Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 2

Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Yfir 17.000 manns í Eyjum og á Akureyri Fjórar nauðgnn- arkærur og um 30 fíkniefnamál FJÓRAR nauðganir hafa verið kærðar til lögreglunnar eftir verzl- unarmannahelgina, tvær á Akur- eyri og tvær í Vestmannaeyjum, en á þessum stöðum voru fjölmenn- ustu útihátíðir helgarinnar. Á þriðja tug fíkniefnamála kom upp á Ak- ureyri og sjö í Eyjum. í öllum tilvik- um var um neyzlu að ræða. Vitað er um fleiri kynferðisbrot á Akureyri en kærð voru, og leituðu sex stúlkur til neyðarmóttöku sjúkrahússins. Annað nauðgunar- málið, sem komið hefur til kasta lögreglu, er óupplýst en í hinu tilvik- inu var rúmlega tvítugur maður handtekinn, grunaður um að hafa nauðgað fimmtán ára gamalli stúlku í heimahúsi. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna. Þeim ber hins vegar ekki saman um tildrög málsins og var maðurinn látinn laus í gær. Málið verður sent til ríkissaksókn- ara. Nauðgunarmálin tvö í Eyjum eru enn í rannsókn, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Um 10.000 manns söfnuðust saman á hátíðinni Halló Akureyri og talið er að á áttunda þúsund Gunnar Snorri til Brussel GUNNAR Snorri Gunnarsson, sendi- herra og fastafulltrúi íslands hjá al- þjóðastofnunum í Genf, mun taka við embætti sendiherra íslands í Brussel um áramót, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Ákveðið hefur verið að Hannes Hafstein, núverandi sendiherra í Brussel, verði einn þriggja yfirmanna Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) er Björn Friðfinnsson snýr aftur til fyrri starfa sem ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ákveðið að Benedikt Jóns- son, skrifstofustjóri almennrar skrif- stofu utanríkisráðuneytisins, verði sendiherra í Genf og fastafulltrúi hjá alþjóðastofnunum þar. hafi sótt þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um. Hnífsstunga á tjaldsvæði Til ósættis kom milli tveggja manna á tjaldsvæðinu í miðbæ Akureyrar á laugardag og lyktaði með því að annar stakk hinn með hnífi í bijóstið. Sá síðarnefndi var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið og er á batavegi eftir aðgerð. Hnífs- stungumaðurinn var úrskurðaður í fimm daga varðhald. Lögreglan í Eyjum fékk tíu manna liðsstyrk úr Reykjavík, þar á meðal menn úr fíkniefnadeild, og voru 20 lögreglumenn á vakt þar um helgina. Á Akureyri voru álíka margir lögreglumenn á vöktum, þar á meðal fíkniefnadeildarmenn Daní- el Guðjónsson yfirlögregluþjónn tel- ur að of fáir löggæzlumenn og al- mennir starfsmenn hafi verið að störfum miðað við ijölda gesta í bænum. Alls leituðu 300 manns aðstoðar á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri um helgina. ■ Verzlunarmannahelgin/10/27 MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá BYKO. Tölvustýrðir flugeldar VEÐRIÐ setti svip á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum um verslunar- mannahelgina. Að venju var þó gott veður þegar þúsundir gesta tóku þátt í brekkusöng á sunnudagskvöld. Einnig var veður gott á laugardagskvöld þegar flugeldasýning var haldin, en hún var að sögn gesta sú tilkomumesta á þjóðhátíð hingað til, enda sýningin tölvustýrð í fyrsta sinn. Neytir þú áfengis? Vikulega eða oftar 2-3 s. í mánuði Mánaðariega Nokkrum sinnum á ári | Einu s. á ári eða sjaldnar | Hvaða tegundir? Q„asl Bjór | 3,4% Stundum Sjaldan Rauðvín Vodka Hvítvín Whiskey 1 19,9% Aldrei ™■■■1 I -n- ~3371 ■r 56,2 | wmm rzzi — e—? 