Morgunblaðið - 07.08.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
1
FRÉTTIR
Lífsreynsla 22ja ferðamanna
í hjólabátnum Farsæl
Bilaði í þungu
brimi við skerin
f'^STUTT
Slasaðist
á vatna-
sleða
UNGLINGSPILTUR slasaðist
á Svínavatni á sunnudags-
kvöld. Hann féll af vatnasleða
og varð fyrir öðrum sem sigldi
yfír hann.
Pilturinn hlaut áverka á
höfði. Hann var fluttur með
bifreið á móti sjúkrabíl sem
kom frá Selfossi og flutti hann
á heilsugæsluna þar. Hann
fékk að fara heim að rann-
sókn og aðhlynningu lokinni.
Bílvelta við
Kaldármela
BÍLVELTA varð á laugar-
dagsmorgun á Snæfellsnesi á
móts við Kaldármela. Öku-
maður og farþegi voru í bíln-
um og sluppu þeir vel. Aðeins
þurfti að sauma í höfuð öku-
mannsins en farþeginn slapp
með skrámur.
Lögreglan í Stykkishólmi
hafði afskipti af þrettán öku-
mönnum um helgina vegna
of hraðs aksturs. Ekki kom
þó til þess að svipta þyrfti þá
ökuleyfum.
Þyrlan í tvö
sjúkraflug
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
fór tvö sjúkraflug á mánudag-
inn.
Þýsk kona féll af hestbaki
við bæinn Álftabakka á Mýr-
um um tvöleytið og meiddist
illa á höfði. Hún var flutt
meðvitundarlítil á Borgarspít-
alann. Tveimur tímum síðar
var þyrlan kölluð út vegna
norskrar konu sem fékk astm-
akast í Landmannalaugum.
Sú var einnig flutt á Borgar-
spítalann.
Líkamsleifar
fundust á
Snæfellsnesi
LÍKAMSLEIFAR af konu
fundust í sandinum fyrir neð-
an bæinn Miðhús í Breiðu-
víkurhreppi á sunnudag.
Erlendir ferðamenn á fjöru-
göngu fundu líkamsleifarnar
og létu þeir fólkið á bænum
vita. Það gerði síðan lögreglu
viðvart um fundinn.
Líkamsleifarnar voru flutt-
ar til Reykjavíkur í gær þar
sem þær verða rannsakaðar
af svokallaðri ID-nefnd, sem
skipuð er rannsóknarlög-
reglumönnum, lækni og tann-
lækni.
______________________
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
VÉLINNI var ekið út í kant á Nesjavallavegi og umferð átti
greiða leið um veginn meðan beðið var eftir bensíni.
Nauðlenti á Nesjavallavegi
TVEGGJA manna flugvél af gerðinni
Cessna Tripacer var nauðlent á
Nesjavallavegi í fyrrakvöld um
klukkan hálfátta. Ástæðan fyrir
nauðlendingunni var eldsneytisskort-
ur en talið er að leki hafí komið að
ventli. Maður og kona voru í vélinni
og sluppu þau ómeidd.
Vélin var á leiðinni til Reykjavíkur
frá Múlakoti. Þar hafði verið bætt á
hana bensíni, sem duga átti til flugs
til Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum frá rann-
sóknardeild Iögreglunnar á Selfossi
flaug flugmaðurinn vélinni nærri
Nesjavallaveginum af ótta við ókyrrð
yfir Hellisheiði því vindur stóð af
Henglinum. Bensínið þraut þegar
komið var vestur með Hengli og brá
flugmaðurinn á það í’áð að lenda á
veginum.
Umferð um veginn stöðvaðist ekki
því vélinni var ekið út í kant meðan
beðið var eftir bensíni. Vélin fór síð-
an aftur í loftið rétt rúmlega hálftíu
og flaug til Reykjavíkur.
