Morgunblaðið - 07.08.1996, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
FORSETAHJÓNIN Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir slá á létta strengi.
Bindindismótið í Galtalækjarskógi
Forsetahjónin voru meðal gesta
Á SJÖTTA þúsund manns sóttu
bindindismótið í Galtalækjarskógi
um verslunarmannahelgina, sem
er svipaður fjöldi og undanfarin
ár. Forsetahjónin heimsóttu móts-
svæðið á laugardagskvöld og
gengu um meðal gestanna og
fylgdust með skemmtiatriðum.
Að sögn mótshaldara tóku
fyrstu gestimir að streyma í
Galtalækjarskóg á miðvikudags-
kvöld, og verslanir á svæðinu
opnuðu strax á fimmtudag, en
ekki á föstudag eins og staðið
hafði til. Aðfararnótt laugardags
versnaði veður, og nokkur Ijöld
fuku upp. Rigning og rok urðu
mótsgestum til ama fram á sunnu-
dagsmorgun. Unglingarnir virt-
ust þó ekki láta veðrið á sig fá,
en hlutfall þeirra hefur aldrei
verið jafn hátt á bindindishátíð-
inni.
Forseti íslands, herra Ólafur
Ragnar Grimsson, og eiginkona
hans, frú Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir, komu á mótssvæðið kl. 20
á laugardagskvöld, og var þeim
vel fagnað að sögn mótshaldara.
Forsetahjónin kusu frekar að
ganga um svæðið meðal mótsgesta
en að silja í heiðursstúku sem þeim
var ætluð, og fylgdust þau með
kvöldskemmtun í rigningunni.
Hjónunum voru færðar gjafir og
blóm, og yfirgáfu þau mótssvæðið
um miðnætti.
Mótshaldarar sögðu bindindis-
mótið hafa farið vel fram, og
engin alvarleg óhöpp áttu sér
stað. Aðeins bar á ölvun í Galta-
læk að þessu sinni, en ekki voru
unglingar þar á ferð, heldur fyrst
og fremst fámennur hópur full-
orðinna.
A
Alyktun bæjarráðs Vesturbyggðar
Hugmyndum um
þjónustuskerð-
ingu hafnað
BÆJARRAÐ Vesturbyggðar
hafnar alfarið framkomnum
hugmyndum um þjónustuskerð-
ingu á starfsemi heilsugæslu og
sjúkrahúss í V-Barðastrandar-
sýslu.
Jafnframt beinir bæjarráðið
þeim tilmælum til heilbrigðisráðu-
neytisins og forsvarsmanna heil-
sugæslustöðvar og sjúkrahúss að
fram fari úttekt á raunverulegri
rekstrarfjárþörf stofnananna
miðað við þá starfsemi sem þær
veita nú, svo leitt verði í ljós hvort
sá fjárhagsgrundvöllur sem þær
starfa á sé raunhæfur.
Þjónustustig ekki
skert frekar
Bæjarráð Vesturbyggðar
samþykkti ályktun á fundi sínum
31. júlí sl. þar sem fram kemur
að ráðið telji ekki unnt að fara
eftir nema hluta af þeim tillögum
sem því voru kynntar um úrbæt-
ur á rekstrarvanda heilsugæslu
og sjúkrahúss. í ályktuninni seg-
ir að bæjarráðið telji eðlilegt að
hagræða í rekstri þar sem því
verði við komið, svo fremi sem
það skerði ekki þjónustustig
stofnananna frá því sem nú er,
enda verði ekki séð að gengið
verði lengra í þá átt en gert hef-
ur verið á undanförnum árum.
