Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 19 im JBUNIÐ þið eftir honum I m/BBjarti í Sumarhúsum, I WT Bsem borðaði ekki nýmeti, þótt hann byggi á matarkistu, þar sem fuglinn var svo gæfur að hann flaug í lófa manns og hægt var að hífa fiskinn upp úr vatninu með ber- um höndunum? Nei, allt varð að vera súrt og salt- að. Og ekki er saga hans full af berja- grautum og sultum. En nú er öldin önnur og við vilj- um nýmeti; landið enn fullt af fugli og fiski og bráðum koma berin og ilmandi kryddjurtirnar út um allt. Sumir kunna að nýta landsins gæði. að viðra hundinn og fékk hreinlega eldingu í hausinn; ég bara verð að eignast þennan stað." Ég losnaði ekki við þessa hugsun næstu dagana og hringdi í Hafþór, kokMnn, til að spyrja hvort hann væri til í að koma með mér í þetta. Ég er ekki góður í eldhúsinu og það er ekki hægt að hafa pulsur allt sum- arið. Pað vildi svo til að Hafþór var búinn að ákveða að hvíla sig á Búð- um, þar sem hann hefur verið kokk- ur mörg undanfarin sumur — og við vorum komnir með lyklana eftir mánuð. Við skruppum hingað vestur, skoðuðum húsið, kyntum upp í eld- héðan úr sveitinni og borgarbúar hafa verið duglegir að mæta." Öðru vmsm hótei_____ „Þetta er öðru vísi hótel en gerist og gengur. Þetta er vegahótel og ekki mikið um að fólk dvelji hér dög- um saman, þótt það sé vissulega að breytast. Við tókum hótelið algerlega í gegn í vor. Við máluðum, keyptum ný og góð rúm og lögðum mikið upp úr því að hafa fallegt. Síðan gerbreytt- um við matseðlinum. Við ætlum að gera margt fleira, ef við verðum hérna áfram — sem okkur langar til. En fyrst verðum við að skoða hvað verður hægt að hafa opið lengi. Bráðum kemur berjatíminn og við verðum örugglega hér út septem- bermánuð. Síðan hefst rjúpna- og gæsaskytteríið og maður sér til hvað hægt er að þreyja. Húsið er í mjög góðu ástandi og ekkert því til fyrir- stöðu að reka hótelið áfram í vetur. Það er þegar búið að panta veislu hjá okkur í febrúar. Það er veiði- klúbburinn Landnemarnir sem ætlar að halda hér uppskeruhátíð, þannig að hótelið verður opnað þá helgi." Þetta verður ein af þessum villi- bráðarhátíðum — enda landið í kring algjör matarkista, full af villibráð. „Við erum alltaf með villibráð á matseðlinum," segir Pétur. „Við verðum með gæsakvöld í haust og núna er annaðhvort svartfugl eða sil- ungur. Svo reynum við að komast út og ná í skarf, þegar skarfatíminn byrjar. Við notum allt sem hægt er að nota úr náttúrunni hér í grennd- inni," segir Pétur, sem rekur í fyrsta sinn hótel, þar sem starfsmenn eru fimm, rúmin eru ný, baðkörin á fót- um og hundurinn Rúdolf, sá sem var viðraður með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum á nýársnótt, hleypur út um alla móa og passar ferðamenn sem gista í tjöldum allt í kring. £________________ I \/EZIZll DD LANDI ¦HNMHHHMiHMIHHnMIHHHBnilini Sumir vilja ekki fara burtu af Islandi á sumrin og reyna að nýta þann tíma til að kynnast landinu sínu, njóta íslenskrar gestrisni og matargerðar. Og þær leynast víða, perlurnar, eins og Súsanna Svavarsdóttir fékk að _______reyna. Hún lagði land undir fót og lenti fyrir tilviljun inni í litlum krika á leið til Vestfjarða.________ HÓTELSTJÓRINN, Pétur Gíslason í setustofu hótelsins, þar sem finna má ýmsa gamla og áhugaverða niiini. HAFÞÓR, yfírkokkurinn á staðnum, býr kolann undir að verða að gómsætum rétti á diski. STRÁKARNIR á hótelinu: Björgvin þjónn, kokkarnir Eddi og Hafþór, ásamt Pétri fyrir utan hótel Bjarkarhind. Ég lagði um daginn land undir hjól — fjögur — og lenti fyrir tilvilj- un inni í litlum krika á leið til Vest- fjarða. Var vegmóð og ferðalúin og lét mig dreyma um heitt bað og mjúkt rúm, við opinn glugga til að vaka og sofa við fuglakvak og suð í flugu. Og þar sem ég þoli aldrei neitt sem hefur verið skipulagt út frá gæðamati, með tilheyrandi afköst- um og kurteisi og kulda per mínútu; kýs heldur heimilislega hlýju, skemmtilegar samræður