DRIFSKAFT úr gír yfir í skrúfu
hjólabátsins Farsæls frá Vík í
Mýrdal brotnaði þegar báturinn
var skammt vestan við Reynis-
dranga á sunnudag. Um borð voru
22 manns, þar af 17 franskir
ferðamenn. Annar sams konar
bátur, Fengsæll, dró Farsæl í land
í Vík. Gísli D. Reynisson, skip-
stjóri á Farsæl, segir að Fengsæl
sé haldið úti einmitt til þess að
hægt sé að bregðast við óhöppum
af þessu tagi.
Gísli sagði að sjálft drifskaftið
hefði skyndilega hrokkið í sundur.
Hann sagði að það væri eiginlega
með ólíkindum að þetta gæti gerst
en reyndar hefði drifskaftið verið
farið að ryðga dálítið innan frá.
Engu að síður hefði það ekki átt
að hrökkva svona í sundur.
Þungur straumur
Báturinn var á leið út i Dyr-
hólaey þegar óhappið varð. „Ég
fer venjulega upp í fjöru vestan
við Reynisfjall og keyri vestur
fjöruna og sigli svo aftur út í
Dyrhólaey. Ég ætlaði upp í fjöru
vestan við fjallið og var búinn að
setja hjólin á. Þá hrökk drifskaft-
ið í sundur. Þetta var á fremur
óheppilegum stað því ég var kom-
inn alveg upp undir land og vel
vestur fyrir Reynisdranga en
þarna er svolítið af skeijum með-
fram fjallinu. Það var þungur
straumur vestur með og þá kast-
Fjórar stórar skriður
féllu yfir Vatnsdalsveg
Blönduósi. Morgunblaðið.
NOKKRAR aurskriður féllu yfir Vatnsdalsveg fyrir
landi Másstaða í austanverðum Vatnsdal á sunnudags-
morguninn. Gífurleg úrkoma var aðfaranótt sunnudags-
ins og á sunnudagsmurguninn sem kom þessum skrið-
um á stað.
Að sögn Oddnýjar Ellertsdóttur á Bjarnastöðum eru
þessar skriður með því mesta sem hún man eftir og
féllu þær eftir klukkan sjö á sunnudagsmorguninn.
Aðalskriðurnar eru fjórar að tölu og féll nyrsta skriðan
rétt sunnan við veiðihúsið og sú sem syðst var féll á
Másstaðatúnið.
Mun fleiri spýjur fóru af stað og má nefna að ein
skriða fór af stað beint fyrir ofan Bjamastaði en stöðv-
aðist fljótt ofarlega í fjallinu. Að sögn ábúenda á Bjarna-
stöðum er ekki óalgengt að aurskriður falli úr fjallinu
en þessar hafi verið af stærri gerðinni. Stærsta skriða
sem fallið hefur á þessum slóðum í manna minnum er
hin svokallaða Bjamastaðaskriða sem féll í október
árið 1720 og varð a.m.k. 5 manns að bana og mynd-
aði hún m.a. Flóðið í Vatnsdal.
Lögreglan heyrði um málið í útvarpinu
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var henni ekki
tilkynnt um aurskriðurnar í Vatnsdal heldur heyrðu
lögreglumenn fréttirnar fyrst í útvarpinu í hádeginu.
Ferðamenn sem áttu leið fram Vatnsdal skömmu eftir
hádegi áttuðu sig ekki á því að aurskriða hefði fallið
á veginn og óku á fullri ferð inn í aurskriðuna og sátu
þar fastir. Fólk frá Blönduósi sem var að skoða náttúru-
hamfarirnar bjargaði ferðafólkinu úr skriðunni.
að við værum lokuð inni. Það var
mjög óþægileg tilfinning með
fjögur smábörn í bílnum. Tölu-
verðan spöl frá var sveitabær og
ég ákvað að leita þangað eftir
aðstoð en konan settist undir stýri
því við áttum alltaf von á meiru.
Þetta virtist ekki vera í rénun.