58,2 | ■ 1 65.0 1 ■ L I 76.5 1 r 'in m 77.1 1 ■ i i L ■ 86,1 I 0 10 20 30 40 50 60 70% 80 90 100 NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöraðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakiö var tekið úr, eru aliir íslendingar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Hvert prósentustig t könnuninni samsvarar þvi um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niöurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð i mannfjölda. Seinkun á viðræðum um heilbrigðiseftirlit með fiski Island fær áheyrnaraðild að dýralæknanefnd ESB SEINKUN hefur orðið á viðræðum íslands og Noregs við Evrópusam- bandið um að nýjar reglur ESB um heilbrigðiseftirlit með sjávarafurðum á landamærum verði teknar upp í samninginn um Evrópska efnahags- svæðið. Sá árangur hefur hins vegar náðst í viðræðunum að ísland fær áheyrnaraðild að hinni valdamiklu dýralæknanefnd ESB og getur þann- ig komið íslenzkum sjónarmiðum á framfæri í málum, sem snerta heil- brigði sjávarafurða. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra segist telja þetta mikilvægan árangur. ESB ákvað fyrir tveimur árum að samræma heiibrigðiseftirlit með matvöruinnflutningi á landamærum sínum. Samkvæmt hinum nýju regl- um verða m.a. tekin sýni úr sending- um sjávarafurða, sem koma frá ríkj- um utan sambandsins, með tilheyr- andi gjaldtöku. Áætlað var að upp- taka reglnanna myndi að óbreyttu kosta íslenzka fiskútfiytjendur 500-700 milljónir króna á ári. ísland og Noregur hafa staðið í viðræðum við ESB um upptöku reglnanna í EES-samninginn, en slíkt þýðir í raun að löndin taka að sér heilbrigðiseftirlit með sjávaraf- urðum, sem fluttar eru inn til Evr- ópska efnahagssvæðisins, til dæmis físki frá rússneskum skipum, en losna á móti við heilbrigðisskoðun útflutningsafurða sinna, sem fara á markað í ESB-ríkjunum. Samningamönnum ESB boðið til íslands Að sögn Kristjáns Skarphéðins- sonar, fulltrúa sjávarútvegsráðu- neytisins í sendiráði íslands í Bruss- el, er ástæða þess að viðræðunum hefur seinkað einkum sú hvað þær eru tækniiega flóknar. Þá hafa marg- ir embættismenn ESB, sem sérfróðir eru um heilbrigði matvæla, verið uppteknir mánuðum saman vegna kúariðumálsins. Áformað var að sameiginlega EES-nefndin afgreiddi samkomulag um heilbrigðisskoðunina í síðasta mánuði. Nú er hins vegar stefnt að því að ljúka viðræðum í byijun októ- ber og að reglur ESB taki gildi hér á landi 1. marz á næsta ári. Áður var gert ráð fyrir að þær tækju gildi um næstu áramót. Aður en viðræðum lýkur munu samningamenn ESB koma hingað til lands í boði ís- lenzkra stjórnvalda til að kynna sér hvemig íslendingar hyggjast fram- kvæma heilbrigðiseftirlitið. Óformleg aðild að dýralæknanefnd í september Að sögn Kristjáns takmarkast áheyrnaraðiid Islands að dýralækna- nefnd ESB við umfjöllun um þær heilbrigðisreglugerðir sambandsins, sem Island yfirtekur. Dýralækna- nefndin hefur mikil völd og eru fá dæmi þess að ekki sé farið að tillög- um hennar varðandi heilbrigði dýra og matvæla. Meðal annars hefur nefndin leikið stórt hlutverk í kúa- riðumálinu. ESB hefur boðið íslandi óformiega áheyrnaraðiid að nefnd- inni frá og með septembermánuði, þótt samningaviðræðum sé ólokið. ísland fær einnig aðild að öllum vinnuhópum, þar sem nýjar reglur um heilbrigði sjávarafurða og ann- arra matvæla eru undirbúnar. Krist- ján segir þetta ekki síður mikilvægt en aðildina að dýralæknanefndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.