Morgunblaðið - 07.08.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.08.1996, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 17 Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. RÚSSNESKA sjónvarpið NTV sýndi í síðustu viku viðtal við rúss- neskan embættismann, Platon Obukhov, sem var handtekinn í apríl og ákærður fyrir njósnir í þágu bresku leyniþjónustunnar. Obukhov, sem er 28 ára, þykir lík- ari Ian Fleming en James Bond því hann skrifaði skáldsögur um njósn- ir og rússnesku mafíuna í frístund- um. Rússnesk stjórnvöld vísuðu fjór- um breskum sendiráðsmönnum úr landi í maí vegna málsins og Bret- ar svöruðu í sömu mynt. Ekki var skýrt frá nafni hins meinta njósn- ara á þeim tíma, en hann á dauða- dóm yfir höfði sér. „Haldinn ofsahræðslu“ „Fyrir og eftir hvern leynifund með Bretunum kastaði ég upp, ég gat ekki borðað," sagði Obukhov í viðtalinu. „Ég var haldinn ofsa- hræðslu." „Þetta var mjög óþægi- leg tilfínning, en mér voru aliar bjargir bannaðar. Ég var búinn að vera, ég hljóp eins og upptrekkt leik- fangamús, hljóp og hljóp þar til öllu var lokið.“ Ekki er vitað hvaða upplýsingar Obukhov er sakaður um að hafa látið Bretum í té. Bretar hafa sagt að ekk- ert sé hæft í ásökunum Rússa, þeim hafi verið ætlað að styrkja stöðu Míkhaíls Barsúkovs sem yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar. Hon- um var síðar vikið frá. Obukhov starfaði I Norður-Ameríkudeild rússneska utanríkisráðuneytisins þegar hann var handtekinn, en áður hafði hann starfað í Norður- landadeildinni og í sendiráðinu í Osló. Hann er sonur Alexej Obuk- hovs, fyrrverandi aðstoðarutanrík- isráðherra Sovétríkjanna og samn- ingamanns í afvopnunarviðræðum stórveldanna. Alexej Obukhov var sendiherra í Kaupmannahöfn og sagði af sér vegna hjartasjúkdóms og streitu eftir að sonur hans var handtek- inn. „Leikur að dauðanum" Obukhov fékk aðeins sem svarar 6.600 krónum í laun á mánuði hjá utanríkisráðuneytinu en er sagður hafa þénað mun meira á skáldsög- unum, sem hafa einkum verið seld- ar á lestarstöðvum í Moskvu. Með- al bóka hans eru „Faðmlag kóng- ulóarinnar" og „Háskaleg kona“. Obukhov mun hafa fallið í ónáð í utanríkisráðuneytinu áður en hann var handtekinn. Hann hafði nefnt mafíuforingja í einni af skáld- sögunum eftir yfirmanni sínum í ráðuneytinu og sá hrekkur mæltist ekki vel fyrir. Rússneska dagblaðið Argumenti i Fakty sagði að Obukhov hefði haft samband við bresku leyniþjón- ustuna til að afla sér efnis í nýja skáldsögu, „Leik að dauðanum". Njósnarinn reyndist rithöfundur í efnisleit Platon Obukhov Dúfnaskít- inn burt Toulouse. Reuter. HAFNAR eru tilraunir á búnaði til að fæla burt dúfur og hefur honum verið komið fyrir á tveimur fjölsóttum ferðamannastöðum í París. Búnaðurinn byggir á því að segulsvið er notað til að halda dúfunum fjarri, en Parísarbúar eru lítt hrifnir af dúfnaskítnum sem þekur mörg helstu djásn borgar- innar. Búnaðinum hefur verið komið fyrir við Georges Pompidou-safnið og Palais Royale. Dýraverndunar- samtök hafa ekki mótmælt upp- setningu búnaðarins eins og jafn- vel hafði verið búist við, en þau hafa reynt með öllum ráðum að verja dúfumar. Ékki hefur fengist uppgefinn kostnaður við búnaðinn en til stendur að setja hann upp á hluta Louvre-listasafnsins og á dóm- kirkjur víðs vegar um landið. -----♦ ♦ ♦----- Fundin eft- ir fjögur ár London. The Daily Telegraph. DÚFA sem týndist í kappflugi frá West Sussex til Dorset á Englandi fyrir fjórum árum er komin í leitirn- ar. Hún fannst í Kína. „Ég er ákaflega glaður yfir því að dúfnaáhugamaður skyldi finna dúfuna en ekki einhver sem hrein- lega át hana,“ sagði eigandinn, Phil Hoddinott, sem hafði gert ráð fyrir að fuglinn væri að eilífu glat- aður. Svo barst honum símhringing frá Dalian í Mansjúríu, 8.000 km í burtu. Hoddinott sagði að kínverski dúfnaáhugamaðurinn myndi halda fuglinum, en hann vonaðist til þess að fá einhveija af ungum dúfunnar. BIC PACK FIbbcb Inuit Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670, Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100. ÞU LJINIDIR í SKATTAGLÍIVIUIMIMI? - Tryggðu þér öruggan sigur á nœsta ári með hlutabréfakaupum núna ÐQt 270,000*00 + ^68,000*00 432,000-00 * ■ Hjón kaupa hlutabréf 1. ágúst 1995 að upphœð 270.000 kr. Gengi: 1,00. • Hœkkun hlutabréfanna til 1. ágiist 1996. Gengi: 1,60, hœkkun 162.000 kr. Endurgreiðsla frá skattinum 1. ágúst ' 1996. 87.027 kr. - 10% arður greiddur 15. ágúst 1996, 27.000 kr. Verðmæti bréfa, endurgreiðslu og arðs: 546.027kr. Góð fjárfesting Almenni hlutabréfasjóðurinn er góður valkostur fyrir þá sem vilja fjárfesta í atvinnurekstri og öðlast þannig rétt til endurgreiöslu á tekjuskatti. Samval sjóðsins á bréfum í mörgum hlutafélögum minnkar áhættu fjárfesta. Gott gengi Avöxtun Almenna hlutabréfasjóðsins hefur verið mjög góð á þessu ári, eða 36% fyrstu sjö mánuðina. Enginn hlutabréfasjóður hefur greitt út hærri arð á árinu Fyrsta afborgun á næsta ári Kaupendur í Almenna hlutabréfasjóðnum þurfa aðeins að greiða 10% útborgun við kaup og geta jafnað greiðslum á 12 mánuði. Hægt er að velja fyrsta afborgunardag fram til febrúar á næsta ári. Hringdu núna og tryggðu þér strax skattaafslátt á næsta ári. _ Hringtlu núnu _ * >40 50 61 ofi tnXs(hi þér skatfaafílátí Zl M Skandia

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.