Morgunblaðið - 07.08.1996, Síða 5

Morgunblaðið - 07.08.1996, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 5 m INTERNETÞJONUSTA PÓSTS OG SÍMA POSTUR OG SIMI Póstur og sími býður nú upp á þjónustu þar sem almenningi og fyrirtækjum gefst kostur á að tengjast Internetinu. Póstur og sími hefur samið við aðila í Bandaríkjunum um fast samband við Internetið. Boðið er upp á innhringiþjónustu, sem getur hentað vel fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki eða fasta tengingu fyrir þá sem þurfa meiri flutningshraða eða þurfa stöðugt að vera í sambandi. Einnig geta þeir sem þegar eru tengdir háhraða- neti Pósts og síma, fengið tengingu við Internetið. Innhringiþjónusta Með innhringiþjónustu getur notandi með lágmarks- búnað náð tengingu um almenna símanetið með allt að 28,8kb/s hraða, eða 64 kb/s um Samnetið (ISDN). í þessari þjónustu er m.a. innifalið: Ef tengst er um almenna símanetið er skráningar- gjald fyrir innhringiþjónustu kr. 623,-, fast mánaðar- gjald er kr. 374,- og mínútugjald kr. 1,12 auk talsímaskrefa á lágmarkstaxta (staðarsímtöl). Föst tenging Föst tenging gefur möguleika á meiri hraða en innhringiþjónustan, eða á bilinu 14,4 kb/s - 512 kb/s, og veitir fyrirtækjum einnig betri aðgang að Inter- netinu. Tengipunktar fyrir fastar tengingar eru 20 talsins um allt land. Fyrirtæki með þessa tengingu sér sjálft um alla almenna Internetþjónustu innan sinna vébanda. Upplýsingar • Aðgangur að Internetinu (og Veraldarvefnum) • Netfang fyrir tölvupóst • 5MB geymslurými fyrir tölvupóst Hægt er að afla sér nánari upplýsinga i síma 550 6330, hjá Gagnaflutningsdeiid Pósts og síma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.