Þörf auka-
fjárveitingar
Gísli Ólafsson bæjarstjóri
Vesturbyggðar segir að bæjar-
ráðið ætli ekki að skorast undan
því að taka á fjárhagsvanda
sjúkrahússins og heilsugæslunn-
ar. „Við horfum til þess að málið
verði leyst með svipuðum hætti
og ráðherra og varaformaður
fjárveitinganefndar ætla að beita
sér fyrir í Stykkishólmi. Sjúkra-
hússstjórnin þar skar t.d. niður
launakostnað, fyrst og fremst
hvað varðar yfirmenn stofnunar-
innar, auk annarra þátta. Það
sem á vantar í Stykkishólmi
ætlar ráðherra áð leysa með
aukafjárveitingu og við ætlumst
til að það verði líka gert hér.“
A
Atta þúsund gestir á þjóðhátíð
í Vestmannaeyjum
Slæmt veður
setti strik í
reikninginn
GESTIR á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru um átta þúsund og gengu
hátíðahöldin ágætlega fyrir sig, að sögn lögreglu. Slæmt veður setti strik
í reikninginn,, en um 600 gestir þurftu að leita sér skjóls fyrir veðri og
vindum aðfaranótt laugardags. Flug til lands lá að mestu niðri á mánu-
dag vegna veðurs, og nokkrir komust ekki til síns heima fyrr en í gærdag.
Að sögn Agnars
Angantýssonar yfir-
lögregluþjóns í Vest-
mannaeyjum sóttu
milli sjö og átta þús-
und gestir þjóðhátíð-
ina. „Fólk hagaði sér
ágætlega og þetta var
með betri þjóðhátíð-
um“, sagði Agnar.
„Slæmt veður var að-
faranótt laugardags,
en við vorum undir það
búin og það gekk fljótt
og vel að koma fólki
í skjól. Ég reikna með
að um 600 manns hafi
þurft að leita skjóls í
íþróttahúsum bæjar-
ins um nóttina."
Tvær nauðganir
kærðar
Lögreglan í Vest-
mannaeyjum fékk tíu
manna liðstyrk frá
Reykjavík, þ.á m.
menn úr fíkniefna-
deild, og voru alls 20
lögreglumenn á vakt
um helgina. Tvær
kærur bárust vegna
nauðgunar, en engin
önnur stórmál komu til kasta lög-
reglu. Sjö minniháttar fíkniefnamál
komu upp, allt svokölluð neyslumál.
Sigurður Sigurbjörnsson fram-
kvæmdastjóri hátíðarnefndar Þórs
ÞRÖNGT var á þingi í flugstöðinni í Vest-
mannaeyjum á mánudag, en flug lá niðri
vegna veðurs fram undir kvöld.
segist ánægður með þjóðhátíðina í
ár. „Að vísu gerði slæmt veður að-
faranótt laugardags, en það tókst
að koma öllum í hús sem voru blaut-
ir og hraktir. Þetta var mjög góð
Morgunblaðið/Sigurgeir
MILLI SJÖ og átta þúsund gestir voru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, og gengu hátíðarhöldin
ágætlega fyrir sig, að sögn lögreglu.
VINDHVIÐA feykti lítilli einshreyfils flugvél á hvolf á flugvell-
inum í Vestmannaeyjum á mánudagsmorgun, en verið var að
leggja vélinni eftir lendingu. Flugmaðurinn var einn í vélinni
og slapp ómeiddur, en flugvélin skemmdist töluvert.
þjóðhátíð og hegðun gestanna var
almennt til fyrirmyndar." Sigurður
sagði að umgengni hefði þó mátt
vera betri. Tíu manns unnu í gær
við að hreinsa hátíðarsvæðið og öll
merki um hátíðahöldin verða vænt-
anlega á bak og burt fyrir næstu
helgi.
2000 strandaglópar
Flug frá Vestmannaeyjum lá
niðri vegna veðurs þar til laust fyr-
ir kl. 19 á mánudagskvöld og leit-
uðu strandaglópar skjóls í flugstöð-
inni. Bragi Olafsson stöðvarstjóri
segir að um 2000 manns hafi beðið
eftir flugi á mánudeginum, en um
400 manns voru samankomnir inni
í flugstöðinni þegar mest var. Um
þúsund manns fengu þar að auki
skjól fyrir veðri og vindum í félags-
heimilum íþróttafélaganna Þórs og
Týs. Bragi segir að fólk hafí vérið
rólegt og tekið biðinni með jafnað-
argeði.
Flestir komust til síns heima eft-
ir að veður lægði á mánudagskvöld-
ið, en um 350 manns komust ekki
frá Vestmannaeyjum fyrr en í gær-
morgun.