Ég óð skriðuna upp í klof og komst
loks á bæinn. Bóndinn virtist hafa
séð til mín því hann var að klæða
sig í yfirhafnir þegar mig bar að.
Hann á fjórhjóladrifna dráttarvél
og við fórum í það að taka vagn
af henni og selja skóflu framan á
hana. Það tók nokkra stund að
moka það mesta af veginum og
opna lænu fyrir mig. Eg komst
svo í gegnum hana á eftir dráttar-
vélinni og slapp fram hjá flóðinu
sem reyndist vera síðasta hindrun-
in,“ sagði Auðunn Helgi.
Auðunn Helgi hefur verið sjó-
maður í yfir 20 ár en segir að
þetta sé það alversta sem hann
hafi upplifað. Böm hans fjögur
eru eins, þriggja, átta og tíu ára
gömul. Fjölskyldan býr í Hafnar-
firði.
Flóðið var
jafnhátt bílnum
„VIÐ komum þama í blíðskapar-
veðri á Iaugardegi, keyptum okk-
ur veiðileyfi og ákváðum að tjalda.
Við ókum með hlíðinni inn dalinn.
Það var búið að ráðleggja okkur
að tjalda við lækina og það hefði
farið illa hefðum við farið að þeim
ráðum því skriðurnar féllu allar í
námunda við þá,“ segir Auðunn
Helgi Stígsson, sem lenti í miklum
hremmingum með fjölskyldu sína
þegar aurskriðurnar féllu í Vatns-
dalnum um helgina.
„Við hjónin erum með fjögur
börn, þar af eitt eins árs og annað
þriggja ára, og því vildum við
ekki tjalda við lækina. Við ákváð-
um að finna hentugri stað vegna
barnanna og tjölduðum loks í svo-
köiluðum Sælureit. Við lögðum
bílnum rétt utan vegar, tjölduðum
og fórum að veiða um kvöldið.
Veðrið var ágætt en þó byijaði
aðeins að hvessa um kvöldið. Við
hjónin vöknuðum kl. 6 um morg-
uninn og þá var orðið dálítið blautt
í tjaldinu hjá okkur. Við ákváðum
að hlusta á veðurfregnirnar áður
en við ákvæðum að halda heim á
leið. Því var spáð að það myndi
létta til og við leyfðum krökkun-
um því að sofa til kl. 8,“ sagði
Auðunn Helgi.
Heyrðu drunur
og jörð nötraði
„Þegar við vöktum þau var allt
orðið gegndrepa í tjaldinu og ég
hef aldrei upplifað aðra eins úr-
komu. Ég bar börnin út í bíl í
svefnpokunum. Við fórum svo að
ganga frá tjaldinu og heyrðum
þá undarleg hljóð, drunur og jörð-
in nötraði aðeins. Við héldum fyrst
að flugvél eða þyrla væri í nánd.
Svo hugsuðum við ekki meira út
í þetta og fórum með tjaldbúnað-
inn í bílinn. Ég var nýlagður af
stað á bilnum þegar ég ók fram
á gífurlegt flóð, svona 20-40 metra
frá þeim stað sem tjaldið stóð.
Flóðið var nánast jafnhátt bílnum
og ég frétti að það hefði verið
40-50 metrar á breidd. Okkur brá
geysilega mikið við þetta. Ég
bakkaði bílnum í snarhasti og
sneri honum við og ákvað að fara
inn dalinn og freista þess að kom-
ast hringinn. Ég hafði ekki ekið
nema nokkra metra þegar ég kom
að stað þar sem farið var að flæða
yfir veginn. Ég komst þó þar yfir
með því að aka greitt og annan
svipaðan stað nokkru síðar. Þá
loks kom ég að annarri stórri
skriðu, 20 metra breiðri og um
eins metra hárri,“ sagði Auðunn
Helgi.
„Þarna uppgötvuðum við það
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
ÖKUMAÐUR áttaði sig ekki á skriðunum í tæka tíð og festi bíl sinn.
4
:
<