt hefur verið að framfleyta sjö börnum og það í því margbýli, sem var í Uppbænum í Efri-Ey. Svo fór líka, að þeim Efri-Eyjarhjónum reyndist þetta ofviða. Þá var brugðið á það ráð að flytja sig um set með börn og bú og það ekki skemmra en út í Mýrdal. Þetta var árið 1905. Þarf engum getum að því að leiða, að slík ákvörðun hefur verið þungbær þeim hjónum, rúm- lega á miðjum aldri. En taugin slitnaði aldrei við gömlu fæðingar- sveitina, þótt aldrei ættu þau þang- að afturkvæmt. Sunnefa, dóttir þeirra, varð ein eftir í sveitinni og hóf stuttu síðar búskap í Efri-Ey með manni sínum, Árna Jónssyni frá Auðnum í sömu sveit. Þau eignuðust fimm börn, bræðurna tvo og svo þijár systur. Eftir lifa nú í hárri elli þær Guð- rún, sem alla ævi þjónaði heimili foreldra sinna og bræðra af mik- illi trúmennsku, en dvelst nú í Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri, og Vilborg, sem býr ekkja með sonum sínum tveimur mynd- arbúi í Skammadal í Mýrdal. Árni í Efri-Ey missti snemma heilsuna, svo að búskapur allur lenti á Sunnefu, frænku minni, og börnum hennar, einkum þó þegar fram í sótti á þeim bræðrum, Jóni og Bjarna, ásamt og með Guð- rúnu, systur þeirra. Svo kvæntust þeir bræður, og fljótlega settust þeir hvor að á sín- um hluta Efri-Eyjar. Jón settist að í Miðbænum, sem svo var nefndur, en þaðan var kona hans, Ingibjörg Ingimundardóttir. Bjarni varð eftir í Uppbænum, þar sem afi okkar og amma hófu sinn búskap fyrir rúmri öld. Bjarni kvæntist Guðbjörgu Run- ólfsdóttur frá Bakkakoti árið 1941. Bjuggu þau fyrst í sambýli við foreldra Bjarna, en þegar Árni lézt árið 1946, mun búskapurinn hafa færzt að mestu á herðar ungu hjón- anna. Þar dvaldist svo Sunnefa í skjóli þeirra til æviloka 1976. Þau Guðbjörg og Bjarni eignuð- ust fimm mannvænleg börn, sem öll eru löngu flogin úr hreiðrinu og hafa sett saman bú víðs vegar um land. Elzti sonurinn, Þórir, bjó lengst með foreldrum sínum í Efri- Ey, ókvæntur, og býr þar enn, einn sinna systkina. Bjarni var um fjölmörg ár heilsulítill, og svo missti Guðbjörg einnig heilsuna og fékk heilablóð- fall fyrir nokkrum árum. Hefur hún verið að mestu við rúmið síð- an. Þetta varð til þess, að þau flutt- ust í heimili aldraðra, Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. Þar hafa þau dvalizt síðustu árin og notið góðrar umönnunar á því vistlega heimili. Nú er rúm hálf öld síðan ég sá Meðallandið fyrst og gisti hjá frændfólki mínu í Efri-Ey. Frá þeim tíma hefur samband mitt og míns fólks aldrei rofnað við þetta ágæta fólk. Er vissulega margs að minnast frá þessum árum, en það verður ekki tíundað hér. Þó gleymist aldrei sú gestrisni og hjartahlýja, sem við höfum ætíð notið, þegar okkur hefur borið þar að garði. Þar setti hinn látni frændi minn, sem við kveðjum í dag, alveg sérstakan svip á með glaðværð sinni og skemmtilegu kímni, sem einkenndi hann alla tíð, og það allt til hans ehdadægurs, þótt hann fengi margt að reyna á efstu árum sínum. Fyrir allar þær ánægjustundir, sem ég og fjölskylda mín höfum notið með Efri-Eyjarfólkinu fyrr og síðar, vil ég þakka nú, þegar Bjarni frændi er kvaddur hinztu kveðju. Jafnframt færi ég Guð- björgu og börnum hennar og öðru skylduliði samúðarkveðjur okkar allra. Jón Aðalsteinn Jónsson. Elsku afi. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar var prakkaraskapurinn í þér. Það var alltaf svo gaman að koma til ykk- ar ömmu í sveitina, þú sitjandi við skrifborðið þitt með prjónana og spilin voru aldrei langt undan. Þú hafðir alltaf gaman af því að gera at í okkur og alltaf gast þú komið okkur til að hlæja þó oft hafi á móti blásið. Við kveðjum þig með söknuði en vitum að þér líður bet- ur þar sem þú ert nú. Anda þinn er að finna í okkur öllum en þú verður samt alltaf yfirprakkarinn. Barnabörnin. ASTA GUNNHILD SÖBERG + Ásta Gnnnhild * Söberg fæddist í Kaupmannahöfn 30. nóvember 1930. Hún lést á Vífils- staðaspítalanum 4. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópa- vogskirkju 16. júlí. Ég vil með örfáum orðum kveðja vinkonu mína, Ástu Gunnhild Söberg, í hinsta sinn. Við kynntumst fljót- lega eftir að Ásta, þá á átjánda ári, fluttist til íslands frá Kaup- mannahöfn. Við vorum nágrannar í Skeijafirðinum og tókst fljótt vin- átta á milli okkar, sem entist fram á hennar síðasta dag. Við skemmtum okkur oft saman á yngri árum og margar eru minn- ingarnar af samveru- stundum okkar. Ásta var ætíð létt í lund og kom vel fyrir sig orði, enda þótt stundum væri íslenskan bjöguð hjá henni. Man ég sér- staklega eftir skemmti- legu svari hjá henni, ef hún var spurð hvað- an hún væri. Þá svar- aði hún, að hún væri norræn samvinna. En móðir hennar var ís- lensk, faðirinn norskur og sjálf var hún dansk- ur ríkisborgari. Ásta varð þess láns aðnjótandi að eiga sex börn, sem öll studdu hana í hennar langvarandi veikind- um. Ég votta hér með börnum henn- ar og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Erla Sigurvinsdóttir. ÁSGEIR SIGURJÓNSSON + Ásgeir Sigurjónsson fædd- ist á Svínhóli í Miðdölum í Dalasýslu 19. nóvember 1904. Hann lést í Landakoti 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. júlí. Þessi kveðjuorð eru nokkuð síð- búin, þar sem ég var stödd erlendis er ég frétti lát Ásgeirs móðurbróður míns. Það kom mér ekki á óvart, því hann var orðinn mjög lasinn. Ási frændi minn var einstaklega örlátur maður, og ég va_r ein þeirra sem nutu góðs af því. Ég var ekki há í loftinu þegar hann fór að gefa mér gjafir, og því hélt hann áfram nánast til dauðadags. Fyrir það er mér sannarlega bæði ljúft og skylt að þakka. Ási frændi hafði sjálfur aldrei hátt um það sem hann gerði fyrir aðra, svo hógyær og hjarta- hlýr sem hann var. Ég veit að öllum sem kynntust honum þótti vænt um hann og virtu hann mikils. Blessuð sé minning hans. Nú er liðinn þessi þáttur þá er loksins komið kvöld, þeim er gott að sofna sáttur er séð hefur næstum heila öld. Guði nú fel ég frændann besta, fapa þar vinir sem von er gesta. Kæri vinur, nú hvíldu rótt, þér kveðju ég sendi - góða nótt. Kolbrún Eiríksdóttir. t Elskuleg dóttir mín, systir okkar, barna- barn og frænka, SARA DÖGG ÓMARSDÓTTIR, Hólmgarði 7, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 17. júlí. Jarðarförin auglýst sfðar. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Hörður Freyr Harðarson, Arinbjörn Harðarson, Ólafur Bergmann Ásmundsson, Málfríður Ó. Viggósdóttir, Helga Ósk Kúld, Sverrir Svavarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigurlín Ester Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson, Arinbjörn Kúld, Ásmundur Bjarnason, Magnea Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORKELL GUÐMUNDSSON skipstjóri, Heiðarholti 38, Keflavík sem lést 16. júlí sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 14.00. Anna Annelsdóttir, Agnar B. Þorkelsson, Halldór R. Þorkelsson, Aðalsteinn Þorkelsson, Jón Á. Þorkelsson, Hansborg Þorkelsdóttir, Annel J. Þorkelsson, Guðlaug Á. Þorkelsdóttir, Steinunn Þorkelsdóttir, Björg Þorkelsdóttir, Guðmundur Sigurvinsson, og barnabörn. Karlotta Andrésdóttir, Ólöf Sigurvinsdóttir, Edda Bergmannsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Dóra F. Gunnarsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Dagný Magnúsdóttir t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, ÞÓRLAUGAR ÓLAFÍU JÚLÍUSDÓTTUR, Hringbraut 76, Hafnarfirði. Eyþór Júlíusson, Bergljót Gunnarsdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Arnfinnur S. Arnfinnsson, Þorkell Júlíusson, Erla Friðjónsdóttir, Guðbjörg Salvör Júlíusdóttir og systkinabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför BERGSTEINS JÓNASSONAR frá Múla, Vestmannaeyjum, Reynigrund 51, Kópavogi. Vilborg Bergsteinsdóttir, Jónas Bergsteinsson, Þórhildur Óskarsdóttir, Halla Bergsteinsdóttir, Kjartan Bergsteinsson, Arndís Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.