og frelsi til að vera asna- leg, var ég lent inni í þessum krika. Þetta var lágreist hús og fyrir framan það var rosalega há fánastöng, sem á stóð „Hótel Bjark- arlundur". Svaka hótel, hugsaði ég með mér, þegar ég snaraðist inn til að kanna matinn, því ég þoli ekki heldur staðlað- an mat. Hann verður að vera rétt eldaður og bragðgóður; persónulegur frá kokksins hálfu. Og þarna var bæði fiskur og svartfugl á seðlinum, birkikryddað lamb og það kom í tjós að hótelstjórinn, kokkarnir og þjónninn veiða bæði fiskinn og fugl- inn í soðið og eiginkona kokksins tínir grösin úti um alla móa. Hér var staldrað við og komist að því að þetta litla hótel er hreinrækt- uð paradís í miðju nægtarlandi. Og lyngið allt í kring. Maður lifandi, maður fer í síðsumrinu og tínir ber til að safta og sulta fyrir ævina. Stappaði tii að %/iðra hundinn______ Hótelið var byggt í dæld inni í krikanum árið 1945, þegar ekki þótti við hæfi að byggja við sjóinn og er staðurinn annálaður fyrir veður- blíðu. Hótelstjórinn er Pétur Gísla- son, sem ekki hefur rekið hótel áður og segir það algera tilviljun að hann skyldi lenda á þessum stað í þessu starfi. „Eg var að koma frá Patreksfirði á nýárskvöld. Það var blankalogn og stjörnubjartur himinn. Ég var á húsbíl og stoppaði hér á planinu til Vid ætlum aó gera margt margt fleira ef vid verð- um hérna áfram húsinu, prófuðum allt og töluðum við sveitungana. Það heillaði okkur að nútíminn hefur ekki alveg haldið innreið sína hér. Vöruskipti eru enn við lýði, það næst ekkert útvarp hérna, blöðin koma eftir dúk og disk, en það er hægt að horfa á sjónvarpið, þótt skilyrði séu slæm. Þar fréttum við hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur. Annars er fátt sem truflar." Pétur hefur ekki áður komið ná- lægt hótelrekstri, en hann hefur stundað annars konar rekstur, lengst af í tón- listinni. Enda er það svo, að í Bjarkarlundi er mikið líf og fjör; alltaf verið að skemmta sjálf- um sér og öðrum. Fyrir skemmstu hélt Risaeðl- an tónleika þar. „Við komumst ekki á tónleik- ana hjá þeim í bænum, svo þau komu hingað tií að spila fyrir okkur," segir Pétur. Svo tróðu Súkkat upp og síðar Puntstráin, sem eru Súkkat og Rúnar Marvins og Gilli píanisti. Einnig hafa frönsk hjón dvalið á hótelinu og skemmt gestum og gangandi. Það eru þau Zita og Dietier, sem flytja franska dægur- tónlist, gamla og nýja. Þorleifur Guðjónsson og Leo Gillespie hafa skilað sínu og meðal þeirra sem von er á, á næstunni, er K.K., auk þess sem hótelstjórnin á í viðræðum við Emilíönu Torrini. „Hótelið verður opið út september og við erum með ýmislegt á prjónun- um, til dæmis sprellihelgi, auk þess sem við ætlum að reyna að draga fólkið úr borginni í miðri viku." Á hótelinu eru þrettán fín her- bergi; þ.e.a.s. með uppbúnum rúm- um og svo er svefhpokapláss í þrem- ur til fjórum herbergjum. Alls er hægt að hýsa um 36 manns og taka á móti 50-60 manns í mat í salnum í einu. En varla nægir það til að stan- da undir heimsóknum hljómsveita og skemmtikrafta frá Reykjavík og útlöndum. Hverjir sækja skemmtanahaldið? „Alls konar fólk," segir Pétur. „Við höfum auglýst á Ströndum og í Dölum og Reykjavfk. Það hefur komið margt fólk vestan af fjörðum, ' Sæludagar á Sæbraut Á nýju Olísstöðinni á horni Sæbrautar og Sundagarða - 18. 19. ng 20. júlí afsláttur af hverjum eldsneytislítra. Að auki er 2 kr. sjálfsafgrelðslu- afsláttur. • Allir sem versla eldsneyti eða aðrar vörur fyrir a.m.k. 2000 kr. fá 1 frímiða í þvott á þvottastöð Olís. • Börnin fá uppblásnar Olís blöðrur. • „Villt og grænt" fræpoki fylgir hverri áfyllingu. Taktu fræpoka með þér í fríið og leggðu landinu lið. • Kynning á Char-Broil, amerísku gæðagasgrillunum kl 13-19 alla daga. Við setjum grillið saman og sendum það heim til þín. Fullur gaskútur fylgir með. Vönduð grillsvunta fylgir hverju gasgrilli. léttir þér lífið \ meðín tíijflðtf endflsí ¦h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.